Morgunblaðið - 08.10.1992, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 08.10.1992, Blaðsíða 51
seei aaaöTao MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1992 aiGAJa/uoflOM Oð 51^ KNATTSPYRNA / HEIMSMEISTARAKEPPNIN . Betur má ef duga skal íslendingar héldu upp á flóðlýsinguna fyrir hlé en virkuðu straumlausir í seinni hálfleik Skapti Hallgrimsson skrifar VONIR íslendinga um að kom- ast loksins í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í knatt- spyrnu minnkuöu ígærkvöldi, er landsliðið varð að sætta sig tap, 0:1, á Laugardalsvelli gegn Grikkjum. Tvö stig úr tveimur útileiícjum i'byrjun höfðu kveikt vonarneista í brjóstum knatt- spyrnuáhugamanna, en eftir að f lóðljósin voru formlega tendr- uð í Laugardalnum má segja að dimmt haf i yf ir hjá landslið- inu þvííkeppni sem þessari er það nánast f rumskilyrði að tapa ekki á heimavelli. En ís- lenska liðið á enn fimm leiki eftir og möguleikar þess eru enn fyrir hendi. Fyrri hálfleikur- inn í gær lofaði góðu, þó svo íslendingar haf i ekki náð að skapa hættu við mark gest- anna, en eftir hlé var allt annað upp á teningnum — leikur ís- lands afleitur og sigur Grikkja ekki ósanngjarn þegar upp var staðið þó þeir haf i alls ekki sýnt nein snilldartilþrif. Islendingar höfðu völdin langtím- um saman í fyrri hálfleiknum, og um tíma var eins og aðeins væri eitt lið á vellin- um. Hinir bláklæddu íslendingar. Mjög mikið öryggi var í leik liðsins, ekkert fát eða fum, heldur gekk boltinn manna á milli — oft aðeins í einni snertingu — hratt og örugglega. Mikil hreyfing var á mönnum, og Grikkir sáu þann kost vænstan að halda sig aftarlega. Bökkuðu aftur á miðjan eigin vallarhelming og voru nánast í nauðvöm á köflum, þannig að Birkir Kristinsson mark- vörður varð að hlaupa sér til hita hinum megin. Þetta hefur ekki ver- ið algeng sjón í landsleikjum, en breytingin var vitaskuld ánægjuleg. íslendingar nýttu breidd vallarins ágætlega, aðallega hægri vænginn, en það verður þó að viðurkennast að hætta skapaðist aldrei við gríska markið. íslendingar náðu ekki að nýta stöðuyfirburði sína til þess. Sfðari hluta hálfleiksins komu Grikkir reyndar meira inn í leikinn, og fengu eitt mjög gott færi en Birkir gerði vel er hann varði þru- muskot af stuttu færi. Hinum meg- in virtist Andri Marteinsson í góðu skotfæri eftir skallasendingu frá Eyjólfi, en Þorvaldur Örlygsson gerði sér ekki grein fyrir stöðu mála, tók boltann af Andra og ekk- ert varð úr. Hvernig sem á því stendur komst íslenska liðið aldrei í gang eftir hlé. Það var eins og einhver óskiljanleg- ur doði væri yfír liðinu, öryggið sem einkenndi leik þess fyrstu 45 mínút- urnar var horfið veg allrar verald- ar. Hreyfingin var ekki sú sama á mannskapnum. Liðið virkaði stjórn- laust, enginn þorði að taka af skar- ið. Taka djarfar ákvarðanir til að breyta gangi máli. Einbeitingin virt- ist ekki næg og baráttan var ekki til staðar hjá öllum. Liðsheildin var sterk fyrir hlé, en sundurlaus eftir hvfldina. Það var eins og menn væru ekki stilltir á sömu bylgju: lengd. Nánast ekkert gekk upp. I stuttu máli sagt: Seinni hálfleikur- inn var mjög lélegur hjá íslenska Kðinu. Grikkir gerðu eina mark leiksins & 61. mín. og var þar vel að verki staðið, en það hefði mátt koma í veg fyrir markið því íslenska vörnin var steinsofandi. Grikkir voru vita- skuld ánægðir með sitt, tefldu ekki á tvær hættur-eftir þetta og léku varfærnislega. Og þó þeir væru ein- um færri í tæplega stundarfjórð- ung, eftir að varnarmaðurinn Ka- litsakis var rekinn út af kom það ekki að sök. íslendingar náðu engan Morgunblaðið/Kristinn Þorvaldur Örlygsson býr slg undlr að senda knðttlnn fyrlr grfska marklð f gærkvöldl. Slgurður fyrlrliðl Grðtarsson er númer ellef u. Öm Æ Útherj inn Tsiadakis ¦ I (m\ 7) tók á sprett upp vinstri kantínn, gaf mjög vel fyrir markið þar sem félagi hang hjá Olympiakos, Tsalöuhi- dla (hr. 8) skallaði örugglega í netsð. f*jorir íslendingar — Arn- ór, Guðni, Kristján og Rúnar — voru í grenndmni, auk Birkis: markvarðar, en hreyfðu hvorkt iegg né lið til að reyna að stöðva markaskorarann. veginn að nýta sér það og leikurinn fjaraði út. Seinni hálfleikurinn varð í raun aldrei hvorki fugl né fiskur. Mikið var um að boltinn gengi manna á milli í rólegheitum aftarlega á vell- inum og síðan kom oft löng sending fram völlinn meira að því er virtist upp á von og óvön, en að um skipu- legar aðgerðir væri að ræða. Hraða- breytingar voru ekki nægilegar í leik íslenska liðsins og kantarnir nýttust ekki. Það má segja að vörn íslands hafi ekki gert nema ein alvarleg mistök, en þau kostuðu mark. Ekki reyndi mikið á Birki en hann lék vel. Arnór var öruggur í nýrri stöðu sem aftasti varnarmaður, mjög ró- legur og yfirvegaður. Tók knöttinn niður í hvert skipti sem þess var nokkur kostur og reyndi að leika honum á samherja; reyndi að byggJa UPP spil strax frá öftustu varnarlínu eins og þjálfarinn vill. Miðjumennirnir, Arnar Grétars- son, Rúnar Kristinssn og Þorvaldur Örlygsson voru mjög góðir í fyrri hálfleiknum, sérstaklega Arnar, en frammistaða hans var framúrskar- andi. Þeir náðu sér hins vegar ekki nægilega á strik eftir hlé frekar en aðrir, voru þó duglegir en hlutirnir gengu ekki upp. Andri gerði góða hluti á hægri kantinum á stundum en Baldur var hins vegar langt frá sínu besta, og virtist hreinlega að niðurlotum kominn í seinni hálfleik og var skipt út af. Einnig Andrá, en Sveinbjörn Hákonarson og Ragnar Margeirsson komu í þeirra stað. Framherjarnir Eyjólfur og Sig- urður voru báðir mjög duglegir. Léku af miklum eldmóði og krafti, komu vel til baka til hjáJpar en varð lítt ágengt gegn sterkri vörn Grikkja. Það verður að segjast eins og er að svo virðist sem samherjar Eyj- 61fs átti sig ekki á helsta styrk hans — hversu gríðarlega sterkur skallamaður hann er. Hvað eftir annað vann hann skallaeinvígi í vítateig Grikkja — iðulega þegar möguleikarnir á því virtust nánast engir — og þegar knöttinn barst inn á hættusvæðið var enginn íslenskur leikmaður sem fylgt hafði með. Ef rétt er haldið á spilunum eiga kraft- ur og barátta Eyjólfs að skapa nokkur kjörin marktækifæri í hverj- um leik. Landsliðið verður að fara nýta sér þessa eiginlega Eyjólfs betur. Gríska liðið átti engan stórleik að þessu sinni. Lék skynsamlega, vörnin var sterk og gerði sárafá mistök. Grikkirnir eru eldfljótir og með góða knatttækni og tóku nokkra góða spretti. Eftir einn þeirra kom markið sem gerði út um þessa viðureign. Laugardalsvöllur, 5. riðill undankeppni heimsmeistarakeppninnar í knattepyrnu, miðvikudaginn 7. október 1992. Aðstæður: Völlurinn rennblautur eftir linnulitla rigningu í allan gærdag. Örlítið rigndi meðan leikurinn fór fram, en veður var gott. Logn og hlýtt. Mark Grikkja: Panagiotis Tsalouhidis (61.) Gult spjald: Sigurður Grétarsson (75.) fyrir brot. Ioannis Kalitsakis (20.) fyrir brot, Nikolaos Tsiadakis (48.) fyrir brot. Rautt spjald: Kalitsakis (77.) fyrir að spyrna knettinum i burtu, eftir að tslending- um hafði verið dœmd aukaspyrna. Þar með vann hann sér inn annað gula spjaldið. fsland: Birkir Kristinsson — Guðni Bergsson, Arnór Guðjohnsen, Kristján Jónsson — Andri Marteinsson (Ragnar Margeirsson 75.), Rúnar Kristinsson, Arnar Grétars- son, Þorvaldur Örlygsson, Baldur Bjarnason (Sveinbjörn Hákonarson 71.) — Eyjólf- ur Sverrisson, Sigurður Grétarsson. Grikkland: George Mirtsos — Athanassios Kolitsidakis, Ioannis Kalitzakis, SteUos Manolas ,— Efstratios Apostolakis, Pavlos Papaioannou (Anastassious Mitropoulos 55.), Panagiotis Tsalouhidis, Nikolaos Tsiantakis, Nikolaos Nioplias — VasUis Dim- itriadis (Konstantinos Frantzeskos 70.), George Donis. Dómari: H. King frá Wales. Hann fór meiddur af velli eftir hálftlma leik og í hans stað kom Burge, einnig frá Wales. Báðir stóðu sig vel. Línuverðir: Howell og Richards, báðir frá Wales. Áhorfendur: 4.973 greiddu aðgangseyri, og boðsmiðar voru 600. Áhorfendur voru því 5.573. Um 6.000 miðar voru f boði. Töpuðum orr- ustu en stríðið erekkibúið - sagði Ásgeir Elíasson landsliðsþjálfari „Það er ergilegt að hafa tapað þessum leik og þá sérstaklega þar sem mark Grikkja var ódýrt. Grikkir náðu skyndisókn eftir að við misstum knöttinn á miðjunni og hún gaf þeim mark," sagði Ásgeir Elíasson, landsliðsþjálfari. „Við vorum meira með knöttinn ífyrri hálf- leik, en leikurinn var jafn og það var lítið að gerast í honum. Við náðum sjaldan hraðaupp- hlaupum, en þegar við náðum þeim voru þau ekki nægilega vel útfœrð." Grikkirnir voru varkárir og tóku fáar áhættur. Varnarieikur þeirra var sterkur og þeir gerðu fá mistök. Við náðum ekki að brjóta vörn þeirra á bak aftur í fyrri hálf- leik, en í seinni hálfleik þróaðist leikur okkar uppi að strákarnir dældu knettinum of mikið upp í loftið. Eins og ég sagði þá er ergilegt að tapa þessum leik, því að hann var þýðingamikill. Við höfum misst fjögur stig til Grikkja. En það er ekki öll nótt úti og við verðum að gera betur í Moskvu." - Telur þú möguleika á að ná, góðum úrslitum þar, eins og í Búda- pest? „Sá möguleiki er alltaf fyrir handi þó svo að Rússar eiga að teljast sigurstranglegri á heimavelli sínum. Við töpuðum þessari orr- ustu, en stríðið er ekki búið. Það er mitt hlutverk að rífa liðið upp eftir þennan ósigur," sagði Ásgeir.""

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.