Morgunblaðið - 08.10.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.10.1992, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTOBER 1992 Bókastefnan í Frankfurt Mannleg reisn og skilningur milli þjóða Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson FRIÐARVERÐLAUN þýskra bó- kaútgefenda og bóksala voru afhent í tengslum við bókastefn- una í Frankfurt. Verðlaunahaf- inn frá 1988, þýski rithöfundur- inn Siegfried Lenz, hafði orð fyrir dómnefndinni og kynnti hinn nýja verðlaunahafa, ísrael- ann Amos Oz. Oz fæddist í Jerúsalem 1939 og hefur í skáldsögum sínum og frá- sögnum stuðlað að sáttum milli ísraela og araba og sérstaklega beitt sér fyrir að ísraelar og Palest- ínumenn semji sín á milli í staðinn fyrir síendurtekin vopnaviðskipti. Tilgangur friðarverðlaunanna, sem eru 25.000 þýsk mörk, er að veita alþjóðlega viðurkenningu til rithöfunda, vísindamanna og lista- manna sem hafa lagt sitt af mörk- um til friðar, mannúðar og skilnings milli þjóða. Amos Oz sagði á blaðamanna- fundi á bókastefnunni í Frankfurt að mörg hræðileg teikn væru á lofti í heiminum, ekki síst kynþáttahat- ur, trúarofstæki, hernaðarleg þjóð- ernishyggja og blint skrifræði, en fall einræðislegrar hugmyndafræði og lok kalda stríðsins kveiktu nýjar vonir mannkyninu til handa. Hann sagði að mannúðarstefna og fjölda- hyggla ættu ekki endilega að merkja að allir ættu að vera steypt- ir í sama mót heldur að hver ein- staklingur hefði rétt til að vera hann sjálfur. Oz er í forystusveit ísraelsku frið- arsamtakanna Friður nú, en hefur kynnst stríði af eigin raun, sex daga stríðinu 1967, þar sem hann var skriðdrekahermaður í Sinai, og stríðinu um Gólanhæðir 1973. Hann er nú prófessor í hebreskum bók- menntum við Ben Gurion-háskól- ann í Beer-Sheva. Nýjasta skáldsaga Amos Oz, Þriðja ástandið (á þýsku „Der dritte Zustand", Insel Verlag, Frankfurt am Main, 1992) er talin meðal há- punkta á ritferli hans. Hann þykir skrifa í anda dæmigerðra Evrópu- höfunda á borð við Austurríkis- manninn Robert Musil. í höfuðverki sínu, Manninum án eiginleika, minnist Musil á „annað ástandið" sem speglar styrjaldarviðhorf. Oz er trúr raunsæisstefnu og frásagn- argáfa hans er lofuð. Lítið þykir fara fyrir framúrstefnu og fagur- fræði póstmódernismans hjá honum þótt hann þekki vel hvers kyns til- raunastefnur í bókmenntum. Þriðja ástandið gerist í Jerúsalem nokkra vetrardaga 1989. Meðal margra frægðarmanna sem hlotið hafa Friðarverðlaun þýskra bókaútgefenda frá stofnun þeirra 1950 eru Albert Schweitzer, Martin Buber, Max Frich og Vaclav Hayel. Úthlutun Bókmenntaverðlauna Evrópu sem Evrópuráðið veitir var tilkynnt á bókastefnunni. Sex rit- höfundar og sex þýðendur hljóta verðlaun, en þau verða afhent í Madrid, menningarborg Evrópu 1992, 26. nóvember næstkomandi. Verðlaunafólkið er að mestu óþekkt, að minnsta kosti á Norður- löndum. Nefna má þó Hollendinginn Willem Frederik Hermans, höfund skáldsögunnar „Au pair" (1989) og írann William Trevor, höfund „Reading Turgenev" (1991). Þeir eru báðir gamalgrónir. Yngri er hin Vandaöii skór með loðfóðri. Stærðir: 35-46. Verð 2.490 úr svörtu og brúnu leðri. Stærðir: 36-41. Vero 3.990 Póstsendum samdægurs. RR - SKÓR JHL Laugavegi 60 og Kringlunni þýska Birgitte Kronauer með „Die Frau in den Kissen" (1990). í forsvari fyrir dómnefnd verð- launanna var vísindamaðurinn og skáldið Miroslav Holub frá Tékkó- slóvakíu. Holub er með virtustu skáldum og hafa nokkur ljóða hans verið þýdd á íslensku af þeim Þor- geiri Þorgeirssyni og-Matthíasi Jo- hannessen. I samtali við Morgun- blaðið sagðist Holub vita af þessu og það hefði glatt sig. Hann hefði á sínum tíma þýtt íslenskt ljóð úr ensku og hefði það birst í tímariti, en nú væri hann búinn að gleyma nafni skáldsins. Hann kvaðst stoltur af þýðingunni því að hún hefði tek- ist vel að margra dómi. Holub tal- aði mjög lofsamlega um íslenskar bókmenntir sem hann kynntist í þýðingum heima í Tékkóslóvakíu^ einkum sagnagerðinni. „Ljóðið tjáir best mannlega reisn," hafði Holub sagt í ávarpi sínu á blaðamannafundinum. Hann sagðist oft hafa verið í vanda og liðið illa undir stjórn kommúnista í Tékkóslóyakíu, en eftir frelsunina 1989 hefði margt snúist til betri vegar. Áður hefði hann oft verið fjarri landi sínu, ferðast mikið, en Birgitte Kronauer nú væri hann búsettur í Prag og hefði hugsað sér að vera þar til æviloka. - Hvernig eru tilfinningar þínar nú þegar Tékkóslóvakía er frjáls? „I fyrstu var allt svo gott og dásamlegt, en síðan kom í ljós að William Trevor öll vandamál höfðu ekki leyst í einni andrá. Sumir eru enn þrúgaðir. Maður verður engu að síður að vera móttækilegur og ábyrgur og jafn- framt bregðast við því sem gerist af fullri einurð," sagði Miroslav Holub. Safnaðarheimili Akureyrarkirkju Tónleikar Stefáns Arngrímssonar Menotti. Óperusmiðjan setur uþp Hún hefur undanfarin tólf ár verið óperuna sem verður flutt í desember. ¦ aðalundirleikari Söngskólans í Jórunn Viðar á að baki langan Reykjavík. feril sem píanóleikari og tónskáld. (Fréttatilkynning) STEFÁN Arngrímsson bassa- söngvari heldur tónleika í Safn- aðarheimili Akureyrarkirju laugardaginn 10. október kl. 17.00. Undirleikari verður Jórunn Viðar. Á efnisskrá eru meðal ann- ars verk eftir Arna Thorsteins- son, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Markús Kristjánsson, Schubert, Schuman, Strauss, Kern, Clutsam, Speaks, Bellini, Verdi og Rossini. Stefán Arngrímsson stundaði söngnám við Söngskólann í Reykja- vík 1983-1988 og lauk þaðan 8. stigs prófí vorið 1988. Helstu kennarar hans voru Guðmundur Jónsson, Þur- íður Pálsdóttir, Kristinn Hallsson og Eiður Gunnarsson. Aðalundirleikari var Jórunn Viðar. Stefán hélt til Mílanó á ítalíu að loknu námi hér heima og var þar við framhaldsnám í óperusöng hjá Pier Miranda Ferraro. Stefán hefur víða komið fram sem einsöngvari, bæði með kórum og við ýmis önnur tækifæri. Hann hefur einnig sungið í útvarpi og sjónvarpi. Framundan hjá Stefáni er meðal annars hlutverk Baltazars konungs í Amahl og næturgestirnir eftír Rekaviðarskúlptúr í Gallerí Sævars Karls Sæmundur Valdimarsson opnar sýningu á verkum sínuni í Gallerí Sævars Karls, Bankastræti 9, 9. október kl. 16.00. Sæmundur fæddist að Krossi á Barðaströnd árið 1918 og var bú- settur þar til fullorðinsára. Jafn- framt sveitastörfum stundaði hann ýmis störf til sjós og lands. Árið 1948 fluttist hann til Reykjavíkur og vann við vaktavinnu í Áburðar- verksmiðjunni á Gufunesi. Síðustu árin hefur Sæmundur eingöngu unn- ið við listskopun. Um 1970 fór Sæmundur að setja saman myndir úr steinum og reka- viði. Þessar myndir voru fyrst sýnd- ar á alþýðulistsýningu í Gallerí SÚM árið 1974. Um sama leyti fór hann að vinna stærri skúlptúra úr reka- viði. Sæmundur hélt fyrstu einkasýn- ingu sína árið 1983, en þær eru nú orðnar níu talsins, þar af ein í Osló í október 1989. Auk þess hefur hann tekið þátt í mokkrum samsýningum. Sýning Sæmundar í Gallerí Sævars Karls verður opin til 6. nóvember. » ? ? Edda Jónsdóttir með sýningu í Nýhöfn EDDA Jónsdóttir opnar sýningu í Nýhöfn, Hafnarstræti 18, fimmtudaginn 8. október kl. 17. Á sýningunni eru stór akrylmál- verk og nokkur stór þrykk, unnin í Sveaborg og á íslandi á síðastliðnum tveimur árum. Nokkur verkanna voru á sýningu í Haag í Hollandi fyrr á árinu. Þema sýningarinnar er VARÐAN. í sýningarskrá segir Edda: „Ég hef teiknað, málað og þrykkt vörður síð- astliðin fjögur ár, og trúlega er ekki allt sagt enn. Þegar veturinn verður dimmastur verður þörfin á vegvísum mest, huglægum sem og raunveru- legum. Að þeim er ég að leita." Þetta er þrettánda einkasýning Eddu. Undanfarin tólf ár hefur hún tekið þátt í alþjóðlegum grafíksýn- ingum víða um heim. Sýningin, sem er sölusýning, er Edda Jónsdóttir opin virka daga kl. 12-18, um helg- ar kl. 14-18. Lokað á mánudögum. Henni lýkur 28. október. Sigurður Örlygsson sýniríG15 SIGURÐUR Örlygsson myndlist- armaður opnar málverkasýningu í Gallerí G15, Skólavörðustíg 15, Iaugardaginn 10. október. A sýn- iiignnni sýnir Sigurður 15 verk, öll unnin á þessu ári. Verkin eru olíu- og akrýlmyndir unnar á pappír. Sigurður stundaði nám í Mynd- lista- og handíðaskóla íslands á ár- unum 1967-1971. Síðan lá leiðin í Det Kongelige Danske Kunstaka- demi í Kaupmannahöfn 1971-1972 og til New York i Art Students Le- ague 1974-1975. Sigurður hefur haldið fjölda einkasýninga bæði hér heima og erlendis, þar af fjórar á Kjarvalsstöðum, tvær í Norræna húsinu, í Ósló, Stokkhólmi, Helsinki og Haag. Hann hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga þeirri síð- ustu í Barcelona í maí á þessu ári ásamt myndlistarmönnunum Jóni Axel og Tolla. Sigurður hlaut Menn- ingarverðlaun DV fyrir myndlist árið 1988. Sýningin í Gallerí G15 er opin alla virka daga frá kl. 10-18 og kl. 11-14 á laugardögum og Iýkur eins og fyrr segir 31. október. X

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.