Morgunblaðið - 08.10.1992, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 08.10.1992, Blaðsíða 49
MORGUNBLÁÐIÐ ÍÞRÓTTIR ll 11 aiGA.iaviuoflOM FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1992 4&_ KNATTSPYRNA í I I I í Mikil- vægur sigur - sagði Panagoulias þjálfari Grikkja GRIKKIR fögnuðu gífurlega eftir að flautað var til leiksloka og í búningsklefanum ríkti mikil gleði. Leikmenn, þjálfarar og aðstoðarmenn föðmuðust og kysstust í bak og fyrir eins og Grikkja er siður. Eg held að í kvöld höfum við stig- ið mikilvægt skref í átt að úrsli- takeppninni í Bandaríkjunum 1992,“ sagði Alketas Panagoulias þjálfari Grikkja við Morgunblaðið eftir leik- inn. „Ég var reyndar ekkert allt of glaður með leikinn sem slíkann en því ánægðari með úrslitin," bætti hann við. „Þetta var geysilega erfiður leikur og ég vissi það fyrirfram því ég sá leik Islands og Grikklands í Aþenu í vor og þá sá ég að íslensku leik- mennimir voru í mjög góðri lík- amlegri þjálfun og að þeir eru sterk- ir. Það sannaðist í kvöld, íslenska liðið lék ágætlega og ég er ánægður með að við skyldum ná að halda út þegar þeir pressuðu okkur hvað mest í upphafi leiks. Vörnin hjá okk- ur var traust og lék af mikilli yfir- vegun þannig að ísland fékk ekki mörg færi. Sigurinn er sérstaklega mikilvæg- ur fyrir leikmennina því nokkrir Ieik- menn mínir hafa ekki leikið marga landleiki og það urðu nokkrir eftir heima sem gátu ekki komið með í þessa ferð þannig að sjálfstraustið verður í lagi hjá liðinu í næsta leik,“ sagði Panagoulias. Þegar hann var spurður um leik- menn íslenska liðsins sagði hann: „Ég þekkti einn leikmann, „Siggi Gretars" og þegar hann lék á Grikk- landi vildi ég fá hann til mín í liðið sem ég þjálfaði. Það eru fimm eða sex mjög góðir leikmenn í íslenska liðinu og í kvöld léku þeir Siggi, þessi frá Tottenham [Guðni Bergs- son] og sá frá Anderlecht [Arnór Guðjohnsen] mjög vel og reyndar fleiri. Ég var hræddur fyrir leikinn og því var sigurinn enn sætari. Við erum búnir að sigra í báðum leikjum okkar í riðlinum, erum með 100% árangur og núna höfum við forskot á ísland, sem margir töldu líklegast til að verða í öðru sæti og komast áfram. Ég er feginn að við erum búnir að ná svona góðum árangri gegn íslandi því ég er sannfærður um að öll liðin í riðlinu, meira að segja Rússar, lenda í vandræðum í Reykjavík," sagði Panagoulias. Ánægjulegt mark Panagiotis Tsalouhidis (nr. 8) var vel fangað eftir leikinn en hann gerði mark Grikkja. Hann hafði áður gert tíu mörk fyrir Grikkland í þeim 46 landsleikjum sem hann hafði leikið. Hann var að vonum kátur eftir sigur- inn. „Þetta mark var eiginlega ósköp venjulegt fyrir mig. Ég og Nikolaos Tsiantakis [nr. 7] sem gaf fyrir á mig erum í sama liði, leikum báðir með Olympiakos, og við höfum gert mörg svona mörk í gegnum tíðina. Hann komst upp undir endamörk og sendi fyrir. Við þekkjumst ngög vel og því var þetta eiginlega sjálf- gefið," sagði Tsalouhidis við Morg- unblaðið. „Leikurinn var gríðarlega erfiður og við vissum það reyndar fyrir. ís- lenska liðið lék hratt framan af leik en okkur tókst að stöðva þá og beyta skyndiupphlaupum. Þetta voru því mikil hlaup en við komumst í gegn- um prófið, erum með fjögur stig eftir tvo leiki. Sigurinn var mjög mikilvægur fyrir okkur því íslend- ingar voru taldir sigurstranglegri fyrir leikinn, en nú erum við með forskot á þá í baráttunni um sæti á HM,“ sagði Tsalouhidis. Svelnbjön Hikonarson kom inná sem varamaður og lék sinn fyrsta leik í heimsmeistarakeppni. Hér er hann í baráttu um knöttinn. MorK“ntlaí>'fl''Kristinn Sárt ad þurfa að tapa - sagði Sigurður Grétarsson, f/rirliði íslenska landsliðsins „ÞAÐ var sárt að þurfa að tapa þessum leik,“ sagði Sigurður Grétarsson, fyrirliði íslenska liðsins. „Við höfðum góð tök á leiknum en Grikkir skoruðu úr eina færinu sem þeir fengu. Sanngjörn úrslit hefði verið jafntefli og Grikkir hefðu verið ánægðir með það. En ég heid að við höfum ætlað okkur um of í seinni hálfleik." Sigurður sagði að eftir markið hefði þurft að taka áhættu. „Við vorum þá nær því að jafna en þeir að bæta við. Við náðum þó ekki opnum færum. Eyjólfur náði nokkr- um sinnum að skalla til baka inní vítateignum en það vantaði að fylgja því eftir. En það þýðir ekkert að hengja haus yfir þessum úrslitum. Það lögðu sig allir fram og börðsut vel.“ Of óþolinmóðir Þorvaldur Örlygsson sagðist ánægður nieð leik íslenska liðsins lengst af. „í fyrri hálfleik var aðeins eitt lið á vellinum og þá var mikil vinnsla hjá okkur. Við vorum kannski of óþolinmóðir í síðari hálf- leik og markið drap okkur gjörsam- lega. Þeir bökkuð eftir markið og við urðum að flýta okkur en náðum ekki að nýta okkur það þó svo að þeir væru einum færri síðustu mín- útumar. En það kemur annar leikur eftir þennan. Við sýndum það í fyrri hálfleik að við getum spilað vel sam- an. Nú reynum við að gleyma þess- um leik sem fyrst og snúum okkur að Rússum." sagði Þorvaldur. Ekki nógu grimmir „Þessi leikur var ekki nægilega góður hjá okkur. Við hefðum aldrei þurft að fá á okkur þetta mark,“ sagði Eyjólfur Sverrisson. „Við vor- um ekki nógu grimmir í þá úti á vellinum. Þeir voru mun harðari eins og sést á spjöldunum sem þeir fengu. Ég fékk lítinn frið - var togaður niður eða þá sparkaður niður. Við vorum óheppnir og náðum ekki að skapa okkur færi. Völlurinn var blautur og því erfiður og bauð ekki Morgunblaðið/Bjami SlgurAur Grétarsson. upp á stutt spil og því reyndum við meira langar sendingar fram. Hætt- an var sú að tapa ekki boltanum aftarlega því þá gátu skapast vand- ræði. Nú verðum við bara að vinna næsta útileik gegn Rússum til að eiga möguleika í riðlinum." Eyjólfur hefur staðið í ströngu að undanfómu og er nýlega stiginn upp úr meiðslum í kálfa og var vafinn í leiknum. „Það er spenna í vöðvanum og hann er eins og grjót. En þetta Morgunblaðið/Bj ami Þorvaldur Örlygsson. háði mér ekki í leiknum." Hann hélt til Barcelona í morgunn þar sem hann leikur með Stuttgart gegn Leeds annað kvöld. Þarf færi tíl að skora „Við þurfum að skapa okkur færi til að geta skorað og það vantaði í þessum leik,“ sagði Rúnar Kristins- son. „Við héldum boltanum vel frá vöm og fram að miðju en boltinn gekk ekki nægilega vel frá miðju Morgunblaðið/Bjami Rúnar Krlstinsson. að sókn. Við náðum ekki fyrirgjöfum eða gegnumbrotum. Það var eins og við hefðum ekki trú á því að við gætum þetta. Það virðist ekki henta okkur að stjóma leiknum. Við fáum á okkur eina skyndisókn og mark. Við fómm of mikið útúr stöðum okkar í síðari hálfleik til að reyná að opna vörnina hjá þeim. Við hefð- um getað hangið á jafnteflinu en menn höfðu vilja til að vinna,“ sagði Rúnar. IMýliðamir mætast í fyrstu umierð Nýliðarnir í 1. deildinni í knatt- spymu, ÍBK og Fylkir mæt- ast í fyrstu umferð mótsins, en dregið var um töfluröð í gær. í annari deild mætast nýliðarnir einnig, þ.e.a.s. liðin sem féllu úr þeirri fystu. í fyrstu umferð í fyretu deild leika ÍBV - Fram, ÍBK - Fylkir, Valur - Víkingur, FH - ÍA og KR - Þór. í síðustu umferð leika Fram KR, ÍBV - Fylkir, ÍBK - Víkingur, Tindastóll - ÍR. Valur - ÍA og FH - Þór. Einnig var dregið um töfluröð í 2. deild og þar leika í fystu um- ferð Grindavík - Þróttur, Breiða- blik - KA, Stjaman - Leiftur, BÍ Grótta/Þróttur Neskaupstað og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.