Morgunblaðið - 08.10.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.10.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1992 23 Norræna félagið 70 ára Margir líta á Nordjobb sem helsta vaxtarbrodd starfsins NORRÆNA félagið hélt upp á 70 ára afmæli sitt um síðustu helgi með formannafundi i Nor- ræna húsinu á laugardag og há- tíðarsamkomu í Islensku óper- unni síðdegis á sunnudag. Á formannsfundinum var m.a. fjallað um leiðir til aðefla starf félagsins, bæta hag þess og auka samvinnu félagsdeilda. Áhersla var lögð á tengsl unga fólksins við fé- lagið sem mjög hafa styrkst síðustu 7 árin vegna „Nordjobb". Þá starf- semi líta margir á sem eina merk- ustu nýjungina og vaxtarbroddinn í starfi félagsins, enda er nú unnið að því að gera sumarvinnu ungs fólks á snærum „Nordjobb" að föst- um lið í norrænu samstarfi til fram- búðar. Þá var á það bent að 500-800 nemendur tækju á hverju ári þátt í einhvers konar norrænum nemendaskiptum um lengri eða skemmri tíma. Skipulegt og hefðbundið norrænt vinabæjarstarf stendur á gömlum merg, en formannafundurinn taldi ástæðu til að taka undir hugmyndir sem fram hafa komið um að gera það opnara og virkara en hingað til, m.a. með aukinni samvinnu sveitarfélaga og norrænu félaganna Morgunblaðið/Þorkell Núverandi formaður^ Norræna félagsins, Haraldur Ólafsson, o.fl., þátttöku fleira fólks en áður og aukinni fjölbreytni í hvívetna. Brýnt var talið að viðhalda starf- inu í skóla-, æskulýðs- og menning- armálum og efla það og minnt á að umhverfismálin væru nú mál málanna. í því sambandi kom fram hugmynd um að ræða sérstaklega „unglingana og umhverfismálin" 1994. í ferðamálum taldi formanna- fundurinn Norræna félaginu skylt að leitast við það hér eftir sem hing- að til, þrátt fyrir óvissu og ýmsar breytingar á þeim vettvangi, að bjóða félagsmönnum sem hag- kvæmastar og ódýrastar Norður- landaferðir, m.a. með leiguflugi, „pakkaferðum" og helst einhverjum nýjungum. í afmælisfagnaði voru þau Svava Storr, Eiríkur Pálsson, Gils Guð- mundsson og Jónas Eysteinsson sæmd gullmerki Norræna félagsins. Á hátíðarsamkomunni á sunnu- dag ávarpaði formaður félagsins, Haraldur Ólafsson, gesti, en hátíð- arræðuna flutti dr. Gylfi Þ. Gísla- son. Auður Hafsteinsdóttir og Guð- ríður Sigurðardóttir léku saman á fiðlu og píanó og finnski vísna- söngvarinn Bengt Ahlfors söng eig- in vísur við undirleik Jukka Jarvola. Ennfremur lagði Norðklúbburinn til skemmtiatriði, Thorbjörn Fálldin, formaður Sambands norrænu félag- anna, flutti ávarp og afhenti gjöf fyrir þeirra hönd og Tjarnarkvart- ettinn söng. Kynnir var Sveinn Ein- arsson. ALLAR HELGAR Hinir einu sönnu Hljómar: Gunnar Þórðarson, Rúnar Júlíusson, Engilbert Jensen, Erlingur Björnsson ásamt Shady Owens rifja upp hina einstöku stemningu áranna frá '63-'69 með lögum eins og Fyrsti kossinn, Bláu augun þín, Æsandi fögur og fleiri gullkornum íslenskrar dægurtónlistar.. íMatseðiCC: 'Rœ.fýukóngasúpa Qrilístáktur íambahnjggvöðvi, Jonáant frönslísúkkuuiðimús Cointrau é Verðkr. 4.950,- Án matar kr. 2.000,- Stórhljómsveit undir stjórn Gunnars Þórðarssonar. Jóhann Helgason, Eyjólfur Kristjánsson, Jón Kjell Seljeseth, Gunnlaugur Briem, Einar Bragi Bragason, Eiríkur Örn Pálsson, Haraldur Flosi Tryggvason hljóð, Kristján Magnússon Ijós, sviðsstjóri Ágúst Ágústsson, leikstjóri Egill Eðvaldsson. Kynnir hinn vinsæli Hermann Gunnarsson. Húsið opnað kl. 19.00. Borðapantanri í sfma 687III. rOTEL ^land HLBOÐ VIKUNNAR JSffl8- HAGKAUP - attt i einniferd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.