Morgunblaðið - 19.11.1992, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 19.11.1992, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1992 5 Utboð á kvóta Hagræðingarsj óðs Formaður LÍÚ sat hjá við afgreiðslu málsins Telur að aflaheimildimar muni ekki seljast Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra út- vegsmanna, lagði til á fundi í stjórn Hagræðingarsjóðs á þriðjudag að frestað yrði að bjóða út ríflega 3.300 þorskí- gildistonnum eða 30% af kvóta sjóðsins. Ekki var fallist á það og sat Kristján hjá við af- greiðslu málsins. Kristján segir að stjórn sjóðsins hafi samþykkt fyrir hálfum mánuði að bjóða 30% af kvótaeign sjóðsins til sölu en breytt fyrri samþykkt á fundinum á þriðjudag af ótta við að kvótinn seldist ekki og ákveðið að hafa aðeins raun- verulega til sölu 15% af afla- heimildum sjóðsins. Að sögn Svavars Ármannssonar, aðstoð- arframkvæmdastjóra Fiskveiða- sjóðs, sem fer með málefni Hag- ræðingarsjóðs, felst í ákvörðun stjórnarinnar að sjóðurinn skuldindur sig til að taka tilboð- um hæstbjóðenda í helminginn af því magni af hverri tegund sem boðin eru út eða 15% af heildareign sjóðsins en að öðru leyti sé réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Kristján sagðist telja að ekki væri réttur tími til að bjóða þetta magn til sölu núna á meðan allt væri í ólestri varðandi boðaðar jöfnunaraðgerðir vegna kvóta- skerðingarinnar. Því hafi hann tal- ið skynsamlegast að fresta útboð- inu. Sem stjórnarmaður í Fisk- veiðasjóði beri hann ábyrgð á að kvóti sem boðinn er til sölu seljist fyrir hæsta mögulegt verð en hann telji að aflaheimildirnar muni ekki seljast. Aðspurður hvort ástæða hjásetu hans þegar tekin væri ákvörðun um uppboð á veiðiheimildum sjóðs- ins byggðist á afstöðu hans til físk- veiðistefnunnar svaraði Kristján að það hefði ekkert með þetta að gera. Hann sæti í stjóm sjóðsins og sjóðsstjórn væri falið sam- kvæmt lögum að selja aflaheimild- irnar. Stjórn Fiskveiðasjóðs annast stjórn Hagræðingarsjóðs sam- kvæmt lögum og sitja því sömu menn í stjórnum beggja sjóðanna og annast Fiskveiðasjóður dagleg- an rekstur Hagræðingarsjóðs. Utboð ríkisvíxla Meðalávöxt- un hækkar úr 9,3 í 9,4% MEÐALÁVÖXTUN hækkaði lít- illega í öðru útboði þriggja mán- aða ríkisvíxla sem fram fór í gær. Meðalávöxtun tekinna til- boða var nú 9,41% en var 9,29% í fyrsta útboðinu sem fram fór 4. þessa mánaðar. Alls bárust 34 gild tilboð í ríkis- víxla að fjárhæð 2.258 milljónir kr. Ríkissjóður tók tilboðum frá 23 aðilum samtals að fjárhæð 1.206 milijónir kr. en í útboðsskilmálum skuldbatt ríkissjóður sig til að taka tilboðum á bilinu 500 til 2.000 millj- ónir kr. Meðalávöxtun tekinna til- boða var 9,41% sem svarar til 8,89% forvaxta, samkvæmt frétt frá Lána- sýslu ríkisins. Ávöxtun tilboða í útboðinu var á bilinu 9,08 til 9,53%, en í fyrra útboðinu var breytileikinn meiri eða á bilinu 8,75 til 9,81%. Útboð Hagræðingarsjóðs verður auglýst á morgun og tekur það til 1.626 tonna af þorski, 515 tonna af ýsu, 757 tonna af ufsa, 1.078 tonna af karfa, 281 tonns af grá- lúðu og 127 tonna af skarkola. Miðað er við slægðan fisk með haus nema karfi reiknast óslægð- ur. Einungis skipseiganda er heim- ilt að bjóða í aflamark sjóðsins og verður að tilgreina það skip sem framselja á aflamarkið til. Sé’til- boði tekið verður að staðgreiða til- boðsfjárhæð. Hefur skipseigandi allan ráðstöfunarrétt á kvótanum á sama hátt og gildir um það afla- mark sem skip hans hefur fyrir. Tilboðsfrestur rennur út 30. nóv- ember. Sterk á svellinu Skautasvellið í Laugardal nýtur mikilla vinsælda meðal borg- arbúa. Þessi stúlka lék listir sínar á svellinu þegar ljósmynd- ari Morgun- blaðsins átti leið um- Laugardal- inn í gær. Morgunblaðið/Gunnar Blöndal SH'iijUkur á brauO/d pönnu^ °9 ‘ bakstunnn- Smjom Smjörvi verður alltafofan d ...hvort sem það er rúnstykki, rúgbrauð, harðfiskur, soðin ýsa, kex eða ofnbakaðir réttir. Símjúkur SMJÖRVI til að fullkomna bragðið. AUK k9d22-687

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.