Morgunblaðið - 19.11.1992, Page 21

Morgunblaðið - 19.11.1992, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1992 21 • • Ossur o g tillögur OECD eftir Halldór Þorgeirsson Össur Skarphéðinsson þingmaður hélt erindi á fundi stúdentaráðs HÍ og Félags háskólakennara þriðju- daginn 10. nóvember um álit úttekt- arhóps OECD um rannsóknir og nýsköpun í atvinnulífi hér á landi. I máli sínu fór hann því miður ekki rétt með tillögur OECD. Össur gerði að umræðuefni töflu í álitsgerð OECD þar sem fjöldi mannára við rannsóknir í þágu at- vinnuveganna er borinn saman við framlag þessara sömu atvinnuvega til landsframleiðslu. Þessi tafla var viðauki við álitsgerðina og ekkert fjallað um innihald hennar í álits- gerðinni sjálfri. Um þessa töflu sagði Össur: „Lft- um á landbúnaðinn. Mikilvægi hans í þjóðarbúskapnum dvínar ört. í dag starfa 162 einstaklingar að vísindum og þróun innan þessarar greinar. Miðað við framlag hans til lands- framleiðslunnar er það 112 mönnum of mikið samkvæmt skýrslu OECD. Ef við tækjum það fjármagn sem fer í að halda úti þessum mönnum við meira og minna lítt þarfar rann- sóknir og settum það í sjóð sem væri varið til að styrkja verkefni á þeim sviðum sem skilgreind væru sem áherslusvið, t.d. á sviði iðnrann- sókna, mætti strax í dag ná tiltölu- lega hröðum árangri." OECD leggur ekki til að dregið verði úr landbúnaðarrannsóknum. Þvert á móti er eindregið lagt til að framlög til rannsókna og þróunar verði aukin. Lausnin felist ekki í endurúthlutun þess takmarkaða íjár sem til þessara mála rennur í dag. Tillögur Össurar um tilflutning fjár frá landbúnaðarrannsóknum til iðn- aðarrannsókna eru því á hans eigin ábyrgð en eiga sér ekki stoð í áliti OECD. Úttektarhópur OECD leggur ekki til að farið verði eftir hlutföllum í landsframleiðslu við úthlutun fjár- magns til rannsókna. Þvert á móti leggur hópurinn til að „viðhaldið verði öflugum rannsóknum á sviði auðlindanýtingar — fiskiðnaðar, landbúnaðar og orkuvinnslu — með auknu framlagi til rannsókna- og þróunarstarfsemi sem geri þessar greinar fjölþættari og leiði til nýting- ar þekkingar". Eðlilegt er að menn spyiji hvers vegna OECD-hópurinn birti þá um- ræddan samanburð. Þegar meðlimur vísinda- og tæknistefnunefndar OECD, sem viðstaddur var kynning- arfundinn, gerði athugasemd við töfluna, var því svarað til að tilgang- urinn hefði verið að skapa umræður og að þeim tilgangi væri þegar náð. Væntanlega verður þessi tafla því ekki birt í endanlegri skýrslu hóps- ins. (Össur var ekki viðstaddur kynn- ingarfund OECD.) Eftir að þingmaður hefur lagt til á opinberum fundi að hlutföll í lands- framleiðslu verði látin ráða vísinda- stefnunni er hins vegar nauðsynlegt að benda á þær hættur sem slíku fylgja. Eitt vandamálið tengist umhverf- isrannsóknum eins og umhverfisráð- B/LALE/GA Úrval 4x4 fólksbna og station bfla. Pajero jeppar o.fl. teg. Pickup-bílar með einf. og tvöf. húsi. Minibussar og 12 sæta Van bilar. Farsfmar, kerrur f. búslóðir og farangur og hestakerrur. Reykjavík 686915 interRent Europcar BÍLALEIGA AKUREYRAR Fá&u gott tilboð! „Það er von mín að OECD-skýrslan verði til að efla rannsókna- og þróunarstarf hér á landi. Einn mikilvæg- asta forsenda slíks er pólitískur vilji á Al- þingi.“ herra rakti á fundi OECD-nefndar- innar. Gæði umhverfisins eða ástand náttúruauðlinda mælast ekki með núverandi aðferðum við gerð þjóð- hagsreikninga. Umtalsverður hluti þeirra rannsókna sem falla undir landbúnað í töflu OECD eru rann- sóknir á sviði umhverfismála, þ.m.t. allar rannsóknir á sviði landgræðslu og skógræktar. Ljóst er að framlag til landsframleiðslu getur ekki ráðið framlögum til rannsókna á þessu sviði. Úttektarhópur OECD leggur reyndar til að þessar rannsóknir verði auknar. Annað vandamálið er tengt auð- lindarannsóknum. Eins og ég nefndi á fundi OECD-nefndarinnar getur nauðsynleg aðlögun að afkastagetu fiskistofnanna leitt til tímabundinn- ar rýmunar landsframleiðslu. Slík aðlögun kallar hins vegar á auknar rannsóknir, ekki samdrátt í rann- sóknum eins og Össur virðist leggja til. Varðandi samanburð við lands- framleiðslu skal tekið fram að um- fangsmiklar rannsóknir Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins á sviði matvælaiðnaðar og vöruþróunar em taldar með landbúnaðarrannsókn- um. Framlag matvælaiðnaðarins til Halldór Þorgeirsson landsframleiðslu fellur hins vegar undir iðnað í töflu OECD. Rannsóknir eiga að stýrast af rannsóknaþörf á hveijum tíma. Ólaf- ur Davíðsson ráðuneytisstjóri í for- sætisráðuneytinu benti sérstaklega á í svari stjórnvalda við skýrslu OECD að Rannsóknastofnun land- búnaðarins hefur verið mjög sveigj- anleg í að mæta nýrri rannsókna- þörf og nefndi uppbyggingu fisk- eldisrannsókna og umhverfisrann- sókna í því sambandi. Möguleikar á að mæta rannsóknaþörf framtíðar- innar munu aukast ef tillögur OECD-hópsins um aukningu fjár- framlaga, þ.m.t. á óbundnum fram- lögum, verða að veruleika. Það er von mín að OECD-skýrslan verði til að efla rannsókna- og þróun- arstarf hér á landi. Einn mikilvæg- asta forsenda slíks er pólitískur vilji á Alþingi og vænti ég þess að Össur Skarphéðinsson muni stuðla að þvf að slíkur vilji eflist. Höfundur er plöntulífeðlis- fræðingur og sérfræðingur á Rnnnsóknastofnun land- búnaðarins. TOLVUR EiniS OG AMBRA KOMA EKKI Á TUTTUGU MÍIUÚTIUA FRESTI Tölvur hafa komið og farið eins og strætisvagnar um tölvumarkaðinn og fæstum framleiðendum hefur tekist að skapa sér fastan viðskipta- vinahóp. En nú er AMBRA komin á markaðinn, ný tölva sem er framleidd af dótturfyrirtæki IBM og ber af öðrum tölvum í gæðum miðað við verð. Hún hefur þegar slegið í gegn og hundruð íslendinga hafa fengið sér AMBRA. AMBRA er geysilega öflug og vönduð tölva á verði sem erfitt er að keppa við. AMBRA er bæði þægileg heimilistölva og öflug fyrir- tækjatölva. Það er ekki oft sem tölvur eins og AMBRA koma á markaðinn. V E R Ð D Æ M I 98.000 AMBRA Sprínta 386sx, 25 MHZ tiftíðni, 4 MB innra minni, 80 MB diskur, SVGA litaskjár, mús, DOS 5.0, Windows 3.1 Raðgreiðslur KAUPLEIGUSAMNINGAR NÝHERJI SKAFTAHLÍO 24 • SlMI 69 77 00 S 69 77 77 AUtaf skrefi á undan

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.