Morgunblaðið - 19.11.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.11.1992, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1992 21 • • Ossur o g tillögur OECD eftir Halldór Þorgeirsson Össur Skarphéðinsson þingmaður hélt erindi á fundi stúdentaráðs HÍ og Félags háskólakennara þriðju- daginn 10. nóvember um álit úttekt- arhóps OECD um rannsóknir og nýsköpun í atvinnulífi hér á landi. I máli sínu fór hann því miður ekki rétt með tillögur OECD. Össur gerði að umræðuefni töflu í álitsgerð OECD þar sem fjöldi mannára við rannsóknir í þágu at- vinnuveganna er borinn saman við framlag þessara sömu atvinnuvega til landsframleiðslu. Þessi tafla var viðauki við álitsgerðina og ekkert fjallað um innihald hennar í álits- gerðinni sjálfri. Um þessa töflu sagði Össur: „Lft- um á landbúnaðinn. Mikilvægi hans í þjóðarbúskapnum dvínar ört. í dag starfa 162 einstaklingar að vísindum og þróun innan þessarar greinar. Miðað við framlag hans til lands- framleiðslunnar er það 112 mönnum of mikið samkvæmt skýrslu OECD. Ef við tækjum það fjármagn sem fer í að halda úti þessum mönnum við meira og minna lítt þarfar rann- sóknir og settum það í sjóð sem væri varið til að styrkja verkefni á þeim sviðum sem skilgreind væru sem áherslusvið, t.d. á sviði iðnrann- sókna, mætti strax í dag ná tiltölu- lega hröðum árangri." OECD leggur ekki til að dregið verði úr landbúnaðarrannsóknum. Þvert á móti er eindregið lagt til að framlög til rannsókna og þróunar verði aukin. Lausnin felist ekki í endurúthlutun þess takmarkaða íjár sem til þessara mála rennur í dag. Tillögur Össurar um tilflutning fjár frá landbúnaðarrannsóknum til iðn- aðarrannsókna eru því á hans eigin ábyrgð en eiga sér ekki stoð í áliti OECD. Úttektarhópur OECD leggur ekki til að farið verði eftir hlutföllum í landsframleiðslu við úthlutun fjár- magns til rannsókna. Þvert á móti leggur hópurinn til að „viðhaldið verði öflugum rannsóknum á sviði auðlindanýtingar — fiskiðnaðar, landbúnaðar og orkuvinnslu — með auknu framlagi til rannsókna- og þróunarstarfsemi sem geri þessar greinar fjölþættari og leiði til nýting- ar þekkingar". Eðlilegt er að menn spyiji hvers vegna OECD-hópurinn birti þá um- ræddan samanburð. Þegar meðlimur vísinda- og tæknistefnunefndar OECD, sem viðstaddur var kynning- arfundinn, gerði athugasemd við töfluna, var því svarað til að tilgang- urinn hefði verið að skapa umræður og að þeim tilgangi væri þegar náð. Væntanlega verður þessi tafla því ekki birt í endanlegri skýrslu hóps- ins. (Össur var ekki viðstaddur kynn- ingarfund OECD.) Eftir að þingmaður hefur lagt til á opinberum fundi að hlutföll í lands- framleiðslu verði látin ráða vísinda- stefnunni er hins vegar nauðsynlegt að benda á þær hættur sem slíku fylgja. Eitt vandamálið tengist umhverf- isrannsóknum eins og umhverfisráð- B/LALE/GA Úrval 4x4 fólksbna og station bfla. Pajero jeppar o.fl. teg. Pickup-bílar með einf. og tvöf. húsi. Minibussar og 12 sæta Van bilar. Farsfmar, kerrur f. búslóðir og farangur og hestakerrur. Reykjavík 686915 interRent Europcar BÍLALEIGA AKUREYRAR Fá&u gott tilboð! „Það er von mín að OECD-skýrslan verði til að efla rannsókna- og þróunarstarf hér á landi. Einn mikilvæg- asta forsenda slíks er pólitískur vilji á Al- þingi.“ herra rakti á fundi OECD-nefndar- innar. Gæði umhverfisins eða ástand náttúruauðlinda mælast ekki með núverandi aðferðum við gerð þjóð- hagsreikninga. Umtalsverður hluti þeirra rannsókna sem falla undir landbúnað í töflu OECD eru rann- sóknir á sviði umhverfismála, þ.m.t. allar rannsóknir á sviði landgræðslu og skógræktar. Ljóst er að framlag til landsframleiðslu getur ekki ráðið framlögum til rannsókna á þessu sviði. Úttektarhópur OECD leggur reyndar til að þessar rannsóknir verði auknar. Annað vandamálið er tengt auð- lindarannsóknum. Eins og ég nefndi á fundi OECD-nefndarinnar getur nauðsynleg aðlögun að afkastagetu fiskistofnanna leitt til tímabundinn- ar rýmunar landsframleiðslu. Slík aðlögun kallar hins vegar á auknar rannsóknir, ekki samdrátt í rann- sóknum eins og Össur virðist leggja til. Varðandi samanburð við lands- framleiðslu skal tekið fram að um- fangsmiklar rannsóknir Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins á sviði matvælaiðnaðar og vöruþróunar em taldar með landbúnaðarrannsókn- um. Framlag matvælaiðnaðarins til Halldór Þorgeirsson landsframleiðslu fellur hins vegar undir iðnað í töflu OECD. Rannsóknir eiga að stýrast af rannsóknaþörf á hveijum tíma. Ólaf- ur Davíðsson ráðuneytisstjóri í for- sætisráðuneytinu benti sérstaklega á í svari stjórnvalda við skýrslu OECD að Rannsóknastofnun land- búnaðarins hefur verið mjög sveigj- anleg í að mæta nýrri rannsókna- þörf og nefndi uppbyggingu fisk- eldisrannsókna og umhverfisrann- sókna í því sambandi. Möguleikar á að mæta rannsóknaþörf framtíðar- innar munu aukast ef tillögur OECD-hópsins um aukningu fjár- framlaga, þ.m.t. á óbundnum fram- lögum, verða að veruleika. Það er von mín að OECD-skýrslan verði til að efla rannsókna- og þróun- arstarf hér á landi. Einn mikilvæg- asta forsenda slíks er pólitískur vilji á Alþingi og vænti ég þess að Össur Skarphéðinsson muni stuðla að þvf að slíkur vilji eflist. Höfundur er plöntulífeðlis- fræðingur og sérfræðingur á Rnnnsóknastofnun land- búnaðarins. TOLVUR EiniS OG AMBRA KOMA EKKI Á TUTTUGU MÍIUÚTIUA FRESTI Tölvur hafa komið og farið eins og strætisvagnar um tölvumarkaðinn og fæstum framleiðendum hefur tekist að skapa sér fastan viðskipta- vinahóp. En nú er AMBRA komin á markaðinn, ný tölva sem er framleidd af dótturfyrirtæki IBM og ber af öðrum tölvum í gæðum miðað við verð. Hún hefur þegar slegið í gegn og hundruð íslendinga hafa fengið sér AMBRA. AMBRA er geysilega öflug og vönduð tölva á verði sem erfitt er að keppa við. AMBRA er bæði þægileg heimilistölva og öflug fyrir- tækjatölva. Það er ekki oft sem tölvur eins og AMBRA koma á markaðinn. V E R Ð D Æ M I 98.000 AMBRA Sprínta 386sx, 25 MHZ tiftíðni, 4 MB innra minni, 80 MB diskur, SVGA litaskjár, mús, DOS 5.0, Windows 3.1 Raðgreiðslur KAUPLEIGUSAMNINGAR NÝHERJI SKAFTAHLÍO 24 • SlMI 69 77 00 S 69 77 77 AUtaf skrefi á undan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.