Morgunblaðið - 19.11.1992, Side 24

Morgunblaðið - 19.11.1992, Side 24
24 --- MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1992 Morgunblaðið/Sverrir Frá málflutningi í gær. Lengst til vinstri er Daniel Snorrason, skrifstofustjóri rikissaksóknara, og við hlið hans sækjandi málsins, Egill Stephensen. Fyrir miðri mynd er Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari ásamt dómritara og til hægri er Ragnar Aðalsteinsson hrl., verj- andi hins ákærða í málinu, Steins Ármanns Stefánssonar, sem situr við hlið hans. Dóms að vænta í kókaínmálinu innan þriggja vikna Sækjandi krefst þyngstu refsingar sem lög leyfa Verjandi krefst sýknu af öllum ákærum KÓKAÍNMÁLIÐ var tekið til dóms í héraðsdómi Reykjavíkur í gær, að loknum munnlegum málflutningi þar sem Egill Stephensen sækjandi málsins gerði kröfu um að hinn ákærði, Steinn Armann Stefánsson, yrði dæmdur til þyngstu refsingar sem lög leyfa, fyrir stórfellt ftkniefnamisferli, fyrir að valda almannahættu með glæfraakstri sem leiddi til áreksturs við lög- reglubfl þar sem Iögreglumaður hlaut mikið og varanlegt heilsu- tjón og fyrir að leggja til lög- reglumanns með skærum sem hugðist handtaka hann. í máli sækjandans kom meðal annars fram að hann teldi eðlilegt að refsing fyrir fíkniefnabrotið yrði ekki lægri en fjögurra ára fangelsi, sem er sú refsing sem dæmd var í þvi sem kallað hefur verið stóra kókaínmálið og sner- ist um innflutning á kflói af kókaíni. Hann taldi ýmsar skýr- ingar sem ákærði hefði gefíð á breytni sinni ýmist bera ein- kenni þess að vera tilraun til réttlætingar á eigin gerðum og ýmislegt í framburði mannsins og gerðum yrði ekki skýrt nema með skírskotun til niðurstöðu geðrannsóknar sem gerð var á honum. Ragnar Aðalsteinsson hrl., verjandi ákærða, krafðist sýknu af öllum ákæruatriðum. Hann lagði áherslu á að réttar- öryggi skjólstæðings síns hefði verið skert með margvíslegum hætti við rannsókn málsins, sönnunargagna lögreglu hefði verið aflað með ólögmætum og refsiverðum hætti og auk þess hefði skjólstæðingur hans engan ásetning haft til að brjóta af sér. Á öllum stigum málsins hefði hann verið undir nauðung, sem sé einn af fylgikvillum þess geðsjúkdóms sem hrjái hann. Hann hafí talið sig á valdi ör- laga sem fijáls vilji hafí engu getað breytt um. Egill Stephensen lagði áherslu á að sakbomingurinn hefði í raun játað á sig öll þau brot sem hann væri ákærður fyrir; innflutning á kókaíni til landsins í því skyni að selja það, glæfraakstur sem valdið hefði almannahættu og stórfelldu og varanlegu líkamstjóni og að hafa lagt með skærum til lögreglu- manna sem reyndu að handtaka hann. Hann lagði áherslu á að ekki væri ákært fyrir tilraunir til að selja efnið hér á landi og því hefði rannsókn málsins fyrir dómi að miklu leyti snúist um atriði sem ekki snertu ákæruatriðin í málinu. Ekki væri ákært fyrir þau brot sem framin kynnu að hafa verið fyrir tilstilli lögreglu, heldur væri ákært annars vegar fyrir brot sem fram- in væru án nokkurs atbeina hennar og hins vegar eftir að beinum áhrifum lögreglu á atburðarásina var lokið. í máli sækjandans kom fram að þótt hér á landi fyndust ekki jafn- skýr lagafyrirmæli eða dómar og í nágrannalöndum um beitingu tálbeitu og aðrar óhefðbundnar rannsóknaraðferðir teldi ákæru- valdið að Bimi Halldórssyni lög- reglufulltrúa hefði verið heimilt að beita virkri tálbeitu sem rannsókn- araðferð í þessu máli, enda miklir hagsmunir í húfi að koma höndum yfír kókaíniði Höfuðmáli skipti að tálbeitan hefði gefíð sig fram við Iögregiuna án nokkurs þrýstings til að upplýsa málið sem verið hafí stórfellt. Hefðbundnar aðferðir hefðu ekki skilað árangri Egill kvaðst telja að ljóst væri að aðrar aðferðir hefðu ekki borið sama árangur i þessu máli og beit- ing tálbeitu. Miðað við reynslu þeirra sem þekktu til fíkniefna- rannsókna væri fyrirfram álitið útilokað í máli, sem snerist um svo mikið magn af kókaínu, að hefð- bundnar aðferðir eins og húsleit gætu orðið til að draga fram í dagsljósið nema lítinn hluta efnis- ins. Þótt hann teldi þannig notkun tálbeitu heimila væri annað mál hvort rétt hefði verið staðið að framkvæmdinni. Þar hefði ýmis- legt ekki verið eins og best hefði verið á kosið og þá það helst að Bjöm Halldórsson hefði ekki ráð- fært sig við sína yfirmenn. Rík áhersla væri á það lögð erlendis þar sem beiting slíkra aðferða væri lögleyfð að ákvarðanir af þessu tagi væru teknar á ábyrgð æðstu yfírmanna. í þessu sambandi þyrfti hins vegar að hafa í huga að ekki væri augljóst við hvaða reglur Björn hefði átt að styðjast, enda ekki lagafyrirmælum.til að dreifa og í þeim eina dómi Hæstaréttar sem í þessu máli gæti komið til álita væri rýr fyrirmæli að finna. Egill Stephensen sagði að einnig þyrfti að taka afstöðu til þess hvort þeir gallar sem vera kunni á fram- kvæmdinni að þessu leyti séu svo stórfelldir að ekki verði byggt fyr- ir dómi á neinu því sem rannsókn- in hafí dregið fram. Miðað við að- stæður kvaðst hann ekki telja að svo væri, einkum þar sem ákæran væri þannig úr garði gerð að ekki væri ákært fyrir atriði sem lögregl- an hefði haft beina íhlutun um. Akæruvaldið gerir skýringar Björns á hlerunarbúnaði ekki að sínum Svo miklir hagsmunir væru í húfi að réttlætanlegt sé að byggja á því sem rannsóknin hafí leitt í ljós en fyrir dóminum væri ekki tíl úrlausnar hvort Bjöm Halldórs- son lögreglufulltrúi kunni að hafa bakað sér ábyrgð með stjóm sinni á rannsókninni. Úr því beri að skera á öðmm vettvangi. Egill sagði að svo virðist sem það að Bjöm Halldórsson kom talstöð fyr- ir í bíl þeim sem ákærði og tálbeit- an óku um í kvöldið fyrir handtöku gangi í berhögg við ákvæði réttar- facslaga. Ákæmvaldið geri ekki að sínum þær skýringar Bjöms Halldórssonar að tími hafí verið knappur þegar ákvörðun um hler- unina var tekin og auk þess hafí legið fyrir samþykki umráðamanns bflsins, tálbeitunnar. Hins vegar megi velta því fyrir sér í málinu hvort til álita komi að þessar skýr- ingar geti réttlætt þá ákvörðun Bjöms að leita ekki til dómstóla til að fá samþykki fyrir hleruninni. Eins og fyrr sagði telur ákæra- valdið að fyrir liggi játningar á meginþáttum málsins og Egill Stephensen sagði að fullyrðingar, sem Steinn Armann hefði fyrst sett fram fyrir dómi um að hann hefði aldrei ætlað kókaínið til dreif- ingar hér á landi, féllu um sjálfar sig eins og margar aðrar fullyrð- ingar hans um málsatvik sem reynst hefðu í mótsögn við allt annað sem fram hefði komið og fyrir lægi í málinu. Sækjandinn rakti að fyrir dómi hefði ákærði komið fram með framburð sem í ýmsum atriðum gengi gegn því sem hann hefði sagt lögreglu. Viðbrögð ákærða við handtöku- tilrauninni við Sundlaugamar í Laugardal hefðu verið svo ofsa- fengin að ekki einu sinni vitneskja um 1,2 kg. af kókaíni í bflnum skýrðu þau. Áberandi væra mót- sagnir og fullyrðingar sem fengju enga stoð, svo sem um að ákærði hefði talið steðja að sér ýmiss kon- ar hættu og yfír honum vofað hót- anir. Einnig fullyrðingar um að hafa ekki fundið til áhrifa kókaíns þrátt fyrir að hafa verið með lífs- hættulegt magn þess í blóði. Full- yrðingar af þessu tagi og einnig um að hafa ekki vitað að það væri lögreglan sem væri að elta hann á flóttanum fyrr en eftir handtöku yrðu sennilega ekki skýrðar nema með hliðsjón af niðurstöðum rann- sókna á kókaínmagni í blóði hans og geðrannsókn þeirri sem gerð hefði verið og væri mikilvægt gagn og þar væri að leita skýringa á ýmsum atriðum í framburði ákærða. Að minnsta kosti fjögurra ára fangelsi fyrir kókaininnflutninginn Ákæruvaldið gerir kröfu um þyngstu refsingu fyrir þau brot sem Steini Ármanni era gefin að sök. Nánar um ákvörðun refsingar ákærða sagði Egill Stephensen að ákæruvaldið gerði kröfu um ára- Ianga óskilorðsbundna fangelsis- vist og í máli hans kom fram að hann teldi að ekki væri unnt, mið- að við dóma í sambærilegum mál- um, að dæma minna en fjögurra ára fangelsi fyrir þann hluta máls- ins sem lýtur að innflutningi á 1,2 kg. af kókaíni. Hann rakti rann- sóknamiðurstöður um að minnis- bók í bijóstvasa lögreglumanns hefði komið í veg fyrir^að skæri þau sem ákærði beitti við handtöku hefðu valdið lögreglumanninum miklu líkamstjóni og rökstuddi ákæralið um að þetta brot hefði verið sérstakt vegna þeirrar að- ferðar og þess tækis sem notað hefði verið við atlöguna og rakti einnig það stórfellda heilsutjón sem lögreglumaður hefði hlotið í árekstri eftir glæfraakstur ákærða sem ákæravaldið telur varða við 168. grein almennra hegningar- laga en því ákvæði er sjaldan beitt um brot sem framin eru f umferð- inni, heldur einkum að því er fram kom hugsuð gagnvart þeim sem stofna umferð flugvéla eða jám- brautarlesta í hættu. Réttaröryggi skert með ólögmætum refsiverðum hætti Ragnar Aðalsteinsson hrl., veij- andi Steins Ármanns Stefánsson- ar, sagði að mál þetta einkenndist af því að réttaröryggi sakbomings- ins hefði verið stórskert með marg- víslegum aðgerðum lögreglu og ákæravalds. Lögregla hefði notað tálbeitu til að framkallað brot hjá ákærða, beitt hefði verið ólögmæt- um og refsiverðum hlerunum og aflað hefði verið með ólöglegum hætti upplýsinga um einkamál ákærða hjá skattyfirvöldum og gjaldeyrisyfírvöldum. í trássi við

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.