Morgunblaðið - 19.11.1992, Qupperneq 50
50
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1992
,,/4-f hve/juhazttiréu c.
ra-Puirfcjastarfinu ? "
Með
morgunkaffínu
Ast er.
■^<r safwtffrs
6-8
... að vinna sameiginlega
úr vandamálunum
TM Reg U.S Pat Off. —all nghts reserved
® 1992 Los Angeles Times Syndicate
4] 2Í1P3
// im AfN /
Er nýja púströrið ekki vit-
Iaust tengt...?
HOGNI I1R1.KKVISI
BRÉF TIL BI.AÐSINS
Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222
Nóg var
Frá Hilmari Sigurðssyni:
NÓG VAR nú samt. Þessi orð lét
fyrrverandi samgöngumálaráð-
herra lesa upp eftir sig í útvarpi
er í ljós hafði komið að Herjólfur
nýi hafði ekki þá sjóhæfni sem
slíku skipi ber að hafa.
Með þessum orðum leynir sér
víst ekki hver hugur hans hafði
verið í þessu máli, venjan er að
fagna slíkum áföngum sem náðst
hafa en ekki að sletta svona orðum
fram. Hann hefur víst líka viljað
álíta að hann hafi nú afrekað mik-
ið í þessu máli. Viðvörun skipa-
tæknis, sem hafði gott vit á þess-
um hlutum, um að skipið yrði vara-
samt og myndi skorta sjóhæfni,
létu þeir sem vind um eyru þjóta.
Og eftir að hafa komið því í gegn
með aðstoð úrtöluradda að gera
breytingu frá upphaflegri teikn-
ingu skipsins með breytingu og
öðrum breytingum, þannig að það
var búið að missa sjóhæfni sína
og orðið varasamt, var hafín dýr
líkansprófun á því með það fyrir
augum að ná sem mestum hraða
í sléttum sjó, og um leið með
meiri olíueyðslu en með þeirri
lengd sem því bar að hafa. Manni
finnst ekki hægt að réttlæta svona
lagað, því sjóhæfni og öryggi skal
ávallt sitja í fyrirrúmi, ekki síst
er um farþegaskip er að ræða.
Af hverju skyldi þessi dragbíts-
háttur hafa verið viðhafður í þessu
máli. Vestmannaeyjar eru einhver
stæsta verstöð landsins og þar búa
um fímm þúsund manns. I fram-
haldi af miklum samgöngubótum
á landi méð bundnu slitlagi á veg-
um og lagningu brúa yfír ár og
vötn og einnig gangagerðum, var
gerð samþykkt um að gera um-
bætur til samræmis kröfum
tímans og mikils bílaflota og auk-
ins ferðamannastraums til Eyja.
Skyldi það því verða fullkomin
fólks- og bílfeija. Kom það í hlut
fyrrverandi ríkisstjórnar að vinna
að því verki. Hvers vegna skyldi
hún hafa reynt að tefja og flækja
þetta mál hvað mest hún mátti í
stað þess að vinna af alhug?
Ég vil bera þetta saman við
gangagerðina fyrir vestan. Þing-
maður þeirra reis upp og krafðist
þess að gangagerð þar skyldi haf-
in og haldið áfram, hlaupið var til
og farið vestur og verkið sett í
nú samt
gang af fullum krafti. Við höfum
átt og eigum ágætis mann í þessu
framfara- og réttlætismáli okkar
og raunar allra landsmanna, Árna
Johnsen, sem hruggaði ónotalega
við þeim með góðum greinum og
öðru slíku.
Ég var með í siglingu Heijólfs
í siglingu hans kringum landið en
hreppti fremur slæmt veður með-
fram suðurströndinni (skáhallt á
móti) svo að skipinu seinkaði um
12 klukkustundir eri það sýndi sig
að þar höfðum við hinum hæfustu
skipstjórnarmönnum á að skipa.
Það þurfti mikla aðgæslu við skip-
ið að draga úr ferð þess en skipi
með fulla sjóhæfni hefði ekki
munað mikið um þetta. Það var
slæmt að fá svona reynslu og aug-
lýsingu eins og skipið er vel úr
garði gert, verk skipasmíðastöðv-
arinnar að öllu leyti til fyrirmynd-
ar og allar tímasetningar stóðust.
HILMAR SIGURÐSSON
Boðaslóð 21, Vestmannaeyjum
SÓLARLAG
Víkverji skrifar
IDagskránni, sem gefin er út á
Selfossi, er að finna sérstakan
dálk, sem þeir austanmenn kalla
Nöldrið. Nýlega var þar vikið að
ljósabúnaði stórra langferðabif-
reiða og segir svo m.a. í Dag-
skránni: „Þegar þú mætir stórum
flutningabíl í myrkri er það eins
og að mæta jólatré. Flutningabílar
eru ekki bara með þessi venjulegu
ljós, heldur eru þeir skreyttir með
ljósum á þaki og litlum ljósum hér
og þar á bílnum sem venjulegur
bíll fengi aldrei að skreyta sig
með. Þessi glysgirni flutningabíl-
stjóra nær þó ekki til afturenda
flutningabílanna. Þar grúfir
myrkrið yfir og oft þegar maður
dregur þá uppi er það eins og að
aka fram á stórt bjarg á veginum.
Það hlýtur að vera óskynsamlegt
að hrúga öllum ljósabúnaði flutn-
ingabílsins að framan í stað þess
að dreifa honum skynsamlega
milli fram- og afturenda bílsins,"
segir í Dagskránni.
xxx
Flateyri hefur nokkuð verið í
fréttunum að undanfömu og
iðulega á heldur neikvæðan hátt.
í viðtali við Vestfírska fréttablaðið
á ísafirði lýsir Jónmundur Kjart-
ansson, yfírlögregluþjónn á
ísafírði, því vandamáli sem við er
að etja á staðnum og segir svo
meðal annars í símtali við Vest-
fírska: „Ég held að mjög slæmt
sé að safna saman svona ólíku
fólki í verbúðir, eftirlitslausu. Það
mætti t.d. hugsa sér það að at-
vinnurekendur rækju þessar ver-
búðir á menningarlegan hátt og
það yrði húsvörður í hverri verbúð.
Þegar við komum í þessar verbúð-
ir á nóttunni er enginn maður með
rænu. Menn eru öldauðir tvist og
bast og þeir fáu sem eru vakandi
eru ekki viðræðuhæfir.
Svona er ástandið oft þegar við
komum þarna að. Auðvitað vill
maður staðnum vel og að þetta
fari að lagast. Skilaboð okkar til
atvinnurekendanna eru þau að
þeir athugi allt í sínu búi og fylg-
ist miklu betur með þessum ver-
búðum ef þeir ætla að halda rekstri
þeirra áfram, sem getur verið
nauðsynlegt til að fá vinnukraft.
Þeir setji t.d. vaktir í verbúðirnar
um helgar og athugi hvort þetta
ástand geti ekki skánað eitthvað
og losi sig þá við „óæskilega ein-
staklinga“, sem margsinnis eru
staðnir að því að vera þarna
ruglaðir og vitlausir," segir yfirlög-
regluþjónninn m.a. í þessu athygl-
isverða og afdráttarlausa samtali
við Vestfírska.