Morgunblaðið - 26.11.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.11.1992, Blaðsíða 10
íi 10 M/.ív lijfi MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÖVEMBER 1992 Bragðgott brennivín Bókmenntir Súsanna Svavarsdóttir Tíminn og tárið Höfundur: Óttar Guðmundsson Útgefandi: Forlagið „Ég er hraustur, ég er veikur/ég er hryggur, glaður þó;/ég er óhrædd- ur, ég er smeykur,/ég er snauður, ríkur nóg," orti Kristján Fjallaskáld í kvæði sínu „Delerium tremens eða veritas in vino". í þessu erindi, ásamt þremur öðrum lýsir hann vel þeirri andlegu kröm sem alkóhólistar lifa við; í þessari bók sinni fer Ottar Guð- mundsson vítt og breitt, þegar hann skoðar umgengni íslendinga við áfengi frá upphafi byggðar hér. "Hann þræðir^ frásögnina í gegnum goðsagnir, íslendingasögur, bók- menntirnar, skráðar upplýsingar, bæði íslenskar og erlendar, kristna siðfræði (auk þess sem hann gerir grein fyrir afstöðu annarra trúar- bragða til áfengis) og gerir grein fyrir þeim breytingum á hugarfari sem hafa orðið, hvað áfengi varðar, á þessari öld. Við fyrstu sýn, gæti þetta virst ótrúlegur grautur; þunnt lap undir þykkri skán, en svo er aldeilis ekki. Efninu er mjög skipulega raðað upp og Óttar gerir grein fyrir þeirri tvö- földu afstöðu sem alla tíð hefur ríkt til áfengis. Eins og menn vita, er víman Ijúf og notaleg þegar áfengis er neytt í hófi, en áfengi hefur tvö andlit. Þessi andlit koma vel fram í drykkjukvæðum íslenskra skálda og í bókinni er sægur af þeim. Þó eru kvæðin sett inn í svo nákvæmu sam- hengi við textann að þau verða aldr- ei yfirþyrmandi. Óttar rekur í stuttu máli ævi tveggja skálda, þeirra Sig- urðar Breiðfjörð og Kristjáns Fjalla- skálds, auk þess sem hann lýsir síð- ustu dögum Jónasar Hallgrímssonar Óttar Guðmundsson og gerir grein fyrir afneitun þjóðar- innar á því að þessir menn voru fár- veikir alkóhólistar — sem kemur þó berlega fram í kvæðum þeirra sjálfra. Það sem þeir reyndu að segja þjóð- inni, var ekki hlustað á. Bókin er mjög faglega unnin. Það er ljóst að fræðimaður er að verki, en hann fellur aldrei í þá gryfju að fræða á þurrpumpulegan hátt, heldur er frásögnin svo lifandi og bráð- skemmtileg með ótal sögum og til- vitnunum í raunverulega atburði og raunverulegt fólk, að prédikunar- tónninn er víðsfjarri. Saga Islendinga og áfengis er rakin hlutlaust, þótt hún sé á köflum mjög áhrifarík, eink- um og sér í lagi þegar Óttar segir frá ástandinu hér á 18. og 19. öld; tímum niðurlægingar og ófara. Og hann spyr hversu mikið ástandið hafí verið áfenginu að kenna, en reynir ekki að dæma það sjálfur. Fordómaleysið sem einkennir bók- ina, hvort sem um alkóhólisma eða Tónlistarstarf og helgihald Aðventa í Skál- holtsprestakalli í Skáiholtsprestakalli eru fjórar kirkjur: Bræðratungukirkja, Hauka- dalskirkja, Torfastaðakirlg'a og Skálholtskirkja. Söfnuður á sókn að þeim öllum. Bræðratungukirkja varð áttræð á síðasta nýárs- degi, Haukadaiskirkja er 150 ára um þessar mundir, Torfastaða- kirkja verður 100 ára næsta nýársdag og Skálholtskirkja þrítug á sumri komanda. Af svo góðu tilefni sæmir að halda hátíð. Og hátíð- in hefst nú með fyrsta sunnudegi í aðventu og mun stahda í allan vetur, fram á sumar. Raunar má segja að innganga til hátíðarinnar sé þegar hafín, því að prófastur Árnessprófastsdæmis, séra Tómas Guðmundsson, vísiter- aði í Bræðratungu síðasta sunnu- dag gamla kirkjuársins við hátíða- messu. Fyrsti sunnudagur í aðventu 29. nóvember: Hátíðin hefst í Skálholtskirkju kl. 13.30. Þá verður fl'utt Kantata J.S. Bach nr. 61: „Nun komm, der Heiden Heiland". Hátíðamessa hefst kl. 14. Þá verð- ur Kantatan endurflutt í messunni með líkum hætti og tíðkaðist á dögum Bach. Flytjendur Kantötunnar verða Bach-sveitin í Skálholti, Kammer- kór Skálholtskirkju og söngvararn- ir Erna Guðmundsdóttir og Guð- laugur Viktorsson. Stjórnandi verð- ur Hilmar Örn Agnarsson. Laugardagur 5. desember: Aðventutónleikar verða í Skálholts- kirkju kl. 21. Margrét Bóasdóttir og Chalumeaux tríóið flytja ís- lenska og erlenda tónlist fyrir sópr- anrödd og hljóðfæri úr klarinettu- fjölskyldunni. Sama kvöld verður aðventufagnaður hestamanna á prestsetrinu, eins og áður var boð- að. Sunnudagur 6. desember: Messa í Skálholtskirkju kl. 11, en hátíðamessa í Haukadalskirkju kl. 13.30 í tilefni af 150 ára afmæli kirkjunnar. Séra Jónas Gísiason vígslubiskup prédikar, en Barnakór Skálholtsprestakalls syngur. Samkoma verður á Hótel Geysi kl. 15. Þar flytur dr. Gunnar Karls- son prófessor erindi og Margrét Bóasdóttir syngur einsöng. Laugardagur 12. desember: Aðventutónleikar í Skálholtskirkju kl. 15. Flutt verða aðyentu- og jóla- Iög í búningi A. Örvalls og .D. Willocks. Flytjendur verða Barna- kór Skálholtsprestakalls, Skál- holtskór og Kór Menntaskólans á Laugarvatni. Einsöngvari er Hauk- ur Haraldsson. Undirleik annast Örn Falkner. Stjórnandi er Hilmar Örn Agnarsson. Dr. Björn Björns- son prófessor flytur hugvekju. Sunnudagur 13. desember: Messa í Skálholti kl. 11. Messa og aðventusöngvar á Torfastöðum kl. 14. Miðvikudagur 16. desember: Helgileikur í Skálholtskirkju kl. 16. Barnakór safnaðanna og börn úr skólunum í Reykholti flytja. Fimmtudagur 17. desember: Kvöldvaka og opið hús á prestsetri fyrir sveitunga og vini kl. 20.30. Þar verður flutt aðventutónlist, sungið, lesið og fleira. Laugardagur 19. desember: Aðventusamkoma í Skálholti með barokktónlist kl. 15. Flutt verða Kóralforspil eftir J.S. Bach, Fant- asía fyrir óbó og orgel eftir J.L. Krebs og Jólakantata eftir Vincent Lubeck í þýðingu Rúnars Einars- sonar. Flytjendur: Peter Tompkins, Hallveig Rúnarsdóttir, Hilmar Örn Agnarsson og fleiri. Dr. Þorkell Helgason prófessor flytur hug- vekju. Sunnudagur 20. desember: Messa í Skálholtskirkju. ofstækisfulla bindindismennsku er að ræða, gerir frásögnina trúverð- uga. í bókinni er þvílíkur mýgrútur af upplýsingum, án þess að einhver sé dæmdur, að hana ætti að kenna í skóla. Það er allt í þessari bók sem við þurfum að vita um áfengi, hóf- drykkju, alkóhólisma til að skilja um hvað málið snýst án þess að setja upp varnargarða. Það er ekki yerið að skrifa á hluta eins né neins. Óttar lýsir þrá alkóhólistans eftir vímunni, og rekur ferli það sem gerir unað vímunnar að stöðugt meiri kvöl og hvernig hann missir smám saman stjórn á neyslunni, þar til kvölin er orðin svo óbærileg að alkóhólistinn er farinn að sækja í vímu, þótt hann viti að hún veitir aðeins stundarfró; algleymi, tímaleysi eitt augnablik. Hlutur fjölskyldunnar fær sinn stað í bókinni og Óttar lýsir því hveraig fjölskyldan tekur þátt í því að alkóhó- listinni aðhefst ekkert til að koma sér til mannsæmandi lífs. Fræðslan er sett fram af fleygum penna og ákaflega skemmtilegum sögumanni, sem hefur ótrúlega yfirsýn og gott næmi á bókmenntir og sögu þjóðar- innar og er óbrigðull í skilningi sínum á því gangverki manneskjunnar sem kallar á sjálfseyðingu. Ég hef lesið ótal bækur um alkó- hólisma, en enga eins fræðandi, skemmtilega og vel skrifaða og „Tímann og tárið." Hvergi er þó hvikað frá fagmennskunni og frá- gangur bókarinnar er mjög vandað- ur, bæði hvað varðar uppsetningu, málfar og stíl. Hér er á ferðinni veru- lega bragðgott brennivín, sem án efa á eftir að vekja margan manninn (konuna) upp af dvala og velta því fyrir sér hvernig hann (hún) um- gengst áfengi, því eins og Óttar seg- ir í bókinni og vitnar þar í gamalt japanskt máltæki: „í fyrstu fær maðurinn sér sjúss, síðan fær sjúss- inn sér sjúss og að lokum fær sjúss- inn sér mann." Alkóhólið hefur nefni- lega tvö andlit — og ekki bara gagn- vart sumum. Stefán Gunnarsson og Kári Gíslason í hlutverkum Sókratesar og Krítons. Frá Stúdentaleikhúsinu Frumsýning á „Kríton", samræðu Platóns Stúdentaleikhúsið frunisýnir„Kríton", samræðu Platons, föstu- daginn 27. nóvember á Galdraloftinu, Hafnarstræti 9. Sýningin hefst kl. 20.30. Lcikstjóri er Þorgeir Tryggvason sem einnig hefur búið samræðuna til flutnings. „Kríton" gerist í fangaklefa í annarri borg, en Sókrates vill Sókratesar, sem árið 399 f.Kr. var ákærður fyrir guðleysi og fyr- ir að spilla æskulýð Aþenuborgar. Hann var dæmdur til dauða. Að krossfestingu Krists undanskil- inni eru réttarhald og aftaka Sókratesar frægasta réttarmorð mannkynssögunnar, segir í frétta- tilkynningu. Krítón, v'inur heimspekingsins, heimsækir hann. Og viðræður þeirra eru efni verksins. Kríton vill koma Sókratesi í öruggt skjól ekki flana að neinu, heldur rök- ræðir um hvort réttara sé að brjót- ast út eða láta yfir sig ganga það óréttlæti sem í vændum er. Hér er því að ferðinni dramatík og heimspeki upp á líf og dauða. Með hlutverk Sókratesar og Krítons fara Stefán Gunnarsson og Kári Gíslason. Ólafur Páll Jónsson, heimspekinemi, mun flytja stutt ávarp og leggja út af efni samræðunnar að sýningu lok- inni. Independent um „Ég er meistarinn" Gagnrýiiir þýðingu verksins BRESKA dagblaðið The Inde- pendent birti fimmtudaginn 19. nóvember leikdóm um sviðsetn- ingu leikritsins „Ég er meistar- inn" eftir Hrafnhildi Guðmunds- dóttur Hagalín í tengslum við norrænu listahátíðina í Lundún- um. Gagnrýnandanum þykir uppfærslan langdregin og leiðin- leg og telur skýringuna þá að eitthvað hafi farið úrskeiðis við þýðingu verksins á ensku. Orðrétt segir í' dómnum: „Eins og leikritið er þýtt er oft ógjörning- ur að segja fram textann á fleiri en einn vegu. Þegar meistarinn lýs- ir því yfir að Helga og Tom (ungir elskendur og hæfileikaríkir gítar- leikarar) séu „tvíburasálir" bætir hann við: „Relationships like this don't grow on trees and it would be odd if they did". Texti eins og þessi hittir ekki í mark - og það myndi vera skrýtið ef svo væri. Og ekki heldur: „Publicity is the King- dom, the Power and the Glory, Amen," athugasemd sem hljómar alls ekki eðlilega á ensku. Leikritið fjallar um tilfinninga- þrungið samband þriggja persóna, snýst einkum um Helgu (Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir), sem spáð er miklum frama á listabrautinni og er nú bitbein afbrýðisams kærasta (Baltasar Kormákur Samper) og meistarans (Gunnar Hafsteinn Eyj- ólfsson), ráðríks kennara síns. O, hvílík pína að keppa að fullkomnun. Þegar hún var tíu ára, að því er virðist, hóf meistarinn kennslu- stundina með því að segja henni að móðir hennar hefði dáið og skip- aði henni þurrlega að leika á gítar- inn: „Og þú lékst betur en nokkru sinni fyrr." Hollywood, eins og hún var í gamla daga, hefði ekki gert betur en þetta, svo ekki sé minnst á atriði í lokasenunni þegar Helga eyðileggur á sér aðra höndina í þann mund sem fyrsta hljómleika- tilboðið berst. En þegar öllu er á botninn hvolft er þetta leikrit gam- aldags þvæla og einlægt í þeirri blekkingu að það sé mikil list." Leikstjóri sviðsetningarinnar í Lundúnum er Þórunn Sigurðardótt- ir og þýðandi Anna Yates. Sigrún Eldjárn Tryggvi Ólafsson Þórarinn Eldjárn Nýjar bækur Barnaljóðabækur LJÓÐABÓKIN Heimskringla eft- ir Þórarin Eldjárn er komin út. Sigrún Eldjárn myndskreytir. I kynningu útgefanda segir: „Hér er ungum lesendum boðið inn í kynjaveröld ljóða og mynda sem systkinin Þórarinn og Sigrún tö- fram fram á síðurnar. I ljóðum Þórarins er Heimskringla heimsk og ringluð kind og Grýla vermir stóla í Hamrahlíðarskóla. í fyrra kom út bókin Óðfluga þar sem Þór- arinn og Sigrún lögðu saman hæfi- leika sína. Heimskringla er ekki síður forvitnileg og furðuleg." Þórarinn Eldjárn á hlut að nýrri barnabók sem heitir Litarím. Tryggvi Ólafsson gerði myndirnar en Þórarinn orti vísur um litina. Myndir Tryggva fara víða því að Litarrím kemur samtímis út í Dan- mörku á vegum Forlagsins Brend- um með texta eftir Peter Poulsen. í bókinni lýsa þeir Tryggvi og Þórarinn öllum frumlitunum í myndum og kveðskap segir í kynn- ingu útgefanda. „Hér fá lítil börn lykil að undraveröld litanna og hnyttnar vísur auðvelda þeim að festa sér Htina í minni." Útgefandi bókanna er Forlagið. Þær eru prentaðar í Hong Kong. Heimskringla er 34 bls. og Litarím 28. Þær kosta 980 krónur hvor bók.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.