Morgunblaðið - 26.11.1992, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NOVEMBER 1992
Vertu með
draumuríaa gæti oyðið að veruleika !
mmm
Ljósmyndasýning í
Ráðhúsi Reykjavíkur
í tilefni áf útkomu yósmynda-
bókar Sigurgeirs Sigurjónsson-
ar, íslandslag, verður opnuð
sýning á myndum úr bókinni í
Ráðhúsi Reykjavíkur í dag.
Sigurgeir Sigurjónsson er fædd-
ur í Reykjavík árið 1948. Hann
stundaði ljósmyndanám á íslandi á
árunum 1965-1969 og síðan fram-
haldsnám við ljósmyndaskóla
Christer Strömholm í Stokkhólmi
1970-1971 og í San Diego Kalifor-
níu, 1980-1981. Síðan hefur Sigur-
geir starfað í Reykjavík. Árið 1982
sendi hann frá sér ljósmyndabók-
ina Svip-myndir og árið 1985 kom
út bókin Hestar með myndum sín-
um.
í fréttatilkynningu segir: Með
myndum sínum lýsir Sigurgeir ís-
landi eins og augað nemur það.
Hann velur sér ýmist að sjónarhóli
þá staði sem vel sést til átta eða
beinir myndavél sinni að því smáa
og nálæga. Af einstöku næmi skrá-
ir hann á filmu þá sýn sem blasir
við.
Sýningin í Ráðhúsinu opnar
klukkan 17.00.
*
Leikfélag Akureyrar
Síðasta sýningarhelgi
á Línu Langsokki
ALLRA síðustu sýningar á
barnaleikritinu Línu langsokki
eftir Astrid Lindgren eru hjá
Leikfélagi Akureyrar núna um
helgina. Sýning er á laugardag,
28. nóvember, og tvær sýningar
á sunnudag, 29. nóvember kl. 14
og 17.30.
í fréttatilkynningu segir að Lína
hafi notið mikilla vinsælda fyrir
norðan. Á sjötta þúsund sýningar-
gestir eru skráðir á þær 25 sýning-
ar sem komnar eru. Auk þeirra
hefur fjöldi sýningargesta setið í
kjöltu þeirra hávaxnari.
Þráinn Karlsson leikstýrði sýn-
ingunni fyrir Leikfélag Akureyrar.
Þórarinn Eldjárn þýddi leikritið.
Michael Jón Clarke stjórnaði tónlist-
inni, Hallmundur Kristinsson gerði
leikmynd, Anna G. Torfadóttir
hannaði búninga og dýr, Lína Þor-
kelsdóttir samdi dansa, Ingvar
Björnsson sá um lýsingu og Hreinn
Skagfjörð var sýningarstjóri.
Næsta viðfangsefni Leikfélags
Akureyrar verður gamanleikurinn
„Segðu eitthvað, Charlie" (The For-
eigner) eftir Larry Shue sem frum-
sýnt verður á þriðja í jólum.
m mm.m m m mmmmm m w»o.» mmmmmm.m.m.m>m.mmm<*mmm.mmmmmm m w m m m
Dublinarfarar!
i
á einstæðum hljómleikum á Hétel Islandi
föstudaginn 27. nóvember nk.
Þúsundir íslendinga sóttu Dublin heim á þessu ári bæði í sumarferðum Samvinnuferða-
Landsýnar og núna á haustdögum, þar sem ferðamet fyrri ára voru slegin. Eitt af fjöl-
mörgu, sem lifir í minningunni frá ferðum til eyjarinnar grænu er tónlistin og því efnum við til
einstæðra Uffeyside kemur hingað til lands og
heldur tónleika og dansleik á Hótel íslandi, föstudaginn 27. nóvember nk. Þeir hafa skemmt•'
þúsundum farþegaSamvinnuferða-Landsýnar á Wexford Inn og Igo Inn í Dublin, eins og allir.
muna sem brugðu sér f kráarferð í Dublinarferðinni. Félagarnir í Ríó tríóinu taka á móti írskum
iræðrum sínum í tónlistinni og leika á tónleikunum með þeim.
Glæsilegur matseðill:
Rjómalöguð sjávarréttasupa
Heilsteikt lambafile
með rosenpiparsósu
ís með hindberjasósu
Verðmeð
ínleikur
jmat
kr.
3.900,
Boðið verður að smakka á ýmsu sem
minnir á bragðið af Dublin, en hér er fyrst
ogfremst einstakt tækifærí til að endumýja
kynnin við samferðamenn frá Dublin og hlusta é
góða þjóðlagatónlist.
Landsbyggðafólk!
Hótel ísland býður sérstakt verð.
gístingu þessa helgi.
Einstakt tilboð:
Gisting ítveggja manna herbe
í eina nótt, hljómleikar og matur
aðeins kr. 6.275,- pr. mann.
Tvær nætur kr. 8.650,- pr. mann.
Tónieikamir hefjast kl. 22
en húsið er opnað kl. 20.
LIFFEYSIDE
LEIKUREINNIGlÁSBYRGI
LAUGARDAGSKVÖLDIÐ 28. NÓV.
Allar pantanír í síma 91-687111.
/