Morgunblaðið - 26.11.1992, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.11.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGI'U 26. NÖVEMBER 19Ö2 M Umhverfisslys eftir Sigríði Friðriksdóttur Varðandi byggingu verslunar- miðstöðvar og hótels í miðbæ Hafn- arfjarðar lét bæjarstjóri Hafnar- íjarðar hafa eftir sér í blaðagrein fyrir skömmu að „stærð hússins hefur legið ljós fyrir öllum sem hafa haft nennu eða getu til að kynna sér málið“. Þetta er ekki alls kostar rétt. Kynning á aðalskipulagi Hafnar- fjarðarbæjar fór fram á sínum tíma og var líkan byggt af miðbæjar- skipulaginu. Hins vegar hefur hin fyrirhugaða verslunarmiðstöð tekið stöðugum breytingum, í stóru og smáu, frá hinu upphaflegu líkani. Þetta líkan var geymt í nokkur ár í Flensborgarskóla og þar sem ég er kennari þar, þá sá ég líkanið daglega og líkaði nokkuð vel. Þar virtist vera gert ráð fyrir bygging- um, sem mynda áttu hring, upp á „Vilja Hafnfirðingar að nýr verslunarkjarni taki mið af nokkrum ljótustu húsum bæjarins?“ 3-4 hæðir og í miðju þeirra var útitorg. Einnig var haldin sýning og borg- arafundur í Hafnarborg fyrir rúmu ári að tilhlutan bæjaryfirvalda. Átti þá m.a. að gefa mönnum kost á að fjalla um fyrirhugað miðbæjar- skipulag. Fundurinn þróaðist hins vegar þannig að rædd voru önnur brýn verkefni, sem m.a. snerust um umferð í Setbergshverfi. Miðbæjar- skipulagið fékk því enga umíjöllun á þessum fundi. Auk þessa var uppbygging miðbæjarins aðeins fjarlægur draumur þá og náði alls ekki að vera í brennidepli. Af framansögðu má sjá hversu í Hafnarfirði! fjarri lagi það er að ætlast til þess að hinn almenni borgari í Hafnar- firði hefði tök á því að fylgjast með framvindu mála um skipulag Hafn- arfjarðarbæjar nema með stöðugum ferðum upp á bæjarskrifstofumar. Það var ekki fyrr en 12. nóvember sl. að teikningar voru aðgengilegar fyrir mig og aðra bæjarbúa þegar eitt af bæjarblöðum Hafnarfjarðar birti útlitsteikningu sem sýndi væntanleg hlutföll og stærð versl- unarmiðstöðvarinnar. Samkvæmt þeim teikningum sem þá birtust, blasti við stórhýsi og að mínu áliti yrðu það hörmuleg mis- tök ef af byggingu þess yrði. Um er að ræða 9.000 fermetra stórhýsi allt upp í 8 hæðir eða 30 metra há bygging. Húsið er þunglamalegt, sneytt öllum léttleika, virkar kalt og fráhrindandi. Auk þess virðist, ef af byggingu þessa húss yrði, ekkert tillit tekið til hinnar fallegu menningarmiðstöðvar Hafnarfjarð- ar þar sem Hafnarborg er. Hvað Sigríður Friðriksdóttir þá að tekið sé tillit til litlu fallegu húsanna í kvosinni fyrir ofan miðbæinn. Reyndar verð ég að viðurkenna að við Strandgötuna í Hafnarfirði eru nokkur ljót og þunglamaleg hús sem hefðu betur ekki risið. Nýr verslunarkjarni ætti þó ekki að þurfa að taka mið af nokkrum ljót- ustu húsum bæjarins. Þá má velta því fyrir sér hvort þörf sé á öllu þessu skrifstofuhús- næði og hvort nauðsynlegt sé að hafa fyrirhugað hótel svona stórt, eða 60 herbergi, en sú umræða er þó ekki þungamiðjan í þessu máli. Fyrirhugað hús er að mínu mati sneytt öllum metnaði. Ætla má að arkitektinum sem teiknaði húsið hafi verið sniðinn svo þröngur stakkur að útkoman gat ekki orðið annað en hreint umhverfisslys. Ég fagna því að fá verslunar- kjarna og hótel sem fyrst í miðbæ Hafnaríjarðar. Hið æskilega hefði verið að hafa nýja samkeppni um þetta svæði en líklega er það orðið of seint. Hins vegar er ekki of seint að hægja örlítið á ferðinni og hanna á nýjan leik minna hús þar sem metnaður er lagður í útlit hússins miðað við umhverfið. Það er jákvætt að enn séu til dugmiklir og drífandi menn eins og þeir virðast vera sem að þessu húsi standa en ég bið þá endilega að láta kappið ekki vera forsjánni yfir- sterkari. Ég vona að þeir vilji bæjar- félaginu sínu það vel að þeir leggi meiri metnaði í útlit byggingarinnar og dragi að sama skapi úr stærð hennar til þess að hún falli betur að því umhverfi sem fyrir hendi er. Áð lokum vil ég hvetja bæjarbúa að tjá sig um þetta mikilvæga mál sem varðar alla Hafnfirðinga um ókomin ár. Enn er ekki búið að taka fyrstu skóflustunguna. Ég var því miður ekki nógu gömul að ég hefði getað stöðvað byggingu á Dverg á sínum tíma en nú get ég látið heyra í mér og um leið hvet ég aðra sem eru mér sammála að gera eitthvað í málinu. Höfundur er kennari í Flensborg í Hafnarfirði. MINNINGAR 2 er önnur í röSinni af pessum nugljúfu plötum þar sem margir af okkar bestu söngvurum syngja þekkt lög í rómantíska kanntinum. Tilgangurinn meS útgáfu plötunnar er söfnun í hjálparsjóð Rauðakross íslands. Söngvarar á pessari hugljúfu plötu eru: Erna Gunnarsdóttir, María Björk Sverrisdóttir, Sigrióur Beinteinsdóttir, Bergþór Pálsson og Eyjólfur Kristjánsson. MINNINGAR 2 er fáanleg á geislaplötu, kassettu og einnig gömlu góðu vínylplötunni. HuWk SMIÐJAN KRINGLUNNISIMI: 600930 STÓRVERSLUN LAUGAVEGI26 SÍMI: 600926 LAUGAVEGI96 SÍMI: 600934 EÐISTORGISÍMI: 612160 PÓSTKRÖFUSÍMI: 680685 (SÍMSVARI)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.