Morgunblaðið - 26.11.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.11.1992, Blaðsíða 12
Sl -12" MORGUNBLÁÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1992 STORA VISINDABOKIN Bókmenntir Sigurður Haukur Guðjónsson Texti: Judith Hann. Þýðing: Óskar Ingimarsson. Umbrot: Prentsmiðjáh Oddi hf. Prentun: Singapore. Útgefandi: Iðunn. Sumar bækur fylla lesandann gleði sem erfitt er að fanga í orð. Þannig fer mér með þessa bók í höndum. Ég hefi alla tíð verið for- vitinn fiktari, eyðilagði því margt leikfang bernskunnar og síðar nytjahluti lífsins, af einskærri löng- un til þess að skilja betur. Ekki aðeins mína hluti, heldur líka ann- arra, til dæmis regnhlíf móður minnar, sem átti að verða mér fall- híf í stokki af húsþaki. Æði margt foreldri mun í forundarn hafa horft á ruslatunnu sína rifna eða rekið augu í hana uppi á húsþaki, þegar krakkaormar hafa verið að gera sér grein fyrir áhrifum efna. Og ætli læknirinn kunni ekki marga söguna af því er sauma þurfti eða plástra óvita, sem hætti sér of langt í þekk- ingarleit sinni. Já, manninum er eðiislæg iöng- unin til þess að gera sér grein fyrir umhverfi sínu; glíman við að skilja og skynja sköpunarinnar leyndar- dóm. Af þessu leiða framfarir, þekking. Þeir eru og til, sem telja svör við gátum tilverunnar öll á bókfell skráð fyrir löngu, þar megi við engu hrófla, því opinberunin ¦ UPPOÖTVUNfc Ljósapera Edisons mv„din var emíold.«. brevu.»» ^, þrfo I /~\ lumsínum ¦ Glólamln 28). kámist aðeins við slíkt. Ef þetta er rétt, þá sætum við enn við hellisop- ið nagandi svefnþorn stöðnunarinn- ar. Sagnfræðin kennir þannig árekstur vísinda og trúar. Að nokkru rétt, en Kristur og hjólið komu fram og heimur, sem betur fer, allur annar eftir. En snúum aftur að bókinni. Henni er skipt í 7 kafla. Byrjað er á heimahlaði, síðan er lesandinn leiddur um efnisheiminn; honum kynnt orka, kraftur og hreyfing; ljós og hljóð; loft og vatn; rafmagn og segull, rafeindatækni og tölvur. Af upptalningunni sést, að margt er skýrt, á meistaranlegan hátt tvinnað saman leik og fróðleik, þar til úr verður þekking sem ekki að- eins auðveldar lausnir þrauta við prófborð, heldur líka gerir tilverun- ar alla skemmtilegri, skiljanlegri. Hér er sagt frá sérvitringum, sem þorðu að hugsa, voru því sumir ekki í skóla hæfir, en eru í dag nefndir spekingar. Hér birtast orð- skýringar og skrá atriðisorða er heldur ekki gleymt. Texti er sagður eftir Judith Hann. 10 taldi ég þó í hópnum sem með henni unnu. „Hvað er hvers, og hver er hvurs," hefi ég ekki hugmynd um. Hitt veit ég, eftir lesturinn, að vinnuþjarkurinn óskar Ingimarsson hefir unnið frábært starf, þýtt á þann hátt sem aðeins lífslöng þjálfun leyfir. Eftir lestur- inn tel ég mig miklu fróðari. Fjöður dreif úrið mitt forðum. Nú gerir það kvars, og það svo að í engu skeik- ar. Hvað veldur? Hvernig? Svör mín í síðustu viku hefðu verið röng. Þökk sé bókinni, að nú veit ég bet- ur. Ég hefi alla tíð verið ákaflega stoltur af frændgarði mínum. Að glerið í skjánum sé skylt mér, slíkri fullyrðing hefði ég mætt með hroka, jafnvel efast um andlegt heilbrigði þess er slíkt staðhæfði. Hvað teng- ir mig og glerið saman? Því svarar bókin. Frábær bók, útgáfunni til mikils sóma, því hér er í engu til sparað að búa vel úr garði. Bók sem á erindi við fók á öllum aldri, bæði á heimili og í skóla. 1993 SPÁSTEFNA \ hakliní Hðfða, HóteÍ Loftk'iðum, Fimniíud.S. désembér 1992,kl. l4()()r 17.00 fnahagshorfur 1993 - „Sókn í íslensku atvinnulífí" KJ. 14.00 Setning sþástefnu:ión Ásbergsson, formaður SFÍ. Kl. 14.10 „Sóknjy§tnnsku wvinnulífi 1993." Davíð Oddssjjií, forsætisráðherra. Kl. 14.30 „Árið l^^SgJ'Stefán Ólafsson, prófessor og Ásmujdur Stefánsson, fyrrver- andjUJarseti ASÍ. Kl. 15.00 Kamhlé. Kl. 15.20 Spá fyrflfækja um efnahagsþróun 1993. Hagstærðir, kjarasamningar, rfkis- búskapurmn, langtímahorfur. Umsjón: Arnar Jónsson, cand. oecon. Kl. 15.40 N^W*lBl6ir til stefnumótunar þjóða í atvinnumájj Christian Maríager fulltrúi frá Mc KinsevÆyJJBmpany. Kl. 16.10 1993 - Pal^dsumræður: Brynjólfur B^^ason, framk^BBW55^óri Granda hf., Stefán Ólafsson, pró- fessor H.Í., AsminÍÍÉPSlHransson, fyrrverandi forseti ASÍ, Hannes Hólm- steinn Gissurarson, dósent H.í. og Thomas Möller, forstöðumaður rekstrar- deildar Eimskipafélags íslands, sem jafnframt stýrir umræðum. Skráning er hafín í síma 621066 Jón Ásbergsson Dovíð Oddsson Stefán Ólafsson Ásmundur Stefónsson Arnor Jónsson Christian Mariager Brynjólfur Bjamason Hannes Hólmsteinn Thomas Möller Gissurarsoo Scjornunarfelag íslands Regnbogi í vatnsúða neðan við .Ðettif oss. Ljósmyndabók eft- ir Björn Rúriksson TÖFRAR Islands heitir bók með ljósmyndum Björns Rú- rikssonar, sem komin er út. Bókin skiptist í sex meginkafla, sem heita Náttúruöflin, Landið, Gróðurinn, Vatnið, Birtan og Forrnið. Önnur bók í þessum flokki , Yfir íslandi, kom út 1990.„Þessi bók, sem kemur nú út, er eðli- legt framhald af fyrri bókinni, en er þó á allt öðrum nótum og gjörólík henni," sagði Björn Rúriksson í samtali við Morgun- blaðið. „Yfir íslandi var fyrsta bók sinnar tegundar og fjallaði um ísland ofan frá, þar sem hægt er að virða fyrir sér stóru drættina í landinu, sköpun landsins og landfræðileg sér- kenni. í þeirri bók var jarðsagan til umfjöllunar. f þessari bók flyt ég mig nið- ur á sjálft landið og nánast allar myndirnar í henni eru teknar á jörðu niðri. Hér er verið að fjalla um umhverfísþættina, landið í kring um okkur, fegurð ís- lenzkrar náttúru, gróðurinn, vatnið og hina sérstöku birtu. Björn Rúriksson Og síðast en ekki sízt formin í náttúrunni." Útgefandi er Jarðsýn. Bókin er 96 blaðsíður og kostar 4.460 krónur. KAUP MOIRE ¦gluggatjaldaefni, einlitt. I.45m á bieidá. Verðkr. 1.120 m BAÐMULLARFOÐUR L40m á breidd. Verð kr. 580 m Km assettl ný mynstur og lækkað verð. Vorum aö fá nýja sendingu af fallégum Bassetti- efnum og rúmteppum í stíl. SlRML\ GLUGGATJOLD SÍÐUMÚLA 35, SÍMI: (91)680 333, FAX: (91) 680 334 Gódandaginn!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.