Morgunblaðið - 26.11.1992, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1992
+
iNwjpuiÞIiifrife
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjómarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Stöðugleiki og
verkalýðshreyfing
[eikvæður tónn var ríkjandi, á
þingi Alþýðusambands ís-
lands á Akureyri, þegar efnahags-
aðgerðir ríkisstjórnarinnar komu
þar til umræðu á þriðjudag. Þing-
fulltrúar bentu réttilega á að ýmsir
þættir í aðgerðum ríkisstjórnarinn-
ar fela í sér kjaraskerðingu fyrir
almennt launafólk. Má þar nefna
gengisfellingu íslensku krónunnar
um 6%, skerðingu barna- og vaxta-
bóta, virðisaukaskatt á húshitun
og 1,5% almenna tekjuskattshækk-
un.
Þetta sögðu margir þeirra, sem
til máls tóku á þinginu, ganga gegn
þeim hugmyndum sem samstaða
hefði rikt um að hinir betur settu
í þjóðfélaginu myndu bera þyngstu
byrðarnar vegna aðgerðanna.
Jóhannes Sigursveinsson frá
Dagsbrún sagði aðgerðir stjórn-
valda vera „blauta tusku í andlit
launafólks" og hvatti til að samn-
ingum yrði sagt upp. Grétar Þor-
leifsson frá Félagi byggingar-
manna í Hafnarfirði sagði ráðstaf-
anirnar vera stríðsyfirlýsingu, sem
bregðast yrði við. Björn Snæbjörns-
son frá Verkalýðsfélaginu Einingu
á Akureyri sagði, að ekki væri
hægt að líða að laun láglaunafólks
yrðu skert. Berja yrði í borðið og
láta í sér heyra. Hafliði Jósteinsson
frá Húsavík sagði það óvirðingu,
ef þingið hafnaði ekkí aðgerðunum.
Ríkisstjórnin væri „höfuðóvinur
launafólks" og það myndi ekki láta
valta yfir sig. Hafsteinn Eggerts-
son sagði ríkisstjórnina hafa kastað
stríðshanska og að menn yrðu að
búa sig undir átök við hana. Sigurð-
ur Ingvarsson frá Árvakri á Eski-
firði sagði stjórnina vera búna að
„segja sig úr lögum við friðinn í
landinu". Svona mætti halda lengi
áfram að telja upp ummæli sem
. féllu í garð ríkistjórnarinnar á þingi
ASÍ og yfirlýsingar um aðgerðir
af hálfu verkalýðshreyfingarinnar.
Það er vel skiljanlegt, að fulltrú-
ar á þingi Alþýðusambands íslands
eru ósáttir við að umbjóðendur
þeirra þurfi að þola kjaraskerðingu.
Um það er líka ávallt hægt að deila
hvernig skipta eigi byrðunum þegar
gripið er til efnahagsaðgerða sem
fela í sér kjaraskerðingu. Líklega
hefur þó verið gengið lengra í þá
átt nú en oftast áður, með hátekju-
skatti og fyrirhuguðum skatti á
fjármagnstekjur, að láta breiðu
bökin bera sem þyngstar byrðar.
Það er aftur á móti óumdeiíanleg
staðreynd, að eins og ástandið er
í efnahagsmálum þjóðarinnar í dag,
þá eru engar forsendur til staðar
fyrir kaupmáttaraukningu.
Hagvöxtur hefur enginn verið
eða neikvæður um allnokkurt skeið
og benda spár til að syo verði áfram
á næstu misserum. í lqk október-
mánaðar voru 4.200 íslendingar
án atvinnu, helmingi fleiri en á
sama tíma í fyrra.
Fiskveiðikvótar hafa dregist
saman á þessu ári og munu skerð-
ast enn meira á því næsta. Togarar
eiga jafnvel í erfiðleikum með að
finna fisk til að veiða upp í þá
skertu kvóta, sem þeim hefur verið
úthlutað.
Alls staðar er rekstur fyrirtækja
að stöðvast. Alls staðar er verið
að segja fólki upp störfum. Og það
sem verra er, hvergi eru sjáanleg
tákn þess, að efnahagsástandið
muni glæðast á næstunni. Það er
einfaldlega ekkert að gerast, sem
til hagvaxtar horfir.
Fulltrúar verkalýðshreyfingar-
innar, líkt og aðrir íbúar þessa
lands, verða að taka mið af þeim
aðstæðum, sem ríkja hverju sinni.
Það þýðir ekki að setja upp kröfur
um íaunahækkanir, þegar öll at-
vinnustarfsemi í landinu er að drag-
ast saman. Hvað myndi það þýða
ef kaup yrði hækkað án þess að
fyrir því væru forsendur? Allar for-
sendur væru brostnar fyrir þeim
efnahagslega stöðugleika sem hér
hefur ríkt undanfarin tvö ár þrátt
fyrir allt. Við blasti afturhvarf tii
tíma gagnkvæmra hækkana kaup-
gjalds og verðlags. Útkoman yrði
óðaverðbólga. Allur sá árangur,
sem náðst hefur, ekki sist fyrir til-
stilli verkalýðshreyfingarinnar,
væri fyrir bí. Enn myndi draga úr
líkum atvinnulausra á að finna
vinnu þar sem atvinnurekendur
sæu varla ástæðu til að bæta við
starfskröftum, ef launakostnaður
hækkaði enn frekar. Þeir sem tapa
mestu á slíkri þróun er almennt
launafólk.
íslensk verkalýðshreyfing, ekki
síst Alþýðusamband íslands, hefur
áður sýnt þá ábyrgð að taka hönd-
um saman með öðrum þjóðfélags-
hópum til að rétta af íslenskt efna-
hagslíf. Sú var til dæmis raunin í
lok sjöunda áratugarins er íslenskt
þjóðfélag varð fyrir miklum efna-
hagslegum áföllum. Þá átti verka-
lýðshreyfingin ríkan þátt í að vetur-
inn 1990 náðist víðtækt samkomu-
lag um hófsama kjarasamninga til
að kveða niður verðbólguna. Eftir
að þjóðarsáttarsamningarnir náð-
ust átti verkalýðshreyfingin stóran
þátt í að festa stöðugleika í sessi
með aðhaldi að framleiðendum og
seljendum vöru og virkri verð-
gæslu.
Sjaldan hefur verið jafn brýn
þörf og nú á að verkalýðshreyfing-
in sýni af sér raunsæi og ábyrgð.
Það er alltof mikið í húfi til að
menn geti leyft sér að gera kröfur,
sem ekki taka mið af veruleikanum,
og grípa til aðgerða sé ekki að
þeim gengið. Slíkar aðgerðir yrðu
aðeins til að hleypa stöðugleikanum
endanlega upp í verðbólgu- og
gengisfellingabál og slá raunveru-
legri kaupmáttaraukningu lengur á
frest en nauðsyn krefur.
AÐGERÐIR RIKISSTJORNARINNAR I EFNAl
AF INNLENDUM
VETTVANGI
AGNES BRAGADÓTTIR
Togast á um þak á
gjaldtöku og olnboga-
börn Byggðastofnunar
EFTIR að Davíð Oddsson forsætísráðherra hafði kveðið upp úr
með það í ræðu sinni á Alþingi í fyrrakvöld að Atvinnutrygginga-
sjóður og Hlutafjársjóður Byggðastofnunar ættu, með eignum sin-
um, tekjum og skuldum, að renna inn í Þróunarsjóð sjávarútvegs-
ins, sem í framtíðinni væri ætlað að standa undir öllum þeim skuld-
bindingum sem hann tekst á hendur, töldu margir að þar með
væri búið að útkljá þann ágreining um framtiðarfyrirkomulag
gjaldtöku í sjávarútvegi, sem lýst hefur verið hér í Morgunblað-
inu, bæði í gær og fyrradag. Það var full fljótfærnislegt að gera
sér í hugarlund að svo væri, því Kristján Ragnarsson, formaður
LÍÚ, hefur þegar dregið stuðning samtaka sinna við samkomulag-
ið í Tvíhöfða tíl baka og nánast lýst stíórnvöldum strið á hendur.
Þegar forsætisráðherra hafði lokið máli sínu í fyrrakvöld, komu
formenn Tvíhöfða, þeir Magnús Gunnarsson og Þröstur Ólafsson,
til fundar við þá Þorstein Pálsson sjávarútvegsráðherra og Jón
Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, þar sem menn reyndu,
samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins að komast til botns í
þessu viðkvæma máli.
Á ofangreindum fundi mun hafa
komið fram að ekki væri ágreining-
ur um að Atvinnutryggingasjóður
og Hlutafjársjóður ættu að renna
inn í Þróunarsjóðinn og ekki heldur
um að starfsemi Þróunarsjóðsins
ætti að standa undir skuldbinding-
um sjóðsins, og því yrði að miða
gjaldtöku í framtíðinni við þarfir
sjóðsins. Þar af leiðandi væri úti-
lokað að ákveða eitthvert þak á
þróunargjaldið á fiskveiðiárinu
1996-97, þar sem fullkomin óvissa
ríkti um hvaða skuldbindingar
sjóðurinn hefði tekist á hendur
þegar að því kæmi, en það væri
eftir að sjóðurinn hefði starfað
samfleytt í þrjú og hálft ár. Það
eina sem í raun og veru væri ljóst,
væri að gjaldtakan sem þá yrði
ákveðin, yrði miðuð við það að hún
stæði undir skuldbindingum sjóðs-
ins þá. Samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins varð sæmileg-sátt
um þessa túlkun á stöðu málsins
á ofangreindum fundi og nú munu
menn einhenda sér í þá undirbún-
ingsvinnu sem framundan er og
vona að undiröldur sjávarútvegs-
geirans lægi á næstu vikum,
kannski án þess að allt of mikillar
bjartsýni gæti um að svo verði.
Staða Atvinnutryggingadeildar
Byggðastofnunar var um síðustu
áramót þannig að höfuðstóll var
neikvæður um 1.447 milljónir
króna og staða Hlutafjárdeildar
Byggðastofnunar var sú, að bók-
fært nafnverð hlutabréfaeignar
sjóðsins hHóðaði upp á 807 milljón-
ir króna. Útlán Atvinnutrygginga-
deildar í árslok í fyrra námu 8,8
milljörðum króna, þar af voru úti-
standandi lán rúmlega 7,1 milljarð-
ur króna, en þá höfðu 1.680 millj-
ónir króna verið dregnar frá á sér-
stökum afskriftareikningi, sam-
kvæmt mati Ríkisendurskoðunar
og Byggðastofnunar.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins var talið um síðustu
áramóti að um sjö milljarðar króna,
af útistandandi lánum Atvinnu-
tryggingadeildar væru inn-
heimtanlegar og mun það mat litl-
um breytingum hafa tekið á þessu
ári, að minnsta kosti hvað Byggða-
stofnun sjálfa varðar. Öðru máli
mun gegna hvað varðar mat Ríkis-
endurskoðunar, samkvæmt upp-
lýsingum Morgunblaðsins, því þar
á bæ mun talið að óhætt sé að
afskrifa þegar um tvo milljarða
króna af útistandandi skuldum, til
viðbótar þeim 1.660 milljónum
króna, sem þegar hafa verið af-
skrifaðar.
Hvað varðar Hlutafjárdeild
Byggðastofnunar þá er það eitt
um þann sjóð að segja," að sam-
kvæmt ársreikningi sjóðsins fyrir
árið í fyrra, átti sjóðurinn hluta-
bréf í 11 fyrirtækjum á landinu,
fyrir 807 milljónir króna að nafn-
verði. Það eru fyrirtækin: Oddi
hf., Útgerðarfélag Bíldælinga hf.,
Fáfnir hf., Búlandstindur hf., Alp-
an hf., Meitillinn hf., Hraðfrystihús
Grundarfjarðar hf., Árnes hf.,
Gunnarstindur hf., Hraðfrystistöð
Þórshafnar hf. og Tangi hf. Ekk-
ert þessara fyrirtækja er almenn-
ingshlutafélag, þannig að ekki er
í raun og veru hægt að greina frá
gangverði hlutabréfa fyrirtækj-
anna, en ákveðið var við frágang
ársreiknings að skrá hlutabréfa-
eign sjóðsins á nafnverði. Heim-
ildamenn mínir eru þó sannfærðir
að óhætt sé að afskrifa þegar í
stað um hálfan milljarð króna,
þegar raunveruleg verðmæti
Hlutafjársjóðs séu metin, auk þess
sem þeir benda á að kaupendur
slíkra hlutabréfa séu ekki beinlínis
á hverju strái.
„Bara sú hugsun að ætla að
setja þennan sukksjóð Steingríms
Hen
inni,
andi
forn
rætt
ur þ
falla
lýsti
ívik
náðs
töku
un s
vegs
af :
ingu
K
gekl
aðþ
verií
öllu
svar
ur e
Svo
stan
í daj
ur e
K
gerc
sig
að ;
þam
fyrii
lagr
um
arðs
vitai
fran
skip
er s
mál.
grei
þau
tímt
fyrii
Þ
ráðr
sér
stöð
ekki
vær
tæk
vegi
út í
inn
að ;
til c
ban;
hlut
ban
tapj
beti
brúí
sjáv
Efnahagsreikningur
Atvinnutryggingardeildar 1991
EIGNIR
Bankainnistæður og verðbréf-----------174.721.624
Lánveitingar— - 8.809.380.643
Afskriftareikningur útlána
Aðrar eignir----------------
- 8.809.380.643
(1.680.993.530)
-----27.233.171
Eignir samtals -
7.330.341.908
SKULDIR og EIGIÐ FÉ
Skuldir samtals----------
Eigið fé
Stofnframlag------------
Óráðstafað eigið fé —
Skuldir og eigið fé samtals
8.777.816.345
400.000.000
- (1.847.474.437)
(1.447.474.437)
7.330.341.908
Efnahagsyfirlit
Hlutafjárdeildar
EIGNIR
Aðrar eignir-------------
Hlutabréf----------------
Hrein eign til greiðslu
hlutdeildarskírteina —
Hlutdeildarskírteini:
A-hlutdeildarskírteini -
B-hlutdeildarskírteini -
Skuldbindingar umfran
Hlutdeildarskírteini eru tvenns
ábyrgð ríkissjóðs sbr. VII. kafla
sjóös til 600 millj. króna sem ei
kr. og B-skírteini sem em án ríl
stofnunar endurgreiðir hlutdeil
bréfa. Endurgreiðslan hefst eic
greiðist samkvæmt ákvörðun;
skirteina skal að fullu lokið inn
Lækkun endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu
ByggingarvísitaJa hækkar i
LÆKKUN endurgreiðslu virðis-
aukaskatts af vinnu iðnaðar-
manna við ibúðarhúsnæði hefur í
f8r með sér 2,5% hækkun bygg-
ingarvísitölunnar og rúmlega
1,6% hækkun lánskjaravísitölu, að
sögn Haraldar Sumarliðasonar
forseta Landssambands iðnaðar-
manna. Sagði hann slæmt að
kynda undir verðbólgunni og
hækka öll lán í landínu með þess-
um hætti.
Haraldur sagði að margt væri ják-
vætt í efnahagsaðgerðum ríkis-
stjórnarinnar þegar á heildina væri
litið. Hins vegar gerði hann athuga-
semdir við einstök atriði og þá sér-
staklega fyrirhugaða lækkun endur-
greiðslu virðisaukaskatts á vinnu
iðnaðarmanna við íbúarhúsnæði.
Virðisaukaskattur af vinnu á bygg-
ingarstað hefur verið endurgreiddur
að fullu, en nú verða greidd 60%.
Haraldur sagðist telja að þessi
aðgerð væri vanhugsuð. Kvaðst hann
efast um að hún skilaði ríkissjóði
nokkru. Vinnan færðist einfaldlega
ir