Morgunblaðið - 26.11.1992, Page 19

Morgunblaðið - 26.11.1992, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1992 19 Rafmagnstruflanir vegna óveðurs Nauðsynlegt að endur- nýja dreifíkerfi til sveita - segir framkvæmdastjóri Rafmagnsveitu ríkisins Rafmagnstruflanir hafa orðið vegna óveðurs á Vestur-, Norð- austur- og Austurlandi á mánudag og þriðjudag. Alvarlegustu bilan- irnar hafa hins vegar verið á Suð- urlandi, einkum undir Eyjaföllum, og á Norðurlandi vestra að sögn Steinars Friðgeirssonar fram- kvæmdastjóra tæknisviðs Raf- magnsveitu ríkisins. Aðspurður um tjón telur Steinar það vera á bilinu 40-50 milljónir. Hann segir að aukið tjón vegna óveðurs megi að hluta til rekja til þess hversu veitukerfi í íslenskum sveitum sé orðið gamalt. Það þarfnist styrk- ingar og endurnýjunar. Vegna ís- ingar seig Vestfjarðalína það mik- ið í Þorskafirði og Gilsfirði að rafmagni sló út á flóði í gær. Undir Eyjafjöllum urðu sláarbrot, víraslit og 25-30 staurar brotnuðu með þeim afleiðingum að rafmagns- truflanir gerðu vart við sig um há- degisbil á mánudag. Rafmagn var hins vegar komið aftur á alla bæi um kl. 4 aðfaranótt þriðjudags og voru þeir því sem lengst voru raf- magnslausir án rafmagns í um 14 tíma. Vitað er um mun fleiri brotna staura, eða 150-170, á Norðurlandi vestra og er ekki ólíklegt að sú tala hækki þegar skemmdir hafa verið fullkannaðar. Þegar rætt var við Steinar eftir hádegi í gær sagði hann að 4 annað hundrað manns ynni við lagfæringar á rafmagnslínum á Norðurlandi vestra og hreinsun þeirra en ísingar- skilyrði voru enn á svæðinu. Raf- magni var komið á Blönduós með varalínu á þriðjudagskvöld en sló tvisvar út fyrir hádegi á miðvikudag. Unnið var að viðgerðir á aðallínunni frá Laxavatni og stefnt á að taka hana í gagnið með kvöldinu. Enn var rafmagnslaust í Langadal, á Skaga og að miklum hluta í Refasveit um kvöldmatarleyti í gær. Viðgerð við Siglufjarðarlínu lauk í fyrrinótt en straumlaust var á svæðinu í kringum Hofsós, vestur í Fljótum og að hluta til í Hjaltadal. Einhverjar truflanir voru fyrir hádegi á Siglufirði vegna bilunar í einum af þremur rafölum í Skeiðfossvirkjun að sögn Hauks Ás- geirssonar umdæmisstjóra á Norður- landi vestra. Hann sagði að viðgerð gengi vel á svæðinu enda mjög gott veður og góður mannskapur við vinnu. Morgunblaðið/Halldór Gunnarsson Brotinn rafmagnsstaur undir Eyjafjöllum. Viðgerð við Laugagerðislínu og línu í Staðarsveit hófst um áttaleytið í gærmorgun og var stuttu seinna komið rafmagn á Laugagerðislínu. Áætlað var að rafmagn yrði líka komið á í Staðarsveit í gær. Steinar rifjaði upp tjón sem varð vegna óveðurs árið 1991. í janúar það ár brotnuðu samtals 525 staurar og var tjón vegna óveðurs þá metið á um 200 milljónir. Steinar sagði að þar hefði verið um að ræða mesta tjón Rafmagnsveitunnar frá upphafi. Áðeins leið þó um mánuður þangað til aftur gerði óveður og varð tjónið þá metið á um 40 milljónir. Tjón í nóvember sama ár var metið á um 25 milljónir. Steinar sagði að árferði hefði áhrif á hversu tjón af völdum óveðurs væri mikið. „Hins vegar skiptir líka miklu máli að dreifikerfí til sveita eru orðin 30-40 ára gömul mörg hver og öldrun farin að koma fram í þeim. Við höfum verið að gera Ai- þingi og iðnaðarráðuneyti grein fyrir að nauðsynlegt sé að endumýja þau og höfum lagt fram ákveðnar tillögur í því sambandi," sagði Steinar og sagði að gerð hefði verið grein fyrir því að búast megi við verri og verri tjónum í minni veðrum vegna þess hversu gömul veitukerfinu væra orð- in. Steinar segir að til þess að dreifi- kerfi til sveita geti talist rekstrarhæf og til þess að unnt sé að afhenda raforku til notenda í sveitum landsins með viðunandi gæðum þurfi á næstu áram að veija 900 milljónum króna til viðbótar til styrkingar á þeim. Hér sé fyrst og fremst um að ræða aðgerðir til að auka flutningsgetu kerfanna og minnka umfang jarð- reksturs. Ef gert sé ráð fyrir að ljúka umræddri styrkingu á næstu sjö áram þurfí árlega tæplega 130 millj- ónir króna til þess verkefnis. Hann segir að framundan sé end- urnýjun á dreifikerfunum en ljóst sé að á útsettum stöðum sé komið að því að endurnýja þurfi kerfíshluta sem séu orðnir úr sér gengnir. Upp- úr næstu aldamótum megi gera ráð fyrir að veija þurfí árlega a.m.k. 140 milljónum króna í þessu skyni. Stungið hefur verið upp á 3 fjár- mögnunarleiðum. Gert er ráð fyrir óafturkræfum fjárframlögum úr'ríki- sjóði líkt og gert var þegar rafvæð- ing sveitanna var í fullum gangi. Annar möguleiki er tilfærsla fjár úr orkugeiranum t.d. með verðjöfnun- argjaldi eða sveitakerfisgjaldi á framleiðsluþátt raforkunnar og skattlagningu í einu eða öðra formi. Þriðja leiðin er svo að fjármagna framkvæmdirnar úr rekstri Raf- magnsveitanna, þ.e. með flatri hækkun á alla gjaldskrárliði fyrir- tækisins eða með því að hækka ein- göngu gjaldskrá hjá þeim aðilum sem era notendur í umræddum kerfum. Ifyrst og fremst er þá um að ræða sveitabýli og sumarbústaði. ■ GRIKKLANDSGALDUR, ný- útkomin bók Sigurðar A. Magnús- sonar, verður kynnt á fundi Grikk- landsvinafélagsins í Kornhlöð- unni, Bankastræti 2, á fimmtudags- kvöld kl. 20.30. Sigurður miðlar fundarmönnum af langri reynslu sinni sem ieiðsögumaður í Grikklandi og lýsir merkisstöðum þar í landi með hjálp mynda, sem Bragi Þór Jósefsson, ljósmyndari, tók á ferða- lagi með honum á síðasta ári. Fund- urinn er öllum opinn. ***ifi * FLÍSAR TTli psnnsnrmiuju B ’J& l .1.11 I 1 I 1 Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 67 48 44 SlaöBreiosiuais Gteiaslukortaþi VIÐ SUND Pólsk, mðurspöin. Fremstur meðal jafningja MITSUBISHILANCER 1600 GIJCi, skutbíll með aldrifl MITSUBISHl COLT1600 GLXi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.