Morgunblaðið - 28.11.1992, Síða 15

Morgunblaðið - 28.11.1992, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NOVEMBER 1992 Bifreiðakostnaður ríkisins var 1800 milljónir í fyrra Aðalskrifstofur ráðuneyta snið- ganga reglur um bifreiðakaup Ríkisendurskoðun telur aðfinnsluvert að aðalskrifstofur ráðu- neyta sniðgangi reglur, sem gilda um kaup á ríkisbifreiðum. Þau eiga að fara um Innkaupastofnun ríkisins að undangengnu almennu útboði, segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar um bifreiða- mál ríkisins sem lögð hefur verið fram á Alþingi. Heildarkostnað- ur vegna bifreiðanotkunar og bifreiðaeignar ríkisins á árinu 1991 var 1,8 milljarðar að meðtöldum afskriftum. Ríkisbifreiðar voru 975 í árslok 1991 samkvæmt skrá Bílanefndar ríkisins. Að mati Ríkisendurskoðunar get- ur opinn aksturssamningur við starfsmenn boðið upp á sjálftöku launa. Þá bendi akstursgreiðslur til ýmissa starfsmanna ríkisins til þess að núverandi fyrirkomulag geti verið aksturshvetjandi. Fram kemur, að aksturssamning- ar eru í nokkru mæli notaðir, sem launauppbót til ríkisstarfsmanna og að slík launahækkun sé óæskileg, þar sem launaútgjöld ríkisins gefi villandi mynd af þeim kjörum, sem starfsmaðurinn býr við. „Þá skal á það bent að stofnanir líta ekki á greiðslur fyrir akstur skv. aksturs- dagbók sem laun og borga þ.a.l. ekki af þeim launatengd gjöld. Greiðslur fyrir þennan akstur eru ennfremur ekki skattlagðar að jafn- aði, þótt þær séu skattskyldar ef greiðslur fara umfram raunveruleg- an aksturskostnað.“ Þá segir, að ríkisbifreiðum hafi íjölgað um 167 á síðustu tíu árum en rekstrar- og viðhaldskostnaður hafi hins vegar lækkað um 194 millj. Kvikmynda- sýning í Nor- ræna húsinu TEIKNIMYNDIR um Múnín- álfana eftir Tove Jansson verða sýndar í Norræna húsinu sunnu- daginn 26. nóvember kl. 14.30. Múmínálfarnir eru löngu orðnir þekktir hér á landi og er þessi kvik- myndasýning í tengslum við sýn- ingu í anddyri Norræna hússins á „Heimi Múmínálfanna". Sýning myndanna tekur um 45 mínútur og eru þær með sænsku tali. þá tilgátu að hinir þjóðkjörnu full- trúar hafi kjaftað sig svo vandlega út í hom á tyllidögum að þeir eru famir að trúa því að íslensk tunga sé lífseigasta kvikindi á jörðu. Aðrir eiga eftir að halda því fram að aumingjans mennirnir hafí lesið yfír sig af bókum, og minna á að í skáldskapnum birtist mann- skepnan í allri sinni dásamlegu vitleysu, óþekkt og breyskleika, já, að til að þeir sjái að sér þurfí að- eins að setja yfír þá einn sálfræði- lega þenkjandi rithöfund. Ljótt er það ef satt er, en hér verður gátan ekki ráðin_ - til þess er hún of dularfull. Á hinn bóginn er þeirri hugmynd beint til virðulegs þing- forseta, hennar sem býr yfír súkk- ulaðileyndarmálinu, að hún sjái til þess að atkvæðagreiðsla um virðisaukaskatt á bækur og listir fari fram 1. desember næstkom- andi. Þá er von til þess að þing- menn Alþýðuflokks og Sjálfstæð- isflokks hrífist með deginum, taki mark á sjálfum sér, og segi: NEI! Og þá skal ekki standa á undir- rituðum, strák úr Breiðholtinu, að skála við þingmenn í mjólk og ræða við þá af fullri alvöra hvort hún er hugverk eins og fréttamað- ur Stöðvar 2 íaði að fyrr í vetur. V. Vandræðaleg þögn Öðrum kosti sé ég mér ekki fært að bjóða hinum háu herram Alþingis upp á annað en fíflamjólk sem þessa. Mér leiðist það, en ég skrifa. Höfundur er skáld. að raunvirði á tímabilinu eða sem svarar til 27%. Heildarkostnaður rík- isins vegna bifreiðanotkunar hefur aukist um 174 millj. að raunvirði á árunum 1982 til 1991 eða um 22%. Útgjöld vegna leigðra bifreiða starfsmanna hafa aukist um 175 millj. og annar aksturskostnaður um 167 millj. eða samtals um 342 millj. Á móti þeirri útgjaldaaukningu hef- ur kostnaður við leigubifreiðar lækk- að um 26 millj. og vegna bílaleigubif- reiða um 145 millj., eða samtals um 171 millj. Ríkisendurskoðun telur að innan stofnana þurfi að fara fram heild- arúttekt á heildarakstursþörf án til- lits til aksturs fyrri ára. Slíkt mat þurfí að gera með hliðsjón af bif- reiðaeign hverrar stofnunar og með hagkvæmari lausnum sem ekki eru bundnar við annað form á akstri heldur sjálfstæðu mati á hvort leysa megi hluta verkefnanna með öðram boðleiðum. Fram kemur, að yfírleitt gæti hagkvæmni við val á bifreiðum þó að þau tilvik þekkist, þar sem keypt- ar eru mun dýrari bifreiðar en þörf virðist vera á. „Þá telur stofnunin vandséð að annað fyrirkomulag en það sem nú gildir um bifreiðakaup og bifreiðasölu yrði hagkvæmara fyrir ríkið í heild. Hins vegar mætti nýta betur þá reynslu sem fyrir hendi er hjá stærstu ríkisstofnununum vegna bifreiðamála." Kyrrðardagar í Skálholti verða 4. - 6. desember og 18. - 20. desember Dvalargjald er kr. 6.500,-. Veittur er 20% afsláttur fyrir hjón. Upplýsingar á skrifstofu skólans í síma 98-68870. Skráning til dvalar fer fram á Biskupsstofu í Reykjavík frá kl. 10 - 12 virka daga í síma 91-621500. Boðið er til jóla- og áramótasamveru í Skálholti frá 28. desember til 1. janúar Ver: kr. 3.200,- fyrir einn sólarhring, kr. 5.400,- fyrir tvo sólarhringa, kr. 8.100,- fyrir þrjá sólarhringa og kr. 10.000,- fvjfillilan tímann. Börn 7-11 ára greiða þriðjur^s gjalds, 12-14 ára greiða hálft gjald, en yngri börn eru undanþegin greiðslu. Upplýsingar í Skráning til dvalar fer JHHHhhhI Tvær frábærar bækur eftir verðlaunahöfundinn Þorgrím Þráinsson Bak við bláu augun Saga um nýnema í menntaskóla sem eru jafn ólíkir og þeir eru margir og hafa þeir mörgum hnöppum að hneppa. Hver er þessi stúlka með fal- legu bláu augun? Hver er leyndar- dómur hennar og kemst hann nokkru sinni upp? Og hvað tekur bekkjar- bróðir hennar til bragðs til að vinna hylli hennar? Lalli ljósastaur Hvað tekur ósköp venjulegur strák- ur til bragðs þegar hann lengist allt í einu og verður eins stór og ljósa- staur? Engin föt passa á hann lengur og það eru heldur ekki til nógu stórir skór á hann. Gerist hann kannski körfuboltahetja í Bandaríkjunum eða vill hann allt til vinna að verða venjuleg- ur strákur á nýjan leik? f i Góð bók frá Fróða Éggai jj. Wi J szz gJlff JSfit 3 FRODI BÓKA & BLAÐAÚTGÁFA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.