Morgunblaðið - 28.11.1992, Síða 53

Morgunblaðið - 28.11.1992, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1992 Ymisleg íslenska Frá Rósu B. Blöndals: EITT sinn var það talið aðal íslens- kunnar, að hún væri sérlega rök- rétt mál. Lögð var áhersla á það. Nýlega sást í blaði auglýsing: „Hið námfúsa fyrirtæki framtíðar." Hér er þessi nýja óheillavænlega meðferð á íslensku, ensk áhrif. „Námfúst fyrirtæki" er ekki til. í seinni tíð úir og grúir af svona beinni þýðingu. Forstjóri fyrirtækis- ins getur verið námfús. Þá er sögnin að „skapa" sífellt notuð um allt mögulegt, sem ekki er skapað. Menn skapa í raun ekki neitt. Það er aðeins einn skapari. Ef menn gætu skapað atvinnuvegi og fyrirtæki, þá væri nú ekki mik- ill vandi. Menn byggja upp fyrir- tæki, reka atvinnuveg, valda vand- ræðum, mynda ýmislegt eða koma einhveiju á fót. Eitt sinn hét það um kaup að láta kaupið endast, nú að láta enda ná saman. Raunverulega eru engir endar á kaupi. Oft hefur heyrst í fréttum: „Pal- estínskir hryðjuverkamenn sögðust bera ábyrgð á glæpnum." Hér ætti að segja, lýstu glæpnum á hendur sér, könnuðust við að hafa drýgt glæpinn eða valdið glæpnum. Fom- menn lýstu vígum á hendur sér. Þannig hafa ýmsir bestu þulir orðað það. En Morgunblaðið orðar það gjaman svo, að menn beri ábyrgð á dauða svo og svo margra manna. Hvemig er sú ábyrgð? Hingað til hafa glæpamenn ekki verið taldir ábyrgir menn, heldur alveg það gagnstæða. Geta málfræðingar ekki krafíst þess af dagblöðum, þar með víðlesn- asta blaði landsins, að réttri hugsun sé haldið? í blaði á svona röng hugs- un ekki að sjást. RÓSA B. BLÖNDALS, Háengi 14, Selfossi.f Pennavinir Tékki, 25 ára, útskrifarður úr tónlistarháskóla, með áhuga á stjórn- og efnahagsmálum svo og menningarmálum: Radovan Vojtek, Gavlovicova 2, 831 03 Bratislava, Czechoslovakia. Nítján ára Nígeríupiltur búsettur í Finnlandi vill skrifast á við 18-22 ára stúikur: Leonard C. Uboh, Kehruutie 5B 16, 00410 Helsinki, Finland. Tvítug tékknesk stúlka með margvísleg áhugamál: Lenka Kngcirovicova, Inovecka 1/29, 911 01 Trencin, Czechoslovakia. LEIÐRÉTTING Rangt nafn í Morgunblaðinu síðastliðinn þriðjudag var rangt farið með nafn listakonunnar Sigurlaugar Jónas- dóttur í frétt af útgáfu jólakorts frá Amnesti International, Islandsdeild. Þess má einnig geta að kortin fást á skrifstofu samtakanna, Hafnar- stræti 15 og kosta 800 krónur 10 saman í pakka. VELVAKANDI HRINGUR GIFTINGARHRINGUR fannst við Laugaveg. Upplýsingar í síma 10974. ILLA UNNIÐ VERK Ingibjörg Guðmundsdóttir: MIG langar til að vara fólk við að fara eftir auglýsingum um ýmsa þjónustu án þess að þekkja til manna sem auglýsa þannig. Ég fór eftir auglýsingu í smá- auglýsingadálki DV. Hreingem- ingarþjónustan, var nafnið á fyr- irtækinu, sem þegar til kom voru aðeins tveir menn. Hringdi ég og var maðurinn liðlegur í sím- ann. Komu þeir síðan og gerðu „hreina" íbúðina, að ég hélt. Vinnubrögðin voru þannig að þeir sprautuðu á loft og veggi og þurrkuðu síðan með moppu yfír. í öllum homum, kverkum og undir gluggaköppum vom sömu óhreinindin eftir, einnig j kringum ljósastæði í loftum. Á veggjum vom för eftir myndir og fíngraför og rákir neðar, einn- ig í svefnherberginu vora för í kringum höldur á skápum og hurðir eins og þær áður voru. Þeir úðuðu yfír fataskáp og kommóðu, þar sem taumarnir láku niður og ekki er hægt að ná þeim föram af, sem sagt skemmt eftir þá. Ullarteppi er á gólfínu sem þeir notuðu sugu á og varð blautt eftir, tók það 2 daga að þorna og komu þá í ljós sömu blettirnir og það lýstist ekkert. Ég hringdi aftur í manninn og spurði hvort hann vildi ekki koma og sjá mismuninn. Hann hafði mörg orð um hvað þeir hefðu farið vel yfír allt og gert þetta vel. Vissi ég þá að ekki þýddi að eyða fleiri orðum á hann og fór fram á endur- greiðslu, a.m.k. að hluta. Féllst hann með semingi á að borga hluta til baka, en sá hængur var á að það yrði ekki fyrr en eftir mánaðamótin, þ.e. rúmar 2 vik- ur. Beið ég nú eftir mánaðamót- um, fór þá heim til hans til að sækja endurgreiðsluna. Svaraði enginn dyrasímanum, enda var hann fluttur. Hafði ég upp á nýja heimilisfanginu, fór þangað og fékk ekki blíðar móttökur. Vildi hann ekkert við mig tala og bar við persónulegum ástæð- um og dyram lokað á mig. Beið ég nú í 2 vikur af tillitssemi við manninn, hringdi þá og spurði hvort hann myndi ekki leggja endurgreiðsluna á ávísanareikn- inginn minn. Svarar hann sjálfur í símann stuttur í spuna og sagð- ist ekkert ætla að borga, skellti síðan á. Auðvitað láta þeir engar kvittanir af hendi. Verð ég nú sjálf að hreingera íbúðina eftir þá, loftin líka því þau voru öll rákótt. Tók þetta erfiði mjög á mig og varð ég að fara í sjúkra- þjálfun eftir þetta. ÚLPA SVARTGRÁ ullarúlpa með loðkraga (the House of Prazer) tapaðist á L.A. Café föstudaginn 20. nóvember. Finnandi vinsam- legast hringi í Sigrúnu í síma 43831 eftir kl. 18. REIÐHJÓL GRÁTT 18 gíra reiðhjól var tek- ið við Völvufell í Breiðholti. Vin- samlegast hafíð samband í síma 72812 ef það hefur sést. BLÓMVÖNDUR SILKIBLÓMAVÖNDUR, tólf rauðir túlipanar, tapaðist á leið frá Hagkaupi Laugavegi niður Barónsstíg að Hverfisgötu 102. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 73331. draumurinn gæti o MERKISMENNHF

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.