Morgunblaðið - 03.12.1992, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1992
! ■ / "'rivi a/ i. 11 í': / n i
15
Milljónir fiska Mynd 2:
1.600 Þorskur í Barentshaffi
Ienska hefur mælt að 25% af fæðu
þorsks í október og mars hafi verið
þorskur. Þeir hafa líka mælt að
þorskurinn hafí étið undan sér 40
þúsund tonn einn mánuðinn!
Þegar farið er að kryfja þá frek-
ar um þetta mál „vantar meiri rann-
sóknir“! Um þetta er lítið fjallað.
hvað varð um þorskseiðin þegar þau
tóku botn fyrir Norðurlandi á haust-
in 1986-1990 ef margir svangir
munnar biðu niðri? Þarf að spyrja
oft? Hver var fæða þorsks fyrir
Norðurlandi í nóvember, desember,
•janúar og febrúar 1986-1990?
Voru menn svona vissir um að
fæðan væri til? Tölur á íslandi um
meðalvigt eftir aldri eru eftir því
sem best verður að komist varla
marktækar til samanburðar á þrif-
um þorskstofnsins, vegna þess að
þorskurinn er vigtaður með tom-
mustokk og engin gögn eru til yfír
hlutfallið meðallengd/meðalþyngd
eftir aldri! Sundurliða hefði átt þessi
gögn um meðalþyngd a.m.k. í hlýsjó
fyrir Suðurlandi og kaldari sjó fyrir
Norðurlandi til þess að eitthvert vit
væri í þessum samanburði og eftir-
liti með þrifum mikilvægasta físki-
stofns íslensku þjóðarinnar! Svo
ekki sé nú talað um að aldursgreina
og kanna þrif smáfísks þegar verið
er að loka svæðum fyrir „smáfíska-
drápi“.
Auðvitað átti að veiða fískinn ef
hann hafði ekki næga fæðu og var
að éta sjálfan sig að vetrarlagi á
árunum 1986-1990. Eftirlit með
þrifum físka þarf ekki að kosta
mikla peninga. Útgerðarmenn
hefðu eflaust leyft vísindamönnum
að fara með í veiðiferðir til rann-
sókna hefði þess verið óskað. Af
hveiju er ekki mæld lifur sem hlut-
fall af þunga. Er enginn áhugi á
þrifum þorskstofnsins við ísland?
Lifrarhlutfall segir mikið og ljót
Hornsett sem hægt er að breyta í svefnsófa.
Með áklæði, 2 sæti — horn — 3 sæti.
Á aðeins 89.000,- stgr.
Vhlhwsgögn
Ármúla 8, símar 812275 og 685375.
hefur lifrin verið á grunnslóð fyrir
Norðausturlandi undanfarin ár!
Firðir fyrir austan og norðan voru
fullir af smáfíski vorið 1990. Þessi
fískur var rannsakaður og kom í
ljós að þama var á ferðinni 7 ára
gamall „smáfiskur" mættur til
hrygningar og meðalvigtin 2 kg
með innyflum! Þetta þótti ekki
skipta máli á Skúlagötu 4!
I Færeyjum var Færeyjabanki
friðaður fyrir þremur árum til að
„byggja upp stofninn og koma í veg
fyrir ofveiði". Hvernig skyldi það
ganga? Fréttir komu frá Færeyjum
í fyrra um að lundinn væri að drep-
ast úr hor. Jú - það fylgdi fréttinni
að til að bjarga málinu hefði verið
ákveðið - að friða matarlausan
lundann! Er nú ekki skylt skeggið
hökunni í friðunarvísindum!
Hvað með meinta „ofveiði“ í
Kanada og alla lygina sem klifar
sífellt í fjölmiðlum að veiðiskip EB
á 5% landgrunnsins fyrir utan 200
mílur séu orsökin að lélegum afla
þar á bæ! Vísindarannsóknir stað-
festa mjög staðbundna þorskstofna
við Kanada austanvert og greinist
þorskstofninn þarna í a.m.k. 7 stað-
bundna undirstofna. Þetta eru stað-
reyndir.
Samt endurtekur lygin sig í fjöl-
miðlum með reglulegu millibili að
nokkrir EB togarar utan 200 míln-
anna séu að „útrýma“ staðbundnum
þorskstofnum uppi í ijöru við
Kanada! Af hvetju þegja „fræði-
menn“ þunnu hljóði. Prestur á Snæ-
fellsnesinu sagði að þar lygju menn
með þögninni! Hvernig væri að fjöl-
miðlar kynntu sér meðalþunga
þorsks eftir aldri í Kanada og bæru
saman við aðra stofna áður en
næsta lygafrétt verður skrifuð!?
Skyldi það vera rétt að 11 ára gam-
all þorskur við Kanada sé 2 kg
„smáfískur“. Hvernig lítur lifrin út?
„Ofveiðiprofetar" ættu að skoða
það mál! Hver stjórnar þessari lygi
um ofveiði EB-skipanna? Ég bara
spyr! Sumum finnst það óréttmætt
að skrifa harða gagnrýni um þessi
málefni. En það bendir bara allt til
þess að fæðuna hafi alltaf vantað
til framkvæmdar á „uppbyggingu
þorskstofnanna“. Afleiðingarnar af
„uppbyggingarstefnunni" virðast
alls staðar hafa orðið: fæðuskortur,
- stóraukið sjálfát nytjastofna -
með minnkandi veiði og er þetta
ærið tilefni harðrar gagnrýni!
Þorskveiði hefur dregist saman í
Norður-Atlantshafi um 60-70% sl.
15 ár án vitrænna skýringa! Tillög-
ur Alþjóðahafrannsóknaráðsins nú
eru stöðvun þorskveiða við Kanada,
Færeyjar og í Eystrasalti. Hvenær
kemur röðin að okkur?
Sáralítil veiði hér við land um
þessar mundir er því að öllum lík-
indum afleiðing af fæðuskorti og
sjálfáti þorskstofnsins undanfarin
ár. Þetta verða menn að fara að
skilja!
Nú er fæðuframboð aftur byijað
að aukast og þá braggast þorskur-
inn aftur. Það verður ekki „friðun-
inni“ að þakka eða hinni „góðu
veiðiráðgjöf“ eins og reynt verður
að láta í veðri vaka þegar afli fer
aftur að vaxa. Það virðist allt benda
til þess, að veiðiráðgjöf undanfar-
innar ára sé byggð á vanþekkingu
á fæðuframboði hafsins. Menn eiga
bara að viðurkenna þetta og vera
menn að meiri! Það er fáránlegt að
reyna að stjórna náttúrunni neðan-
sjávar með stjórnunarofbeldi ofan-
sjávar og þykjast hafa til þess þekk-
ingu þegar svo er alls ekki!
Góð veiðiráðgjöf er: að vinna í
takt við náttúruna. Þegar fiski-
stofnar gefa vel - þá á að veiða
vel - annars skapast fæðuskortur
(af manna völdum) sbr. reynsluna
hérlendis og erlendis. Sannleikurinn
er sá að þekking okkar á nátt-
úrunni er afar takmörkuð og þess-
vegna verðum við - og eigum -
að lifa og vinna í takt við náttúruna
en ekki að reyna að stjórna henni.
Höfundur er atvinnurekandi.
Frumvarp heil-
brigðisráðherra
Islenskri
endurtrygg-
ingu breytt í
hlutafélag
RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á
þriðjudag að heilbrigðisráð-
herra legði fram frumvarp á
Alþingi um stofnun hlutafé-
lags um Islenska endurtrygg-
ingu.
Að sögn Sighvats Björgvins-
sonar heilbrigðisráðherra heim-
ilar frumvarpið stofnun hlutafé-
lags um starfsemina og sagði
hann að strax í framhaldi af
þeirri breytingn yrði hægt að
hefja sölu á hlutabréfum ríkisins
í félaginu. Sighvatur sagði að
frumvarpið gerði ekki ráð fyrir
neinni breytingu á starfsemi ís-
lenskrar endurtryggingar eða
starfsmannahaldi. Frumvarpið
verður lagt fram á Alþingi innan
skamms.
Ríkissjóður og Trygginga-
stofnun ríkisins eiga tæplega
40% af áhættufé íslenskrar end-
urtryggingar. skilaði félagið
hagnaði á síðasta ári sem nam
44 milljónum króna.
Islensk endurtrygging var
stofnuð 1939 og hét þá Stríðs-
tryggingafélag íslenskra skips-
hafna. Hlutverk þess var að
tryggja áhafnir íslenskra skipa
gegn ófriðarhættu. Nafni þess
var síðar breytt og hlutverk þess
víkkað út. Er starfsemi þess nú
eingöngu bundin við endurtrygg-
ingu fyrir íslensk vátryggingafé-
lög.
UPPBOÐ
45. málverkauppboð Gallerís Borgar í samráði við
Listmunauppboð Sigurðar Benediktssonar hf. verður
haldið í Súlnasal Hótels Sögu í kvöld, fimmtudaginn
3. desember, og hefst kl. 20.30.
Verkin verða sýnd í Gallerí Borg við Austurvöll
frá klukkan 10.00 til kl. 18.00 í dag.
Meðal verka sem boðin verða má nefna:
58. Gunnlaugur Blöndal Módel. Olía, París 1927. 60x80 cm. Merkt.
59. Jóhannes S. Kjarval Parið í blómunum. Olía. 35x51 cm. Merkt.
60. Hringur Jóhannesson Staur, vír og himinn. Pastel 1991. 49x59 cm. Merkt.
61. Þórarinn B. Þorláksson Innimynd. Oiía. 31x46 cm. Merkt.
62. Kristján Davíðsson . Komposition. Olía um 1967. 40x35 cm. Merkt.
63. Jóhannes S. Kjarval
64. Ásgrímur Jónsson
66. Jóhannes S. Kjarval
67. Ásgrímur Jónsson
Skógarfoss. Olía á pappa um 1906. 25x18 cm. Merkt.
Frá Þingvöllum. Vatnslitur. 48x60 cm. Merkt.
Á berjamó. Olía. 41x107 cm. Merkt.
Yfir sundin. Olía. 1909. 24x33 cm. Merkt.
68. Bertel Thorvaldsen Jólagleði á himnum. Blýantur 1843. 24x21 cm. Merkt.
Thorvaldsen gerði höggmynd á herragarðinum Nyso í
desember 1842. Teikningin er af þessari höggmynd. Bréf
á dönsku er segir um tilurð myndarinnarfylgir með í kaup-
unum.
69. Jóhannes S. Kjarval Skútur. Olía. 38x79,5 cm. Merkt.
70. Jón Stefánsson Portrett. Olía. 100x80 cm. Merkt.
Ath.
Þeir sem ekki komast á uppboðið sjálft geta gert
skrifleg forboð íverkin í Gallerí Borg eða boðið í þau símleiðis
eftir að uppboð hefst. Símar á uppboðsstað, eftir kl. 20.30, eru
985-28173 og 985-28174.
BORG
Pósthússtræti 9.
Fax 624248