Morgunblaðið - 03.12.1992, Page 16

Morgunblaðið - 03.12.1992, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1992 r —_ Innanhússarkitekt ráðleggur viðskiptavinum Metró Guðrún Benediktsdóttir innanhússarkitekt, FHÍ, verður í versluninni Metró fimmtudag og föstudag kl. 14-18 og laugardag kl. 11-14 og veitir viðskiptavinum ráðleggingar um allt er varðar innréttingar, gólfefni, hreinlætistæki og litaval í málningu. GROHE Villeroy & Boch Verið velkomin í Metró og þiggið ókeypis ráðgjöf. ÍWVMETRÓ IMJODD ALFABAKKA 16 • REYKJAVIK • SIMI 670050 Bamavemdarmál eftir Gyðu Ölvisdóttur Töluvert hefur verið skrifað um böm og bamaverndarmál og er það mjög til góðs að sú umræða séu í gangi til að halda okkur vakandi yfir fjársjóði okkar. í börnum okk- ar felst framtíðin og og á tíðum í önnum dags og brauðstrits gleym- ist hve mikilvæg tilvera þeirra er. Á vordögum 1992 voru sam- þykkt á Alþingi ný og endurskoðuð lög um vemd barna og ungmenna, sem ganga í gildi 1. janúar 1993. Félagsmálaráðuneytið mun fara með yfirstjórn bamaverndarmála og mun sérstök deild innan þess annast samræmingu og heildar- skipulag. Þessum nýju lögum ber að fagna því viðfangsefnið er sett mun skýr- ar fram og lögin gerð aðgengi- legri. En betur má ef duga skal. Tvennt er það sem ég vil gera at- hugasemdir við. í fyrsta lagi í sam- bandi við skipun í bamaverndar- Gyða Ölvisdóttir „Félagsmálaráðuneytið tekur nú við yfirstjórn barnaverndarnef nda um áramót. Von mín er sú að þar fari fram at- hugun á hvernig staðið hafi verið að málum undanfarið og byggð upp heilsteypt stefna sem mætti vera leiðandi fyrir þetta starf.“ nefndir og í öðru lagi er það sem lýtur að réttarfarsreglum og með- ferð mála og málsgagna. í II. kafla 6. gr. segir m.a. um kosningu og kjörgengi í barnaverndarnefndir: „Á vegum sveitarfélaga skulu starfa barnavemdarnefndir. Borg- arstjórn Reykjavíkur og bæjar- stjórnir í kaupstöðum kjósa barna- verndarnefndir.“ Einnig segir: „Heimilt er sveitarstjórn að fela héraðsnefnd eða stjórn byggðar- samlags kosningu barnaverndar- nefndar er nær yfir fleiri en eitt sveitarfélag eða semja um svæðis- bundið samstarf með öðrum hætti en að framan greinir. Heimilt er sveitarstjórn að fela félagsmála- ráði (félagsmálanefnd) störf barnaverndarnefndar.“ Þá segir í sömu grein: „Barnaverndarnefnd skal skipuð fimm mönnum og jafn- mörgum varamönnum. Barna- verndarnefnd skal skipuð bæði konum og körlum. Nefndarmenn skulu vera kunnir að grandvarLeik og bera gott. skyn á mál þau er barnaverndamefnd fjallar um. Leitast skal við að kjósa lögfræð- ing í barnavemdarnefnd þar sem slíkt er kostur og ennfremur fólk með sérþekkingu á málefnum barna.“ Nú er það svo að í stóru bæjarfé- lagi eins og t.d. Reykjavík eru ef til vill tengt hinum pólitísku listum íjöldi af hæfu fólki. Aftur á móti í minni sveitar- og bæjarfélögum em þeir oft fáir eða engir, sem hafa sérþekkingu í málefnum barna og ungmenna, og er því valið af handahófi til að uppfylla þær kröfur að bamaverndarnefnd sé starfandi. Fólk þetta gengur svo til starfa með litla sem enga þjálf- un eða tilsögn í mannlegum sam- skiptum og meðferð mála, utan þess sem það hefur aflað sér í sínu einkalífi eða í vinnu sinni, t.d. við afgreiðslustörf. Þegar mál kemur upp sem þarf VZterkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamiöill! að meðhöndla er þannig skipuð nefnd alls ekki í stakk búin til að taka á málum og mikið klúður og ringulreið á sér oft stað. Komið gæti til að nefndarfólk færi að ganga á milli heimila í nafni nefnd- arinnar með það í handraðanum að tölur um illa meðferð á börnum og kynferðisafbrot sýni að það eigi að vera prósentulega svo og svo mörg í heimili í þeirra umdæmi. Svona nefnd er oft notuð af miður góðhjörtuðu og andlega vanheilu fólki því hún er mitt í ringulreið- inni tilbúin að hlaupa eftir Gróu- sögum. Þagnarskyldan sem á að vera skv. lögum er jafnvel ekki virt. Fordómar ríkja og rökhyggju vant- ar og hindrár það að rétt sé að málum staðið. Það kallar síðan á að fá verður mismunandi sérfræði- þjónustu sem er mjög dýr fýrir viðkomandi sveitarfélag. Eg sem hjúkrunarfræðingur mundi ekki treysta mér til að hafa samstarf við slíka nefnd (sjá nýju lögin, IV. kafla, 13. gr.). Því miður geta einstaklingar í nefnd sem þessari skemmt mann- orð sitt og annarra. Sárast er þó að þeir geta skemmt og rýrt tiltrú barnaverndarnefndar. Þó það sé gert vegna vankunnáttu er skaðinn mikill. I XI. kafla, 59. grein, segir: „Það varðar sektum eða varðhaldi að koma visvítandi röngum eða villandi upplýsingum á framfæri við barnaverndarnefnd um atriði sem lög þessi taka til.“ En við sem land þetta byggjum vitum hve tor- sótt og erfið sú leið er. Til að koma í veg fýrir að þess- ir hlutir gerist legg ég til að bama- verndarnefndir, svo og félagsmála- ráð, séu ekki valdar af handahófi eftir pólitískum skoðunum, heldur vandað til valsins og að það séu einstaklingar sem eru vakandi yfír réttarstöðu fólks og með sérþekk- ingu á meðferð mannlegra mál- efna. Einnig eins og heimilt er í lögum að nefnd nái yfir fleiri en eitt sveitarfélag eða um svæðis- bundið samstarf sé að ræða. í þessum lögum er mjög lítið tekið á réttarfarsreglum og hvem- ig hafa skuli meðferð mála fyrir dómi ef til þess kemur. Einnig er ekkert talað um meðferð og geymslu málsgagna. Félagsmálaráðuneytið tekur nú við yfirstjórn barnaverndarnefnda um áramót. Von mín er sú að þar fari fram athugun á hvernig staðið hafí verið að málum undanfarið °g byggð upp heilsteypt stefna sem mætti vera leiðandi fyrir þetta starf. Þær nefndir sem tækju til starfa fái námskeið þar sem heild- arstefna væri sameinuð og ein- staklingar fengju góðar leiðbend- ingar. Við viljum líta til framtíðarinn- ar, vernda börnin okkar og byggja upp gott samfélag. Barnaverndar- starf er mjög viðkvæmt og stund- um getur skaðinn orðið meiri en ávinningurinn. Því ættu þeir sem vinna að barnavemdarmálum að hafa þá hæfni að samborgarar þeirra þurfí ekki að upplifa þá sem afskiptasama, tillitslausa og eyði- leggjandi, heldur fái tilfinningu fyrir velvilja, leiðbeiningu og hjálp- semi um úrbætur svo að mál þeirra megi verða leidd til lykta á farsæl- an og gæfuríkan hátt. Ég má til með að lokum að segja frá því hve ánægjulegt var að lesa frétt um nýstofnuð Landssamtök foreldrafélaga í skólum, þar sem markmiðið er m.a. að efla sam- starf heimila og skóla, koma sjón- armiðum foreldra á framfæri við yfirvöld og stuðla að bættum upp- eldis- og menntaskilyrðum bama og unglinga. Vil ég óska þessum samtökum gæfu og gengis þannig að þau megi vaxa og dafna því þau munu eflaust færa okkur ávinning í framtíðinni. I b i í í i Höfundur er hjúkrunnrfræðingvr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.