Morgunblaðið - 03.12.1992, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ KIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1992
Málamiðlun í samningum Islands og EB um sj ávarútvegsmál
Viðræður áskildar ef „ófyrir-
séðar aðstæður“ koma upp
„GAT MER
HAFA MISSÝNST
UM SOVÉTRÍKIN?"
MÁLAMIÐLUN sú, sem náðist í samningum íslands og Evrópubanda-
lagsins um samstarf í sjávarútvegsmálum síðastliðinn föstudag, felur
í sér að báðir aðilar gefa nokkuð eftir af ýtrustu kröfum sínum.
íslendingar höfðu krafizt þess að í samningnum væru ákvæði þess
efnis, að brygðist loðnuveiði við Grænland, yrði karfakvóti EB í ís-
lenzkri lögsögu skorinn niður. EB gerði hins vegar þá kröfu, að
útgefnar veiðiheimildir beggja aðila stæðu óbreyttar, hvað sem liði
aflabrögðum hins. Málið var leyst með því að áskilja viðræður milli
EB og Islands, komi „ófyrirséðar aðstæður" upp.
Krislinn E. Andrésson, 1971
Almenna bókafélagið boðar til mikilvægs fundar í
tilefni af útgáfu bókarinnar „Liðsmenn Moskvu -
samskipti íslenskra sósíalista við kommúnistaríkin"
eftir sagnfræðingana Áma Snævarr og Val Ingimundar-
son. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn
3. desember í Átthagasal Hótel Sögu
kl. 17:00-19:00.
Fundurinn er öllum opinn.
Dagskrá:
11. Ámi Snævarr, annar höfundur bókarinnar, ræðir
um vandann við að finna skjöl í skjalasöfnum erlendis,
hann greinir frá frekari upplýsingum sem er að vænta
um þetta efni og segir frá samtölum sínum við
persónur bókarinnar.
2. Bjöm Bjamason alþingismaður og Eysteinn
Þorvaldsson dósent segja álit sitt á upplýsingum í
bókinni og hvaða lærdóm megi draga af þeim.
3. Pallborðsumræður um bókina. Þátttakendur verða
þeir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra, Gísli
Gunnarsson dósent, ásamt frummælendum.
Fundarstjóri og stjómandi pallborðsumræðna er Jón
Hákon Magnússon.
Verið velkomin!
é>
ALMENNA BOKAFELAGIÐ HF
í samkomulagi íslands og EB frá
2. maí síðastliðnum, sem var í formi
erindaskipta, var kveðið á um að
skip EB fengju að veiða 3.000 tonn
af karfa í íslenzkri lögsögu, en ís-
lendingar fengju á móti 30.000 tonn
af loðnukvóta EB í grænlenzkri lög-
sögu. Gert er ráð fyrir að íslending-
ar veiði loðnuna á tímabilinu janúar
til apríl, en að EB fái að veiða karf-
ann á tímabilinu frá júlí til desem-
ber. íslendingar kröfðust þess í
samningaviðræðunum, sem í hönd
fóru síðastliðið sumar, að loðnuver-
tíðin yrði fyrsta viðmiðun varðandi
útgáfu veiðiheimilda. Næðu íslend-
ingar ekki öllum loðnukvóta sínum,
ættu veiðiheimildir EB að skerðast
í sama hlutfalli. Þessi krafa, „veiði
fyrir veiði“ var sett inn með það í
huga meðal annars, að loðnuveiði
brást alveg á vertíðinni 1982-1983.
Evrópubandalagið taldi þetta hins
vegar alveg nýja kröfu af hálfu
íslendinga. Bandalagið taldi að í
erindaskiptunum, sem fram fóru í
Oportó 2. maí, hefði eingöngu verið
rætt um gagnkvæmar veiðiheimild-
ir, og þar við skyldi sitja.
Samningaviðræðurnar strönduðu
í júlí síðastliðnum, en hófust~á ný
í haust. Málamiðlunin, sem náðst
hefur fram, er fólgin í eftirfarandi
málsgreinum í viðauka A við samn-
inginn: „Um öll mál er tengjast
framkvæmd þessa samkomulags —
þ.á m. ef ófyrirséðar aðstæður
koma upp — skulu aðilar hafa sam-
ráð sín á milli, ef annar hvor þeirra
óskar eftir því.
Ef svo ber undir að lækka verður
aflaheimild annars samningsaðil-
ans, vegna ófyrirsjáanlegra líf-
fræðilegra ástæðna, skulu samn-
ingsaðilar tafarlaust ræðast við í
Árið ’93 er skammt undan
<n
Nýiar spennandi innréttingar XÍd^ög^bato^Sngafi
Zi í ^StíÆe“Æeé1lta64«%afstetti.
sýmngarsal biða þvi nyr g , nnWVrar nýiar gerðir innrétt-
yinnig fram tii 15. desember bjótost no^ f$VCT|iista 1992.
m"a d sérstöku kynnrng^er^- tn^dSember.
Spariö og panbö nnna ^ etg. ý VCTÖ,
Notið tækifærið og eignist nyj
Visa og Euro raðgreiftslur.
ur Island
þeim tilgangi að koma aftur á jafn-
vægi.“
Samkvæmt skilningi utanríkis-
ráðuneytisins flokkast til dæmis
aflabrestur á loðnu undir „ófyrir-
séðar aðstæður". Hann leiðir þó
ekki til sjálfkrafa niðurskurðar á
veiðiheimildum Evrópubandalags-
ins, heldur yrðu að fara fram samn-
ingaviðræður um málið. Áskilið er
í samningnum að árlega skuli samn-
ingsaðilar hafa samráð um úthlut-
anir á veiðheimildum „með það í
huga að ná ásættanlegu jafnvægi
í samskiptum sínum á sviði fisk-
veiða.“
Samningurinn kveður á um fleira
en gagnkvæm skipti á veiðiheimild-
um. Evrópubandalagið viðurkennir
„grundvallarþýðingu sjávarútvegs
fyrir ísland, þar eð hann er undir-
stöðuatvinnuvegur landsins." Þá
eru í samningnum ákvæði um að
ísland og Evrópubandalagið skuli
hafa með sér samvinnu til að
tryggja vemdun og skynsamlega
nýtingu fiskistofna, sem ganga um
fiskveiðilögsögur þeirra beggja og
aðliggjandi svæði.
ÓÞS
Mögnleikhúsið og
Þórarinn Eldjárn
JÓLDAGSKRÁ fyrir börn verður laugardaginn 5. desember í menn-
ingarmiðstöðinni Gerðubergi. Þá mun Möguleikhúsið sýna einþátt-
unginn Smiður jólasveinsins og Þórarinn Eldjárn les upp. Dagskrá
þessi verður endurtekin laugardaginn 12. nóvember.
Leikritið Smiður jólasveinsins
fjallar um Völund, gamla smiðinn
sem smíðar öll leikföngin fyrir jóla-
sveinana. Völundur situr einn í kof-
anum sínum, jólasveinarnir eru allir
famir til byggða og hann hefur
engan til að halda jólin með. Þá ber
að garði tröllabörnin Þusu og Þrasa.
Þau eru reyndar óvenju lítil og góð-
leg af tröllum að vera en þurfa sí-
fellt að vera að rífast. Þusa og Þrasi
hafa ekki hugmynd um að það eru
að koma jól. Völundur fer að segja
þeim frá jólunum og í sama mund
kemur jólakötturinn í heimsókn.
Hann er ekki lengur grimmur og
vondur heldur orðinn mesta sak-
leysisgrey. Völundur segir þessum
óvæntu gestum frá boðskap jólanna
og saman leika þau sína útgáfu af
jólaguðspjallinu og dansa í kringum
jólatré.
Fjórir leikarar taka þátt í þessari
uppsetningu, þau Alda Arnardóttir,
Bjami Ingvarsson, Pétur Eggerz
og Stefán Sturla Siguijónsson.
Á undan sýningu Möguleikhúss-
ins mun Þórarinn Eldjárn lesa
óbirta jólasögu sína og úr ljóðabók-
um þeim sem hann hefur samið
fyrir böm.
(Fréttatilkynning)
Þeir Magnús Gunnarsson framkvæmdastjóri SÍF og Dagbjartur Ein-
arssson stjórnarformaður ásamt Þorsteini Pálssyni sjávarútvegsráð-
herra á kynningunni.
AB og SÍF gefa út matreiðslubók um saltfisk
Þakka útgefanda
vel unnið verk
- segir Magnús Gunnarsson framkvæmdastjóri
sem vonandi á eftir að auðga
matarmenningu íslendinga,"
ALMENNA bókafélagið og Sölu-
samband íslenskra fiskframleið-
enda hafa gefið út bókina „Suð-
rænir saltfiskréttir" eftir Jordi
Busquets. Á kynningu bókarinn-
ar sagði Magnús Gunnarsson
framkvæmdastjóri SÍF að þeir
hefðu orðið varir við að Islend-
ingar hefðu saknað þess að geta
ekki gengið að saltfiskréttum
eins og þeir tíðkast í Miðjarðar-
hafslöndunum. „Og ég vil þakka
útgefenda fyrir vel unnið verk
sagði Magnús.
Bókin inniheldur uppskriftir að
um 60 forréttum, aðalréttum og
eftirréttum sem sýndir em með
myndum og stutt sögulegt yfírlit
yfir saltfískiðnaðinn á Íslandi. Þýð-
andi bókarinnar er Sigríður S.
Stephensen en aðstoð veittur mat-
reiðslumeistaramir Úlfar Eysteins-
son og Rúnar Marvinsson.