Morgunblaðið - 03.12.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.12.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBBR 1992 23 Forystugrein Vísbendingar um efnahagsráðstafanir Aðgerðirnar draga úr líkum á kaupmáttaraukningu á næstunni Efnahagsráðstafanir ríkis- stjórnarinnar eru gagnrýndar í forystugrein nýjasta heftis Vís- bendingar, vikurits um viðskipti og efnahagsmál. Þar segir að umdeilt sé hvort aðgerða hafi verið þörf og sú skoðun látin i ljós að ráðstafanirnar dragi úr líkum á kaupmáttaraukningu. á næstunni. Þá er hlutverk Þróun- arsjóðs sjávarútvegsins gagnrýnt og ríkisvaldið þar sagt vera í hlut- verki Hróa hattar. Ritstjóri Vís- bendingar er Sigurður Jóhannes- son. í forystugrein Vísbendingar segir að búast megi við því að verðbólga vaxi á næstu mánuðum vegna geng- isfellingarinnar. „Raunar er erfitt að gera sér fulla grein fyrir áhrifum gengisfellingarinnar á verðlag. Verið getur að sumir noti tækifærið og hækki verð meira en samsvarar henni. Á hinn bóginn má búast við að kaupmenn snúi innkaupum sínum nú til Bretlands og annarra landa þar sem gengi hefur fallið," segir í Vísbendingu. „Verst er að nú hefur verið gefið fordæmi, gengisfellingar- leiðin er enn til og enginn veit hve- nær gengið fellur næst. í greinar- gerð með ráðstöfunum ríkisstjórnar- innar segir að gengisvog verði óbreytt, en hliðsjón verði höfð af útflutningsvog við daglega ákvörðun gengis. Þetta má skilja þannig að notuð verði sú vog sem gefur lægra gengi. Ný gengisfelling á næsta ári myndi ekki koma jafnmikið á óvart og þessi. Fast gengi hefur verið helzta forsenda stöðugleikans und- anfarin ár og öll áætlanagerð verður erfiðari þegar þessi kjölfesta er horf- in.“ Kauphækkunum eytt með gengisfellingum í greininni segir að skattar á fyrir- tæki séu lægri hér á landi en víðast hvar í nágrannalöndunum og ekki þörf á að lækka þá af þeim sökum. Þá sé launakostnaður fyrirtækja mun lægri hér en á Norðurlöndum. Meðaltímakaup í iðnaði hafi verið 40-60% lægra hér á landi en annars staðar á Norðurlöndum. „Kaupmátt- ur tímakaups Alþýðusambandsfólks hefur ekki vaxið frá 1980. Skýringin gæti legið í því að kauphækkunum hér á landi hefur oftast verið eytt jafnóðum rneð gengisfellingum. Þess vegna hefur ekki verið næg ástæða til þess að hagræða í rekstri fyrir- tækja,“ segir í Vísbendingu. Ríkisvaldið í hlutverki Hróa hattar Greinarhöfundur segir að fyrir- KK-band á Púlsinum KK-BAND verður með tónleika á Púlsinum í tilefni útkomu nýs geisladisks „Bein leið“, í kvöld, fimmtudaginn 3. desember, og föstdaginn 4. desember. Tónleikarnir í kvöld verða í beinni itsendingu á Bylgjunni kl. 22-24 tónlistarþættinum Islenskt í önd- 'egi - Púlsinn á Bylgjunni í boði Liðveislu - Námsmannaþjónustu sparisjóðanna. Hljómsveitina KK Band skipa: Þorleifur Guðjónsson, Kormákur Geirharðsson og Kristján Kristjáns- son. 3M Slípivörup tækjum í sjávarútvegi hafi löngum verið innrætt að þau beri ekki fulla ábyrgð á rekstrinum, og með Þróun- arsjóði sjávarútvegsins sé ýtt undir það hugarfar. „Sum fyrirtæki í greininni hafa verið vel rekin, en nú er gert ráð fyrir að þau leggi sitt af mörkum til þess að borga mistök hinna. Gjöld á fiskiskip og húseignir renna til Þróunarsjóðs, en hann kaupir eignir útgerðar og fiskvinnslu úr rekstri. Ríkisvaldið er í hlutverki Hróa hattar og tekur fé frá vel rekn- um útgerðarfyrirtækjum eins og Útgerðarfélagi Akureyringa og Granda og færir hinum, sem hafa lagt í rangar íjárfestingar. Enn fremur virðist bönkum og lánasjóð- um, sem hafa lánað til þessara fjár- festinga, nú vera borgið." Höfundur forystugreinarinnar tel- ur að sú leið, sem fara eigi' með Þróunarsjóði verði torveld í fram- kvæmd. „Með því að kaupa eignir úr rekstri fær opinber nefnd það hlutverk að ákveða hvar sjávarút- vegur leggst af. Erfitt er að ímynda sér að pólitísk eining geti orðið um slíkt starf. Eflaust verður spurt: Er rétt að kaupa frystihús úr rekstri, þannig að eigendur þeirra geti stofn- að ný fyrirtæki annars staða, án þess að „úrelda" um leið íbúðarhús sjávarþorpanna með opinberum framlögum? Umdeilt hvort aðgerða var þörf Lokaorð forystugreinar Vísbend- ingar eru svohljóðandi: „Raunar er umdeilt hvort nokkurra aðgerða var þörf. Horfur voru til dæmis á að atvinnuleysi yrði áfram mun minna en i nágrannalöndum. í þessu sam- bandi er við hæfí að rifja upp orð Þorvalds Gylfasonar prófessors hér í blaðinu 31. október: „En jafnvel þótt hjöðnun verðbólgu í skjóli stöð- ugs gengis geti kostað stóraukið atvinnuleysi árum saman, öndvert því, sem margir áttu vonaá, virðist reynslan engu að síður benda til þess, að minni verðbólga sé forsenda aukins hagvaxtar, þegar frá líður.“ Hér að framan var á það bent að kaupmáttur tímakaups hefur ekki vaxið síðan 1980. Hinar nýju aðgerð- ir stjórnvalda draga úr líkum á því að hann komist úr því fari á næst- unni.“ -í' ÍmmÍí ém 4 /nísmunaiuh /tj/daj^: HVUNNDAGS <' i í / H E L G A R yurn <y S P A R I /f/Ái/l <s 1 S Æ L U '/ít/u/l <y INNIFALIÐ f LYKLUM: Gisting, morgunverður af hlaðborði og þríréttaður veislukvöldverður, auk aðgangs að öllum þægindum hótelsins svo sem jarðgufubaði, útisundlaug, heitum pottum, þrekæfingasal, tennisvelli, níu holu golfvelli o.fl. Einnig stendur til boða ýmis sérþjónusta, svo sem snyrti- og hárgreiðslustofa, nuddstofa, hestaleiga, bílaleiga, stangveiði og margt fleira. GjafalyklarnÍr eru til sölu í Jólagjafahúsi okkar í KrÍnglunnÍ eða í síma 98-34700 og þú færð lykilinn sendan heim. Sendum í póstkröfu • VISA-EURO raðgreiðslur. /fj/afali/Álarnir- (jjií/ay a/ii áriJ HÓTEL ÖRK HVERAGERÐI - SlMI: 98-34700 - FAX: 98-34775 Paradu -rétt handan við hœdina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.