Morgunblaðið - 03.12.1992, Side 27
RAICHLE - SKÓR
VERÐÁÐUR 2Í .700,-
VERÐ NÚ 13.900,-
GÆÐA SPORTFATNAÐUR
OG MARGT FLEIRA
MEÐ ALLT AÐ 80%
AFSLÆTTI
GAP
G.Á.PÉTURSSON HF.
NÚTlÐINNI, FAXAFENI 14
SÍMl 68 55 80
ÞRÍHJÓL
VERÐ FRÁ 3.500,-
MONGOOSE
VERÐ FRÁ 19.900,-
STIGA - SLEÐAR
VERÐ FRÁ 4.900,-
KONSTANTÍN Mitsotakis, for-
sætisráðherra Grikklands, vék
öllum ráðherrum sínum frá í
gær og kvaðst ætla að mynda
nýja stjórn innan sólarhrings.
Hann vill hafa fijálsar hendur
við uppstokkunina eftir lang-
varandi deilur innan stjórnar-
innar um stefnu hans í efna-
hags- og utanríkismálum.
Sprengjutil-
ræði afstýrt
BRESKA lögreglan kom í veg
fyrir mikla eyðileggingu í mið-
borg Lundúna í gær þegar hún
gerði öfluga sprengju óvirka í
bíl við fjölfarna götu. Liðsmenn
írska lýðveldishersins (IRA)
komu sprengjunni fyrir og talið
er að samtökin hyggist herða
hryðjuverkastarfsemi sína í
borginni fyrir jól.
Franskir
hægrimenn í
sókn
FRANSKIR hægri- og mið-
flokkar ynnu stórsigur ef geng-
ið væri til kosninga nú, ef
marka má skoðanakönnun sem
tímaritið Paris-Match birti í
gær. Flokkarnir fengju alls 418
þingsæti af 555, en hafa nú
aðeins 259. Sósíalistaflokkur-
inn fengi aðeins 115 þingsæti,
hefur 270. Þingkosningar verða
í Frakklandi í mars.
Li Peng í
Víetnam
LI Peng, forsætisráðherra
Kína, sagði í gær eftir þriggja
daga viðræður við víetnömsk
stjórnvöld í Hanoi að Kínverjar
vildu auka áhrif sín í Austur-
löndum fjær og að bætt sam-
skipti þeirra við Víetnama
myndu stuðla að stöðugleika í
þessum heimshluta. Hann und-
irritaði ennfremur samninga
um efnahags, tækni-, vísinda-
og menningarsamvinnu ríkj-
anna.
en sönn sagal
...prakkarastrik...fyrsta kynlífsfræðslan...pabbi handtekinn
á striðsárunum...pabbabílarnir klessukeyrðir...
fyrstu ástarskotin...sungið með KK-sextett...sungið með Hljómsveit Svavars Gests...
merkilegur miðilsfundur...
kýldur gegnum rúðu í Noregi...sögur úr leigubílastarfi...
þegar Raggi Bjarna varð landeigandi í Ameríku...
gamansögur frá Sumargleðiárunum...þegar Raggi Bjarna
upprætti þjófahring á SpánL.glímt við áfengisvanda...
partí með blómahippum í New York...kynni af
milljónamæringum...eltur af
glæpamönnum í Bandaríkjunum...
Lifssaga Ragga Bjarna - bókin sem allir eru að tala um!
------------------------------1/ESKANf-------------------------------
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1992
Reuter
Njósnahnetti komið
á braut umjörðu
Áhöfn geimfeijunnar Discovery gengur glaðbeitt til feijunnar rétt
fyrir geimskot frá Canaveralhöfða á Flórída í gær. Geimskotið tafðist
um 85 mínútur vegna ísingar á eldsneytistanki feijunnar. Ekki var
skýrt frá því hversu lengi feijan verður í geimnum en auk vísindatil-
rauna áttu geimfararnir að koma njósnahnetti á braut um jörðu fyrir
bandaríska varnarmálaráðuneytið. Með honum er ætlunin að fylgjast
með herflutningum í austanverðri Evrópu. Með geimskoti Discovery
hafa bandarískar geimfeijur farið átta sinnum út í geiminn á þessu
ári en flestar hafa þær orðið níu á einu ári en það gerðist árið 1985.
Var þetta jafnframt 52. ferð bandarískrar geimfeiju frá upphafi.
Seðlabankar verja
veika gjaldmiðla
Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgnnblaðsins.
SEÐLABANKAR Þýskalands, Frakklands, Hollands og Danmerkur
neyddust í gær til að kaupa franska franka og danskar krónur til
að koma í veg fyrir að gengi þeirra lækkaði. Framkvæmdastjórn
Evrópubandalagsins gerir ekki ráð fyrir verulegum efnahagsbata
í aðildarríkjunum á næsta ári.
Uppstokk-
un í grísku
stjórninni
ERLENT
Talsverður órói var á gjaldeyris-
mörkuðum eftir ummæli Helmuts
Schlesingers, forseta þýska seðla-
bankans, þess efnis að ótakmörk-
uð íhlutun seðlabanka sterku
gjaldmiðlanna til að veija þá veik-
ari stuðlaði ekki að stöðugleika í
gengismálum. „Þýski séðlabank-
inn er auðvitað skulbundinn til að
skerast í leikinn samkvæmt regl-
um ERM [Gengissamstarfs Evr-
ópu] en á mörkuðunum hafa menn
á tilfinningunni að hann geri það
aðeins með hangandi hendi,“ sagði
David Cocker, hagfræðingur
Chemical Bank í Lundúnum.
Spákaupmenn túlkuðu ummæli
Schlesingers þannig að nú væri
rétti tíminn til að gera atlögu að
veikustu gjaldmiðlunum því seðla-
bankamir myndu ekki skerast í
leikinn. Gengi franska frankans
lækkaði og nálgaðist neðri mörk
gengisviðmiðunar ERM en hækk-
aði aftur eftir íhlutun seðlabank-
anna. Hún varð einnig til þess að
gengi dollars hækkaði nokkuð.
Danski seðlabankinn þurfti
einnig að kaupa danskar krónur
til að veija hana en þrýstingurinn
á írska pundið minnkaði sem gerði
írska seðlabankanum kleift að
hækka skammtímavexti sína all-
nokkuð.
í efnahagsspá framkvæmda-
stjórnar Evrópubandalagsins fyrir
árið 1993, sem birt var í Brussel
í gær, er gert ráð fyrir að hagvöxt-
ur í aðildarríkjunum verði á bilinu
1,1-1,5%. Samkvæmt endurskoð-
aðri spá fyrir yfirstandandi ár
verður hagvöxturinn 1,1%. Fram-
kvæmdastjórnin gerir ráð fyrir
vaxandi halla á fjárlögum aðildar-
ríkjanna og auknu atvinnuleysi.
Hún telur þó að útlitið til lengri
tíma litið sé öllu bjartara og reikn-
ar með 3% hagvexti innan banda-
lagsins eftir næsta ár.
■ PHNOM PENH - Samn-
ingaumleitanir við Rauðu khmer-
ana í Kambódíu um að þeir sleppi
sex friðargæsluliðum Sameinuðu
þjóðanna (SÞ), sem þeir tóku í
gíslingu í fyrradag, hafa reynst
. árangurslausar. Gæsluliðarnir
voru teknir höndum í héraðinu
Kompong Thom síðdegis í fyrra-
dag að staðartíma og voru sakað-
ir um njósnir í þágu stjórnarinnar
í höfuðborginni Phnom Penh. Ör-
yggisráð SÞ samþykkti daginn
áður viðskiptaþvinganir gegn
Rauðu khmerunum fyrir að þver-
skallast við kröfum um að þeir
virði alþjóðlegt friðarsamkomulag
sem allir deiluaðilar í Kambódíu
samþykktu í fyrra.