Morgunblaðið - 03.12.1992, Page 29
28
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1992
MORGeNgMÉÖÉr'-MMMT0DAGURrK.t'ÖE9SMBBR4'§9l2l(>M
á'ialepab 239 Sf
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 110 kr. eintakið.
Valkostir í heilbrigð-
iskerfinu
Heilbrigðisþjónustan er einhver
mikilvægasti og viðkvæmasti
málaflokkur nútíma þjóðfélags.
Borgaramir eiga kröfu á fullkomn-
ustu og beztu þjónustu, sem heil-
brigðisstéttir geta veitt og tækni-
framfarir læknavísindanna bjóða
upp á. í vestrænum velferðarþjóð-
félögum hafa stórstígar framfarir
á þessu sviði leitt til hækkandi
meðalaldurs og því aukinnar þarfar
á þjónustu. Eðli málsins samkvæmt
aukast kröfurnar til heilbrigðis-
þjónustunnar því meiri árangri sem
hún skilar. Vandamálið er hins
vegar það, að útgjöld til heilbrigðis-
mála fara sívaxandi og biðraðir
þeirra, sem þurfa á þjónustunni að
halda, lengjast sífellt. í löndum rík-
isrekinnar heilbrigðisþjónustu hef-
ur því verið leitað nýrra leiða til
að draga úr kostnaði og fullnægja
þjónustuþörfmni um leið.
í Morgunblaðinu sl. sunnudag
var sagt frá starfsemi einkaspítala
í Ebeltoft á Norður-Jótlandi, sem
stofnaður var árið 1989. Miklar
deilur urðu í Danmörku vegna
stofnunar spítalans og voru þá um
tveir þriðju þjóðarinnar andvígir
einkaspítölum, en þriðjungur fylgj-
andi. Þetta hlutfall hefur snúizt við
vegna reynzlunnar, sem rfengizt
hefur af starfseminni í Ebeltoft.
Andstaðan gegn einkaspítalanum
byggðist fyrst og fremst á vanga-
veltum um, hvort verið væri að
innleiða í Danmörku kerfí, þar sem
aðeins þeir ríku fengju beztu heil-
brigðisþjónustu, en þeir fátæku lé-
lega. Þessi sama afstaða hefur
ætíð komið fram í umræðunni hér
á landi, þegar rætt hefur verið um
einkavæðingu í heilbrigðiskerfmu.
Reynsla Dana hefur afsannað
þessa kenningu, því allir, sem það
vilja, geta notið þjónustu sjúkra-
hússins í Ebeltoft og keypt sér
tryggingar til að rísa undir kostn-
aðinum.
Eitt af markmiðum einkaspítal-
ans danska er að koma til móts
við þarfir sjúklinganna á þeirra eig-
in forsendum, en ekki starfsfólks-
ins, og veita þeim nýjan valkost.
Framkvæmdastjóri spítalans, sem
áður stjómaði 5 þúsund manna
starfsliði sjúkrahúss í ríkisrekna
kerfínu, segir m.a. í viðtali við
Morgunblaðið:
„Spítalanum er að vissu leyti
stefnt gegn einokun, sem hefur ríkt
í dönskum heilbrigðismálum, hann
er ögrun við hana og því fylgja
átök. Þeir, sem halda um stjómar-
taumana innan einokunarkerfisins,
taka því ekki þegjandi og hljóða-
laust að missa bæði völd og fé.
Margir af hörðustu andstæðingum
spítalans, t.d. í hópi lækna, eru
þeir, sem hafa mest upp úr einok-
uninni. Spítalinn er merki um þjóð-
félagshræringar, sem ganga í þá
átt, að fólk láti ekki skammta sér
hlutina og vilji líka bera ábyrgð á
heilsu sinni... Spítalinn er afsprengi
þessara hræringa en ekki orsök
þeirra.“
f viðtalinu kemur fram, að í
Finnlandi er 3% heilbrigðisþjón-
ustunnar í einkarekstri, 1% í Sví-
þjóð en aðeins 'h% í Danmörku.
Framkvæmdastjórinn segir, að op-
inbera kerfið sé gott af því, að fólk-
ið, sem þar vinnur, sé yfírleitt vel
menntað og hæft, en hins vegar
sé kerfið, sjálft skipulagið, slæmt.
Kerfíð sé dragbíturinn og íjár-
magnið, sem fari í reksturinn, nýt-
ist illa. Viðkvæðið sé, að allt sé
ókeypis og því fari lítið fyrir kostn-
aðarvitund starfsfólks. En hver
króna verði aðeins notuð einu sinni
og því þurfí að nota peningana í
forgangsröð. Yfirlæknir spítalans
tekur undir sjónarmið fram-
kvæmdastjórans og hann segir, að
opinbera kerfíð sé mótað á forsend-
um stéttarfélaga og starfsfólks en
í Ebeltoft sé allt miðað við sjúkling-
inn og það geri áherzlumar aðrar.
Margir læknar hafí í fyrstu verið
andvígir einkaspítaianum, því
læknishjálp eigi að vera ókeypis,
en nú sé þessi afstaða að breytast
og margir læknar vísi nú sjúkling-
um til þeirra. A þessu ári er gert
ráð fyrir að sjúklingarnir verði allt
að 12 þúsund.
Yfirlæknir spítalans telur skyn-
samlegt, að fólk geti valið um,
hvernig það leitar lækninga. Það
sé jafnframt gott fyrir opinbera
heilbigðiskerfið að hafa saman-
burð, sem veiti heilbrigða sam-
keppni, auk þess sem einkaspítal-
inn létti líka á því. Sjúklingarnir,
sem leita til einkaspítalans, hafa
ýmsar leiðir til að rísa undir kostn-
aði þjónustunnar. Um það segir
framkvæmdastjórinn m.a.:
„Sjúklingar hér fjármagna dvöl-
ina á margvíslegan hátt. Augljós-
lega hefur það mikið að segja, að
dönsk tryggingafélög bjóða upp á
tryggingar, sem gerir fólki kleift
að nýta sér þjónustu okkar og
margir notfæra sér þær. Bankar
veita líka lán tii aðgerða hér, rétt
eins og aðrar fjárfestingar. Aðrir
nota sparifé, sleppa sumarfríinu
eða eitthvað í þessa átt.“
íslendingar stríða við svipuð
vandamál í heilbrigðisþjónustu
sinni og Danir. Kostnaðurinn vex
hröðum skrefum og biðlistar lengj-
ast. Það er óþolandi, að sjúklingar
verði að bíða í 1-2 ár eftir tilteknum
aðgerðum með tilheyrandi þjáning-
um og óhagræði. Rökin, sem tals-
menn einkaspítalans í Ebeltoft,
hafa fram að færa fyrir einkavæð-
ingu innan heilbrigðisþjónustunnar
eiga fullt eins við hér á landi. Að
sönnu höfum við ekki ráð á fleiri
hátækni- og kennsluspítölum, en
allt mælir með því, að einhvers
konar valkostur verði byggður upp
í heilbrigðisþjónustunni. Fólk á að
hafa valkost um heilbrigðisþjón-
ustu og ráða því sjálft, hvort það
ver sparifé sínu til að greiða fyrir
þjónustuna eða kaupir sér trygg-
ingu í því skyni. Engin frambærileg
rök mæla gegn því. Þetta breytir
engu um það, að allir hafí sama
rétt til beztu þjónustu opinberra
sjúkrastofnana, ef fólk kýs það
heldur.
KRISTJÁN JÓHANNSSON
SLÆR í GEGN í CHICAGO
„Klingjandi silfurtrompethljómur raddar hans er hrífandi,“
segir Danny Newman, blaðafulltrúi The Lyric Opera of Chicago
eftir Agnesi Bragadóttur
„FRAMMISTÖÐU Jóhannssonar verður ekki lýst með neinum öðrum orð-
um, en að um hreinan listasigur hafi verið að ræða. Hann vann hér sögu-
legan sigur. Þakið ætlaði af húsinu, slík voru fagnaðarlætin. Kristján
Jóhannsson, hetjutenór, með rödd sem jafnframt býr yfir Iýrískum sæt-
leika, þegar það á við, hefur sungið sig inn í hjörtu Chicagobúa og raun-
ar allra óperuunnenda,“ sagði Danny Newman, blaðafulltrúi The Lyric
Opera í Chicago, í viðtali við Morgunblaðið, um þær geysilega góðu við-
tökur sem Kristján Jóhannsson fékk á frumsýningu Grímudansleiks eftir
Verdi síðastliðið laugardagskvöld. Newman á vart nógu stór orð til þess
að lýsa leik og söng Kristjáns, í hlutverki Gústafs III. í áðurnefndri óperu,
og hann hikar ekki við að skipa Kristjáni á bekk með fremstu tenórsöngv-
urum þessarar aldar, en hann hefur starfað við Lyric Opera frá stofnun
hennar eða í 38 ár. „Hinn klingjandi silfurtromethljómur raddar hans
er hrífandi,“ segir Newman.
„Velgengni Kristjáns Jóhannssonar er
með ólíkindum. í síðustu tvö skiptin sem
Grímudansleikur var settur upp hér í
Chicago, söng Luciano Pavarotti Gustaf III.
Móttökur þær sem Kristján hefur fengið
hafa verið jafngóðar og jafnvel betri en þær
sem Pavarotti fékk, sem segir sína sögu
um frammistöðu Kristjáns,“ segir Newman.
Newman segir að óperuunnendur í
Chicago hafí beðið þess að nýr tenór slægi
í gegn þar í borg, og þeim hafí orðið að
ósk sinni. Segja megi að stjama Kristjáns
hafí fyrst risið í Chicago, 1989 þegar hann
söng í Tosca í Lyric Opera. Á síðasta ári
hafí stjama Kristjáns færst enn ofar á
stjömuhimninum þegar hann söng Fást í
Mefistofelesi, en með frammistöðu Kristjáns
í frumsýningunni síðastliðið laugardags-
kvöld hafí hún risið hæst. „Nú má segja
að Kristján sé á hátindi frægðar sinnar og
velgengni," segir Newman, „því fólkið hefur
algjörlega heillast af honum. Þú verður að
athuga að The Lyric Opera hér í Chicago
tekur 3.600 manns í sæti og getur rétt
ímyndað þér, hvemig það er, þegar rödd
Kristjáns klingir um allt húsið og segja má
að maður nánast fínni þegar hún endurvarp-
ast af veggjum efstu svala. Það er bókstaf-
lega stórkostleg tilfínning. Á sama tíma og
þetta gerist, ræður Kristján yfír þeim fá-
gæta eiginleika að geta fyllt rödd sína ljóð-
rænum sætleika, þannig að þessi raddsam-
setning einnar og sömu raddarinnar; óum-
ræðilegur styrkur og drama annars vegar
og hins vegar þessi ljóðræni, hárfíni sæt-
leiki, gera Kristján afar óvenjulegan tenór-
söngvara, að ekki sé meira sagt.“
Newman kveðst vera nokkuð dómbær á
frammistöðu Kristjáns, eftir 38 ára starfs-
feril hjá Lyric Opera, en hann er elsti starfs-
maður óperunnar, hefur unnið við hana frá
stofnun hennar. „Hér hafa sungið ekki minni
söngvarar en Giuseppe di Stefano, Jussi
Björling, Richard Tucker, Franco Corelli,
Placido Domingo og Luciano Pavarotti, svo
einhveijir séu nefndir. Ég er þess fullviss,
að Kristján getur með fullri reisn talið sjálf-
an sig í hópi þeirra manna sem ég taldi hér
áðan. Allt annað væri óþarfa lítillæti af
hans hálfu,“ segir Newman.
Aðspurður um hvaða þýðingu hann telji
að leik- og söngsigur Kristjáns í Chicago
komi til með að hafa á starfsframa hans,
segir Newman: „Hann á þegar glæstan fer-
il að baki og enn glæstari framundan. Það
þarf ekki annað en líta til þeirra óperuhúsa
sem sækjast eftir starfskröftum hans. Þrátt
fyrir það, er þessi sigur hans hér í Chicago
mjög þýðingarmikill fyrir hann, því þegar
rætt er um óperuheiminn á heimsmæli-
kvarða, þá samanstendur hann af ótrúlega
fáum óperuhúsum. Þau eru The Lyric Opera
of Chicago, The Metropolitan í New York,
The San Fransisco Opera, Vínar-óperan,
La Scala í Mílanó og Óperan í Covent Gard-
en. Nú þegar eru þessi hús farin að sækjast
í ríkum mæli eftir kröftum Kristjáns en
þessi sigur hans á enn eftir að auka eftir-
spum þessara þýðingarmestu óperuhúsa
heimsins. Á því leikur enginn vafí,“ segir
Newman, „þannig að minni húsin munu
ekki eiga þess kost að fá Kristján til þess
að syngja hjá sér, nema kannski í einhveij-
um undantekningatilvikum."
Þessi uppfærsla á Grímudansleik Verdis
er eftir Sonju Frisell og er hún heimsþekkt
uppfærsla sem farið hefur um allan heim.
Luciano Pavorotti söng hlutverk Gustafs
III. í sömu uppfærslu Lýric Opera í Chicago
árið 1986 óg þótti takast frábærlega vel
upp. Því er það að vonum að það gleðji hjörtu
íslendinga, þegar hetjutenór þeirra, Kristján
Jóhannsson, fær þá umsögn í virtum dag-
blöðum eins og Chicago Tribune og Chicago
Sun, að þessi uppfærsla, með honum í hlut-
verki Gustafs III. taki jafnvel þeirri með
Pavarotti fram.
Kristján var afar glaður, þegar blaðamað-
ur ræddi við hann - lék raunar á alls oddi.
Hann kvaðst líta á þennan viðburð á lista-
ferli sínum, sem viss tímamót, því allar
móttökur hefðu verið á einn veg - geysilega
jákvæðar, hvort sem um gagnrýnendur eða
áhorfendur væri að ræða. „Það var ekki að
sökum að spyija. Um leið og viðtökumar
hér í Chocago urðu kunnar, þá barst mér
þegar í stað boð frá Metropolitan í New
York, um að syngja hlutverk Gustafs þar
árið 1995. Ég hugsa að ég taki þessu boði
Metropolitan, það er að segja ef ég kem
því inn í prógrammið hjá mér árið 1995,“
sagði Kristján. Hann kvaðst ekki síst gleðj-
ast yfír umsögn fjölmiðlanna, þar sem
Grímudansleikur hefði jafnan verið talinn
vera ein aðalskrautfjöðurin á glæstum ferli
Pavarottis.
- Nú færð þú slíka umsögn, bæði rödd
þín og leikur, þar sem því er lýst að leik-
og sönggleði þín hafí verið með slíkum
ljóma, þegar rödd þín bókstaflega skók ijáf-
ur óperuhússins, að maður getur ekki annað
en spurt, er hægt að fá betri viðtökur en
þú fékkst þetta frumsýningarkvöld?
„Ja, ég veit það nú ekki. Ég naut þéssar-
ar sýningar alveg í botn, það er alveg rétt.
Þegar ég nýt þess að vera á sviðinu, þá líð-
ur mér hvergi betur. Á hinn bóginn er því
ekki að leyna, að ég hefði gjarnan kosið
að umsögnin um mig hefði einnig tekið til
þess þegar ég er ekki að syngja af fullum
styrk og með miklu drama, heldur þegar
ég syng veikt og af hálfum styrk, sem ég
hef ræktað af alúð undanfarna mánuði,
enda er margbreytileikinn, hvað varðar mis-
munandi raddstyrk, drama og Iyrík það sem
er einmitt svo heillandi við þetta hlutverk.
Kröfurnar til tenórsöngvarans í Grímudans-
leik eru svo fjölbreytilegar og margslungn-
ar. Veiki söngurinn hjá mér í fyrsta þættin-
um, er í mínum huga og raunar margra sem
ég hef rætt við, stór hluti af velgengni minni
í þessu verki, og ég þakka það meðal ann-
ars því að ég söng sem lyrískur tenór í
mörg ár, áður en ég fór út í drama,“ segir
Kristján.
- Synir þínir tveir, þeir Víkingur (þriggja
Kristján sem Gústaf III
Kristján Jóhannsson í gerfi Gustafs III í Grímudansleik Verdis, sem
settur var upp í Þjóðleikhúsinu árið 1985, en þar var hann í sama
hlutverki og hann hefur nú slegið í gegn fyrir að syngja á fjölum
The Lyric Opera of Chicago.
ára) og Sverrir (fímm ára) koma fram í
þessari sýningu. Hvernig stóð á því að þeir
fengu hlutverk og hvemig líkar guttunum
að vera á fjölunum með pabba?
„Við gerðum það hér, eins og við gerðum
í Þjóðleikhúsinu árið 1985, þegar Grímu-
dansleikur var settur upp þar, að leggja
áherslu á hinn norræna þátt þessa verks,
eins og raunar var gert í upprunalegri gerð
Verdis. Gustaf IH. er Svíakonungur í þess-
ari uppfærslu, en ekki „governator^ eða rík-
isstjóri eins og í uppfærslunni, þegar henni
var breytt af Verdi, vegna pólitísks þrýst-
ings. Jóna, konan mín er náttúrlega alltaf
í leikhúsinu og fylgist m_eð þessu öllu, þegar
æfíngar standa yfir. Á einni æfíngunni,
þegar við vorum uppi á sviði að æfa, þá
kom hún með báða strákana í leikhúsið,
svona til þess að líta á æfinguna hjá okkur.
í fyrsta þættinum, þegar Gustaf er í dular-
gerfi fískimannsins, að fá spákonuna til
þess að segja sér hver framtíð hans verði,
þá er konungur umkringdur almúganum.
Þar á meðal voru tveir amerískir strákar
og annar þeirra hljóp í fangið á mér, þegar
fólkið uppgötvaði að þarna var konungur
þess á ferð. Fólkið hyllir konung sinn og
þeirra á meðal þessir tveir strákar. Annar
þeirra var stór og feitur strákur og ég þurfti
að rembast eins og ijúpan við staurinn,
þegar hann hljóp í fangið á mér,“ segir
Kristján og skellihlær við þessa upprifjun.
„Þegar leikstjórinn sá strákana mína, þá
var bara ákveðið á staðnum að þeir tækju
þátt í þessu. í fyrstu átti sá yngri, Víkingur
að koma einn upp á svið, en hann harðneit-
aði að koma nema í fýlgd stóra bróður,
Sverris. Það var svo orðið heldur betur
skondið, þegar barnapían okkar, Sif Bac-
hmann var einnig komin upp á sviðið, til
þess að hafa kontról á strákunum. Hún er
sem sagt einnig þátttakandi í sýningunni.
Já, það getur ýmislegt spaugilegt gerst í
þessum bransa, en þó fannst mér fyrst stein-
inn taka úr, þegar eldri sonur okkar spurði
mig eftjr frumsýninguna: „Pabbi, þegar þú
syngur í leikhúsinu, þá færð þú peninga,
er það ekki?“ „Jú, jú, ég fæ peninga, heil-
mikla peninga," svaraði ég. „En veistu það,“
sagði sá stutti, „þá á ég að fá lítinn pening
líka, í hvert sinn sem ég er í leikhúsinu.“
Þetta þótti svo fyndin saga, að hún barst
óperustjóranum strax til eyrna og nú fá
þeir hver sitt umslagið eftir hveija sýningu,
með fimm dollurum í!“
Morgunblaðið/Knstmn
Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, í kasmírullarfrakka úr versluninni og Þorsteinn Pálsson
sölustjóri og Þorbjörn Stefánsson innkaupastjóri, með sýnishorn af vörum.
Verð í Hagkaup sambærilegt
við verslanir í Vestur-Evrópu .
- segja forsvarsmenn Hagkaups
2ja ára stúlka Hagkaup Newcastle
Bómullarpeysa
Ullarpeysa
Rúllukragabolur
Smekkgallabuxur
Flauelsbuxur
Kjóll
Útigalli
1.295
909
989
1.295
1.295
1.995
1.995
Samtals
900
540
450
900
450
1.080
2.070
Samtals 9.853 6.480
Samtals án vsk. 7.914
10 ára drengur
Bómullarpeysa 1.695 1.530
Ullarpeysa 1.895 1.080
Skyrta 1.495 720
Gallabuxur 1.695 1.980
Flauelsbuxur 1.895 1.440
íþróttagalli 1.595 2.070
Ulpa 3.995 3.600
Samtals 14.265 12.420
Samtals án vsk. 11.458
15 ára stúlka
Bómullarpeysa 2.295 3.420
Ullarpeysa 2.695 3.240
Rúllukragabolur 1.495 1.170
Gallabuxur 3.695 3.600
Flauelsbuxur 3.495 2.360
Kápa 7.995 6.750
21.670 20.540
Skófatnaður á bömin Kuidaskór á 2ja ára 2.595 Kuldaskór á 15 ára 3.995 2.500 3.600
Samtals 6.590 6.100
Samtals án vsk. 5.293
Kvenfatnaður
Ullarpeysa 2.695 2.600
Síðbuxur 2.995 2.700
Ullaijakki 6.995 4.500
Kápa 9.995 13.500
Samtals 22.680 23.300
Karlmannafatnaður
Ullarpeysa 2.495 3.200
Síðbuxur 2.495 2.500
Stakur jakki
úr kasmír 6.995 6.200
Jakkaföt 16.995 8.900
Ullarfrakki
úr kasmír 16.995 14.500
Samtals 45.975 35.300
Skófatnaður á fullorðna
Dömuskór
m/háum hæl 2.995 3.200
Herraskór, ítalskirö.695 3.300
Samtals 6.690 6.500
Samtals 107.849 104.690
Hagkaupsmenn tóku saman verð á ýmsum vörum í versluninni og
báru saman við verð í Newcastle, sem gefið var upp í verðkönnun
Morgunblaðsins á sunnudag.
„SAMANBURÐUR á verði í versl-
unum hér á landi og t.d. í Newc-
astle er oft ósanngjarn, því oft er
ekki um sambærilegar vörur að
ræða. Við getum til dæmis boðið
útigalla á börn á allt frá 1.995
krónum upp í 8.995, en þá er veru-
legur munur á göllunum, þvi sá
síðamefndi er úr goritex-efni. Ég
er sannfærður um að sá galli, sem
nefndur er í verðkönnun Morgun-
blaðsins um helgina og sagður
kosta 2.070 krónur í Newcastle,
er ekki úr slíku efni,“ sagði Jón
Ásbergsson, framkvæmdastjóri
Hagkaups, í samtali við Morgun-
blaðið.
Blaðamaður Morgunblaðsins hitti
Jón að máli, ásamt þeim Þorsteini
Pálssyni sölustjóra og Þorbirni Stef-
ánssyni innkaupastjóra. Þeir sögðu,
að Hagkaup gæti boðið verð, sem
væri fyllilega sambærilegt við verð
í Vestur-Evrópu. Norðmenn, sem
hefðu heimsótt fyrirtækið fyrir
skömmu, hefðu til dæmis verslað
mikið þar, enda teldu þeir verðið
sérstaklega hagstætt. Þorsteinn og
Þorbjöm sögðu, að umræðan um
miklu lægra verð í verslunum erlend-
is kæmi illa við innkaupamenn, sem
teldu vegið að starfsheiðri sínum.
Þeir sögðu, að Hagkaup keypti inn
fatnað í gegnum söluskrifstofur
verslanakeðjunnar C&A. „Þar með
hefur Hagkaup aðgang að sömu
framleiðendum og C&A og tólf inn-
kaupamenn Hagkaups fara tvisvar
á ári til Austurlanda fjær, til að leita
uppi góðar og ódýrar vörur á sölu-
skrifstofum fyrirtækisins. Þá getur
Hagkaup einnig látið framleiða fatn-
að fyrir sig sérstaklega og nýtur þá
góðs af gæðaeftirliti C&A,“ sögðu
þeir.
Jón Ásbergsson bætti við, að tveir
innkaupamenn Hagkaups færu í dag
til Hong Kong og Kóreu, þar sem
Hagkaup ætlaði að láta framleiða
fyrir sig úlpur, sem yrðu til sölu í
verslunum fyrirtækisins næsta
haust, á 2.900 til 5.400 krónur.
„Við kaupum fram í tímann og leit-
um uppi ódýra markaði og með því
móti getum við boðið verð, sem er
fyllilega sambærilegt við verð í ná:
grannalöndum okkar,“ sagði Jón. „í
Evrópu höfum við einnig þann hátt-
inn á, að við kaupum beint frá fram-
leiðanda. Við kaupum herra- og
dömufatnað til dæmis frá þýska
framleiðandanum Steilman, sem sel-
ur vörur til allra helstu vöruhúsa
álfunnar.“
Þorbjörn benti á, að Hagkaup
gætti þess einnig að flytja vöruna
til landsins á sem ódýrastan hátt,
því henni væri safnað saman í Rott-
erdam og hún flutt í safngámum
heim. Þorsteinn sagði, að Hagkaup
byijaði líka á að gera sér grein fyr-
ir, hvaða verð væri hægt að bjóða
neytendum og leitaði svo uppi vöru
á því verði, sem uppfyllti kröfur fyrir-
tækisins. „Við gerum okkur grein
Nú hefur hins vegar verið ákveð-
ið að fulltrúar frá Pirelli komi hing-
að til lands í janúar nk. eftir að
Landsvirkjun hefur farið yfir niður-
stöður hagkvæmnirannsóknarinn-
ar.
Að sögn Þorsteins Hilmarssonar
fyrir að við eigum í samkeppni við
verslanir í Evrópu og jafnvel í Banda-
ríkjunum, svo við munum stefna að
því áfram að bjóða sem besta vöru
á sem lægstu verði.“
upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar
mun sænska fyrirtækið Vattenfall
gera úttekt á skýrslu Pirelli og vera
ráðgefandi fyrir Landsvirkjun. Gert
er ráð fyrir að niðurstöður Vatten-
falls berist Landsvirkjun fyrir ára-
mót.
Hagkvæmnimat á sæstrengslögn frá
íslandi til Evrópu
Pirelli-skýrslan ókomin
GERT ER RÁÐ fyrir að ítalsk/breska fyrirtækið Pirelli muni skila
niðurstöðum hagkvæmnirannsóknar sinnar á sæstreng til raforku-
flutnings til Landsvirkjunar um miðjan desembermánuð. Áður var
gert ráð fyrir að skýrslunni yrði skilað í lok nóvember og fulltrúar
frá Pirelli kæmu þá til viðræðna við forsvarsmenn Landsvirkjunar. '