Morgunblaðið - 03.12.1992, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 03.12.1992, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1992 39 sér. Fótbolti var ávallt númer eitt í lífí okkar og var hans draumur að spila erlendis og hafa lifíbrauð sitt af knattspymunni og það tókst hjá honum. Við eigum erfítt með að skilja hvers vegna svona ungur og hraust- ur drengur sem Indriði var skuli vera tekinn frá okkur svona snemma, en honum hefur sjálfsagt verið ætlað eitthvert mikilvægara hlutverk sem við ekki skiljum. Við kveðjum vin okkar Indriða með söknuði og vottum móður hans, systrum, unnustu og öðrum að- standendum einlæga samúð. Ingvar, Finnur og Kristinn. Kær vinur okkar og félagi er horf- inn af leikvelli í hinsta sinn. Að þessu sinni verðum við að horfast í augu við þá bitru staðreynd að nú kemur ekki maður í manns stað. Indriði var okkar félagi í blíðu og stríðu á und- anförnum árum og frá þeim tíma að leiðir okkar lágu fyrst saman hafði hann tekið miklum framförum. Hann var einstakur baráttumaður sem oft á tíðum lagði hvað þyngst lóð á vogarskálarnar í sókn okkar eftir sigri. A þessari stundu eru kveðjur okkar fullar trega og sakn- aðar en það væri ekki í anda Indriða að leggja árar í bát í þessari stöðu. Einlægni og eindrægni hans mun verða okkur hvatning í framtíðinni og við munum keppast við að halda merki hans hátt á lofti. Fjölskyldu, unnustu og öðrum ástvinum sendum við okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. „Þú skalt ekki hryggjst, þegar þú skilur við vin þinn, því að það, sem þér þykir vænst um í fari hans, getur orðið þér ljósara í fjarveru hans, eins og fjall- göngumaður sér fjallið best af slétt- unni." (Kahil Gibran.) Fari vinur okkar í friði. Leikmenn meistaraflokks Fylkis í knattspyrnu. Laugardaginn 21. nóvember sl. fengum við þá harmafregn að Ind- riði Einarsson væri látinn, aðeins 21 árs gamall. Mig langar í örfáum orðum að minnast hans. Það var árið 1989 að ég fékk að kynnast Indriða, er hann gekk til liðs við knattspyrnufélagið Fylki, ég var þá þjálfari hjá meistaraflokki félagsins í knattspymu. Indriði vakti strax athygli mína á æfíngum vegna ósérhlífní og dugn- aðar, einnig hve hann var metnaðar- gjam fyrir hönd síns nýja félags. Hann var orðinn fastur maður í liði meistaraflokks ári seinna og segir það sína sögu um hve hart hann lagði að sér. Er knattspyrnuvertíðinni á íslandi lauk sl. haust fór Indriði til liðs við félagslið á Möltu. Indriði ákvað að fara þetta eftir að hann ásamt félög- um sínum í Fylki náði þeim áfanga að vinna sér sæti í 1. deild knatt- spyrnunnar að ári. Hann hefði því komið vel undir- búinn til leiks. En Indriða hefur ver- ið ætlað annað hlutverk. Það er mikill sjónarsviptir að góð- um íþróttamanni og góðum félaga. Ég og fjölskylda mín sendum móður, systrum', unnustu, aðstand- endum og vinunum öllum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Indriða verður sárt saknað en minningin um góðan dreng lifir. Blessuð sé minning hans. Marteinn Geirsson og fjölskylda. Góður vinur og félagi er látinn. Þegar við setjumst niður og minn- umst Indriða rifjast upp góðir tímar sem við félagarnir áttum saman. Við sem ólumst upp með Inda vitum að þar fór ákveðinn og hógvær pilt- ur og sjálfkjörinn foringi í boltanum. Margt brölluðum við vinirnir sam- an, s.s. íþróttir, prakkarastrik og síðar meir skemmtanir. í íþróttum var Indi undrabarn og ná,ði hann frábærum árangri í öllum þeim greinum sem hann stundaði. Má þar nefna golf sem hann varð strax best- ur í með lítilli fyrirhöfn. Á yngri árum var Indi virkur þátttakandi í mörgum bernskubrekum okkar. Eitt af skondnari prakkarastrikum okkar í skólanum var að færa litla Fíatinn sem stóð við skólavöilinn okkar og fara með hann út á miðja götu þar sem bíllinn stóð oft tímunum saman án þess að neinn skipti sér af honum á meðan við spiluðum fótbolta. Myndlistartímarnir fóru ávallt út um þúfur sökum þess að við vorum varla komnir inn um dyrnar áður en við skriðum út um gluggann og fórum í fótbolta. Á seinni árum fóru skemmtanim- ar að verða stærri hluti af lífí okkar og margt flokkaðist undir þær. En þó er fernt sem er okkur minnisstæð- ast. Þegar Indi varð tvítugur hélt hann og einn af okkur upp á afmæl- ið sitt í Hollywood og var það vel sótt teiti. Þar komu 230 manns og sýnir það hvað vinir hans voru marg- ir. Seint í maí horfðum við félagarn- ir á Eurovision-keppnina saman og varð það að vana frá upphafí keppn- innar. Þegar árið var á enda hitt- umst við og héldum áramótafagnað. Þar skemmtum við okkur og fórum svo á ball og upp undir mörgun fylkt- um við liði og fórum heim til Stellu þar sem hún tók ávallt á móti okkur með opnum örmum og gaf okkur að borða, hlúði að okkur á allan hátt og kom okkur svo seint og um síðir í rúmið. Þessi þáttur vonum við að falli aldrei úr gildi og við hlökkum allir til að koma aftur á nýju ári. Eitt er það þó sem við eigum sam- an sem fáir eiga. Einu sinni í mán- uði hittumst við allir saman þar sem við áttum saman kvöldstund. Við skiptumst á að halda kvöldin og var skyldumæting. Á þessum kvöldum borðuðum við góðan mat sem gest- gjafinn eldaði þó svo að réttirnir hafí stundum verið nokkuð frumleg- ir. Eftir matinn var svo setið og spjallað og vinaböndin styrkt. Þessi kvöld voru látlaus, stemmningin þægileg og okkar sérstaki húmor naut sín. Þessi fátæklegu orð eru aðeins hluti af minningum okkar um Ind- riða en hann mun alltaf lifa í huga okkar og þaðan mun hann aldrei hverfa. Elsku Stella, Arndís, Arna, Auður og fjölskylda, okkar innilegustu samúðarkveðjur á þessari erfiðu stund sem nístir okkur öll sárt en minningin um góðan dreng mun allt- af lifa. Steini, Raggi, Haukur, Bjössi og Bjarni. Nú legg ég augun aftur 6, guð þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka mér yfir láttu vaka þinn engil svo ég sofí rótt. (Þýð. S.E.) Það voru hörmuleg tíðindi sem við fengum laugardaginn 21. nóv- ember; Indriði dáinn. — Indriði var einn úr strákahópnum sem kemur oft á heimili mitt með sonum mínum þeim Þórði og Róbert, hann var ekki úr hvérfinu, kom seinna í Fylkishóp- inn en það var eins og hann hefði alltaf verið þarna. Það var engin lognmolla í kringum Indriða það gustaði af þessum sí- brosandi, hressa, ljúfa dreng. Mér fínnst ég eiga pínulítið í þessum strákum og þó heyrist stundum hátt í þeim sitja kurteisin og elskulegheit- in alltaf í fyrirrúmi. Nú er stórt skarð höggvið í þenn- an glaðværa samheldna hóp og verð- ur Indriða sárt saknað. Börnin mín og ég sendum móður hans og öðrum ástvinum innilegar samúðarkveðjur. Þegar þú ert sorgmæddur skoðaðu þú aftur huga þinn og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess sem var gleði þín. (Kahlil Gibran). Guð blessi minningu Indriða Ein- arssonar. Systa. Það var laugardagseftirmiðdag- inn 21. nóvember að fjölmenni var í Fylkishúsinu að vanda. Það var kallað: „Steini, viltu finna okkur aðeins! Hann Indriði okkar dó í dag úti á Möltu." - Hvað ertu að segja? „Hann Indriði okkar dó í dag úti á Möltu.“ Það getur ekki verið satt! Þetta hlýtur að vera einhver mis skilningur! Því miður reyndist þac ekki vera. Maður varð gjörsamlegt lamaður. Þetta var svartur laugardagur fyrir okkur Fylkismenn. Þessi mikli keppnismaður, sem á stundum gat verið hrjúfur á yfirborðinu en hafði undir niðri að geyma hinn besta dreng, var hrifínn frá okkur á einu andartaki. Þvílík harmafregn. Þvílíkt óréttlæti, þetta er svo óumræðilega sárt. Hann Indriði hafði verið úti á Möltu í tæpa tvo mánuði, mestallan tímann einn síns liðs. Hann þurfti í fyrsta skiptið að standa á eigin fót- um. Hann sýndi gamla keppnisskap- ið. Hörkuna og dugnaðinn og tryggði sér fast sæti í byijunarliði Hibem- ian, kominn á fastan samning. Indr- iði var kominn á beinu brautina. Við fréttum síðast af honum á miðviku- daginn, glöðum og reifum. Við hlökkuðum til að fá hann til okkar aftur í vor. Stundum getur lífið ver- ið miskunnarlaust, það skiptist á gleði og sorg. í dag er sorg hjá okk- ur Fylkismönnum. En við emm sannfærðir um að við munum hitta Indriða aftur. Við eigum eftir að spila með honum marga leiki. Hann bíður eftir okkur í rólegheitunum. Minningin um Ind- riða er geymd en ekki gleymd. Við vottum móður hans, systmm, unnustu, svo og öllum aðstandend- um okkar dýpstu og innilegustu samúð. Megi minningin um góðan dreng lifa. F.h. knattspymudeildar Fylkis, Þorsteinn J. Þorsteinsson. Vinur minn Indriði Einarsson lést þann 21. nóvember. Vegir guðs em órannsakanlegir og maður getur ekki sætt sig við að svona ungur maður skuli hrifinn á brott. Fyrstu kynni mín af Indriða voru fyrir fjór- um árum, þegar hann býrjaði að spila með Fylki og upp frá því höfum við mátt þola saman súrt og sætt. Að Iokum náði liðið okkar að kom- ast upp í þá deild, sem okkur lang- aði til þess að spila í, þ.e. fyrstu deild. Indriði var einn af lykilmönn- um í Fylkisliðinu og er mikil eftirsjá af honum, ekki aðeins sem spilara heldur líka góðum dreng, sem er horfínn á braut hins ókunnuga. Pabbi Indriða dó, þegar Indriði var mjög ungur og það hafa örugglega verið fagnaðarfundir er þeir hittust og líður þeim örugglega vel saman. Við kynntumst enn betur þegar við fórum saman út til Belgíu til þess að æfa og spila og ekki hefði ég viljað missa af því. Þar vorum við í níu daga og komst maður þá að raun um hve góður félagi hann var. Þó svo að Indriði sé farinn þá eigum við minningar um góðan dreng, sem mun aldrei hverfa úr huga okkar. Vil ég votta Stellu móður Indriða, systrum hans Amdísi og Ömu og Auði unnustu hans mínar samúðar- kveðjur. Megi góður guð blessa minningu vinar míns. Þórhallur Dan Jóhannsson. Kveðja frá Knattspyrnu- sambandi íslands Það vom mikil sorgartíðindi sem bámst frá Möltu til íslands fyrir skömmu. Þar hafði látist mjög skyndilega og .óvænt Indriði Einarsson, aðeins 21 árs að aldri. Indriði spilaði knattspyrnu með Fylki í Reykjavík. Hann var einn af efnilegustu knattspyrnumönnum íslands og hafði þegar leikið einn landsleik fyrir íslands hönd í U-21 árs liði. Indriði var stór og sterkur, mikill baráttumaður, hafði mikla knattspymuhæfileika en umfram allt var hann afbragðs félagi. Með fráfalli Indriða hefur íslensk knattspyma misst einn af efnileg- ustu knattspyrnumönnum landsins. Hann átti bjarta framtíð fyrir sér í knattspyrnu og er íslensk knatt- spymuhreyfíng slegin miklum harmi við hið sviplega fráfall hans. Við sendum öllum aðstandendum hans innilegar samúðarkveðjur frá knattspyrnuhreyfíngunni. Blessuð sé minning Indriða Ein- arssonar. Eggert Magnússon, formaður KSÍ. 3M Sólarfilma Jólaráðstefna Skýrs/utæknifé/ags Islands: ET dagur Hótel Loftleiðum- 4. desember 1992 Dagskrá 13:00 Skráning 13:15 Setning Halldór Kristjánsson - ráðstefnustjóri 13:20 Að ná sáttum við sina töivu og sigia mikinn Thor Vilhjálmsson, rithöfundur 13:45 Viðhaldsvakinn Hjörtur Emilsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Samskipa hf. 14:10 Notkun einkatöiva í klíniskri taugalífeðlisfræði Sigurður St. Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Taugagreiningar hf. 14:35 Tölvusjón Magnús Þór Ásmundsson, rafmagnsverkfræðingur hjá Marel hf. 15:00 Kaffi og meðiæti 15:30 Að hemja myndir Guðjón Már Guðjónsson frá OZ hf. 15:55 Boðil - Könnun á mörkum töivutækninnar Heimir Þór Sverrisson, verkfræðingur hjá PlúsPlús hf. 16:20 Oft var þörf en nú er nauðsynl Halldór Kristjánsson, verkfræðingur hjá Tölvu- og verkfræðiþjónustunni 16:45 - 18:00Léttar veitingar Þátttökugjald er kr. 3.950 fyrir félagsmenn SÍ en kr. 4.700 fyrir aðra Skráning fer fram á skrifstofu félagsins f síma 27577 eigi síðar en 3. desember 1992 A1IKLIG4RDUR VIÐ SUND HVÍTA HÖSIÐ / SÍA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.