Morgunblaðið - 03.12.1992, Qupperneq 40
40
a
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1992
seei
ijonaminnmg
Lára B. Ólafsdóttir,
Magnús Halldórsson
Lára
Fædd 4. mars 1903
Dáin 17. nóvember 1992
Magnús
Fæddur 7. júní 1904
Dáinn 24. nóvember 1992
í dag verða til moldar borin hjón-
in Lára Björg Ólafsdóttir og Magn-
ús Halldórsson frá Ketilsstöðum í
Dalasýslu. Þau létust með viku
millibili. Daginn áður en jarðsyngja
átti Láru andaðist Magnús, svo
ákveðið var að fresta jarðarförinni
og bera þau saman til grafar, enda
var það samkvæmt þrá sem þau
báru bæði leynt í bijósti í lifanda
lífí „að eitt gengi yfír þau bæði“.
Magnús og Lára gengu í hjóna-
band 9. nóvember 1929 og bjuggu
lengst ævi sinnar á Ketiisstöðum í
Hvammssveit, eða í fímmtíu ár. Þau
voru ættuð hvort af sínu lands-
homi, hún að austan, hann að vest-
an, en kynntust þegar þau voru
samtíða í kaupavinnu í Skipholti í
Hrunamannahreppi.
Lára fæddist á Djúpavogi en
fluttist ung með foreldrum sínum
að Hörgslandi á Síðu þar sem hún
ólst upp að nokkm leyti en einnig
í Múlakoti í sömu sveit. Foreldrar
hennar vom hjónin Ólafur Ásgríms-
son og Steinunn Sveinsdóttir grasa-
læknir. Einnig annaðist uppeldi
hennar Rannveig amma hennar,
sem bjó á heimilinu alla tíð í úpp-
vexti Lám og Lára hafði miklar
mætur á. Lára átti tvær systur,
Júlíönu og Sveinu, sem báðar vom
eldri en hún og munaði þar 12 og
20 ámm.
Eins og algengt var á uppvaxtar-
ámm Lám fór hún snemma að
heiman til að vinna fyrir sér, enda
dugleg og kjarkmikil strax sem
unglingur og eftirsótt til starfa.
Magnús var fæddur og uppalinn
í Magnússkógum í Dölum, sonur
hjónanna Halldórs Guðmundssonar
og Ingibjargar Sigríðar Jensdóttur.
Þau eignuðust fjórtán böm og kom-
JOLATILBOÐ
mjTæknival
100
HVURIDAI
TÖLVUR, 386SL-20MHz
HliIH (/.:•!.3 B'JÓAtl'ITMMM GlG/ja'/.iJ
ust tíu til fullorðinsára, auk þess
ólu þau upp fósturson, sem var
bróðursonur Ingibjargar. Magnús
var elstur af bræðmnum í Magnús-
skógum og strax á uppvaxtarámn-
um þrekmikill og duglegur. Það
kom því snemma í hlut hans að
hjálpa foreldrunum við bústörfin.
Hann fór ungur til náms í Alþýðu-
skólanum í Hjartarholti. Fyrir gift-
ingu var Magnús eftirsóttur kaup-
maður á ýmsum bæjum. Hann fór
á vertíðir til Vestamannaeyja, vann
við bústörf og jarðrækt á Lágafellj
í Mosfellssveit og á fleiri stöðum. í
æsku keypti Magnús lítið orgel og
lærði að spila á það öll algeng lög
og sálma og var stundum fenginn
til að leysa forsöngvarann af í
Hvammskirkju. Magnús var mikill
söngmaður og áhugamaður um tón-
mennt.
Það hefði getað orðið erfítt fyrir
Lára að verða fyrst til að giftast
inn í stóru fjölskyduna í Magnús-
skógum. Við fögnuðum henni þegar
hún kom ung, fríð og djarfleg til
sumardvalar að Magnússkógum,
gift elsta bróðumum, með lítinn
dreng í fanginu. Sérstaklega vom
það tengdaforeldramir sem tóku
henni hlýrri kærleikshendi, sem
entist alla tíð meðan þau lifðu. Lára
var einstaklega hugulsöm og elsku-
leg við tengdaforeldra sína og sá
um það ásamt Magnúsi að þau
fengju að njóta bamabamanna
meðan þau vom að vaxa upp.
Lára og Magnús hófu búskap á
Ketilsstöðum í Hvammssveit árið
1931 og bjuggu þar eins og fyrr
er sagt í fímmtíu ár. Þegar þau
keyptu jörðina vom þar léleg húsa-
kynni, lítið tún en góðar útengjar
og beitiland hið besta. Einnig var
þar dálítil selveiði og æðarvarp.
Mikið starf beið ungu hjónanna
á næstu áram að lagfæra hús,
rækta meira tún og bæta við bú-
stofn.
Lára og Magnús eignuðust fimm
böm, þijár dætur og tvo syni, sem
öll em gift og eiga mannvænleg
böm og bamaböm. Afkomendur
þeirra era nú flömtíu og sex.
Á annan í jólum 1946 gerðist sá
hörmulegi atburður í lífi Lám og
Magnúsar að þau horfðu á bæinn
sinn brenna án þess að nokkuð
væri við ráðið og yngri bömunum
þrem var naumlega bjargað. Elstu
tvö börnin vom þá á jólaskemmtun
úti í sveit. Engu var bjargað úr
húsinu nema heimilisorgelinu, sem
Magnús kippti með ofurafli út úr
bmnanum, og einni yfírsæng. Einn-
ig brannu inni níu nautgripir og
Magnús fékk reykeitran þegar hann
freistaði þess að bjarga þeim út úr
brennandi fjósinu, en það var áfast
við bæjarhúsið.
Þessi atburður var mikið áfall
fyrir Láru og Magnús og reyndar
böm þeirra einnig. Sveitungamir
og fleiri tóku höndum saman með
fatasöfnun og margskonar gjöfum
og varð það þeim mikill styrkur,
sem ber að þakka og virða.
Nokkm eftir bmnann var Magn-
ús á leið til Reykjavíkur til að afla
sér efnis í nýtt hús, þá gerðist það
sorglega slys að flugvélin fórst í
sjónum fyrir framan Búðardal og
aðeins fjórir björguðust á síðustu
stundu og var Magnús einn þeirra,
en mikið slasaður.
Lára og Magnús gáfust ekki upp
við búskapinn þó að á móti blési.
THTJTT
4MB vinnsluminni,
Super VGA14" litaskjár,
85 MB harður diskur,
Dos 5.0, Windows 3.1 og mús.
MTæknival
Skeifan 17, sími 68 16 65
Þau keyptu sér nýtt hús og héldu
áfram að búa á Ketilsstöðum. Þau
vom samhent í flestu og bæði gædd
ótrúlegum líkams- og sálarstyrk
sem gerði þeim fært að hrista af
sér margskonar veikindi og mann-
raunir. Þau vom ævinlega hress og
kát og glöð heim að sækja. Þau sáu
bæði yfirleitt meira björtu hliðar
lífsins en þær dökku og vom ákaf-
lega félagslynd.
Lára og Magnús vom miklir
uppalendur og löðuðu til sín böm
og unglinga. Sömu unglingarnir
vom í sveit á Ketilsstöðum sumar
eftir sumar hjá Magnúsi og Lám
og ekki var óalgengt að foreldrar
þeirra og systkini yrðu vinir þeirra
líka og dveldu hjá þeim í góðu yfír-
læti.
Árið 1981 brann íbúðarhús þeirra
Lám og Magnúsar í annað sinn og
öll þeirra búslóð svo eftir vom rúst-
ir einar. Þótt þau hjónin hafí verið
lítið fyrir að gefast upp þá hættu
þau samt búskap eftir bmnann og
fluttu til Reykjavíkur og áttu nokk-
ur góð ár saman í íbúð í Leira-
bakka í Breiðholti, eða þar til heilsa
þeirra beggja bilaði og þau gátu
ekki lengur séð um sig sjálf. Þau
fóm þá bæði á aðhlynningarstofn-
anir, Lára á Heilsuvemdarstöðina
við Barónsstíg en Magnús á vist-
heimilið Gmnd. Þau vom bæði
þakklát fyrir alla hjúkran og
umönnun sem þau nutu á báðum
stöðunum.
Við systkini Magnúsar kveðjum
nú kæran bróður og mágkonu og
þökkum þeim ljúfa samfylgd og um
leið vottum við hluttekningu öllum
þeirra afkomendum.
Blessuð sé minning þeirra.
Jensína Halldórsdóttir.
Þá em þau látin heiðurshjónin
afí minn og amma, Magnús Hall-
dórsson og Lára B. Ólafsdóttir. Þar
fengu þau sinn frið. 17. nóvember
sl. hvarf elsku amma yfír móðuna
miklu. 24. nóvember, viku síðar, var
ég kominn heim úr vinnu um miðj-
an dag, rétt til að búa mig undir
kistulagningu ömmu. Þá er hringt.
„Sæll, bróðir kær, það er búið að
fresta kistulagningu ömmu. Hann
afí er mikið veikur og á eflaust stutt
eftir,“ sagði Sigríður systir mín.
Ég hafði varla lagt á þegar hringt
var aftur. „Sæll, Maggi minn, hann
EVROPSKA
EFNAHAGSSVÆÐIÐ
HVAÐ
VILTU VITA
UM EES?
Svörin færðu í bókinni
JIVRÓPSKA EFNAHAGSVÆÐIÐ-
Meginatriði og skýringar"
eftir Gunnar G. Schram.
Bók ætluð hinum almenna lesenda sem
útskýrir EES-samninginn á aðgengilegan
og hlutlausan hátt.
Fæst í öllum helstu bókaverslunum og einnig má panta
bókina hjá Framtíðarsýn hf. í síma 91-678263.
afí var að deyja,“ tilkynnti faðir
minn mér. Svo mörg vom þau orð
og stutt á milli þeirra hjóna.
Þau kynntust fyrir austan í Skip-
holti í Hmnamannahreppi sem
vinnuhjú, og hófu sinn búskap fyrir
vestan Teig og áttu fímm böm og
bú.
Þau vom um margt ólík en alla
tíð mjög samrýnd. Afí hafði þessa
yfirveguðu ró sama hvað á dundi.
Amma var svolítið örari en ákaflega
sterkur persónuleiki. Hún hafði
skýra hugsun og talaði tæpitungu-
laust og fasið var það sama hver
sem átti í hlut.
Fyrir um 30 ámm fór ég að vera
í sveit á sumrin á Ketilsstöðum í
Hvammssveit í Dölunum hjá afa
mínum og ömmu. Ég man það mjög
vel hve heimþráin var mikil fyrstu
vikuna. Ást og umhyggja afa og
ömmu var fljót að þerra þau tár.
Og sumrin urðu sjö, hvert öðm
skemmtilegra.
Á Ketilsstöðum var lítið um vélar
og því meir um handavinnu og það
erfíðisvinnu. Afí tók daginn
snemma og hætti seint, hans vinnu-
dagar vom langir. Og tíminn fór
ekki í karp um kaup og kjör. Hans
réttindi vom lítil. Brauðstritið var
algert. Skyldumar vom miklar við
jörðina, skepnurnar, fyölskyldu og
sveitunga. Búskapurinn var afa
yndi. Hann var bóndi af lífi og sál.
Það er margs að minnast úr sveit-
inni. Oft var gestkvæmt og glatt á
hjalla. En stundum fámennt eins
og sumarið ’67. Ég á 12. ári og sól
allan júlí og við afí einir allan hey-
skapinn. Amma talaði við Gíslu í
Teigi og Ólöfu í Magnússkógum
annan hvern dag á víxl. Þetta vom
hennar vinkonur.
Alltaf skildum við afí hvor ann-
an, þrátt fyrir að hann kæmi sínum
boðum til skila með látbragði. Hann
vann hljóðlega en ákveðið og raul-
aði stundum við vinnu sína í hálfum
hljóðum. En þegar hann tók á sagði
hann gjaman: „Upp, upp, mín sál
og allt mitt geð,/ upp mitt hjarta
og rómur með./ Hugur og tunga
hjálpi til./ Herrans pínu ég minnast
vil.“
Afí lét sér ekki nægja að raula
út í náttmyrkrið. Hann hafði góða
söngrödd og á vetram lét hann sig
ekki vanta í kórinn í Hvammskirkju.
Væri skemmtun í sveitinni,
hestamannamót eða þessháttar, var
afí mættur upp á pall og viidi helst
stjórna hljómsveitinni, sveifla hendi
og segja: „Skál! Strákar, nú er vals.
Syngið með og dansið!“ Afí var
glaður á góðri stund.
Svo liðu árin og þegar bærinn
þeirra brann í annað sinn, 1980,
fluttu þau til Reykjavíkur, í Leiru-
bakkann.
Alla tíð var amma mjög mann-
blendin og félagslynd. Heilsubrest-
ur síðustu ára breytti engu þar um.
Um það vitnar síðasta heimsókn
mín til hennar, þar sem jákvæð og
skýr hugsun brást henni ekki. Gleð-
in yfír heimsóknargestinum lýsti vel
þörf ömmu fyrir félagsskap sinna
nánustu.
Ég veit, að ég mæli fyrir mun
margra frændsystkina minna er ég
þakka elsku afa og ömmu fyrir allt
og allt, samvemna í sveitinni og
Leimbakkanum. Við munum halda
minningu þeirra hátt á lofti í nafni
Ketilsstaða.
Hvíli þau í friði.