Morgunblaðið - 10.12.1992, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1992
Fjárlagavinna ráðu-
neyta varla hálfnuð
NYJAR breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar gera
ráð fyrir ríflega 250 miHjóna niðurskurði í Ufeyris- og sjúkratrygging-
um. Þá hyggst heilbrigðisráðherra afla nærri 200 mil(j. í tekjur og
félagsmálaráðherra 100 miiy. með Lánasjóði sveitarfélaga. Gert er ráð
fyrir 100 miiy. niðurskurði í landbúnaði. Enn vantar 300 miU[j. til rekst-
urs Hafrannsóknastofnunar. Önnur umræða fjárlaga fer fram í dag
og segir fjármálaráðherra líklegt að forsendur breytist á næstu dög-
um. Hann stefni áfram að þvi að halli rikissjóðs verði ekki meiri en
sex milljarðar.
Halli Qárlaga yrði nærri átta
milljárðar króna, samkvæmt heim-
ildum blaðsins, ef miðað er við nú-
verandi stöðu frumvarps um þau,
ekki rúmir sex eins og gert var ráð
fyrir í haust. Ekki hefur náðst nema
um helmingur af þeim 1.200 millj-
óna niðurskurði útgjalda ráðuneyta
sem stefnt var að með efnahagsráð-
stöfunum ríkisstjórnarinnar. Sam-
kvæmt heimildum blaðsins vantar
meira upp á en þessar 1.200 milljón-
ir.
Nú lítur út fyrir að tekjur ríkis-
sjóðs á næsta ári verði nærri 500
milljónum króna lægri en gert var
ráð fyrir vegna frestana á álagningu
virðisaukaskatts. Friðrik Sophusson
flármálaráðherra segir að þetta bil
verði að brúa, skatturinn skili sér
ekki að fullu fyrr en árið 1994.
Heilbrigðisráðherra var með nóv-
emberaðgerðum ríkisstjómarinnar í
efnahagsmálum ætlað að spara 650
milljónir eða ná tekjum upp í þann
spamað. Ráðherrann vill ná inn 170
milljónum með því að breyta Sam-
ábyrgð fískiskipa í hlutafélag og
selja bréf ríkisins. Nokkrir sjálf-
stæðismenn hafa lýst andstöðu við
þetta.
Fjármálaráðherra segir að önnur
umræða hafí sjaldnast afgerandi
áhrif á niðurstöðu fjárlaga. Hann
geri ráð fyrir að forsendur fmm-
varpsins breytist talsvert á næstu
dögum áður en til þriðju umræðu
kemur. í Þjóðhagsstofnun og fjár-
málaráðuneyti sé nú verið að spá
fyrir um þróun kaupmáttar og verð-
lags á næsta ári, ráðherrar eigi tals-
vert ófarið í leiðum til tekjuöflunar
eða minnkunar útgjalda. Ríkis-
stjómin fundí væntanlega á morgun
og laugardag, þingflokkar strax eft-
ir helgina.
Sjá ennfremur á þingsíðu bls. 37.
Fegurðardrottningafans
Morgunblaðið/Þorkell
Fegurðardrottningar fyrr og nú hittust í Ingólfskaffi
í gærkvöldi í tilefni af útgáfu bókar um Thelmu Ingv-
arsdóttur sem kosin var ungfrú ísland fyrir tæpum
þremur áratugum. Thelma er fremst fyrir miðri mynd.
Hún var eftirsótt fyrirsæta erlendis um árabil og fyrir-
sætur sem nú horfa í myndavélar komu einnig í hófíð.
Miðstjóm ASÍ ályktar um kjarasamninga í framhaldi af efnahagsaðgerðum
Hvatt til uppsagnar
MIÐSTJÓRN ASÍ samþykkti á
fundi sínum í gær ályktun þar sem
aðildarfélögin eru hvött til að
segja samningum upp sem fyrst,
þannig að þeir. verði Iausir fyrir
1. febrúar. Mótmælt er viðbóta-
raðgerðum ríkisstjómar í efna-
hagsmálum, sem sögð er rjúfa
grið við lágtekjufólk. Gylfi Arn-
björnsson, hagfræðingur ASÍ, seg-
ir að heildaráhrif aðgerða ríkis-
sljómarinnar séu 7,5% tekju-
skerðing. Aðgerðir ríkissljómar-
innar frá þvi um helgina komi
harðast niður á þeim lægra laun-
uðu og heildar tekjuskiptingar-
áhrif efnahagsaðgerðanna séu nú
orðinn hverfandi.
Morgunblaðið/Sverrir
Skuggi jarðarinnar færðist yfir tunglið í gærkvöldi. Myndimar eru teknar með u.þ.b. hálftima millibili.
Tunglið myrkvast
í ályktun fundar miðstjómarinnar
segir meðal annars að ríkisstjómin
hafí gengið bak orða sinna frá því
síðastliðið vor með einhliða skerðingu
bamabóta. Komi það harðast niður
á láglaunafólki, sem og skerðing
vaxtabóta. Þá sé aukinn lyíjakostn-
aður og kostnaður vegna tannlækn-
inga bama og aldraðra alvarleg
skattlagning á fólk sem síst megi
við auknum álögum. Minnt er á að
ASÍ hafí lagt til tekjujöfnunarað-
gerðir sem hefðu varið kaupmátt
láglaunafólks og um leið treyst und-
irstöður atvinnulífsins.
Gylfí Ambjömsson sagði í samtali
við Morgunblaðið í gærkvöldi að ofan
á þá 6% tekjuskerðingu sem aðgerð-
ir ríkisstjómarinnar frá 23. nóvem-
ber bæru með sér, kæmi nú 1,5-2%
tekjuskerðing vegna sfðustu aðgerða.
Kæmi sú skerðing harðast niður á
tekjulægri hópum.
Skerðingu bamabóta kvað Gylfí
að meðaltali jafngilda um 0,7% tekju-
skerðingu. Skerðing vaxtabóta komi
einnig harðast niður á fólki með
meðaltekjur og lægri. Einstaklingar
í lægri hópnum gætu orðið fyrir allt
að 3,5-4% skerðingu en þeir með
meðaltekjur um 1,2%. Fyrir heildina
komi vaxtabótaskerðingin hins vegar
út sem 0,8% tekjuskerðing í lágtekju-
hópnum en 0,4% í meðaltekjuhópn-
um. Að síðustu myndi aukin þátttaka
sjúklinga í lyfja- og lækningakostn-
aði skila sér í 0,3-0,4% tekjuskerð-
ingu. „Hækkun þátttöku í lyfjakostn-
aði felur í sér að greiðsluhlutfall
sjúklinga hækkar úr 23% í 37% að
meðaltali, og er þá komið framyfir
yfirlýst markmið ráðherra um mest
30% þátttöku," sagði Gylfí.
Sjá ennfremur bls. 4
Tekin með
2 kgaf hassi
TOLLVERÐIR á Keflavíkur-
flugvelli og fíkniefnalögregl-
an handtóku í fyrradag 44 ára
gamla konu sem var að koma
til landsins með tæplega 2 kg
af hassi í farangri sínum.
Konan var að koma frá Lúx-
emborg. Hún er íslensk en bú-
sett. erlendis og hefur ekki áður
tengst fíkniefnamálum hérlend-
is. Konan var í gær úrskurðuð
í gæsluvarðhald til 23. þessa
mánaðar að kröfu fíkniefnalög-
reglunnar og hefur ákveðið að
kæra þann úrskurð til Hæsta-
réttar.
ALMYRKVI á tungli var í gærkvöldi og var hann
mjög óvenjulegur vegna þess hve dökkur hann var.
Það má rekja til eldgosa, sem verið hafa á jörðinni
undanfarið ár. Aðstæður til að sjá þetta fyrirbæri
voru með besta móti, því tungl hefur ekki verið jafn
hátt á lofti í almyrkva frá 1975.
„Þetta var langdekksti myrkvi sem ég hef séð. Al-
myrkvi hefur verið í 81 skipti á þessari öld og sést frá
íslandi að meðaltali annað hvert ár,“ sagði Þorsteinn
Sæmundsson, stjamfræðingur. „Hann sést misvel, en
núna voru aðstæður góðar, því tungl hefur ekki verið
jafn hátt á lofti í almyrkva síðan 1975.“
Þorsteinn sagði að mikil aska væri í háloftunum vegna
eldgosa undanfarið ár, til dæmis í Pinatubo-fjalli á
Filippseyjum og í Chile og Alaska, en askan gerir myrkv-
ann dimmari og útlínur hans óreglulegri. „I fyrrasumar
var deildarmyrkvi, það er hluti tunglsins myrkvaðist, og
hann var óvenju dimmur vegna þessa."
Thor Ó. Thors látínn
ídag
Dagmæður deila
Miklar deilur eru innan Samtaka
dagmæðra um störf formanns 26
Gjöld og aðstæður______________
Innflytjendur og framleiðendur
segja opinber gjöld og markaðsað-
stæður valda því að vara er dýrari
hér en í öðrum löndum 28
Lyjjafræðingqr gegn reglugerð
Haukur Ingason, lyíjafræðingur,
segir að hundsa eigi reglugerð ráð-
herra þar sem hún brjóti lög 59
Leiðari
WÐSOPn/aVINNULÍF
■tá.".,; ■ Bfi
Þingræði og þingræður 32
Dagskrá
► Klarissa, nýr breskur mynda-
flokkur — Veröld Waynes efst á
Myndbandalista — Ungfrú heim-
ur í beinni útsendingu — Kathleen
Tumer þjá BBC
Viðskipti/Atvinnulíf
► Skattalækkun fyrirtækja ekki
öll sem sýnist — Breyting á eign-
arhaldi Saga Film — Leikfanga-
markaðurinn — Fjárfestingar líf-
eyrissjóða erlendis í augsýn
THOR Ó. Thors stjórnarformaður
íslenskra aðalverktaka sf. lést á
heimili sínu á Lágafelli í Mos-
fellsbæ í fyrrinótt, sjötugur að
aldri. Hann vann við stjórnun
stórra útgerðarfyritækja að loknu
námi og hefur í hartnær fjóra
áratugi verið stjómandi vérktaka-
fyrirtækja á Keflavíkurflugvelli.
Thor var fæddur 31. mars 1922 í
Reykjavík. Foreldrar hans voru Ólaf-
ur Thors forsætisráðherra og Ingi-
björg Indriðadóttir Thors. Hann varð
stúdent frá Menntaskólanum í
Reykjavík 1941 og lauk viðskipta-
fræðiprófi frá University of Califom-
ia, Berkeley, árið 1944.
Að námi loknu varð Thor fulltrúi
og síðar framkvæmdastjóri Kveldúlfs
hf. í Reylcjavík til 1954 og fram-
kvæmdastjóri og stjómarmaður í
útgerðarfélaginu Aski hf. til sama
tíma. Þá varð hann framkvæmda-
stjóri og síðar einnig stjómarmaður
Sameinaðra verktaka hf. Hann
gegndi stöðu framkvæmdastjóra fé-
lagsins til dauðadags. Thor var for-
stjóri íslenskra aðalverktaka sf. frá
stofnun félagsins 1960 til ársins
1990. Hann sat jafnframt í stjóm
félagsins í nokkur ár og var kosinn
stjómarformaður er hann lét af starfi
framkvæmdastjóra. Thor sat í stjóm-
um ýmissa atvinnufyrirtækja, meðal
annars í stjóm Olíufélagsins Skelj-
ungs hf. frá 1955 og Eimskipafélaes
íslands frá 1970.
Thor Ó. Thors sat í stjóm Heim-
dallar í eitt ár og var lengi í fjármála-
ráði Sjálfstæðisflokksins.
Eftirlifandi eiginkona Thors er
Stefanía Bjamadóttir Thors. Þau
eignuðust fimm syni, Ólaf Thors
Bjama Thors, Thor Thors, Pétur
Thors og Andrés Thors.