Morgunblaðið - 10.12.1992, Side 14

Morgunblaðið - 10.12.1992, Side 14
14 MOEGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1992 Barokktónlist Tónlist____________ Jón Ásgeirsson Barrokktónlist var á dagskrá Laugarneskirkju sl. þriðjudag og voru leikin verk eftir Georg Philipp Telemann, Louis Couperin og Francesco Geminiani. Það er ekki aðeins að boðið væri upp á barokk- tónlist, heldur var hún leikin á bar- okkhljóðfæri, svo að líklegt er að verkin hafí hljómað mjög svipað og fyrrum gerðist, nema að trúlega hefur hraðinn verið nokkru meiri en gerðist að vera hjá barokkmeist- urunum, um það atriði eru fræði- menn ekki sammála. Tónleikarnir hófust á tvíleik són- ötu eftir Telemann. Það var ekki mikilvægt fyrir hvaða hljóðfæri slík verk voru samin og mátti því leika verkið á fiðlur, blokkflautur og eins og hér átti sér stað, á þverflautur. Flytjendur voru Guðrún S. Birgis- dóttir og Martial Nardeau og léku þau verkið mjög vei, sérstaklega lokaþáttinn, sem er hressileg tón- smíð. Sembalsvítan nr. 7, eftir Louis Couperin (1626-1661), var vel leik- in af Elínu Guðmundsdóttur. Svítan er mjög í anda Froberger, bæði hvað snertir forgerð og stíl, að við- Cterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! bættri smá „chaconne" á eftir „gikknum" en verkið í heild skortir þann glæsileik, sem einkenndi tón- verk eftir næstu kynslóð ættmenna hans. Óbósónata í e-moll, eftir Gemin- iani, var flutt af Peter Tompkins en „continuo“-leikarar voru Elín Guðmundsdóttir á sembal og Ólöf Sesselja Óskarsdóttir á víólu da gamba. Það er ekki auðvelt að leika á barokkóbó en það gerði Tompkins ágætlega, sérlega þó best síðasta kaflann (Vivace). Lokaverkið og það viðamesta, var Kvartett eftir Telemann og er það samið fyrir tvær þverflautur, blokkflautur og „continuo", sem leikin var á sembal og fagofeU Flautuleikaramir voru Guðrún S. Birgisdóttir og Martial Nardeau en á blokkflautu lék Camilla Söder- berg. Judith Þorbergsson lék á fag- ottinn en Elín á sembalinn. Að formi til og hvað varðar kafla- skipan, ver kvartettinn kirkjusón- ata, eins og reyndar flautudúettinn og óbósónatan. Þrátt fyrir það má merkja áhrif frá „consertare“- vinnubrögðum varðandi leikhlut- verk blokkflautunnar, sem Camilla Söderberg útfærði af snilld. Samleikur Nardeau og Guðrúnar á þverflautumar var sérlega falleg- ur og reis þessi flautuþríleikur hvað hæst í lokakaflanum, sem minnti á J.S. Bach hvað snertir hugkvæmni í samfléttingu radda. „Continuo“- undirleikurinn var ömggur og vel leikinn af Judith og Elínu. Tónleik- arnir í heild vom sérlega ánægju- legir og ekki síður til fróðleiks fyr- ir þá, sem vilja leita sér mótvægis við hávaðasaman tónflutning nú- tímans og hlusta á tónlist, sem er hreinn leikur með tóna, án þess að gerð sé tilraun til að gera tónlistina að túlkandi leiktjöldum. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Fimm af sjö meðlimum barokk-hópsins samankomnir á æfingu fyrir aðventutónleikana, f.v.: Judith Þorbergsson, Elín Guðmundsdóttir, Camilla Söderberg, Guðrún S. Birgisdóttir og Martial Nardeau. Níutíu kon- ur syngja í Kristskirkju Aðventutónleikar verða haldnir í Kristskirkju við Landakot fimmtudaginn 10. desember kl. 20.80. Á efnisskrá verða jóla- og aðventulög frá ýmsum tímum. Níutíu konur taka þátt í flutningn- um, frá Grensáskirkju, Kór Flens- borgarskóla og Kórskóla Mar- grétar Pálmadóttur. Stjórnandi kóranna .er Margrét Pálmadóttir. Undirleikari Úlrik Ola- son. Kóramir héldu sameiginlega tónleika síðastliðið vor til styrktar Stígamótum fyrir fullu húsi í Lang- holtskirkju. Því þótti ástæða til að halda aðra tónleika með nýrri efnis- skrá. Leikritið „Smiður jóla- sveinanna“ í Gerðubergi Möguleikhúsið sýnir þessa dagana barnaleikþáttinn „Smiður jólasvein- anna,“ á Ieikskólum víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu. Einnig hefur leikhúsið hafið sýningar í menningarmiðstöðinni Gerðubergi og eru sýningar þar á laugardögum klukkan 15.00 Á undan sýningunni mun Þórarinn Eldjám lesa óbirta jólasögu fyrir bömin. Einnig les hann úr ljóðabók- um þeim sem hann hefur samið fyr- ir böm. Leikþátturinn „Smiður jólasvein- anna“ segir frá Völundi gamla, smiðnum sem smíðar leikföngin fyrir jólasveinana. hann situr einn í kofan- um sínum, jólasveinamir eru ailir famir til byggða og hann hefur eng- an til að halda jólin með. Þá ber að garði tröllabörnin Þusu og Þrasa, sem hafa ekki hugmynd um hvað jól eru. Völundur fer að segja þeim frá jólunum, en í sama mund kemur jóla- kötturinn til þeirra. Hann er ekki grimmur og vondur, heldur orðinn mesta sakleysisgrey. Völundur segir nú þessum óvæntu gestum frá boð- skap jólanna og sama leika þau sína útgáfu af jólaguðspjallinu. Síðan býr Völundur til lítið jólatré og þau dansa kringum það og syngja. Leikarar eru fjórir; þau Alda Am- ardóttir, Bjami Ingvarsson, Pétur Eggerz og Stefán Sturla Sigurjóns- son. Bjarni Ingvarsson sem Völundur w Smábarnapakki 70-100 cm. kr. 12.500,- Barnapakki 110-130 cm. kr. 13.940,- Barnapakki 140-150 cm. kr. 15.500,- Unglingapakki 160-170 cm. kr. 16.500,- Fullorðinspakki kr. 20.950,- Gönguskíðapakki kr. 13.900,- geze sporl alpina ELÞiN Tilboð m/pökkum Skíðapokasett skíðapoki og skíðataska kr. 3.300,- s ' ; 3 ÚTIVISTARBÚÐIN ^ v/Umferðarmiðstöðina WmWL E I G A Nl símar 19800 og 13072 Ferskir vindar o g tilraunir Morgunblaðið/Þorkell Jass Guðjón Guðmundsson Ferskir vindar blésu í Tveim Vinum sl. þriðjudagskvöld, en þar flutti kvartett sem Hilmar Jens- son gítarleikari hefur kallað sam- an frumsamda tónlist. Með Hilm- ari léku Skúli Sverrisson á raf- bassa og Bandaríkjamennirnir Chris Speed á tenórsaxafón og Jim Black á trommur. Tónlist þeirra félaga er í anda frjálsdjass og ekki sú aðgengilegasta og krefst einbeitingar áheyrenda. Það er ekki oft sem tónlist þess- arar ættar er leikin hérlendis, þó það hafi reyndar gerst áður á þessu ári, þegar sama sveit lék í Púlsinum í marsmánuði. í hitt- eðfyrra lék hér norræna sveitin Yggdrasill sem færeyski píanist- inn Kristian Blak fer fyrir, en að öðru leyti hefur verið lítið um nýsköpun á djasstónleikum hér- lendis. En það virðist vera áhugi fyrir hendi, því salurinn í Tveim Vinum var þéttskipaður áheyr- endum. Þeir félagar léku tíu frumsam- in verk, þar af fjórar ballöður, en verkin á efnisskránni eru afar Hilmar Jensson. ólík innbyrðis. Auk þess voru flest verkanna kaflaskipt svo minnti á klassfskar tónsmíðar. Weeks from now var t.a.m. þrí- skipt verk þar sem Speed og Skúli léku frábæra sólóa. Tónlist þeirra félaga er því sem næst snauð af laglínum og hrynjandi sem flestir tengja djasstónlist, og byggir frekar á úrvinnslu ein- stakra stefa, sem satt að segja getur orðið dálítið þreytandi í of stórum skömmtum. Hlutur Hilm- ars í efnisskránni var sýnu stærstur, en tvær ballöður voru fluttar eftir Skúla. Sú fyrri, Two sisters, var fallegt og við- kvæmnislegt verk, og Black Ro- ses hljómaði eins og tilraun með rafbassa í hlutverki orgels, ákaf- lega þunglyndislegt verk. Skúli er þó aufúsugestur öllum tónlistarunnendum. Hann hefur yfírburðatækni á hljóðfæri sitt og er auk þess afar frumlegur bassaleikari. Sama er að segja um vitorðsmenn hans í þessum gjörningi á Tveim vinum. Speed er teknískur saxafónleikari, og Hilmar hefur sitt eigið sánd, tært og gjallandi með kannski örlitlu af Metheny. Jim Black hélt öllu saman með frábærum trommuleik. Tónleikar Hilmars og félaga er kærkomin viðbót í fjölbreytta íslenska tónleikaflóru sem nú blómstrar sem aldrei fyrr. :T\ t: , % / 4 # ¥ T i _ V 1 / ; f • w fý > l 0

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.