Morgunblaðið - 10.12.1992, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 10.12.1992, Qupperneq 17
íslendingum á kné. Þessi barátta hinna voldugu þjóða bar engan árangur, þær urðu að láta í minni pokann. íslenska þjóðin var einhuga og við stjórnvöl- inn voru menn sem höfðu bæði dug og þor til að vísa erlendri ásælni á bug. Þjóðin fagnaði sigrum og árið 1975 var landhelgin færð út í 200 mílur — átakalaust. í tvo áratugi hafa allir stjórn- málamenn hér á landi verið sam- mála um að ekki komi til greina að hleypa útlendingum inn í land- helgi. Hver og einn hefur svarið og sárt við lagt. Þar til nú á því herrans ári 1992. Nú er málum svo komið að ís- lensk stjórnvöld hafa samið við Efnahagsbandalagið um svokallað- ar „gagnkvæmar jafngildar veiði- heimildir". Að þessu sinni þurfti EB-þjóð ekki að beita herskipaflota sínum. Það var nóg að semja við Jón Baldvin. Að venju samþykktu aðrir ráðherrar í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar þessa gerð utanríkisráð- herrans. í þessum 'fiskveiðisamningi er kveðið á um að EB-ríkin fái að veiða 3.000 tonn af karfa í ís- lenskri landhelgi gegn því að íslend- ingar fái að veiða 30.000 tonn af loðnu á Grænlandsmiðum. Sá meinbugur er á þessum samn- ingi að fullorðin veiðanleg loðna finnst ekki á grænlensku hafsvæði, nema blönduð svo smáloðnu að ekki tekur að veiða hana. Þessi staðreynd varð til þess að Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra sagði ekki alls fyrir löngu efnislega: „Við íslendingar viljum sjá grænlensku loðnuna áður en við samþykkjum veiðar á karfa.“ Svo leið skammur tími og þá kom annað hljóð í strokk- inn. I fiskveiðisamningnum, sem undirritaður var nú á dögunum, segir að ef „ófyrirsjáanlegar að- stæður komi upp“ skuli samnings- aðilar tafarlaust ræðast við í þeim tilgangi að koma aftur á ,jafn- vægi“. Meðal þessara „ófyrirsjáan- legu aðstæðna" er aflabrestur á loðnu. Slíkur aflabrestur leiðir þó ekki til sjálfkrafa niðurskurðar á veiðiheimildum Evrópubandalags- ins. Það á aðeins að hefja „tafar- lausar“ viðræður. Með öðrum orð- um: Þótt við íslendingar „sjáum“ aldrei loðnu þá verður ekki haggað við heimild EB til veiða á karfa. Áskilið er í samningnum að árlega skuli samningsaðilar hafa samráð um úthlutanir á veiðiheimildum „með það í huga að ná ásættanlegu jafnvægi í samskiptum sínum á sviði fiskveiða Ríkisstjórn Noregs gerði á sínum tíma fiskveiðisamning við EB: Ríkj- um bandalagsins var heimilað að veiða ákveðið magn í norskri land- helgi. Fyrir skömmu var þessi samningur endurskoðaður. Útkom- an var sú að EB-ríkin fengu heim- ild til að tvöfalda afla sinn á norsku hafsvæði. Efnahagsbandalagið á að fá að veiða 3.000 tonn af karfa í ís- lenskri landhelgi. í því sambandi er rétt að minna á að á sínum tíma heimiluðum við Belgum að veiða nokkurt magn af fiski hér við land. A sl. ári fengum við nokkurn smjör- þef af því hvemig erlend fiskiskip geta hagað veiðum sínum í ís- lenskri lögsögu. Belgískur togari var tekinn í landhelgi vegna þess að hann hafði of litla möskva í net- um sínum. Þegar varðskipið tók togarann hafði skipstjóri hans gefíð upp sex tonna afla. í lestum togar- ans reyndust vera tólf tonn. Með þessum samningi um veiðar erlendra fiskiskipa í íslenskri land- helgi er fallið frá mikilvægasta grundvallaratriði íslenskrar stefnu í fiskveiðimálum, stefnu sem öll þjóðin hefur verið einhuga um. Viðburðarásin í samningum Jóns Baldvins við EB um fískveiðar er furðuleg. Upp á eindæmi semur hann um gagnkvæmar veiðiheimildir og gerir það í trássi við fyrirmæli fyrrver- andi ríkisstjórnar Steingríms Her- mannssonar. í fyrstu segir hann þjóðinni að hann hafi aðeins samið um veiðar á 3.000 tonnum af lang- hala, fisktegund sem ekki er nýtt af landsmönnum. Nokkru síðar verður hann að viðurkenna að það hafi verið karfí sem um var samið. Ijúfir tónar ú geislapiötu SIGRÚN&rSE LM A K t) V A I. I) S D ÓTT 1 R VA/ CniUMUNDSDÓI'll R //*)/« / violin fntt mt MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1992 r ■.i '!;;1 r*rr. 1 -i—fr^—M■ ■1 i > le IA.íií /’1 í).;](‘M— Þá kemur upp spursmálið um græn- lensku loðnuna. Sjávarútvegsráð- herrann, Þorsteinn Pálsson, segir: Fiskur á móti fiski, loðna á móti karfa. En Jón Baldvin semur um veiðiheimild gegn veiðiheimild. Og undirritar samning sem kveður af- dráttarlaust á um að EB-ríkin hafí heimild til að veiða karfa við ís- landsstrendur — þótt engin loðna fínnist á miðum Grænlands. Svo heldur hann ræður í Alþingi og lýs- ir með mörgum orðum ágæti samn- ingsins, talar um að hann hafí ver- ið mjög erfíður. Meðal annars hafí mikið verið deilt um hvort heimila ætti að afhausa karfann um borð í veiðiskipunum. Og íslendingarnir gengu með sigur af hólmi. það má ekki afhausa fískinn um borð. Það ætti að vekja nokkra at- hygli hjá allri þjóðinni að ef gengið verður frá samningi um veiðiheim- ildir EB-ríkja í íslenskri landhelgi þá er verið að opna fískveiðilögsögu okkar á sama tíma og stjórnvöld eru af illri nauðsyn að draga stór- lega úr þorskveiðum landsmanna. 8. Að síðustu vil ég segja þetta: Það fer ekki á milli mála að ger- umst við íslendingar aðilar að EES þá erum við ekki lengur fullvalda og sjálfstæð þjóð. Það fer heldur ekki á milli mála að EES er fordyri að Efnahags- bandalaginu. Nú stendur fyrir dyr- um að breyta þessu bandalagi í eitt ríki. Með samningnum í Maastricht var stórt spor stigið í þá átt. Ef þróun mála verður sem nú horfír þá gæti framvindan hjá okk- ur íslendingum orðið þessi: Við gerumst aðilar að EES, þar á eftir gerumst við aðilar að EB og að lokum yrði land okkar að litlum hreppi í Stórríki Evrópu. Við þessu verður að sporna. Ég vil ráðlegja hinum yngri þing- mönnum Sjálfstæðisflokksins að lesa ræðu sem dr. Bjarna Bene- diktsson, fyrrverandi ráðherra, hélt á Þingvöllum 18. júní 1943. í þess- ari ágætu ræðu kom skýrt fram sú skoðun að til þess að þjóð gæti tal- ist sjálfstæð þyrfti hún að hafa al- gert forræði á sínum málum án íhlutunar annarra þjóða. Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á að hinir eldri og gætnari þing- menn flokksins hugi ekki vel að EES-málinu. Þeir vita að barátta þjóðarinnar fyrir frelsi og sjálfstæði var bæði löng og erfíð, þeir muna baráttu Fjölnismanna og Jóns Sig- urðssonar, forseta. Jóni Baldvini og öðrum þing- mönnum Alþýðuflokks vil ég ráð- leggja að hugleiða orð sem Hanni- bal Valdimarsson, fyrrverandi ráð- herra og forseti ASÍ, ritaði í for- mála að bæklingi um ísland og Efnahagsbandalagið — útg. af ASI 1962. Orð Hannibals voru þessi: „Það er sannfæring mín, að ísland eigi hvorki að sækja um fulla aðild, né aukaaðild að Efnahagsbandalagi Evrópu. Það verður ekki aftur tek- ið, efgróðaþyrstu auðmagni Evrópu verður stefnt í lítt numdar auðlind- ir íslands. Ég heiti á þjóðina að kynna sér þetta stærsta mál ís- lenskra stjómmála vandlega — forðast að láta blekkja sig — hefja málið langt yfír alla flokka og krelj- ast þess, að það verði ekki afgreitt, án þess að þjóðin verði áður spurð, annaðhvort með þjóðaratkvæða- greiðslu, eða beinum alþingiskosn- ingum, sem tyrst og fremst snúist um þetta mál.“ Höfundur er hagfræðingur og var aðstoðarmaður Lúðvíks Jósepssonar ráðherra 1971-74, varamaður í bankaráði Seðlabankans 1972-80 og Útvegsbankans 1982-86. Sigrún og Selma verba meb tónleika í íslensku óperunni föstudaginn 1 1. desember kl. 21:00, mibaverb: 10OO kr. Einnig vefba FJÖLSKYLDUTÓNLEIKAR sunnudaginn 13. desember kl. 15:00, mibaverb: lOOO kr. fyrir fullorbna og SOO kr. fyrir börn yngri en 16 óra. FORSALA AÐCÖNCUMIÐA I ÖLLUM VERSLUNUM STEINAR MÚSÍK & MYNDIR, SKÍFUNNI OC fAPIS Allur ágóbi af miðasólu rennur í Fiblusjób Sigrúnar Ebvaldsdóttur. Listakonurnar árita geislaplötuna ab loknum tónleikunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.