Morgunblaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 17
íslendingum á kné.
Þessi barátta hinna voldugu
þjóða bar engan árangur, þær urðu
að láta í minni pokann. íslenska
þjóðin var einhuga og við stjórnvöl-
inn voru menn sem höfðu bæði dug
og þor til að vísa erlendri ásælni á
bug. Þjóðin fagnaði sigrum og árið
1975 var landhelgin færð út í 200
mílur — átakalaust.
í tvo áratugi hafa allir stjórn-
málamenn hér á landi verið sam-
mála um að ekki komi til greina
að hleypa útlendingum inn í land-
helgi. Hver og einn hefur svarið og
sárt við lagt.
Þar til nú á því herrans ári 1992.
Nú er málum svo komið að ís-
lensk stjórnvöld hafa samið við
Efnahagsbandalagið um svokallað-
ar „gagnkvæmar jafngildar veiði-
heimildir". Að þessu sinni þurfti
EB-þjóð ekki að beita herskipaflota
sínum. Það var nóg að semja við
Jón Baldvin. Að venju samþykktu
aðrir ráðherrar í ríkisstjórn Davíðs
Oddssonar þessa gerð utanríkisráð-
herrans.
í þessum 'fiskveiðisamningi er
kveðið á um að EB-ríkin fái að
veiða 3.000 tonn af karfa í ís-
lenskri landhelgi gegn því að íslend-
ingar fái að veiða 30.000 tonn af
loðnu á Grænlandsmiðum.
Sá meinbugur er á þessum samn-
ingi að fullorðin veiðanleg loðna
finnst ekki á grænlensku hafsvæði,
nema blönduð svo smáloðnu að
ekki tekur að veiða hana. Þessi
staðreynd varð til þess að Þorsteinn
Pálsson sjávarútvegsráðherra sagði
ekki alls fyrir löngu efnislega: „Við
íslendingar viljum sjá grænlensku
loðnuna áður en við samþykkjum
veiðar á karfa.“ Svo leið skammur
tími og þá kom annað hljóð í strokk-
inn. I fiskveiðisamningnum, sem
undirritaður var nú á dögunum,
segir að ef „ófyrirsjáanlegar að-
stæður komi upp“ skuli samnings-
aðilar tafarlaust ræðast við í þeim
tilgangi að koma aftur á ,jafn-
vægi“. Meðal þessara „ófyrirsjáan-
legu aðstæðna" er aflabrestur á
loðnu. Slíkur aflabrestur leiðir þó
ekki til sjálfkrafa niðurskurðar á
veiðiheimildum Evrópubandalags-
ins. Það á aðeins að hefja „tafar-
lausar“ viðræður. Með öðrum orð-
um: Þótt við íslendingar „sjáum“
aldrei loðnu þá verður ekki haggað
við heimild EB til veiða á karfa.
Áskilið er í samningnum að árlega
skuli samningsaðilar hafa samráð
um úthlutanir á veiðiheimildum
„með það í huga að ná ásættanlegu
jafnvægi í samskiptum sínum á
sviði fiskveiða
Ríkisstjórn Noregs gerði á sínum
tíma fiskveiðisamning við EB: Ríkj-
um bandalagsins var heimilað að
veiða ákveðið magn í norskri land-
helgi. Fyrir skömmu var þessi
samningur endurskoðaður. Útkom-
an var sú að EB-ríkin fengu heim-
ild til að tvöfalda afla sinn á norsku
hafsvæði.
Efnahagsbandalagið á að fá að
veiða 3.000 tonn af karfa í ís-
lenskri landhelgi. í því sambandi
er rétt að minna á að á sínum tíma
heimiluðum við Belgum að veiða
nokkurt magn af fiski hér við land.
A sl. ári fengum við nokkurn smjör-
þef af því hvemig erlend fiskiskip
geta hagað veiðum sínum í ís-
lenskri lögsögu. Belgískur togari
var tekinn í landhelgi vegna þess
að hann hafði of litla möskva í net-
um sínum. Þegar varðskipið tók
togarann hafði skipstjóri hans gefíð
upp sex tonna afla. í lestum togar-
ans reyndust vera tólf tonn.
Með þessum samningi um veiðar
erlendra fiskiskipa í íslenskri land-
helgi er fallið frá mikilvægasta
grundvallaratriði íslenskrar stefnu
í fiskveiðimálum, stefnu sem öll
þjóðin hefur verið einhuga um.
Viðburðarásin í samningum Jóns
Baldvins við EB um fískveiðar er
furðuleg.
Upp á eindæmi semur hann um
gagnkvæmar veiðiheimildir og gerir
það í trássi við fyrirmæli fyrrver-
andi ríkisstjórnar Steingríms Her-
mannssonar. í fyrstu segir hann
þjóðinni að hann hafi aðeins samið
um veiðar á 3.000 tonnum af lang-
hala, fisktegund sem ekki er nýtt
af landsmönnum. Nokkru síðar
verður hann að viðurkenna að það
hafi verið karfí sem um var samið.
Ijúfir tónar ú geislapiötu
SIGRÚN&rSE LM A
K t) V A I. I) S D ÓTT 1 R VA/ CniUMUNDSDÓI'll R
//*)/« / violin
fntt mt
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1992
r ■.i '!;;1 r*rr. 1 -i—fr^—M■ ■1 i > le IA.íií /’1 í).;](‘M—
Þá kemur upp spursmálið um græn-
lensku loðnuna. Sjávarútvegsráð-
herrann, Þorsteinn Pálsson, segir:
Fiskur á móti fiski, loðna á móti
karfa. En Jón Baldvin semur um
veiðiheimild gegn veiðiheimild. Og
undirritar samning sem kveður af-
dráttarlaust á um að EB-ríkin hafí
heimild til að veiða karfa við ís-
landsstrendur — þótt engin loðna
fínnist á miðum Grænlands. Svo
heldur hann ræður í Alþingi og lýs-
ir með mörgum orðum ágæti samn-
ingsins, talar um að hann hafí ver-
ið mjög erfíður. Meðal annars hafí
mikið verið deilt um hvort heimila
ætti að afhausa karfann um borð
í veiðiskipunum. Og íslendingarnir
gengu með sigur af hólmi. það má
ekki afhausa fískinn um borð.
Það ætti að vekja nokkra at-
hygli hjá allri þjóðinni að ef gengið
verður frá samningi um veiðiheim-
ildir EB-ríkja í íslenskri landhelgi
þá er verið að opna fískveiðilögsögu
okkar á sama tíma og stjórnvöld
eru af illri nauðsyn að draga stór-
lega úr þorskveiðum landsmanna.
8.
Að síðustu vil ég segja þetta:
Það fer ekki á milli mála að ger-
umst við íslendingar aðilar að EES
þá erum við ekki lengur fullvalda
og sjálfstæð þjóð.
Það fer heldur ekki á milli mála
að EES er fordyri að Efnahags-
bandalaginu. Nú stendur fyrir dyr-
um að breyta þessu bandalagi í eitt
ríki. Með samningnum í Maastricht
var stórt spor stigið í þá átt.
Ef þróun mála verður sem nú
horfír þá gæti framvindan hjá okk-
ur íslendingum orðið þessi: Við
gerumst aðilar að EES, þar á eftir
gerumst við aðilar að EB og að
lokum yrði land okkar að litlum
hreppi í Stórríki Evrópu.
Við þessu verður að sporna.
Ég vil ráðlegja hinum yngri þing-
mönnum Sjálfstæðisflokksins að
lesa ræðu sem dr. Bjarna Bene-
diktsson, fyrrverandi ráðherra, hélt
á Þingvöllum 18. júní 1943. í þess-
ari ágætu ræðu kom skýrt fram sú
skoðun að til þess að þjóð gæti tal-
ist sjálfstæð þyrfti hún að hafa al-
gert forræði á sínum málum án
íhlutunar annarra þjóða.
Ég trúi því ekki fyrr en ég tek
á að hinir eldri og gætnari þing-
menn flokksins hugi ekki vel að
EES-málinu. Þeir vita að barátta
þjóðarinnar fyrir frelsi og sjálfstæði
var bæði löng og erfíð, þeir muna
baráttu Fjölnismanna og Jóns Sig-
urðssonar, forseta.
Jóni Baldvini og öðrum þing-
mönnum Alþýðuflokks vil ég ráð-
leggja að hugleiða orð sem Hanni-
bal Valdimarsson, fyrrverandi ráð-
herra og forseti ASÍ, ritaði í for-
mála að bæklingi um ísland og
Efnahagsbandalagið — útg. af ASI
1962. Orð Hannibals voru þessi:
„Það er sannfæring mín, að ísland
eigi hvorki að sækja um fulla aðild,
né aukaaðild að Efnahagsbandalagi
Evrópu. Það verður ekki aftur tek-
ið, efgróðaþyrstu auðmagni Evrópu
verður stefnt í lítt numdar auðlind-
ir íslands. Ég heiti á þjóðina að
kynna sér þetta stærsta mál ís-
lenskra stjómmála vandlega —
forðast að láta blekkja sig — hefja
málið langt yfír alla flokka og krelj-
ast þess, að það verði ekki afgreitt,
án þess að þjóðin verði áður spurð,
annaðhvort með þjóðaratkvæða-
greiðslu, eða beinum alþingiskosn-
ingum, sem tyrst og fremst snúist
um þetta mál.“
Höfundur er hagfræðingur og var
aðstoðarmaður Lúðvíks
Jósepssonar ráðherra 1971-74,
varamaður í bankaráði
Seðlabankans 1972-80 og
Útvegsbankans 1982-86.
Sigrún og Selma verba meb tónleika í
íslensku óperunni föstudaginn 1 1. desember kl. 21:00,
mibaverb: 10OO kr.
Einnig vefba FJÖLSKYLDUTÓNLEIKAR sunnudaginn 13.
desember kl. 15:00, mibaverb: lOOO kr. fyrir fullorbna
og SOO kr. fyrir börn yngri en 16 óra.
FORSALA AÐCÖNCUMIÐA I ÖLLUM VERSLUNUM
STEINAR MÚSÍK & MYNDIR, SKÍFUNNI OC fAPIS
Allur ágóbi af miðasólu rennur í Fiblusjób Sigrúnar Ebvaldsdóttur.
Listakonurnar árita geislaplötuna ab loknum tónleikunum.