Morgunblaðið - 10.12.1992, Side 21

Morgunblaðið - 10.12.1992, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1992 21 i— Loftur % Ml M Jóhannesson, flugmaður. LdCÍjfli „f Maryland, skammt fyrir utan Washington, á hann glæsilega villu sem hann keypti nýverið af einum erfingja Du Pont-veldisins. Segir sagan að íslendingi sem starfaði þar skammt frá, hafi verið falið að koma pakka til Lofts. Hann fór eftir leiðbeiningum sendandans og kom þá að stóru og veglegu húsi. Þar bankaði hann og kom þá maður einn til dyra. Sá benti íslendingnum á að hann hefði farið húsavillt, þetta væri húsvarðarhúsið, hollin væri þar skammt frá.“ Guðrún Lárusdóttir, útgerðarkona. „... urðu þau Guðrún og Ágúst að láta allt viðhald togarans Ýmis biða fyrsta árið, eða þar til þau höfðu greitt skipið upp. „Ýmir var miklu ódýrari en flest önnur skip, sem verið var að kaupa á þessum tíma,“ sagði Guðrún síðar um kaupin. „Okkur var svo legið á hálsi fyrir að vera með ljótasta skip flotans og fyrir að hafa það ómálað. Ég benti mönnum bara á að það fiskaðist ekkert á málninguna.““ íslenskir auðmenn eiga það flestir sam- eiginlegt að vera harðduglegir og bjartsýnir, útsjónarsamir og staðfastir. Eins og sjá má á þessum brotum úr bókinni íslenskir auð- menn er hér á ferð alls konar fólk með ólíkan bakgrunn og úr margvíslegum atvinnugreinum. Bókin segir á vandaðan og umfram allt skemmtilegan hátt frá því hvernig 450 efnuð- ustu íslendingamir byggðu uþp veldi sitt, hvernig sumir byijuðu með tvær hendur tómar og því hvemig aðrir fæddust með silf- urskeið í munni - og héldu vel á spöðunum! íslenskir auðmenn er í senn lærdómsrík fyrir bjartsýnt fólk og skemmtileg aflestrar fyrir alla þá sem vilja fræðast um það hvemig í ósköpunum er hægt að verða ríkur á íslandi! * Islenskir auðmenn - verulega auðug bók! Jóhannes k Jónsson í Bónus. \ í i M , ■ „Hvað getur 48 ára gamall maður gert þegar honum er sagt upp eftir 25 ára starf hjá sama fyrirtæki? Jú, hann getur stofnað verslun og orðið „milljóner" á nokkrum árum. Það gerði að minnsta kosti Jóhannes Jónsson í Bónus." ALMENNA BOKAFELAGIÐ HF JSffHnfcn - góð bók um jólin! Kristján Jóhannsson, stórsöngvarí. 'W H „Nú fær Kristján himinháar upp- hæðir í hvert skipti sem hann kemur fram, og eru þar nefndar tölur frá 500 til 1200 þúsund fyrir kvöldið. Sjálfur segir hann árstekjur sínar nærri ...“ frægu kúrekahetju, Roy Rogers. SJAVARUTVEGUR ■ MATVÆLAIÐNAÐUR • HElLDSAU • FJÖLMIþLAR • ERFINGJAR ■ VALF^LLSÆT Geiri á Guggunni, 1 ^ § útgerðar- maður. Hb_1_9Í „Ásgeir Guðbjartsson þykir mjög harðsækinn, svo að með fádæmum er. Þótt hann afli vel, er hann laus við allt sem heitir íburður. Til að mynda fer hann flestar sínar ferðir innanbæjar á reiðhjóli. Það gerir hann þótt hann eigi nýlegan Toyota Landcruiser jeppa og Mercedes-Benz, sem hann stað- greiddi með peningaseðlum fyrir allmörgum árum. Geiri er þekktur fyrir að staðgreiða allt sem hann kaupir og er því vinsæll meðal sölumanna.“ Sigfús heitinn Bjarnason í Heklu. „Fóru þá Sigfús og hinn írski athafna- maður að metast um eignir sínar og ítök. Sigfús sagðist hafa einkaumboð fyrir ákveðnar ljósaperur á íslandi, en frinn lét sér fátt um finnast og svaraði því til að hann ætti verk- smiðjumar sem framleiddu þessar ljósaperur. Sigfúsi brá hvergi, heldur sagði: „Ég hef einkaumboð fyrir Volkswagen á fslandi!" frinn yppti öxlum og sagði að þetta væri nú ekkert til að hreykja sér af enda væri eitt fjölmargra fyrirtækja sinna samsetningarverksmiðja fyrir Volkswagen bifreiðar á írlandi. Nú kom dálftið á Sigfús, en eftir augnabliks umhugsun sagði hann kokhraustur: „Ég á elsta klaustur á íslandi!" Átti hann þar við Þingeyrar. Nú missti hinn rammkaþólski íri málið og krossaði sig.“ Þorsteinn Vilhelmsson | í Samherja. H^KHHI „Ertu ekki ríkur, Steini?“ spyr drukkinn sjómaður á Uppanum á Akureyri. „Ríkur?... nei, ég er ekki ríkur,“ svarar Þorsteinn Vilhelms- son, skipstjóri á Akureyrinni og einn þriggja aðaleigenda Samherja á Akureyri. „Víst ertu ríkur,“ segir sá fulli og gefur sig hvergi. „Nei, ég er ekki ríkur. Ég er moldríkur!“ segir Steini, og þar með er þeim sam- ræðum lokið.“ Wathnesystur, kaupsýslukonur. „Vegna velgengninnar hafa þær Þórunn, Bergljót og Soffía náð að fjárfesta talsvert. Þær eiga stórt og glæsilegt fjögurra hæða hús í Rye, sem er eftirsótt úthverfi skammt frá New York-borg. Þar búa þær ásamt móður sinni og Gunnari Stefáni, syni Þórunnar. Fyrir utan húsið stendur jafnan glæsilegur eðalvagn, sem hefur allt innanborðs, bar, sjónvarp, myndbandstæki og allt annað sem prýtt getur slíkar bifreiðar. Auk þessa eiga þær nýlegan Mercedes Benz og 47 feta skútu með öllum útbúnaði.“ [f ! Éi A HVlTA HÚSIÐ / SlA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.