Morgunblaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 27
MQJRGUNBIAÐIÐ, FIMMTUQAGUR 10. DESEMBER 1992 hvað þær voru að skrifa undir. Fæst- ar hinna þekkti hún. Barátta um formannssætið Halla Hjálmarsdóttir kvaðst munu bjóða sig fram til formennsku á aðal- fundi 16. desember. Á móti henni býður sig fram Súsanna Haraldsdótt- ir, varaformaður, en hún hefur ritað undir bréf fyrir hönd 22 stjórnar- og nefndarmanna samtakanna, þar sem lýst er yfir stuðningi við Selmu og andstöðu við samstarf við Höllu. Aðspurð kvað Halla óánægjuna fyrst og fremst beinast að framkomu formannsins við dagmæður. „Það var haldinn fundur 2. nóvember þar sem voru mættar 112 dagmæður, þar af sex stjórnarkonur. Þessar konur og aðrar á fundinum samþykktu með handauppréttingu að þær vildu nýjan formann og í framhaldi af því var varaformaður spurður hvort hún vildi gefa kost á sér í formannsembættið. Hún neitaði -því alfarið. Hún hefur verið varaformaður í eitt ár og lýsti því yfir á fundinum að hún hefði aldrei fengið að starfa sem slík og hefði reyndar ekki hug á því að vera varaformaður, hvað þá formaður. Því var ég eindregið beðin að hugsa málið og ákvað þá að gefa kost á mér, en þá ákvað hún að fara fram fyrir Selmu,“ sagði IJalla. Að sögn Höllu var ekki auglýst eftir framboðum til formennsku sam- takanna í fundarboðun. „Það hafa hringt í mig yfir tuttugu konur nú í morgun, sem hafa verið lengi innan samtakanna en ekki fengið fundar- boðun. Þær hafa reynt að fá þetta leiðrétt, en ekki fengið." 2$o Ólíklegt að spamaður náist með tílvísanakerfi - segir Högni Oskarsson formaður Læknafélags Reykjavíkur FORMAÐUR Læknafélags Reykjavíkur telur óvíst að nokkur sparnaður náist fram með því að taka aftur upp tilvísanakerfi á sérfræðilæknis- hjálp, og raunar séu líkur á að slíkt kerfi yrði dýrara en það sem nú er í gildi. Sérfræðingar eigi i viðræðum við samninganefnd Tryggingástofn- unar um raunhæfar Ieiðir til ná fram sparnaði fyrir ríkið í kostnaði við sérfræðilæknishjálp. í frumvarpi um breytingu á lögum um almannatryggingar er gert ráð fyrir að ríkið greiði ekki niður kostn- að við læknisþjónustu sérfræðinga nema að undangenginni tilvísun frá heimilis- eða heilsugæslulækni. Högni Óskarsson sagði að slíkt tilvís- anakerfi væri mjög óheppilegt ef til- gangurinn væri að ná fram sparn- aði. Heimilis- og heilsugæslukerfið gæti ekki annað slíkum tilvísunum, frekar en þegar svipað kerfi var í gildi fyrir 1984. Að auki ykist kostn- aðurinn bæði fyrir sjúklinga og ríkið ef fólk þyrfti fyrst að fara til heimil- islæknis og síðan sérfræðings. „Þegar tekið er tillit til óhagræðis og þes's að fólk þarf e.t.v. að fá frí frá vinnu, þá er ljóst að í mörgum tilvikum verður kostnaðurinn tvö- faldur. En tilvísanahugmyndin er trúaratriði fyrir suma, og það er ekki hægt að rökræða við menn um trú,“ sagði Högni. Þegar hann var spurður hvort hann ætti við heil- brigðisráðherra og aðra ráðamenn ráðuneytisins svaraði hann að ýmsir stjórnmálamenn tryðu þessu, en vildi ekki útskýra það nánar. Högni sagði að læknum hefði allt- af verið þetta ljóst, og viidú því frek- ar taka eitthvað á sig af sparnaði, svo framarlega sem iim raunhæfan sparnað yrði að ræða. Hann vildi ekki upplýsa hvaða leiðir væru þar færar þar sem samningaviðræður stæðu yfir við Tryggingastofnun. Ráðherrar hafa notað orðið sjálf- tökukerfí yfír núgildandi samninga Tryggingastofnunar og sérfræðinga. Á blaðamannafundi á þriðjudag sagði Sighvatur Björgvinsson heil- brigðisráðherra, að kerfí sem þetta þekktist hvergi annarstaðar. Högni sagði það alrangt, að sérfræðingar skömmtuðu sér laun með þvi að kalla sjúklinga oftar til sín nauðsyn krefði. Samkvæmt upplýsingum Trygginga- stofnunar kæmu um 85% sjúklinga, sem leituðu til sérfræðinga, sjaldnar en 5 sinnum á ári. í flestum tilfellum sem sjúklingar kæmu oftar væri um að ræða meðferð hjá geðlæknum sem tæki yfirleitt langan tíma. Högni sagði einnig rangt að kostn- aður við sérfræðiþjónustu lækna hefði farið 180 milljónir fram úr áætlun fjárlaga á þessu ári. „Komum til sérfræðinga hefur fækkað á árinu þótt heildareiningafjöldinn hafi auk- ist innan við 4% vegna þess að dýr- ari aðgerðir eru að færast af sjúkra- húsum og inn á stofu sérfræðinga. Þessi aukning svarar e.t.v. til 40 milljóna á ári. Þessar 180 milljónir eru einkum vegna þess, að miklu fleiri fríkort hafa verið gefín út en búist var við og einnig var fjárhagsá- ætlun fjárlaga á röngum forsendum, þeim að komum til sérfræðinga myndi fækka á árinu, án þess að nokkrar læknisfræðilegar forsendur væru fyrir því,“ sagði Högni. A ÞRIGGJA ARA GOMLU VERDI MÝTT GRElDSi.OKORTATlMABlt L A Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími 689070 OG GOTT BETUR! UORÐNVANMSPiMUR, BARRHEi-DNA ióUTREO.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.