Morgunblaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 31
31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1992
*
Ovissa um
árangur leið-
togafundar
Brussel. Reuter.
MIKIL óvissa einkennir allar
vangaveltur um hver verði
árangur leiðtogafundar Evrópu-
bandalagsins, sem hefst í Edin-
borg á morgun. A fundinum á
meðal annars að finna lausn á
því, hvernig bregðast eigi við
höfnun Dana á Maastricht-sam-
komulaginu, í þjóðaratkvæða-
greiðslu fyrr á árinu, og móta
fjárhagsramma bandalagsins
fyrir næstu ár.
Jacques Delors, forseti fram-
kvæmdastjórnar EB, sagði á blaða-
mannafundi í gær, að ef aðildarrík-
in væru ekki samstíga í að stefna
að nánari samruna þá væri það
hans tilfinning að sum ríki myndu
samt sem áður halda áfram ótrauð.
Francois Mitterrand Frakklandsfor-
seti viðraði svipuð sjónarmið í við-
tali við dagblaðið Financial Times.
Sagði forsetinn að ef Danir og Bret-
ar gætu ekki staðfest Maastricht
ætti að halda áfram án þeirra.
Noregur
Holst lætur umdeilda
fundargerð af hendi
Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins.
JOHAN Jorgen Holst, varnarmálaráðherra Noregs, sagðist í gær
myndu verða við beiðni Hægriflokksins og afhenda skriflega fundar-
gerð frá viðræðum sínum við ráðamenn í Moskvu.
Eftir fundina í Moskvu sagði
hann hins vegar í samtali við blaða-
mann Aftenposten að hann hefði
boðið Rússum til sameiginlegra
flotaæfinga með þátttöku skipa úr
flota Atlantshafsbandalagsins.
í gær átti Holst nokkurra
klukkustunda fund með varnar-
málanefnd Stórþingsins og sagði
þar að stjórnarandstaðan fengi
skýrslur um viðræðumar í Moskvu.
Ráðherrann var beðinn um að
útskýra hvers vegna hann hefði
sagt utanríkismálanefnd Stórþings-
ins allt annað en blaðamanni Aften-
posten í Moskvu um viðræður sínar
þar í borg. Nefndinni sagði hann
að í Moskvu hefði hann rætt við
Rússa um hugsanlegar sameigin-
legar björgunaræfingar með tilliti
til væntanlegra aðgerða á höfunum
af hálfq Sameinuðu þjóðanna (SÞ).
Landganga Banda-
ríkjahers snýst upp
í fjölmiðlasýningu
Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgunblaðsins.
ÞEGAR landgönguliðar bandaríska sjóhersins þustu á land
á ströndinni fyrir utan Mogadishu, höfuðborg Sómalíu,
skömmu fyrir dögun j gær, fór lítið fyrir mótspyrnu. Hins
vegar komu móttökur fjölmiðla þeim í opna skjöldu. Á
ströndinni varð ekki þverfótað fyrir hljóðnemum og mynda-
og kvikmyndatökuvélum með tilheyrandi fljóðljósum og
hávaða og fréttamönnum, sem vildu hver um annan þveran
varpa tíðindunum viðstöðulaust inn á stofugólf sjónvarps-
áhorfenda.
Dagblaðið The Boston Globe
hóf í gær frásögn sína af land-
göngunni á því að fréttamenn
hefðu gert aðsúg að landgöngu-
liðunum og sjónvarpsfréttamaður
einn sagði að atgangurinn hefði
einna helst minnt á kvikmyndirn-
ar um bleika pardusinn með Pet-
er Sellers í hlutverki Clousaus
lögregluforingja. Víst er að engu
var líkara en herinn hefði farið
staðavillt og gert innrás í Holly-
wood í stað þess að fara til
hijáðrar Sómalíu.
Um klukkustund eftir að her-
mennirnir stigu á land bárust
mótmæli til bandarísku sjón-
varpsstöðvanna vegna fljóðljós-
anna. Embættismenn varnar-
málaráðuneytisins í Washington
sögðu að flóðlýstir landgöngulið-
arnir hefðu litið út eins og skot-
skífur í flæðarmálinu og frétta-
menn hefðu með ofurkappi sínu
stefnt lífi þeirra í hættu.
Málið var hins vegar ekki alveg
svona einfalt. Blaðafulltrúi hers-
ins í Sómalíu hafði daginn áður
veitt fréttamönnum allar upplýs-
ingar um það hvar og hvenær
fyrstu hermennimir stigju á land
og í raun boðið þeim til strand-
veislu.
Fréttamönnum, sem þurftu að
allt að því að beita glóandi töng-
um til að fá fréttir S Persaflóa-
stríðinu, kom á óvart hve varnar-
málaráðuneytið var skyndilega
ósínkt á upplýsingar. Fréttamenn
BBC sögðu í fréttatíma upp úr
hádegi á mánudag að svo virtist
sem Bandaríkjaher hygðist láta
til skarar skríða í dögun þriðju-
dags til þess eins að tryggja
bandarískum sjónvarpsstöðvum
beina útsendingu á besta sjón-
varpstíma á heimavígstöðvunum.
Það eina sem gleymdist, var
að segja fréttamönnunum að
slökkva ljósin.
Þegar bandarísku landgönguliðar’nir, þar á meðal David Rankin
frá Texas, sem hér sést, stigu á land, biðu þeirra flóðljós sjón-
varpsmanna.
B R
EITLING
1884
v
Gullfallegt úraval
Olíuverð
stórlækkar
OLÍUVERÐ stórlækkaði á
mörkuðum í gær og nemur
lækkunin því 15% á undanförn-
um sjö vikum. Ástæðan er of-
framleiðsla, birgðasöfnun og
spádómar um að draga muni
úr eftirspum á næstunni. Verð
á Brent-blöndu, sem haft er til
viðmiðunar í olíuviðskiptum,
lækkaði um 30 sent í gær og
kostaði fatið 17,65 dollara mið-
að við 21 dollar um miðjan
október. Hefur verðið ekki ver-
ið lægra frá því um miðjan
mars.
Nasistafor-
ingi í dýfliss-
una
THOMAS Dienel, einn helsti
foringi nýnasista í Þýskalandi,
var dæmdur í tveggja ára og
átta mánaða fangelsi í gær
fýrir að hvetja til kynþáttaof-
beldis og fjöldamorða á gyðing-
um og útlendingum. Dienel er
31 árs og er fyrrverandi leið-
togi í svæðissamstökum ungl-
iðadeildar kommúnistaflokks
Austur-Þýskalands. Stjómin í
Bonn ákvað i gær að óska eftir
því að hann og Heinz Reisz,
annar nýnasistaforingi, yrðu
sviptir borgaralegum réttindum
til langframa. Næði það fram
að ganga yrði þeim bannað að
tala um stjórnmál opinberlega
eða í fjölmiðlum eða stofna til
eða ganga í stjómmálasamtök.
NATO ræðir
íhlutun í
Bosníu
Varnarmálaráðherrar Atl-
antshafsbandalagsins (NATO)
koma saman til fundar í Bruss-
el í dag. Helsta viðfangsefni
þeirra verður að ræða hugsan-
lega íhlutun til þess að stöðva
bardaga í Bosníu en þrýst hefur
verið á Vesturlönd um að
stöðva blóðbaðið þar. Heimildir
hemídu í gær að áætlanir um
hugsanlegar aðgerðir væru
þegar fyrir hendi hjá NATO en
framkvæmdion ylti á því hvað
Sameinuðu þjóðimar leyfðu.
Gengur vel í
pólferðinni
NORSKI ævintýramaðurinn
Erling Kagge, sem freistar þess
að verða fyrstur manna til þess
að ganga einn síns liðs á Suður-
pólinn, er á undan áætlun.
Hefur hann lagt 520 kílómetra
að baki á skíðum sínum frá því
hann lagði upp frá ísröndinni
17. nóvember sl. og á því eftir
800 km á leiðarenda. Kagge,
sem er 29 ára lögmaður, gekk
á Norðurpólinn við annan mann
árið 1990.