Morgunblaðið - 10.12.1992, Síða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1992
Yfirlýsing frá Keldum og yfirdýralækni
Smáveirusótt í hundum
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing frá til-
raunastöðinni á Keldum og yfir-
dýralækni:
„Kominn er upp hér á landi sjúk-
dómur í hundum af völdum svokall-
aðra parvoveira. Sjúkdómur þessi fór
eins og eldur í sinu víða um heim á
árunum 1978-1980 en hefur ekki
borist hingað fyrr en núna.
Um er að ræða mjög smitandi
sjúkdóm. Ur því að þessi sýking er
Vitna leitað
að árekstri
Slysarannsóknadeild lögreglunn-
ar í Reykjavík lýsir eftir vitnum að
umferðarslysi sem varð á mótum
Kringlumýrarbrautar og Miklu-
brautar um klukkan 14.25 á mánu-
dag en þá rákust saman Honda-
fólksbíll, sem ekið var austur Miklu-
braut og Volvo-fólksbíll, sem ekið
var vestur Miklubraut og beygt til
suðurs Kringlumýrarbraut. Þunguð
kona var flutt á slysadeild en meidd-
ist ekki alvarlega. Ökumenn greinir
á um stöðu umferðarljósa á gatna-
mótunum þegar áreksturinn varð og
óskar lögregla eftir að ná tali af
vitnum að óhappinu.
komin til landsins má vænta þess
að allur hundastofninn smitist smátt
og smátt. Hversu alvarlega afleið-
ingar það kann að hafa er erfitt að
segja fyrir um. Reynsla erlendis er
sú að allt að 20% hunda fá sjúkdóm-
seinkenni en 80% smitaðra hunda
sýna engin eða mjög væg einkenni.
Dánartíðni getur verið frá því að
vera minni en 1% og upp í 5% af
hundastofninum. Allt er þetta þó háð
ýmsum ytri aðstæðum, t.d. lækningu
og meðferð, hversu fljótt er brugðist
við með bólusetningu og öðrum fyrir-
byggjandi aðgerðum, hversu margir
hundar eru á svæðinu og aldursdreif-
ingu innan hundastofnsins.
Sjúkdómurinn kemur fram á
tvennan hátt. Annars vegar sem
hjartabólga í ungum hvolpum, 6-8
vikna. Þeir geta snöggdrepist eða,
ef þeir hjarna við, drepist síðar á
ævinni vegna hjartabilunar, t.d. ef
þeir verða fyrir óvæntu álagi eða
áreynslu. Hins vegar sem garna-
bólga með alvarlegum niðurgangi,
oft blóðugum. Hundar á öllum aldri
geta veikst en ungir hundar, 2-3
mánaða, og fullorðnir eru viðkvæm-
astir. Sjúkdómurinn byijar með
slappleika, hita og uppköstum og
nokkrum klukkustundum síðar fær
sjúklingurinn heiftarlegan niður-
gang. Dánartíðni getur verið allt frá
10% og upp í 90% af hundum sem
Loðfóðraðir kuldaskór. Verð kr. 4.680,-
Lambsullarpeysurnar komnar aftur.
Verð 2.900,-
Háir Getta Grip kr. 7.500,-
Milliháir Getta Grip kr. 6.700,-
Lágir Getta Grip kr. 5.700,-
Doctor Martens kr. 4.500,-
Stærðir 36—41.
Nýtt greiðslukortatímabil.
é ÉRk S 99m Msl S
" Eiðistorgi
Kringlunni
j
r-iffsrti fffff
Laugavegi 67
veikjast.
Tíminn sem líður frá því að hund-
ar smitast þar til sjúkdómseinkenna
verður vart eru 2-8 dagar. Sýktir
hundar skilja veiruna úr með saum-
um í stórum stíl og geta verið smit-
berar í u.þ.b. 2 vikur. Fólki stafar
ekki hætta af þessum sjúkdómi.
Ekki er vitað hvemig sjúkdómur-
inn hefur borist hingað til lands.
Veiran sem veldur honum er mjög
harðger og getur lifað í umhverfínu
árum saman. Hún getur borist milli
landsvæða, landa og jafnvel heims-
álfa með skófatnaði ferðamanna.
Við aðstæður hér á landi og mögu-
Ieikum á víðtækri bólusetningu og
einangmn hunda, teljum við hættu
á faraldri litla sem enga.
Reynslan hefur sýnt að ómögulegt
er að ná tökum á þessum sjúkdómi
og hindra smitdreifingu öðmvísi en
með bólusetningu. Frá bólusetningu
geta liðið allt að 4 vikur þar til bólu-
sett dýr hefur fengið fulla vöm gegn
sjúkdómnum. Hvolpar em sérlega
viðkvæmir fyrir sýkingu og getur
verið erfiðleikum bundið að veija þá
á viðkvæmasta aldursskeiðinu.
Gerðar hafa verið ráðstafanir til
þess að fá bóluefni til landsins.
Mælt er með því að bólusetja full-
orðna hunda tvisvar sinnum með
3-4 vikna millibili og síðan árlega.
Hvolpa skal bólusetja þrisvar sinnum
með 4 vikna millibili (8, 12 og 16
vikna). Síðan skal bólusetja þá þegar
þeir eru ársgamlir og upp frá því
árlega. Á svæðum þar sem mikil
brögð eru að sjúkdómnum er mælt
með því að byija bólusetningu á
hvolpunum þegar þeir em 6 vikna
gamlir.
Tíkur skal bólusetja við pömn eða
á fyrri hluta meðgöngu.
Mælt er með því að hundaeigend-
ur forðist fyrst um sinn allar sam-
komur (hundasýningar, námskeið
o.þ.h.) og staði þar sem hundafólk
og hundar venja komur sínar. Óhætt
er að viðra hunda í bandi en forðast
verður að þeir komist í snertingu
við aðra hunda eða valsi um lausir.“
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
Á síðastu sýningu vakti einn nemandinn Geirþrúður Hildi-
brandsdóttir mikla athygli fyrir framlag sitt til sýningarinnar.
Ekki fylgir sögunni hvort hún hafi náð prófum í fyrra þannig
að ekki er Ijóst hvort hún kemur fram nú.
Nemendasýning á Hólum
Fáksspor til framtíðar
SÝNING nemenda Bændaskólans á Hvanneyri, „Fáksspor til
framtíðar", verður haldin á iaugardag. Munu nemendur sýna
þar árangur af frumtamningu trippa í haust, bæði í reiðskála
skólans og eins í reið utanhúss.
Þá verða skólahestamir sýndir
í tvöföldum taum í reiðskálanum.
Verður það munstursýning þar
sem nemendur stóma hestunum
með löngum taum, gangandi fyr-
ir aftan hrossin. Einnig verður
sýning á reiðtygjum þar sem
sýndir verða mismunandi gerðir
hnakka, beislisbúnaðar og
ýmissa hálpartækja sem notuð
em við tamningu og þálfun
hrossa.
Formaður hestamannafélags
nemenda, Elvar Einarsson, sagði
að að sjálfsögðu væm allir vel-
komnir, dagskrá hæfist klukkan
13.30 og í lokin væri boðið upp
á kaffi og meðlæti. Þetta er í
annað sinn sem nemendur gang-
ast fyrir sýningu á þessum árs-
tíma undir þessu heiti og taldi
Elvar líklegt að þetta verði ár-
viss viðburður í starfí skólans í
framtíðinni.
Hundagæsluheimilið Arnarstöðum
Abyrgðarleysi í yfir-
lýsingu yfirdýralæknis
Morgunblaðinu hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing frá Guð-
ríði Þ. Valdimarsdóttur, for-
stöðumanni Hundagæsluheimil-
isins Arnarstöðum:
„Ég vil lýsa vanþóknun minni á
yfírlýsingu Brynjólfs Sandholt yfir-
dýralæknis við fjölmiðla um að
tveir hundar hefðu drepist á
hundagæsluheimilinu á Amarstöð-
um. Mér fínnst hann sýna mikið
ábyrgðarleysi og lít ég á þetta sem
hreinan atvinnuróg. Máli mínu til
stuðnings liggur ekki fyrir 100%
staðfesting á því, að þetta sé
parvoveira, þar sem niðurstaða úr
blóðsýnum er ekki komin.
Hins vegar veiktist einn hundur
á hundagæslunni, en ekki tveir.
Annar hundurinn, sem hann vænt-
anlega á við, silki-terrier var að-
eins einn sólarhring hér og gæti
hafa skilið eftir sig smit, sem ég
veit þó ekki hvað ég á að halda
um, þar sem mínir hundar eru all-
ir hraustir og voru þeir í náinni
snertingu við hann, ekki síst
þriggja mánaða hvolpar, sem sagð-
ir eru í mestri smithættu.
Að sjálfsögðu geta þeir sem eru
með hundagæslu eða aðra þá starf-
semi, þar sem margir hundar koma
saman, ekki varið sig gegn smit-
sjúkdómum. Hlýtur það að verða
krafa okkar að parvobólusetningu
lokinni, að aðeins þeir fái inni, sem
sýna bólusetningarvottorð. Hunda-
fólk hér á landi og forráðamenn
HRFÍ hafa einmitt óttast mjög það
ástand sem nú hefur skapast. Það
var í raun ekki spuming um hvort
heldur hvenær.
Haft er eftir Brynjólfi í DV 8.
des. að báðir hundarnir hafi verið
í hundageymslu og veiktust með
viku millibili og eigi þeir von á að
geta hindrað frekari útbreiðslu
þaðan. Einnig er haft eftir Brynj-
ólfí í Mbl. sama dag „Sennilega
verður tekið blóðsýni úr hundun-
#5%
c/3
^ ...alltafþegar
-V við erum vandlát
um“ (A þar við á Arnarstöðum).
Mér þykir mjög miður að maður í
hans stöðu skuli ekki hafa fyrir
því að kynna sér málsatvik. Rétt
er, að hundurinn sem veiktist hér
kom í hundagæsluna viku eftir að
silki-terrierinn fór. Og varðandi
blóðsýnin, þá voru þau tekin 3
dögum eftir lokun hundagæslunn-
ar, þ.e.a.s. á fimmtudegi og bað
ég um að sending þeirra til Dan-
merkur hefði forgangshraða.
Næsta mánudag þ.e.a.s. 30.
nóvember var blóðið enn á Keldum.
Mér fínnst eins og yfírdýralækn-
ir sé að leita sér að blóraböggli í
þessu máli. En kastar ekki Brynj-
ólfur gijóti úr glerhúsil!
í áðumefndum blaðagreinum
segir hann að ýmislegt geti verið
þess valdandi að smitið barst til
landsins og nefnir þar m.a. bólu-
setta innflutta hunda. Er þá ekki
óábyrgt að leyfa innflutning á
hundum áður en þeir hundar sem
fyrir eru í landinu eru bólusettir?
Er það ekki einmittt brotalömin
við einangrunarstöðina í Hrisey?
Margir dýralæknar sem ég hef átt
tal við hafa stutt þann grun, að
hvolpar sem fæðast hér á landi af
bólusettri innfluttri móður, geti
borið veiruna í sér í langan tíma.
Utanaðkomandi ástæður svo sem
streita og margt fleira geti því
komið sjúkdómum af stað. Granur
leikur á að einmitt þannig hafi
farið fyrir silki-terriemum.