Morgunblaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 4
iÍÖKGUNBLÁÐlÍ) ÞRIÐJUDÁGKR Í5. 'dIíÍSEMBER 1992 4 A Afengi hækkar um 1,51% að meðaltali VERÐ á áfengi þar á meðal bjór hækkaði að meðaltali um 1,51% um helgina. Þá hefur tóbak verið hækkað að meðaltali um 6,3%. Ef borið er saman verð á nokkrum algengum tegundum sterkra og léttra vína kemur í ljós að miðað við 1. desember 1991 hafa þær hækkað um allt að 11,9%. Einstakar tegund- Innbrot tvöfaldast FJÖLDI innbrota í Garðabæ og Hafnarfirði hefur nær tvöfaldast á þessu ári frá því síðasta. Nú hafa borist yfir 450 kærur um innbrot i bæjunum tveimur. Lögreglan segir erfitt að koma auga á skýringar aukningarinnar, helst sé talið að rekja megi innbrotin til verra efnahagslegs ástands. ir léttra vína hafa þó lækkað. Sam- kvæmt upplýsingum frá Hagstof- unni hækkaði framfærsluvísitalan um 0,9% frá 1. nóvember 1991 til 1. nóvember 1992. í frétt frá Áfengis- og tóbaks- verslun ríkisins segir, að verð á víni og sterkum drykkjum hafi verið breytt til samræmis við þær breyt- ingar, sem orðið hafa á gengi ís- lensku krónunnar eftir 1. september síðastliðinn. Það sama á við um ís- lenskan bjór, þó með því fráviki að 3% ígíldi jöfnunargjalds er fellt nið- ur, en jöfnunargjald á að falla niður af öllum iðnaðarvörum um næstu áramót. Einnig hafa nokkrir fram- leiðendur lækkað vöru sína. Verðbreyting á tóbaki er til sam- ræmis við gengisbreytingu en auk þess er magnskattur á tóbaki hækk- aður um 2%. Tóbak er að mestu keypt fýrir Bandaríkjadali en verð dalsins var 56,78 krónur í janúar en er nú 63,06 krónur. Meðalhækk- un á tóbaki er því 6,3%. V^íðbi^ yting á áfengi m tóbaki Verð 1-des. '9 Fitter sígai 225, Fauna vindl fsl. brenniviii, 70 cl 1.700,- Smirnoff vodh I 2.210,- Eldur is vodka 2.180,- 2.330,- Pólskur vodka 1.980,- St. Emilion rauðvín 1.090,- í Piat Bea 1.020,- Hocheimel 780, Chablis B 590,- Egils gull 790, Lövenbrði 860,- lækkaði Aifeekkun y / (%) VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 16. DESEMBER YFIRUT: Milli Jan Mayen og Noregs er 953 mb djúp og víðáttumikil lægð sem hrevfist suðvestur og síðar suður yfir Norður-Grænlandi er 1.030 mb hæð. SPÁ: Norðan- og norðvestan stormur um mestallt land og sumstaðar rok um morguninn. Um og uppúr hádegi fer heldur að lægja um landið austanvert en áfram verður stormur eða rok vestan til á landinu. Snjókoma verður fyrir norðan en él sunnan heiða. Búast má við miklum skafrenningi, einkum norðan- lands, frost verður 3-8 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Minnkandi norðaustanátt. éljagangur á Norður- og Austurlandi og norðantil á Vestfjörðum og einnig við suöurströndina en nokkuð bjart veður vestanlands. Frost 5-10 stig. HORFUR Á FIMMTUDAG: Hæg norðaustanátt með smáéljum á Norður- og Austurlandi en annars úrkomulaust. Frost 6-12 stig. Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.46, 16.30, 19.30, 22.30.Svars(mi Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. o & * A Sunnan, 4 vindstig. Vindðrin sýnir vindstefnu og fjaðrirnar vindstyrk, Heiðskírt Léttskýjaö Hálfskýjað Skýjaö Alskýjaö heil fjöður er 2 vindstig.. / / / * / * * * * • X * 10° Hitastig / / / / / * / / * / ♦ * * * * V V V V Súid J Rigning Slydda Snjókoma Skúrír Slydduél É1 = Þoka ' FÆRÐÁ VEGUM: (Kl. 17.30 í gær) Sæmileg færö er é vegum í nágrenni Reykjavíkur og fært um Hellis- heiði og Þrengsli en þar er töluveröur skafrennlngur. Þungfært er hins vegar um Mosfellsheiði og víöa ( uppsveitum Borgarfjarðar og Árnes- sýslu. Fært er meö suðurströndinni og austur á Firði og er fært um Fjaröarheiði og Oddsskarð. Ófært er hins vegar um Breiðdalsheiði, Vatnsskarð eystra og Möðrudaisöræfi. Töluverður skafrenningur er víða á vegum ó Vesturlandi en þó er fært fyrir Hvalfjörð, um vegi á Snæfells- nesi og um Heydal f Búðardal. Þar fyrir vestan eru vegir illfærir eða ófærir. Það er fært frá Brjánslæk til Patreksfjarðar og þaðan til Bildu- dals. Flestir vegir á norðanverðum Vestfjörðum og i Strandasýslu eru ófærir. Ófært er um Holtavörðuheiði og má segja að vegir ó norðan- verðu landinu séu víðast ilifærir eða ófærir vegna snjóa. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og ígrænnilínu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 i gær að ísl. tíma hhi veður Akureyri +6 snjókoma Reykjavlk +6 skýjað Bergen 7 súld Helsinki +2 «kýjað Kaupmannahöfn 8 þokumóða Narssaresuaq +22 helðakírt Nuuk +16 léttskýjað Osló 1 þoka Stokkhólmur 1 slydda Þórshöfn 3 skýjað Algarve Amsterdam Barcelona Berlín Frankfurt Glasgow llamli nm HamDorg London Los Angeles Lúxemborg Madríd Malaga Mallorca Montreal New York Oriando Perís Madelra Róm Vft* Washlngton Wlnnlpeg 16 léttakýjað 9 alskýjað 12 Mttakýjað 9 alakýjað +2 þokumóða 6 þokumóða alskýjað skýjað skýjað 9 skýjað 7 helðskírt 4 þokumóða 8 láttskýjað 16 akýjað 16 akýjað f4 léttskýjað vantar 10 þokumóða 6 alskýjað 16 skúr 6 síð. klst. 14 heiðskíit 4 rigning vantar +8 þokumóða f DAG kl. 12.00 Heimild: Veöuratofa íslands (Byggt á veöurspá kl. 16.15 í gær) Lítið um óhöpp í aftakaveðri sem gekk yfir landið AFTAKAVEÐUR var víða um land yfir helgina, þó helst um Norð- austurland. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu íslands er búist við miklu hvassviðri um allt land fram eftir degi í dag og sums staðar er spáð aftakaveðri. Búist er við að dragi úr veðrinu í kvöld og á morgun. Bíll fauk inn í garð Slæmt v.eður var á Norðaustur- landi á sunnudag. Á Siglufirði var mjög hvasst á sunnudagsmorgun. Þar fauk bíll af bílastæði inn í garð eigandans. Þá fuku þakplötur af húsi í bænum. í gær var fólk að grafa bíla sína upp úr snjónum. Á sunnudagskvöld gekk veðrið aðeins niður þó að enn hafi þar verið slæmt veður í gærdag. 200 manns veðurtepptir Frá ísafirði var svipaða sögu að segja. Þar var enn ófært milli Bolungarvíkur og ísafjarðar í gær. Þá urðu um 200 manns veð- urtepptir í Hnífsdal eftir dansleik í félagsheimilinu þar aðfaranótt sunnudags. Fólkið komst svo aftur til ísafjarðar á sunnudagsmorgun, þegar búið var að ryðja Eyrarhlíð, sem liggur á milli ísafjarðar og Hnífsdals. Helga RE fékk á sig brot Rækjutogarinn Nökkvi HU frá Blönduósi fylgdi Helgu RE til hafnar á Skagaströnd á sunnudag eftir að Helga fékk á sig brotsjá á miðunum. Trollið fór í skrúfuna og siglingatækin urðu óvirk. Skip- vetjum tókst að ná trollinu að mestu úr skrúfunni þannig að Helga gat siglt í land fyrir eigin vélarafli. Vegna þess hve veðrið var vont og siglingatækin óvirk fýlgdi Nökkvi Helgu til hafnar og gekk ferðin hægt en áfallalaust. Ó.B. Samkomum frestað Á Egilsstöðum var veðrið einnig mjög slæmt, en engin óhöpp urðu vegna þess. Þá var öllum samkom- um á Sauðárkróki frestað um helg- ina. Þar hélt fólk sig einnig innan- dyra og engin óhöpp urðu vegna veðursins. Undir Hafnarfjalli í Borgarfirði voru um 11 bílar skildir eftir á laugardagskvöld, þar sem fólk komst ekki áfram. Lögreglan í Borgarnesi aðstoðaði fólkið við að komast leiðar sinnar. Mikið slasaður eftir slys á Skagaströnd ÖKUMAÐUR slasaðist alvarlega þegar jeppabifreið sem hann var á valt niður í fjöru af aðalgötunni á Skagaströnd í vondu veðri á sunnudaginn. Hvassviðri og mikill skafrenningur var þegar slysið átti sér stað. Maðurinn var á ferð fyrir víkina á stórum jeppa, en í kófinu missti hann bílinn hálfan út af þannig að hann hékk á vegabrúninni. Bratt er niður í fjöru þar sem bíll- inn var og u.þ.b. fimm metrar nið- ur í stórgiýtið. Ökumaðurinn hringdi strax eftir gröfu sem kom á staðinn til að draga bílinn upp á veginn. Bíllinn var bundinn í gröfuna með sverum kaðli og síðan dregið í. Þegar hann var kominn hálfur upp á götuna fór eigandinn inn í hann tií að stýra honum. Þá vildi ekki betur til en svo að þegar grafan ætlaði að draga bílinn lengra inn á veginn, slitnaði kað- allinn. Bíllinn fór fram af brúninni og valt niður í fjöruna. Þar lenti hann á hjólunum, talsvert mikið skemmdur, en eigandinn kastaðist út úr honum í veltunni og slasað- ist alvarlega. Mun maðurinn vera mjaðmagrindarbrotinn og eitthvað meira slasaður. Gröfumaðurinn hringdi strax á aðstoð björgunarsveitamanna úr slysavamadeildinni og komu þeir skömmu síðar með börur og náðu manninum upp úr fjörunni. Þá var veðrið svo vont að þeir urðu að skríða yfír götuna með börumar til að koma slasaða manninum í húsaskjól. Það dróst svo fram eft- ir degi að sjúkrabíll kæmist frá Blönduósi með lækni til að hlúa að manninum og koma honum á sjúkrahúsið á Blönduósi. Ástæðan var sú að sjúkrabíllinn fauk útaf veginum rétt ofan við Blönduós og tókst ekki að koma lækninum til Skagastrandar fyrr en í þriðju eða fjórðu tilraun vegna veðurofs- ans og hálkunnar. Flogið var með manninn til Reykjavíkur í gær- morgun og gert að meiðslum hans þar. Þessi atburður verður enn til að magna þá óánægju sem er meðal íbúa Skagastrandar að ekki skuli vera búsettur læknir á staðn- um. Þrátt fyrir ítrekaðar kröfur um lækni í tengslum við heilsu- gæsluna hefur það ekki fengið náð fyrir augum ráðamanna heilbrigð- ismála. Ó.B. Kristján Jóhanns- son á Að- alstöðinni AÐALSTÖÐIN hefur ákveð- ið að flytja upptöku af Grímudansleiknum eftir Verdi í flutningi Chicago- óperunnar með Kristjáni Jóhannssyni í aðalhlutverki. Óperan verður á dagskrá Aðaistöðvarinnar á jóladag klukkan 13. Að loknum flutningnum verður viðtal við Kristján Jóhannsson. Sem kunnugt er af fréttum hefur Kristján Jóhannsson blotið lofsamlega dóma fyrir frammistöðu sína í þessari óperu. Til dæmis segir John von Rhein aðaltónlistargagn- rýnandi Chicago Tribune að Kristján hafi með frammistöðu sinni „svo sannarlega náð á toppinn". I frétt frá Aðalstöðinni um þetta mál segir að það sé stöð- inni mikill heiður að fá að leyfa íslendingum að heyra í Krist- jáni um jólin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.