Morgunblaðið - 15.12.1992, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 15.12.1992, Qupperneq 14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1992 14 Falleg útgáfa aðventista á sálmum og lofsöngvum _________Tónlist____________ Ragnar Björnsson Aðventistar hafa ráðist í það stór- verkefni að gefa út safn sálmalaga, rúmlega 460 talsins, í fallegu og hentugu bókarformi, í a-5-broti. Þessir rúmlega 460 lagboðar og textaheiti skiptast í ellefu hluta, sem hver þjónar trúarþörf og -iðkun manna, svo sem Tilbeiðsla, Guð fað- ir, Jesús Kristur, Heilagur andi, Guðs orð, Fagnaðarerindið, Söfnuð- urinn, Kristilegt lífemi, Tímaskipta- sálmar, Heimilið og Bænasvör. Þess- ir ellefu hlutar skiptast síðan niður í smærri einingar og er öllu stillt upp í einfalt og aðgengilegt form. Bókin er í fallegu bandi, situr vel á nótnahaldi hljóðfærisins. Nótnasetn- ing og umbrot er gerð í Danmörku af Gylfa Garðarssyni, bókin er prent- uð í Finnlandi, hvar band bókarinnar er einnig unnið, en útgefandi er Frækomið, bókaforlag aðventista. Full ástæða er til að benda á tilkomu þessarar sálmasöngsbókar, sem jafnframt er sálmabók, en sálma- versin em prentuð með nótunum, sem er mikill kostur. Eðlilega em margir sálmarnir og lögin í bókinni fyrst og fremst notuð í söfnuði að- ventista, en meirihlutinn þó þekktur frá ýmsum athöfnum þjóðkirkjunn- ar. Fyrir almennum safnaðarsöng hefur einnig verið hugsað í um- ræddri útgáfu, því mörg laganna hafa verið flutt til í tóntegund, til að gera þau viðráðanlegri hinum almenna kirkjugesti. Sannarlega fal- leg og hentug útgáfa sem heima ætti í öllum söfnuðum sem „ganga fyrir skapara okkar“ með „þakkar- gjörð og lofsöng", eins og segir í formála að útgáfunni. ÆTLAR ÞÚ AÐ FjÁRFESTA í NÝjU SjONVARPI ? FAGMENN UM ALLAN HEIM TAKA SONY SJÓNVÖRP OG SJÓNVARPSMYNDAVÉLAR FRAM YFIR ÖLL ÖNNUR TÆKI VEGNA ÁREIÐANLEIKA OG MYNDGÆÐA ÞEIRRA OG SEGIR ÞAÐ SÍNA SÖGU UM GÆÐI TÆKJANNA. BRAUTARHOLTI OG KRINGLUNNI SIMI 62 52 00 Hnetubrjótnrinn 2. þáttur. Nemendur úr Ballettskóla Guðbjargar Björgvins. HNETU- BRJÓTUEINN __________Ballett Ólafur Ólafsson Hnetubrjóturinn, ballett í 2 þáttum. Tónlist P.I. Tsja- ikovskíj. Saga: E.T.A. Hoff- mann. Dansarar: Nemendur ballettskóla Guðbjargar Björgvins. Til aðstoðar: Anna Björk Gunnarsdóttir. Stjórn- andi sviðssetningar: Guðbjörg Björgvins. íslenska óperan, 13. desember 1992 Jólin eru tími hefða og fjöl- skylduboða. Víða er hefð fyrir því að setja Hnetubijótinn á svið um jólin, enda byijar sagan á jólaboði á aðfangadagskvöldi. Margir ballettflokkar og skólar hafa Hnotubijótinn á efnisskrá sinni um hver jól og hafa þannig skapað ákveðna hefð í ballett- heiminum. Balletskóli Guðbjargar Björg- vins frumsýndi sinn Hnetubijót í húsnæði Islensku óperunnar á sunnudaginn. Guðbjörg Björg- vins hefur jafnan lagt ríka áherslu á það að gefa nemendum sínum tækifæri til að dans á sviði og er það virðingarvert. Það er ekki lítið að færast í fang að setja verkið á svið. Hnotubijótur- inn er meðal þekktustu klassísku balletanna. Þó hér sé notuð tón- list Tsjaikovskíjs og saga Hoff- manns og stuðst við hefðbundna kóreógrafíu, hafa dansar eðlilega verið einfaldaðir og samdir á ný. Það er alveg Ijóst, að allt aðrar kröfur eru gerðar til uppfærslu verksins, eftir því hvort í hlut eiga atvinnudansarar eða nem- endur. Þau eru ekki mörg klass- ísku ballettverkin, sem böm og nemendur gætu leyft sér að taka til flutnings. Ætli þau séu öllu fleiri en einmittt Hnotubijótur- inn. Hann er jólaballett barn- anna. Hvað sem því líður, þá er uppfærsla Ballettskóla Guð- bjargar Björgvins einhver ein- lægasta nemendasýning, sem ég hef séð og mikið þrekvirki. Sagan segir frá Drosselmeyer, sem er göldróttur úra- og dúkku- smiður. Frænda hans hefur verið breytt í hnetubijót af Músa- drottningunni. Til að losna úr álögunum, verður Hnetubijótur- inn að drepa Músakónginn og ung stúlka verður að verða ást- fangin af honum. Drosselmeyer ákveður að nota jólaboð guðdótt- ur sinnar, Klöru, til að eyða álög- unum. Þegar gestimir eru fam- ir, fer Drosselmeyer með Klöru í Ævintýraheim, þar sem tíminn stendur í stað. Klara hjálpar Hnetubijótnum að fella Músa- kónginn og losna úr álögunum. Sagan er hreinræktað ævintýri, þar sem takast á góð og vond öfl, ástir og álög, draumar, vonir og þrár. Það var einlæg heildarmynd ballettsins sem gekk upp. Nem- endurnir skiluðu sínum hlut eins vel og hægt var að ætlast til af svo ungum dönsumm. Umgjörð sýningarinnar og búningar hjálp- uðu líka til. Það verður seint lögð of mikil áhersla á gildi dansins, hreyfíngar og tónlistar í uppeldi og þroskaferli barna og ungl- inga. Þó svo að tækni nemend- anna sé mismikil og þá svo að fjölmargir væra þama að stíga sín fyrstu spor á sviði, varð það að aukaatriði, því einlægnin og dansgleðin vora allsráðandi. Sviðið í Óperanni er ekki stórt og hentar vart fyrir ballett, En Guðbjörg Björgvins leysti það á skemmtilegan hátt og notaði á köflum allan salinn fyrir verkið. Það var auðheyrt á móttökum leikhúsgesta, að sýningin small beint í hjartastað. Ánægðir og þakklátir fóra þeir heim þetta kvöld. Eftir lifír í huganum minn- ingin um góða kvöldstund, þar sem kennari lagði í stórvirki með nemendum sínum og allt komst í höfn. Sýningar verða 14. og 16. desember í íslensku óper- unni, þar sem bömum og full- orðnum gefst tækifæri til að kynnast Klöra, Drosselmeyer og ævintýrinu um Hnetubijótinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.