Morgunblaðið - 15.12.1992, Page 15

Morgunblaðið - 15.12.1992, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1992 J;01 J'.UilMU'i.'IO .JI JI»j1)AG1IUH.Ih í'l(T.r--t-gv-i.;).'liOV'— „Þeir stukku þeg- ar aðrir hrukku“ Jónas Sigurgeirsson Pálmi Jónasson Nýjar bækur ■ Út er komin bókin Leik- ur blæjandi láns eftir hina kínversk-bandarísku Amy Tan í þýð- ingu Rún- ars Helga Vignisson- ar. í kynn- ingu útgef- anda segir m.a. um söguefnið: „Gamla kon- an minntist svans sem hún keypti á hlægilegu verði í Shanghai fyrir langalöngu. Þessi fugl, skrumaði götusal- inn, var einu sinni önd sem reigði hálsinn og teygði í von um að verða gæs og sjáðu nú! - hann er of fallegur til að borða hann. Síðan sigldu kon- an og svanurinn yfír haf sem var mörg þúsund li á breidd. En þegar konan kom til nýja landsins, Ameríku, rifu starfs- menn útlendingaeftirlitsins af henni svaninn og skildu hana eftir með aðeins eina svans- fjöður til minja. Nú er konan orðin öldruð. Hún átti uppkomna dóttur sem talaði einungis ensku og kyngdi meira af kóki en sorg. Lengi hafði konuna langað til að gefa dóttur sinni svans- fjöðrina með þessum orðum: „Þessi fjöður kann að virðast einskis virði, en hún er komin langan veg og ber með með sér allt það góða sem ég vildi.“ Og árum saman beið hún þess að geta sagt dóttur sinni þetta á lýtalausri amerískri ensku. Af einlægni frásagnargleði tekst Amy Tan að fjalla um samband austrænnar menn- ingar og menningu Vestur- landa og samband móður og dóttur á eftirminnilegan hátt. Útgefandi er bókaútgáfan Bjartur. Bókin er 203 bls. að stærð, prentuð í Prent- smiðju Arna Valdemarsson- ar. Kristín Ómarsdóttiir teiknaði mynd á kápu. Verð 2.680 krónur. ■ Steiktir grænir tómatar heitir skáldsaga eftir Fannie Flagg í þýðingu Jóhönnu G. Erfingsson. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Þessi skáldsaga er að sumu leyti harmræn skopsaga, sem fjallar um líf fólks í Suður- ríkjunum á tveim tímabilum þessarar aldar. Fannie Flagg tekst að færa sögu Suðurríkj- anna á tímum Kreppunnar miklu og réttindabaráttu svertingja, til okkar daga, á einstaklega hlýjan og minnis- verðan hátt. Sagan er með þjóðsagnablæ, fersk, heillandi og pviðjafnanlega fyndin." Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er 300 bis. Verð 2.490 krónur. ■ Blái engillinn heitir ævi- saga Marlene Dietrich eftir Donald Spoto í þýðingu Hönnu Bachmann. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Glæsileg og töfrandi, þessi orð hafa næstum glatað merkingu sinni, en eiga samt best við þegar Marlene Di- etrich er lýst. Hún var ein af divum tuttugustu aldar, seið- andi og dulúðug, leikferill hennar spannaði sex áratugi og hún var jafnvíg á kvik- myndaleik og sviðsleik. Hæfi- leikar og fágæt fegurð öfluðu henni heimsfrægðar." Útgefandi er Skjaldborg. Verð 2.490 krónur. __________Bækur_______________ Stefán Friðbjarnarson íslenzkir auðmenn Höfundar: Jónas Sigurgeirsson og Pálmi Jónasson. Almenna bókafélagið hf. Prentvinnsla G. Ben. prentstofa hf. Hönnun kápu: Hvita húsið. Orðið athafnaskáld er ekki að finna í íslenzkum orðabókum, enda nýtt af nál í tungunni. Það lýsir þó betur en flest annað einstaklingum, konum og körlum, sem yrkja á bók- fell atvinnulífsins, þar sem framtak og frumkvæði, fjármagn og þekk- ing eru stuðlar, höfuðstafír og rím. Ýmsir, sem koma við sögu í bók- inni íslenzkir auðmenn, eru at- hafnaskáld í þess orðs beztu merk- ingu, þótt enganveginn sé hægt að flokka alla þá er bókin nafngreinir undir sama hatt. En trúlega eiga þeir það sammerkt að eignarréttur- inn, sem stjórnarskráin helgar, hef- ur fremur hvatt en latt til framtaks þeirra og frumkvæðis. Staðreynd er að eignaréttar- og samkeppnis- þjóðfélög 20. aldarinnar státa af mun meiri verðmætasköpun og þjóðartekjum á hvern vinnandi mann en önnur samfélög, t.d. fyrr- um ríki sósíalismans í Austur-Evr- ópu, sem láta eftir sig rústir einar, efnahagslegar og félagslegar. „Ekki er synd að sönnum auði,“ segja höfundar bókarinnar í for- mála hennar. Það er hins vegar erfitt að skilgreina hugtakið „sann- ur auður". Sums staðar í veröldinni er himinhrópandi ginnungagap á milli ríkra og fátækra. Það gildir jafnt um einstaklinga og þjóðir. ís- lendingar eru til dæmis auðug þjóð samkvæmt upplýsingum höfunda. „Meðaleign hvers íslendings er yfír tvær milljónir króna og er með því hæsta sem gerizt í heiminum,“ seg- ir þar. Auknefnið hinn ríki kemur víða við í bóklegri og munnlegri geymd þjóðarinnar. Stundum sem hrós- yrði, stundum hið gagnstæða, og fór eftir viðhorfum þess er það not- aði. Það hefur hins vegar ekki farið á milli-mála að íslenzkt samfélag hefur í þúsund ár litið á eignir þegn- anna sem skattstofn, m.a. til að jafna lífskjör í landinu. Og þeim mun hagstæðari sem þjóðfélags- gerðin er atvinnulífínu og verð- mætasköpuninni þeim mun betur tekst að tryggja kostnaðarlega und- irstöðu samhjálpar, félagslegrar þjónustu og lífskjara í landinu. Eignaskattur, tíund, var lögtek- inn hér á landi þegar á elleftu öld (1096) að frumkvæði kjrkjunnar, Sæmundar fróða Sigfússonar í Odda og Markúsar Skeggjasonar lögsögumanns. Samkvæmt tíundar- lögum í Grágás skyldu allir telja fram og virða eignir sínar á hreppa- samkomu að hausti og sverja að rétt væri tíundað. Erlendis var tí- undin tekjuskattur en hér eigna- skattur. Hún var fyrsti skatturinn sem lagður var á eftir eignum og efnahag. Áður höfðu einungis tíðk- azt persónuskattar. Höfundar bókarinnar íslenzkir auðmenn miða, að eigin sögn, við 200 milljóna króna eign þegar þeir velja fólk til að fjalla um í bók sinni. Eignamat „er alfarið á okkar ábyrgð“, segir þeir í formála og hér verður ekki lagt mat á mælikvarða þeirra sem reyndar eru af ýmsum toga. „Stuðst er við allar opinberar upplýsingar sem fyrir liggja, svo sem skattskrár, veðbókarvottorð, brunabótamat, fasteignaskrá, upp- lýsingar frá Hagstofu Íslands, hlutafélagaskrá, ársreikninga fyrir- tækja og gengi hlutabréfa," segir í formála, en stundum virðist „lík- indareikningur" einnig koma við sögu. Forvitnilegasti kaflinn er trúlega sá síðasti, Nútíma víkingar, sem íjallar um íslendinga sem efnast hafa utan landsteina. Þann flokk fylla kaupsýslumenn, listamenn, íþróttamenn, fyrirsætur o.fl. Á heimavettvangi flokka höfundar fólk, sem frásögn þeirra nær til, eftir starfsgreinum í samfélaginu. Veruleikinn hefur ort_ margt mannlífsævintýrið. Bókin íslenzkir auðmenn tíundar nokkur slík. Og vei þeim sem ei virðir sannleik þann, sem veruleikinn yrkir kringum hann, stendur einhvers staðar. Það er á hinn bóginn ofvaxið þeim, sem hér skrifar, að skýra til hlítar hvað ræður auðsæld framtaksfólks í samfélaginu, því ekki verða allar ferðir um lendur atvinnulífsins til fjár, eins og kunn orð úr þjóðarbú- skapnum, skuldsetning og gjald- þrot, vitna gleggst um. Það virðist reyndar einnig vefjast fyrir höfund- um bókarinnar. Réttur maður með réttar hugmyndir á réttum tíma, segja sumir. Þrotlaus vinna og ráð- deild, samfara heppni, segja aðrir. Og ekki má gleyma menntuninni, þekkingunni og tækninni, sem flók- ið samfélag líðandi stundar gerir kröfu til, þótt skammt dugi ef áræði skortir. Eða sjálfu fjármagninu, sem máski er mikilvægasta vinnu- tækið í atvinnulífínu og þjóðarbú- skapnum. Trúlega þarf einhveija töfrablöndu af þessu öllu, en ekki sízt áræðið, einbeitinguna og heppnina, sem og hvetjandi og vel- viljað samfélag/starfsumhverfí. En ef til vill er skýringin einfaldlega sú sem felst í orðunum „þeir stukku þegar aðrir hrukku". eftir Guðjón Inga Eiríksson og Jón Sigurjónsson íkíty‘M Enn me\ra skolaekop Enn meira skólaskop er fjórða bindi hinna bráöskemmtilegu og vinsælu skólaskops-bóka, sem hafa að geyma safn af gamansögum úr skólalífinu. í Enn meira skólaskop fá allir sinn skammt, jafnt kennarar sem nemendur. Enn meira skólaskop er tilvalin jólagjöf til kennara, nemenda - og allra sem vilja láta kitla hláturtaugarnar um jólin! EZUl Spurningakeppnin okkar Spurningakeppnin okkar er sjálfstætt framhald bókarinnar Spurningakeppnin þín, sem hlaut afar góðar viðtökur í fyrra. í Spurningakeppnin okkar eru 600 fjölbreyttar spurningar og gátur sem snerta áhugasvið allra. Bókin er þannig uppbyggð að hún hentar jafnt fyrir tvo einstaklinga sem tvö keppnislið. Spurningabókin okkar er fróðleg og spennandi bók sem sameinar fjölskylduna og kunningjahópinn í skemmtilegum leik. Spurningabókin okkar er möndlugjöfin í ár. Það er ekki spurning! :

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.