Morgunblaðið - 15.12.1992, Side 19

Morgunblaðið - 15.12.1992, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1992 19 GraA.íSMTTOHOM Hýþjónusta Póstur og sími hefur opnað Símatorgið, nýja þjónustu þar sem fyriitæki og einstaklingar geta fengið úthlutað símanúmerum til að veita upplýsingaþjónustu á sjálfvirkum svörunarbúnaði. Það kostar meira að hringja í símatorgsnúmer en í venjuleg símanúmer og kostar hver mínúta í 1. flokki með númer 99 50 XX kr. 12.50 2. flokki með númer 99 51 XX kr. 16.65 3. flokki með númer 99 56 XX kr. 24.95 4. flokki með númer 99 1X XX kr. 39.90 5. flokki með númer 99 2X XX kr. 66.50 Notendur í nýju stafrænu símastöðvunum okkar geta valið um alla flokkana, en aðrir notendur geta valið númer í 1. og 2. flokki. Þetta er gert vegna þess að einungis notendur í stafrænum stöðvum geta fengið stundurliðun á símareikningi sínum og fylgst þannig með notkun sinni á þjónustu Símatorgsins. (Stafrænir notendur geta líka, ef þeir vilja, látið læsa símanum fýrir símatorgsnúmerum, en þá geta þeir ekki sótt þangað upplýsingar, þegar á liggur.) Nú þegar eru margir aðilar farnir að veita þjónustu í gegn um Símatorgið og þar má nú m.a. finna upplýsingar um veður, íþróttaúrslit, getraunir, sjónvarpsdagskrá og margt fleira. Þeir sem eiga tölvu og upphringimótald, geta komist í samband við tölvuupplýsingaveitur í gegn um Símatorgið. Kynntu þér þessa nýju þjónustu á næsta afgreiðslustað Pósts og síma. POSTUR OG SÍMI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.