Morgunblaðið - 15.12.1992, Síða 25

Morgunblaðið - 15.12.1992, Síða 25
vogsbúar ættu ekki að hafa áhyggjur af skólunum í sínu hverfi. Hér er mjög áhugasamt kennaralið sem hefur verið allt of hlédrægt við að koma því á fram- færi sem það hefur gert.“ Eldri krakkar fræða þá yngri um skaðsemi reykinga Aðspurður um nýjungar sem bryddað hefði verið uppá, sagði Ragnar frá verkefni er beindist gegn aukinni vímuefnaneyslu að undanförnu, og þá sérstaklega reykingum, en nú reykja um 20% nemenda í 10. bekk. „Því miður veit maður af því að krakkarnir eru farnir að fikta við þetta allt niður í ellefu, tólf ára aldur. Við þurfum að gera alvarlega hluti í þessu máli, og höfum í samstarfi við félagsmiðstöðina haldið nám- skeið fyrir tíundu bekkinga í því að hætta að reykja. Þetta er kannski ekki beinlínis hlutverk skólans, en við reynum að fræða nemendur um hversu hættulegar reykingar séu og jafnframt um skaðsemi áfengis og annarra vímuefna,“ sagði hann. Ragnar segir frá tilraunaverk- efni sem hófst í nóvember, í sam- starfi Garðaskóla og Foldaskóla auk félagsmiðstöðvanna tveggja sem tengjast skólunum, Garða- lundar og Fjörgynjar. í nóvember fóru sex starfsmenn með hóp 30 unglinga úr báðum skólum í Breiðabliksskálann til að halda ráðstefnu um „unglinga, lífshætti þeirra og framtíðina.“ Olafur Oddsson frá Rauða krossinum kom og sýndi skyggnur, lögreglan í Grafarvogi kom í heimsókn, en mest byggðist starfið á hópvinnu unglinga. „Unglingarnir sögðu við okkur að við byijuðum allt of seint með fræðslu um reykingar og vímu- efni. Þau vissu alveg um hvað þetta snerist, en ef við hefðum komið þegar þau voru ellefu og tólf ára. . . Við spurðum bara á móti hvort þau væru tilbúin til að koma og tala við krakkana, því þau sögðu líka að krakkar tækju meira mark á eldri krökkum en fullorðnum,“ sagði Ragnar. „Við ætlum að prófa að setja saman kennslustundir í samvinnu við unglingana. Auðvitað getum við ekki lofað því að það heppnist, en skólastarf byggist að nokkru leyti á því að prófa hluti og sjá hvort þeir reynast vel eða ekki. Gott skólastarf hlýtur að byggjast á því að maður meti það starf sem gert er hveiju sinni og breyti því ef hlutirnir ganga ekki. Það er þetta sem gerir __ skólastarf svona skemmtilegt. Ég tek ekki mark á einhliða sleggjudómum. Ég tel hvorki að nemendur eigi að njóta algers fijálsræðis né að kennarar eigi stöðugt að vera með vöndinn á lofti. Lausnin liggur í hvorugum endanum. Þó verð ég að segja það, að mér finnst skóli án aga ekki vera góður skóli. Agalaus skóli getur hreinlega ekki verið góður skóli.“ Friðarstund í firrtu þjóðfélagi „Við erum að taka á móti krökk- um úr þjóðfélagi sem sumir segja að sé firrt. Það er rétt að því leyti að það eru svo mörg áreiti í þjóðfé- laginu, að hlutverk skólan ætti raunverulega að hluta til að vera að skapa rólegar stundir. Ég hef varpað þeirri hugmynd fram með- al kennaranna hvort við ættum ekki að reyna að leggja meira upp úr því að lesa fyrir krakkana eða taka í spil — njóta þess að vera í rólegheitum. Ég vil reyna að þræða hinn gullna meðalveg með fullum þrýstingi og metnaði fyrir hönd skólans, sem gerir það að verkum að krakkarnir komi betri eða jafngóð út úr skólanum en þau komu inn í hann. í hvert skipti sem ég sé einhvern sem kemur verri út úr skólanum en hann kom inn í hann, tel ég að skólanum hafi mistekist." Viðtal: Guðmundur Löve MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1992 25 F ræðslufundir um jólin í skólum borgarinnar SJÖ fræðslufundir fyrir kennara í kristnum fræðum í grunnskól- um voru haldnir í Reykjavík fyrir nokkru. Fundirnir voru sam- starfsverkefni Fræðsludeildar þjóðkirkjunnar, Reykjavíkurpróf- astdæmanna beggja og Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur. Dagskrá fundanna var skipu- lögð þannig, að einn fundur var fyrir kennara unglingastigs og fjórum fundum var deilt jafnt milli kennara yngsta stigs og miðstigs. Tveir síðustu fundirnir voru ætlað- ir kennurum á öllum aldursstigum og voru þeir haldnir í safnaðar- heimilum Áskirkju og Breiðholts- kirkju. Fundirnir báru yfirskriftina Jólin í skólunum og voru sóttir af 150 kennurum. Fjöldi fyrirlesara og leiðbeinenda kom fram á fund- unum. Með þessu var hafið samstarf, sem áætlað er að haldi áfram með fræðslufundum og hefur m.a. ver- ið rætt um að sameiginlegir fund- ir um jólaboðskapinn geti orðið árvisst tilboð til kennara í Reykja- vík> Frá fundi með fræðslustjóranum í Reykjavík, Áslaugu Brynjólfsdóttir, þar sem hún og Matthildur Guðmundsdóttir þökkuðu dr. Birni Björns- syni, Jóni Dalbú Hróbjartssyni, prófasti, sr. Sigurði Pálssyni og Guð- mundi Þorsteinssyni, prófasti, fyrir framlag til kennslumála í Reykjavík. íslenski hlutabréfasjóðurinn h£: í ágúst síöastliönum fengu mörg hundruð hluthafar í íslenska hlutabréfasjóðnum hf. ánægjulega sendingu frá skattinum, eöa um 37.000 króna endurgreiðslu á tekjuskatti. í ár eiga einstaklingar sem fjárfesta í hlutabréfum* einnig kost á um 37.000 króna skattaafslætti. Kaupa má hlutabréf fyrir hvaöa fjárhæö sem er en hámarksafsláttur miöast viö 94.000* króna kaup. Þannig getur skattaafsláttur hjóna numiö tæpum 75.000 krónum. Fjárfestingar í hlutabréfum geta verið áhættusamar. Hlutabréf eru í eðli sínu langtímafjárfesting og skattaafsláttur miðast viö tveggja ára eignarhaldstíma. Arðsemi af hlutabréfaeign verður því fyrst og fremst metinn eftir a.m.k. tveggja ára eignartíma. fslenski hlutabréfasjóðurinn dreifir áhættu meö kaupum á hlutabréfum margra félaga í ólíkum atvinnugreinum og stuölar aö auknu öryggi hlufhafa meö kaupum á skuldabréfum. (slenski hlutabréfasjóöurinn dreifir áhættu í hlutabréfaviðskiptum Heildar- áhætta Hlutabréf 48% EIGNASAMSETNING íslenska hlutabréfasjóösins 11. desember 1992 _ , . . „ 4% Bankainnstæöur Skuldabréf 38% 5% Hlutdeildarskírteini á erlendum grunni 5% Hlutdeildarskírteini á innlendum grunni Landsbréf eru viðskiptavaki hlutabréfa íslenska hlutabréfasjóðsins og tryggja aö ávallt sé markaður fyrir hendi með hlutabréf félagsins. Leitaöu upplýsinga hjá ráögjöfum okkar og umboösmönnum í Landsbanka íslands um allt land. < LANDSBRÉF HF. Landsbankinn stendur með okkur Suöurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, sími 91-679200, fax 91-678598 Löggilt verðbréfafyrirtæki. Aöili aö Veröbréfaþingi íslands. 'Hlutabréf viðurkennd af ríkisskattstjóra og frádráttarbær til skatts skv. núgildandi skattalögum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.