Morgunblaðið - 15.12.1992, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 15.12.1992, Qupperneq 28
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1-992 28 Átta þrepa virð- isaukaskattur? Álögur á íslenskan drykkjarvöruiðnað Léttir drykkir - Fjárhæðir í krónum Tœrl kol- Hreinn Djús s.s. Sýrt vatn Gos ávaxtasafi Svali o.fl. Pilzner Bjór 5j% UmbúfiastærÖ 33 cl / lítri / lítri 25 cl 33 cl 33 cl Heildsöluverö pr lítra 90,9 90,0 85,0 70,4 121,2 75,8 Vörugjald, 25% 22,7 22,5 21,3 17,6 30,3 18,9 Skilagjald pr lítra (án vsk) 15,33 5,06 " 15,33 15,33 Áfengisskattur 173,7 Opinberar álögur pr lítra án vsk og viöbótar- álagningar ÁTVR 38,1 27,6 21,3 17,6 45,6 208,0 Smásöluálagning m.v. stórmarkað 20% 20% 20% 20% 20% 20% Álagning ÁTVR umfram stórmarkaö 25% — í krónum pr lítra 23,7 Smásöluverð pr lítra án vsk 151,7 140,1 127,5 105,6 197,2 326,4 VSK 37,2 34,3 31,2 25,9 48,3 80,0 Smásöluverð pr lítra 188,9 174,4 158,7 131,5 245,5 406,3 Opinberar álögur alls pr lítra 75,2 61,9 52,5 43,5 93,9 311,6 eftir Svein Hannesson Vörugjaldið byijaði sem „Sér- stakt tímabundið vörugjald“ árið 1975. Gjaldið átti að leysa úr tíma- bundnum vandræðum ríkissjóðs. Vandinn reyndist ekki tímabund- inn. Þvert á móti er stöðugur vöxt- ur ríkisútgjalda eitt af því fáa sem telja má öruggt í þessum hverfula heimi, þar sem skattheimtan eltir endalausa aukningu samneyslunn- ar. Við þurfum ekki að leita langt til að sjá hvert þessi þróun stefnir. Á Norðurlöndunum með Svíþjóð í broddi fylkingar hefur útþensla opinbera geirans stefnt þjóðunum í hreinar ógöngur. Það er sam- eiginleg niðurstaða úr viðamikilli könnun iðnrekenda- og vinnuveit- endasambanda þessara landa að samneyslan sé að sliga iðnað þeirra. Menn eru einnig famir að átta sig á því að velferðin vex ekki í réttu hlutfalli við opinber umsvif. Lífseig bráðabirgðaráðstöfun Þar sem vörugjaldið okkar átti aðeins að vera tímabundin skatt- heimta til að fylla í gatið á fjárlög- unum var ekki lagt í þá vinnu að búa til neitt sem kalla mætti'skatt- kerfi. Gjáldið er lagt á vörur sem falla undir tiltekin tollnúmer og á að leggjast jafnt á innlenda fram- leiðslu og innflutning, enda væri annað brot á samningum okkar við aðrar þjóðir. Það er hins vegar langt frá lagi að halda því fram að vörugjaldið mismuni ekki. Gjaldið leggst ekki á allar fram- leiðsluvörur og hefur þannig áhrif á neysluna og mismunar framleið- endum. Valdar eru greinar þar sem fyrirtæki eru fá og stór á okkar mælikvarða og framleiðslan sérhæfð. Á árinu 1991 námu heildartekj- ur ríkissjóðs af vöragjaldinu 2.405 millj.kr. og þar af greiddu innlend- ir framleiðendur 1.025 millj.kr. Af innlendri framleiðslu kemur langmestur hluti þessarar fyár- hæðar frá tveim hópum framleið- enda. Annars vegar era það fram- leiðendur sælgætis, öls, gos- drykkja og nokkurra annarra mat- væla, sem greiddu 805 millj.kr. en vöragjald á þessum vöram er nú 25%. Hins vegar era svo ýmsar byggingavörar með 9% vöragjaldi, sem skilaði ríkissjóði 200 millj.kr. frá innlendum framleiðendum og innflutningur skilaði ríkissjóði álíka ijárhæð. Vörugjald í stað tolla í frumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi er gert ráð fyrir að halda áfram með almenna 9% vöragjald- ið og 25% gjald á drykkjarvörar og sælgæti. Auk þess á að, fjölga mjög þeim vöraflokkum sem bera vöragjaldið og mæta þannig tekj- utapi ríkissjóðs vegna niðurfelling- ar fjáröflunartolla af iðnaðarvör- um samkvæmt skuldbindingum okkar vegna EES samningsins. Gjaldflokkamir verða nú alls sex talsins og gjöldin allt frá 6% og upp í 30%. Þyngst í þessari breyt- ingu vegur 30% vöragjald á raf- magnstæki, 20% á heimilistæki, 16% á bílavarahluti og 6% á hjól- barða. Til að flækja ekki málið ætla ég ekkert að fjalla um fyrir- hugaða fimm flokka farartækja annarra en fólksbíla með vörugjald á bilinu 15% — 90% auk 50% vöra- gjalds á bensín. Allar era þessar breytingar við það miðaðar að skila ríkissjóði tekjum í stað þeirra tolla sem sam- ið hefur verið um að fella niður. Þannig er ljóst að tollalækkanir vegna EES samningsins skila sér ekki í lækkuðu vöraverði til neyt- enda. Sumir andstæðingar EES hafa í þessu sambandi talað um að verið sé að hlaða upp tollmúram gagnvart löndum utan EES en gleyma að geta þess að álagning vöragjalds er alíslensk ákvörðun sem hefur ekkert með EES samn- inginn að gera og takmarkið er einungis að ná tekjum í ríkissjóð. Söluskatturinn endurfæddur? Sú leið sem fara á samkvæmt framvarpinu er engan veginn sjálf- sögð. Benda má á að vöragjaldið Sveinn Hannesson „Með vörugjaldinu er viðhaldið tvöföldu kerfi neysluskatta, sem hverfa þarf frá í tengsl- um við endurskoðun á virðisaukaskattinum, hvort sem sú endur- skoðun leiðir til fleiri skattþrepa eða fækkun- ar undanþága. Með tveggja þrepa virðis- aukaskatti og sex þrepa vörugjaldi erum við komin með átta þrep neysluskatta sem er gersamlega fáránlegt.“ hefur marga sömu ókosti og gamli söluskatturinn. Sértæk skatt- heimta af þessu tagi hefur í för með sér neyslustýringu og veru- lega mismunun milli vörategunda og þá um leið milli framleiðenda. Þá hefur álagning vöragjaldsins t.d. á margar tegundir byggingar- efnis uppsöfnunaráhrif í fram- leiðslukostnaði innlendra fyrir- tækja. Vöragjaldið er miðað við heildsöluverð. Þegar um innflutn- ing er að ræða er vöragjaldið inn- heimt við tollafgreiðslu og þá bætt við vöraverðið svokallaðri „reiknaðri" heildsöluálagningu. Hér hefur verið stuðst við eina reglu á allar vörur og er áætluð heildsöluálagning við tollaf- greiðslu 25%. Sé raunveraleg álagning hærri felst í þessu mis- munun innlendum framleiðendum í óhag. Óhófleg skattheimta = Minni skatttekjur Engum blöðum er um það að fletta að óhófleg skattheimta á borð við álagningu 25% vöragjalds og síðan 24,5% virðisaukaskatts þar ofan á hefur mikil áhrif á neyslu fólks. Skattheimta sem þessi er löngu komin yfír þau mörk að skila ríkissjóði auknum tekjum. Samtök iðnaðarins hafa í um- sögn um nýja vörugjaldsframvarp- ið varað við þeirri háskalegu þróun að festa hið meingallaða vöragjald enn í sessi með því að auka þátt þess í skattkerfinu. Gjaldið hefur stöðugt farið hækkandi og engin merki era um að til standi að efna það fyrirheit sem gefíð var í tengslum við kjarasamninga 1989, að afnema beri þessa skattheimtu af öllum vöram sem framleiddar era hér á landi í samkeppni við innflutning. Þvert á móti hafa ver- ið uppi hugmyndir um að auka enn á þessa skattheimtu við afgreiðslu framvarpsins, þó ekki hafí fengist staðfest hvar bera á niður. Því verður ekki að óreyndu trúað að ríkisstjómin telji fært að auka við þessa skattheimtu og allra síst á þá innlendu framleiðendur sem þegar era að kikna undan þessu gjaldi. Tvöfalt kerfi neysluskatta Með vörugjaldinu er viðhaldið tvöföldu kerfí neysluskatta, sem hverfa þarf frá í tengslum við endurskoðun á virðisaukaskattin- um, hvort sem sú endurskoðun leiðir til fleiri skattþrepa eða fækk- unar undanþága. Með tveggja þrepa virðisaukaskatti og sex þrepa vörugjaldi eram við komin með átta þrep neysluskatta sem er gersamlega fáránlegt. Stjórn- völd verða að taka sér tak og sam- eina þessa skattheimtu í eitt kerfí neysluskatta og þá kemur aðeins til greina að nota virðisaukaskatt- kerfíð. Átta skattþrep era þó alger óþarfí nema menn hafí sett sér það mark að komast í heimsmeta- bók Guinness. Höfundur cr fnunkvæmdastjóri Félags ísl. iðnrekenda. Með vísnasöng. eftir Jón Þórarinsson Nú er sá árstími, þegar oft er farið með Kvæðið af stallinum Christi, sem séra Einar Sigurðsson í Eydölum orti líklega fyrir einum 400 áram. Við kvæðið er sungið fallegt lag eftir Sigvalda Kaldal- óns, og fer það ágætlega ef rétt er með farið. En á því verður stundum misbrestur. Það angrar mig stórlega í hvert skipti sem ég heyri þar hnökra á og þess vegna era þessar línur settar á blað. í kvæðinu ber mest á réttum tvíliðum, eitt þungt atkvæði og annað létt: Nóttin var sú ágæt ein (áhersluatkvæði feitletrað). En þar koma einnig fyrir réttir þríliðir, eitt þungt atkvæði og tvö f—— 1 "7T— s, V—1, t L T7T\ TiT / 1 ir L 9 f — :£ i 7 1. Þaö er nú heims-ins þraut - ar - mein 2. Svo haf-a engl - ar um þaö rætt -ft --j\- --—f ^ é=H= 3. 1 : 1 jr—4 lág - an stall var lagö - ur hann 0 , j ^ --J— 4. 1 11 1 Friö-ur á jörð-u og 4 - feng - in sátt 0 f N K |V~~: p — -1 b. þVl hef ég mig þang - að, - herr - -lí-1 a minn léttari: í allri veröldu ljósið skein (veröldu er þríliður). Stundum kemur áherslulaus forliður (í tón- list oft nefndur upptaktur) í upp- hafí Ijóðlínu, eins og í síðara dæm- inu hér að ofan. Þar kemur forlið- urinn á undan tvílið. En hann gefy ur líka komið á undan þrílið: í Betlehem var það barnið fætt. (Betlehem er þríliður). Mönnum hættir til, einkum í upphafi þriðju ljóðlínu í sumum vísunum, að ragla saman tvílið með forlið annars vegar (létt- þungt-létt atkvæði) og þrflið hins vegar (þungt-létt-létt). Lagið býr yfír þeim sveigjanleik, að auðvelt er að fella það að öllum þessum tilbrigðum í bragarhættinum, og það er alveg nauðsynlegt að gera það. Annað væri misþyrming á ljóðinu. Skulu nú tínd til nokkur dæmi um það sem átt er við. Jón Þórarinsson „Fegfurð ljóðsins býr meðal annas í þessari svolítið óreg'luleg'u hrynjandi, og einn höf- uðkostur lagsins er hversu auðveldlega það aðlagast henni.“ 1) í fyrsta erindi er oft sungið: það er nú heimsins þrautarmein, og því miður hefur textinn stund- um verið settur þannig við lagið á prenti. Þegar svona er sungið er fyrsta orðið gert að áherslulaus- um forlið, en í rauninni er um að ræða fyrsta atkvæði í þrflið, enda ber það fyrri stuðul braglínunnar og hlýtur því að fá áherslu. 2) í öðru erindi kann að vera álitamál hvort syngja skal: svo hafa englar, eða svo hafa englar um það rætt, og þykir mér þó hið síðara (þríliðurinn) fara mun bet- ur. 3) í þriðja erindi er hins vegar alveg ljóst að braglínan hefst á léttum forlið, því að stuðull kemur á annað atkvæðið: / lágan stall var lagður hann. 4) Jafnljóst er í fjórða erindinu að Íínan hefst á þrílið (án upp- takts): Friður á jörðu og fengin sátt. 5) í sjötta erindi hefst brag- línan á þrílið með upptakti: Því hef ég mig þangað, herra minn. Það er í 5. og 6. takti lagsins sem á þetta reynir (stundum með forlið sem kemur í lok 4. takts). Þau dæmi sem hér hafa verið tek- in gætu litið þannig út á nótum: Hér læt ég þessu lokið, en heiti á tónmenntakennara og aðra sem standa fyrir flutningi þessa fagra ljóðs og lags að athuga nú nótur sínar (og samvisku í þessu efni) og kippa í lag því sem áfátt kann að hafa verið um rétta skiptingu í bragliði og áhersluskipan. Fegurð ljóðsins býr meðal annas í þessari svolítið óreglulegu hrynjandi og einn höfuðkostur lagsins er hversu auðveldlega það aðlagast henni. Með bestu kveðjum og jólaósk- um. Höfundur er tónskáld.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.