Morgunblaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUÐAGUR 15. DESEMBER 1992
29
Yarúð fjölskyldu-
stefna í verki
eftir Hjörleif
Sveinbjörnsson
í hvítbók sinni, Velferð á varanleg-
um grunni, segist ríkisstjórnin munu
„hlúa að fjölskyldunni sem grunnein-
ingunni í nútímasamfélagi, m.a. með
markvissum umbótum í húsnæðis-
málum og skóla- og heilbrigðismál-
um.“ Góð áform eru um aðhlynning-
una hefur því miður ekki tekist betur
en svo að vonandi finnur þessi sama
ríkisstjóm sér eitthvað annað en fjöl-
skyldufólk til að bera fyrir bijósti.
Snemma á þessu ári voru bama-
bætur skertar um 500 milljónir. Sam-
kvæmt efnahagsaðgerðunum nú eiga
barnabætumar enn að lækka, og á
spamaður ríkisins vegna þessa aftur
að ná 500 milljónum á næsta ári.
Athygli skal vakin á því að þetta er
nettótala; ríkisstjómin ætlar sér að
hafa þessa upphæð af barnafólki,
eftir að tillit hefur verið tekið til
þess að aukið verður við barnabóta-
aukann.
Almennar barnabætur verða
skornar niður um 30%, en á móti er
tekjutengdi barnabótaaukinn hækk-
aður um þriðjung af því sem þannig
fæst. Svo dæmi sé tekið verður þetta
hvorttveggja til að hækka greiðslur
til einstæðs foreldris með eitt barn
.og meðaltekjur — 90.000 — um 178
krónur á mánuði.
Þá er sagan hálf. Hækkun á tekju-
skatti veldur því að skattar þessa
einstæða foreldris hækka um 1.350
krónur á mánuði. Mismunurinn er
1.172 krónur, og það er sú upphæð
sem er í mínus hjá viðkomandi. Með
sama hætti á að rýra mánaðartekj-
umar um 550 krónur hjá einstæðu
foreldri með eitt barn og 60.000
krónur í kaup.
Hjón með tvö börn, annað yngra
en sjö ára, og 235 þúsund krónur á
mánuði — meðaltekjur með öðrum
orðum — borga 3.525 krónum meira
í tekjuskatt ef efnahagsaðgerðimar
ná fram að ganga, og missa 1.634
krónur vegna lækkunar barnabót-
anna. Samtals er þetta rúmlega
fímmþúsundkall á mánuði. Ef tekjur
þessara hjóna færu niður í 100.000
krónur á mánuði (hvemig svo sem
það á nú að geta gengið upp), eru
þau samt 610 krónur í mínus.
í skjóli skattleysismarka
Það fer sumsé ekki á milli mála
að barnabætur hjóna bytja að skerð-
ast löngu áður en meðallaunum er
náð, og tekjuskattshækkunin nær til
ailra launa sem á annað borð skríða
yfír skattleysismörkin. í athuga-
semdum með frumvarpi til laga um
breytingar í skattamálum segir að
áhrif breytinga þessara komi mis-
þungt niður, minnst hjá hinum tekju-
lægstu. í sömu málsgrein er þeim
fróðleik til skila haldið að tæplega
þriðjungur einstæðra foreldra og 15%
hjóna séu undir skattleysismörkum
og verði því ekki fyrir skattahækk-
un. Það var þá huggun! Eins gott
að ríkisstjórnin passar upp á það í
sínum tillögum að barnabótaaukinn
byiji að skerðast hjá einstæðu for-
eídri um ieið og það hefur tekjur til
að borga skatt: 58 þúsund krónur á
mánuði á sú upphæð að verða, en
er 60 þúsund núna.
Hærri tekjuskattur og lægri
barnabætur eru ekki einu aðferðir
ríkisstjórnarinnar til að ná til þeirra
sem breiðust hafa bökin í okkar þjóð-
félagi; barnafólk með skyldugar hús-
næðisskuldbindingar í íslenska sér-
eignarkerfínu. Hér kemur líka til
stórfelldur niðurskurður á mæðra-
og feðralaunum. Undir þessum lið
eiga hundruð milljóna að skila sér í
ríkiskassann. Hækkun á meðlags-
greiðslum mun í engu skila sér til
bama því að skerðing mæðralauna
og barnabóta er meiri en sem nemur
meðlagshækkuninni.
Þá kemur til aukinn hlutur í lyfja-
kostnaði og kostnaði vegna tann-
lækninga bama, þrátt fyrir fyrirheit
um að ekki yrði meira að gert undir
síðartalda liðnum þegar kostnaðinum
var skipt milli ríkisins og foreldra
snemma á árinu, Og vaxtabætur
stendur til að skerða um 400 milljón-
ir 1994. Útreikningar sýna svo ekki
verður véfengt að samanlagt verða
ráðstafanir ríkisstjórnarinnar til að
auka álögur á barnafjölskyldur með
algengar launatekjur og húsnæðis-
„Eða ráðherrakynslóð-
in? Hún fékk að brenna
sín húsnæðislán á verð-
bólgubáli. Hvað á hún
með að skerða vaxta-
bætur hjá þeim sem
standa í húsnæðisbasl-
inu í dag án þess að
lyfta fingri sjálf?
skuldir um 150.000 til 200.000 krón-
ur á ári.
Ekki dettur manni í hug að bera
á móti því að þjóðin eigi við erfiðan
efnahagsvanda að glíma. Þegar
þorskaflinn hrynur og önnur óáran
steðjar að er það ekkert annað en
ábyrgðarleysi að halda því fram að
engu þurfi að breyta og hvergi þurfi
að rifa segl. En af hveiju í veröld-
inni þarf endilega að sækja svo hart
að barnafjölskyldum af öllu fólki?
Af hveiju þarf að refsa meðaltekju-
hjónum sérstaklega fyrir það eitt að
eiga börn? Af hveiju eiga þau að
taka meira á sig en bamlaus hjón
með meðaltekjur?
Eða ráðherrakynslóðin? Hún fékk
að brenna sín húsnæðislán á verð-
bólgubáli. Hvað á hún með að skerða
vaxtabætur hjá þeim sem standa í
húsnæðisbaslinu í dag án þess að
lyfta fingri sjálf? Hvemig stendur á
því að ríkisstjómin sem í orði vill
halda í séreignarstefnuna skuli gera
fólki svo erfítt fyrir í raun? Er verð-
bólgukynslóðin ekki miklu aflögu-
færari en þau sem eru að kaupa sér
húsnæði núna og borga hveija krónu
jafngilda til baka með vöxtum og
verðbótum? Kannski ráðherra á besta
aldri með háar tekjur og við þokka-
lega heilsu vilji svara því?
Alþjóða hvað?
Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna
hefur verið ákveðið að 1994 verði
alþjóðlegt Ár fjölskyldunnar. Undir-
búningur er í fullum gangi víða um
lönd þótt ekki fari mikið fyrir honum
í fjölmiðlum enn sem komið er. Hér
á landi hefur félagsmálaráðherra
Hjörleifur Sveinbjörnsson
skipað landsnefnd til að hafa umsjón
með aðgerðum, og eiga sæti í henni
fulltrúar um 30 félagasamtaka og
stofnana.
Yfirlýst markmið með Ári fjöl-
skyldunnar er fyrst og fremst að
vekja stjórnvöld, almenning og marg-
vísleg félagasamtök til vitundar um
málefni fjölskyldunnar og knýja á
um úrbætur þar sem þess er þörf.
Meðal leiða að þessu markmiði er
mótun heildstæðrar Qölskyldustefnu,
og vill landsnefndin stuðla að breytt-
um viðhorfum gagnvart fjölskyld-
unni, þannig að mikilvægi hennar
komi skýrar í ljós og verði almennt
og formlega viðurkennt. Þessi viður-
kenning á að skila sér í betri afkomu-
möguleikum, og hefur sérstaklega
verið litið til bamafjölskyldna í því
sambandi.
í hvítbók þeirri sem vitnað var til
í upphafi þessa greinarstúfs er að
fínna yfirlýsingu um að Islendingar
muni taka virkan þátt í Ári fjölskyld-
unnar. Með því að starfa á barnafjöl-
skyldum hefur ríkisstjórnin í raun
snúist gegn markmiðum þeim sem
búa að baki yfirlýsingunni og gert
úr þeim herfílegt öfugmæli.
Ríkisstjórn sem vill taka virkan
þátt í Ári fjölskyldunnar og líta með
sérstökum velvilja á afkomu barna-
fjölskyldna gerði vel í því að skoða
sitt niðurskurðardæmi upp á nýtt.
Þá er ég líka viss um að hún verður
fundvísari á breiðu bökin yfir og
undir og allt um kring og afstýrir
því slysi sem ella er í uppsiglingu.
En ef stjórnin heldur sínu striki í
þessu máli ætti hún líka að vera
sjálfri sér samkvæm og sjá sóma
sinn í því að draga sig út úr fyrirhug-
uðu tildragelsi á Ári fjölskyldunnar.
Höfundur er fulltrúi BSRB í
Landsnefnd um ár fjölskyldunnar
1994.
WAAGE
STEINAR
SKÓVERSLUN Á
FBTEIR KA.IS-ÍKK
Mikið úrval af töskum og hönskum.
Gjafakortin okkar eru góð,
hentug og vinsæl jólagjöf.
Domus Medica, Kringlunni,
Egilsgötu 3, Kringlunni 8-12,
sími 18519 sími 689212 J
Nýtt tilboí) í spariskírteini
ríkissjóbs verbnr mibviku-
daginn 16. desember
Næstkomandi miðvikudag fer fram nýtt tilboð í
spariskírteini ríkissjóðs. Um er að ræða hefðbundin
verðtryggð spariskírteini í eftirfarandi flokkum:
Flokkur Lánstími Gjalddagi
l.fl.Ð 1992 5 ár 1. febrúar 1997
l.fl.D 1992 10 ár l.apríl 2002
Þessir flokkar eru skráðir á Verðbréfaþingi íslands
og er Seðlabanki íslands viðskiptavaki þeirra.
Spariskírteinin verða seld með tilboðsfyrirkomu-
lagi. Löggiltum verðbréfafyrirtækjum, verðbréfa-
miðlurum, bönkum og sparisjóðum gefst einum
kostur á að gera tilboð í spariskírteinin samkvæmt
tilteknu tilboðsverði. Lágmarkstilboð er
kr. 5.000.000 að nafnverði.
Aðrir sem óska eftir að gera tilboð í spariskír-
teinin eru hvattir til að hafa samband við
framangreinda aðila, sem munu annast
tilboðsgerð fyrir þá og veita nánari
upplýsingar.
Öll tilboð í spariskírteinin þurfa að hafa borist
Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 14, miðvikudaginn
16. desember. Tilboðsgögn og allar nánari
upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins /
Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa, Hverfisgötu 6,
í síma 62 60 40.
i
, , , ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ
LANASYSLA RIKISINS RÍKISVERÐBRÉFA
Hverfisgötu 6, 2. hæb, 150 Reykjavík, sími 91- 62 60 40
GOTT FÓLK / SlA