Morgunblaðið - 15.12.1992, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1992
31
££XU iIHHM
Jón Þorláksson á námsárum sínum í Kaupmannahöfn (1897-1903).
fullnægir siðferðiskröfum um að
menn fái endurgreitt sama verð-
mæti og þeir láta af hendi. Hún er
einnig sú leiðin, sem er líklegust til
að treysta fastan grundvöll frjálsra
viðskipta og blómlegs efnahags. Á
hinn bóginn er Jón Þorláksson jafn-
framt raunsæismaður í þessu efni
sem öðrum. Hann viðurkennir þá
erfiðleika, sem mikil gengishækkun
myndi hafa í för með sér. Hann
gerir sér ljóst, að í mörgum löndum
hafi verðlag gengið svo úr skorðum,
að annarra kosta sé varla völ en
festingu lággengisins, og að það
geti verið mikið álitamál hvenær
önnur leið sé fær. Að því er ísland
snertir, sé það þó engan veginn
óhugsandi, að auðveldara sé að
framkvæma gengishækkun en víða
annars staðar. Við mættum heldur
ekki taka ákvörðun um festingu
lággengisins á meðan óvissa væri
um lausn þessara mála í næstu
nágrannalöndum okkar, Danmörku
og Noregi. Niðurstaða Jóns í árslok
1924 er því sú, að fyrst um sinn
sé ekki um annað að gera „en stöðv-
un og einhveija hækkun, ef svo
vill verða“, eins og hann kemst að
orði.
Hið síðarnefnda var það sem
gerðist. Góðæri fór í hönd með
miklum afla og háu verðlagi erlend-
is. Þetta leiddi til sjálfkrafa hækk-
unar krónunnar gagnvart sterlings-
pundi við það fljótandi gengi, sem
þá var í gildi. Þessi þróun vakti
bráðlega þunga andspyrnu útflytj-
enda og ugg á Alþingi. Sætti Jón
Þorláksson þungum ákúrum eigin
flokksmanna fyrir að vinna ekki
gegn gengisþróuninni, og féllst
hann á það um haustið 1925 að
gera ráðstafanir til festingar geng-
isins, enda hafði þá hin hagstæða
þróun viðskiptakjara snúist við og
dregið úr aðstreymi gjaldeyris.
Það sem gerðist í gengismálum
á árunum 1924-25 er talsvert ann-
ars eðlis en margir töldu bæði þá
og síðar. Jón Þorláksson gerði aldr-
ei tilraun til að færa krónuna til
fyrra. gullgengis.' Á hinn bóginn
varaðist hann að vinna gegn þeirri
hækkun krónunnar, sem ytri að-
stæður ýttu undir, og lét ekki und-
an í því efni fyrr en andstaðan
heima fyrir var orðin öflug og ytri
aðstæður höfðu á nýjan leik breyst
til verri vegar. Nýlegar athuganir
benda til þess, að raungengi krón-
unnar gagnvart helstu viðskipta-
myntum íslendinga, miðað við vísi-
tölu framfærslukostnaðar, hafi tek-
ið tiltölulega litlum breytingum á
þessu tímabili, og sennilega minni
breytingum en menn gerðu sér í
hugarlund. Áhyggjur um hag út-
flutningsgreinanna hafi því verið
orðum auknar.
Fátt bendir til, að hækkun krón-
unnar í fullt gullgengi árið 1925
hefði reynzt fær leið, og enn minni
líkur eru á því, að svo hefði getað
orðið árið 1931, þegar Jón Þorláks-
son tók málið upp að nýju. Þetta
tel ég þó ekki varða mestu um mat
á sjónarmiðum Jóns Þorlákssonar.
í hvorugt skiptið knúði hann í raun
og veru á um slíka framkvæmd né
hafði aðstöðu til að fá henni fram-
gengt. Það, sem er eftirtektárvert
'og lærdómsríkt, eru hins vegar þau
þungu rök, sem hann færir fram
um mikilvægi gengisfestu. Án
hennar er ekki fullnægt því grund-
vallarskilyrði fijálsra viðskipta, að
við samninga sé staðið, að menn
fái greitt jafnvirði þess, sem þeir
seldu, eða verði að inna af hendi
jafnvirði þess, sem þeir keyptu.
Hafi gengi á annað borð verið fellt,
eiga menn von á að það verði fellt
að nýju, þegar þörf er talin á. Trú-
in á gildi peninga hefur beðið varan-
lega hnekki með afleiðingum fyrir
viðskipti og hagsæld, sem seint
verða metin. Öll reynsla af þróun
gengismála á undanförnum áratug-
um, livort sem er hér á landi eða
annars staðar, styður þessi sjónar-
mið Jóns Þorlákssonar.
Stj órnmálaleiðtoginn
Árið 1916 hefur verið talið tíma-
mótaár í íslenskum stjórnmálum.
Hin gamla flokkaskipting, er
383(1..St flUjJAClUlGJH«J QÍGAJSH
byggðist á viðhorfum i sjálfstæðis-
baráttunni, var að því komin að
riðlast um leið og takmarki þeirrar
baráttu var náð. Nýjar raddir
kvöddu sér hljóðs, er settu fram
önnur markmið en þau, sem höfðu
verið allri þjóðinni sameiginleg um
og upp úr aldamótunum. Sósialism-
inn hóf innreið sína á íslandi. Tals-
menn hans, um þetta leyti fyrst og
fremst þeir Jónas Jónsson frá Hriflu
og Ólafur Friðriksson, töldu skipu-
lag fijálsrar samkeppni og einka-
rekstrar í senn óréttlátt og afkasta-
lítið. Erfiðismönnum og alþýðufólki
bæri stærri hlutur þess auðs, sem
skapaður væri. Starfsemi verka-
lýðs- og samvinnufélaga átti að
tryggja rétt og kjör almennings og
forganga opinberra aðila um fram-
kvæmdir og rekstur að auka fram-
leiðslu. Einstakar stéttir skyldu
skipa sér í flokka, og bændur og
verkamenn að taka völd af fyrri
ráðamönnum. Um réttmæti skoð-
ana sinna og vísan sigur þeirra í
fyllingu tímans höfðu boðberar sós-
íalismans aldrei hinar minnstu efa- ,
semdir.
Það var til andstöðu við þessi
sjónarmið og þá ógnun, sem af
þeim stafaði, sem fylgismenn þess
fijálsa borgaralega samfélags, sem
hér hafði verið að rísa, tóku að
sameinast. Forvígismaður þeirrar
hreyfingar varð Jón Þorláksson.
„Hann skildi betur lögmál og eðli
fijálsrar samvinnu einstaklinga við
forsendur atvinnufrelsis og einka-
eignar en flestir aðrir íslenzkir
stjórnmálamenn á tuttugustu öld,“
segir Hannes Gissurarson, og
reyndi „að skyggnast víðar og seil-
ast dýpra en flestir aðrir íslending-
ar í skilningi á eðli og lögmálum
mannlegs samlífs, sjá hið ósýnilega
bak við það sýnilega". Þar við bætt-
ist að Jón Þórláksson hafði óvenju-
lega hæfileika og þrautseigju til að
setja sig inn í flókin og vandasöm
málefni, svo sem fjármál ríkisins,
hagþróun landsins, gengismál og
fossamál, og bjó yfir meiri tækni-
þekkingu en flestallir menn í land-
inu.
Þetta voru miklir kostir, ekki sízt
þegar sérfræðingar voru ekki á
hveiju strái. Eigi að síður er það
nokkur ráðgáta, að einmitt Jón
Þorláksson skildi veljast til þessarar
forustu. Hann var ekki talinn vera
við alþýðuskap, var hvorki leiftr-
andi mælskumaður né útsmoginn
áróðursmaður, var seint kjörinn til
þings, hélt sér fast að málefnum
og beitti aldrei persónulegri áreitni
að fyrra bragði. Hann fylgdi eftir
stefnumálum, sem nutu lítilla vin-
sælda, og leitaði ekki lýðhylli með
eftirgjöfum. Fyrir eigin hönd bar
hann ekki mikinn metnað og var
fús til að víkja sæti, ef samstaða
gat frekar tekist um aðra en hann.
Eigi að síður var hann svo óum-
deildur leiðtogi hinnar fijálslyndu
borgaralegu fylkingar, að þegar
Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður
kvaðst Ólafur Thors ekki taka að
sér formennsku í flokki, sem Jón
Þorláksson væri í, því að Jóni einum
hæfði sá sess.
Var skýringin á því, að Jón Þor-
láksson valdist til svo eindreginnar
forystu, einmitt sú, að menn skildu
og mátu þá eiginleika hans, sem
vanalega eru taldir stjórnmála-
mönnum lítt til framdráttar? Að
hann hafði það höfuðeinkenni allra
skörulegra forustumanna, sem
hann sjálfur eignar Jóni Sigurðs-
syni, forseta, að horfa fram til
ókominna tíma með skilningi á fort-
íðinni, að hann vildi með viljaþreki
sínu, athöfnum og hugsjónum fyrst
og fremst móta framtíð þjóðar sinn-
ar, beina henni veginn um ófarnar
leiðir.
Höfundur er fyrrvemndi
bankastjóri Landsbankans.
JOHOM
STALDRAÐ VIÐ
EINA STUND
• •
eftir Guðmund Orn
Ragnarsson
Heiti bókar: Geturðu ekki staldr-
að við eina stund. Höfundur:
Larry Lea. Þýðandi: Signrlaug
Árnadóttir. Útgefandi: Orð lífs-
Bókin fjallar á nýstárlegan hátt
um Faðir vorið. Höfundurinn skrifar
til lesendahóps sem við íslendingar
eru einmitt hluti af. Flestir lands-
menn kunna Faðir vorið og meiri-
hluti þjóðarinnar fer með bænina
a.m.k. öðru hvoru. En hvernig flytja
menn hana og hver er tilgangurinn?
Á því er enginn vafi að meirihluti
þeirra sem reglulega fer með Faðir
vorið einu sinni á dag les það hratt
yfir og lætur við svo búið standa.
Jesús kenndi lærisveinum sínum
þessa bæn þegar þeir báðu hann um
að kenna sér að biðja. (Lúk. 11.1.)
„Lærisveinn" sem daglega þylur yfir
umhugsunarlaust Faðir vorið á inn-
an við 30 sekúndum og biður ekki
meira þar fyrir utan hefur ekki lært
að biðja. Tilgangur allra þeirra sem
taka sér Faðir vorið í munn er að
fá biessun þess föður sem ávarpaður
er, en það er Guð. Rabbí eða meist-
ari var lögmálskennari meðal gyð-
inga nefndur og einmitt þannig
ávörpuðu menn Jesú. Rabbínarnir
notuðu þá aðferð við kennsluna að
setja fyrst fram aðalatriði bænarinn-
ar sem Jesús ætlaði lærisveinum sín-
um að nota. Undirliðina vantar í
Biblíutextann vegna þess að þeir
gátu verið breytilegir frá degi til
dags, það fór eftir kringumstæðum
þess sem bað.
Höfundurinn leiðir að því líkum
að sú regla hafi verið viðhöfð á
fyrstu öldum kristninnar að menn
eyddu að minnsta kosti einni klukku-
stund á dag í að biðja Faðir vorið.
Og í stað þess að lesa yfir 120 sinn-
um þá fóru menn aðeins með það
einu sinni en stöldruðu við hvert
andartak. í fyrstur lotu fóru þeir
ekki lengra en að segja: „Faðir vor“.
Þá stöldruðu þeir til við að þakka
Guði fyrir þá náð að mega kalla
hann Föður og fyrir það að mega
kallast Guðsbörn eins og allir þeir
hafa rétt til sem tekið hafa við Jesú
Kristi sem frelsara sínum og endur-
fæðst samanber Jóh. 1.12-13 og
3.1-7.
Þá segir höfundurinn frá því í
spennandi frásögn hvernig ýmsir
atburðir verði til þess að hann tekur
við þeirri köllun að biðja á hveijum
morgni frá sex til sjö. í fyrstu er
þetta honum þung kvöð en brátt fer
hann að njóta þessara stunda með
Larry Lea
Guði. Og þá byijar líf hans og fjöl-
skyldu hans (stórfjölskyldu einnig),
að breytast smátt og smátt úr ósigri
yfir í sigur og jafnóðum útskýrir
hann fyrir lesendum hvernig eitt
atriði af öðru úr Faðir vorinu reyn-
ist vera lausnin út úr andlegum veik-
indum, áfengissýki, hjónabandserf-
iðleikum og ijárhagsvandamálum.
Klukkustund er lykilorð í tengslum
við flutning bænarinnar og vísar
höfundur þá til orða Jesú við Pétur
örlagaríku nóttina í Getsemane: „Þér
gátuð þá ekki vakað með mér eina
stund?“ (Matt. 26.40.)
Við lestur bókarinnar sannfærðist
_ég enn betur í þerri trú minni að
bænir eru undirstaða alls þess góða
sem gerist á jörðinni. Biðji enginn
gerist ekkert gott. Færu hins vegar
allir menn að biðja innan ramma
Faðir vorsins einn tíma á dag, þá
kæmi Guðs ríki á jörðu þegar í stað.
Jesús meinar það sem hann segir í
Mattheusarguðspjalli 7. kafla, sjö-
unda versi: „Biðjið og yður mun
gefast.“ Það eru ekki mörg ár síðan
ég gerði mér grein fyrir mikilvægi
nunnuklaustursins í Hafnarfirði.
Nunnurnar þar, sem allar eru útlend-
ar, hafa tekið við þeirri köllun Guðs
að vera á íslandi. Vilji menn fá dýpri
skilning á þýðingu bænalífsins þá
ættu menn ekki að hika við að fá
sér bók Larry Lea, „Geturðu ekki
staldrað við eina stund“. Séra Hall-
grímur Pétursson gerði sér grein
fyrir mikilvægi kröftugs bænalifs. í
4. Passíusálmi hans er þetta erindi:
Bænin má aldrei bresta þig,
búin er freisting ýmislig.
Þá líf og sál er lúð og þjáð,
lykill er hún að Drottins náð.
Höfundur er prestur.
Verkamannafélagiö
Dagsbrún
Miðvikudaginn 16. desember heldur Dagsbrún
félagsfund í Bíóborg (Austurbæjarbíó) við Snorra-
braut kl. 13.00.
Dagskrá fundarins verður þessi:
1. Lögð fram tillaga frá stjórn félagsins um upp-
sögn kjarasamninga.
2. Einnig verður borin upp ályktun, þar sem
mótmælt er sífelldum árásum á lífskjör fólks-
ins í landinu og mótmælt sívaxandi atvinnu-
leysi.
Féiagar fjölmennið.
Stjórn Dagsbrúnar.
eftir Jóhönnu Á. Steingrímsdóttur í Nesi, er
hugljúf og spennandi barnasaga, sem boðar
vináttu og hjálpsemi. Rammíslensk úrvalsbók.
Sígild og vönduð jólagjöf.
Bókaútgáfan Björk.