Morgunblaðið - 15.12.1992, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1992
37
Dæmt í héraðsdómi Reykjavíkur í málningarfötumálinu
Hvor mannanna tveggja
fékk fjögnrra ára fangelsi
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær Hallgrím Ævar Másson,
49 ára, og Stefán Einarsson, 44 ára, í fjögurra ára fangelsi hvorn
fyrir innflutning í ágóðaskyni á 65,5 kg af hassi til landsins frá því í
desember 1985 til nóvember 1987. Mennirnir voru einnig dæmdir til
að greiða 500 þúsund króna sekt hvor. í niðurstöðum Sverris Einarsson-
ar héraðsdómara kemur fram að við ákvörðun refsingarinnar hafi
verið tekið tillit til þess hve lengi hefur dregist að dæma í málinu.
Lögmenn beggja mannanna lýstu því yfir þegar dómurinn var upp
kveðinn að honum yrði áfrýjað til Hæstaréttar.
Morgunblaðið/Garðar Rúnar Sigurgeirsson
geta
sér
„Verst að geta ekki látið vita
af sér“
„Það var verst að geta ekki látið
vita af sér heim,“ sagði Jón Sveins-
son, bóndi á Grund í Borgarfirði
eystra, í samtali við Morgunblaðið
eftir björgunina í gær. Jón, sem varð
veðurtepptur ásamt svissneskri konu
í Húsavík fyrir norðan Loðmundar-
fjörð á sunnudag, kvað aldrei hafa
orðið tvísýnt um þau, en þau voru
að vitja hesta á vetrarbeit í Loðmund-
arfirði.
„Við fórum að heiman í góðu veðri,
inn í Stakkahlíð í Loðmundarfirði,"
sagði Jón, og kvað ætlunina hafa
verið að vitja hesta sem voru í vetrar-
beit í firðinum. „Svo ætluðum við
að fara heim þegar byijaði að rökkva.
í rökkrinu byrjaði að mugga og gerði
vitlaust veður, svo við fórum út í
Húsavík."
Aðspurður kvað Jón aldrei hafa
verið tvísýnt með þau, en hann er
kunnugur á þessum slóðum. í Húsa-
vík hafi þau látið fyrirberast um
nóttina uns þau urðu vör við varð-
skipið morguninn eftir. „Þegar við
sáum varðskipið þarna í morgun viss-
um við að þeir myndu koma í land,
og fylgdumst með þegar þeir settu
bátinn frá borði,“ sagði hann.
Skömmu síðar hefðu þau verið kom-
in um borð, en til Seyðisfjarðar var
komið milli klukkan eitt og tvö eftir
hádegi.
„Sáum ekkert og vissum ekki
hvort við rötuðum“
„Það var erfitt að ganga í svona
langan tíma,“ sagði Daniela Liöchte,
svissneskur dýralæknanemi, sem var
í för með Jóni Sveinssyni. „En það
var gott þegar hjálpin barst og nú
er allt í lagi.“
Aðspurð kvað hún sér hafa fund-
ist þau vera í nokkurri hættu um
tíma. „Við sáum ekki neitt og vissum
ekki hvort við rötuðum rétta leið.
Mér leið betur þegar við komum í
Húsavík.“
Daniela sagði veðrið hafa verið
ágætt þegar þau lögðu af stað frá
Stakkahlíð, en uppi í fjöllunum hafí
snúið til verri vegar. „Mér leið illa
og vissi ekki hvað ég átti að gera,“
sagði hún, en Jón hefði þó ratað
rétta leið með þau niður i Húsavík.
Daniela, sem er dýralæknanemi,
dvaldist hér á landi í þijá mánuði
síðastliðið sumar hjá Jóni og foreldr-
um hans á Grund í Borgarfirði. Nú
er hún hér í þriggja vikna fríi, og
ákvað að fara með að vitja hestanna
þegar færið gafst. Hún sagðist eiga
íslenska hesta í Sviss og þessi reynsla
hefði ekki orðið til þess að minnka
áhuga hennar á landi og þjóð.
í niðurstöðum dómsins er rakið
að báðir hafi mennirnir margítrekað
játað við yfirheyrslur hjá fíkniefna-
deild lögreglunnar að þeir hafi stað-
ið að þeim innflutningi, sem þeim
var gefinn að sök. Hallgrímur hafi
játað fýrir lögreglu og við fyrstu
yfirheyrslur fyrir dómi að hafa stað-
ið að sölu efnisins hér á landi, að
frádregnum 10,7 kg sem lagt var
hald á er mennirnir voru handteknir.
Stefán hafi við fímm yfirheyrslur hjá
lögreglu játað. Þótt þeir báðir hafí
fengið skipaða réttargæslumenn hafí
þeir ekki óskað eftir að þeir væru
viðstaddir yfirheyrslur.
Þá er rakið að mennirnir hafi síð-
ar dregið til baka játningar sínar og
að dómurinn hafni alfarið skýringum
þeirra á breyttum framburði og full-
yrðingum um að þeir hafi verið
þvingaðir af lögreglu til að játa.
Ósannað sé með öllu að þeir hafi
verið beittir þvingunum og hótunum
til að játa það sem þeim er gefið að
„Það kemur ekki til greina út frá
verndunarsjónarmiði að Hótel Vík
verði rifið," sagði Margrét Hall-
grímsdóttir í samtali við Morgun-
blaðið. „Húsið er eitt af fallegri hús-
unum, sem varðveitt eru frá timbur-
húsatímabilinu í Reykjavík. Sigurður
Jónsson smiður reisti húsið árið 1884
og það var síðan stækkað í áföngum,
sem er einkennandi fyrir timburhús
frá þessu tímabili í kringum aldamót-
in. Fullri stærð náði það 1919 og
var því verið að stækka það í rúm
30 ár. Húsið er hins vegar háð
ákvæðum 36. greinar þjóðminjalaga,
þótt það hafi ekki náð fullri stærð
fýrr en eftir aldamót."
í 36. grein þjóðminjalaga er kveð-
ið á um að sé hús reist fyrir árið
1900, sé eigendum þess skylt að til-
kynna minjaverði eða húsafriðun-
arnefnd ríkisins með góðum fyrir-
vara ef þeir hyggist breyta húsinu,
flytja það eða rífa. Húsafriðunar-
nefnd skal þá innan þriggja vikna
tilkynna viðkomandi aðilum hvort
hún telji ástæðu til að friða húsið.
Margrét sagði Hótel Vík einnig
merkilegt hús af því að þar hefði
verið rekið bakarí samfleytt frá
1895, þar af undir nafni Björnsbak-
arís frá 1901. „Húsið var stórglæsi-
legt þegar það var upp á sitt bezta,
með timburskrauti á svölum og við
gluggana, sem talið er að Stefán
sök. „Ákærðu höfðu báðir aðgang
að réttargæslumönnum sem þeir
gátu leitað til ef þeir teldu sig [beitta]
harðræði. Það gerði hvorugur þeirra
og ákærði Hallgrímur Ævar stað-
festi allt það sem ákærðu er gefið
að sök í tveim dómsyfírheyrslum í
desember 1987. Sá framburður ...
er í samræmi við framburð ákærða
Stefáns í fímm yfirheyrslum hjá lög-
reglu. Þá styrkir það framburð
ákærða Hallgríms Ævars og lögre-
gluframburð ákærða Stefáns að
ákærði Stefán var jafnan í Belgíu
nokkrum dögum áður en sendingam-
ar níu voru sendar til landsins," seg-
ir í niðurstöðum dómsins.
Tölvuborðabraskið ótrúverðugt
Þá segir að saga Stefáns Einars-
sonar um að hann hafi stundað gjald-
eyrisbrask sem falist hafi í því að
flytja inn og út úr landinu tölvuborð
í því skyni að mynda hagnað til að
braska með sé ótrúverðug. Mikil fjár-
Eiríksson myndskeri hafi skorið út,“
sagði Margrét. „Það mætti gjarnan
gera húsið upp í upprunalegri mynd,
þannig að það nyti sín enn betur.
Það einkennir Grófartorg og Ingólfs-
torg að þar er tiltölulega heilleg
timburhúsabyggð, sem setja mun
svip sinn á það umhverfi og um
hana þarf að standa vörð. Nú stend-
ur til að lífga upp á Ingólfstorg og
Reykjavíkurborg mun koma til með
að hvetja til þess að gömul hús við
torgið verði löguð til samræmis við
upprunalega gerð. Þá er ekki endi-
lega miðað við árið, sem húsið var
upphaflega byggt, heldur þann tíma
þegar það var enn i þeim stíl, sem
tilheyrir húsinu og getur teygt sig
yfir langan tíma,“ sagði borgar-
minjavörður.
Margrét segist hafa bent Pósti og
síma á ákvæði þjóðminjalaga og
gert athugasemdir við áform um að
rífa húsið. Að sögn Þorgeirs Þor-
geirssonar, framkvæmdastjóra um-
sýsludeildar Pósts og síma, bíður
stofnunin eftir skriflegum athuga-
semdum borgarminjavarðar. Hann
segir húsið ekki eldra en frá aldamót-
um. „Þetta er byggt alveg um alda-
mótin og eiginlega ekki tekið í notk-
un fyrr en eftir aldamótin í elztu
gerð,“ sagði Þorgeir í samtali við
Morgunblaðið. „Húsið er ekki talið
upp í lista húsfriðunarnefndar yfir
ráð hans skýrist ekki af framtöldum
tekjum hans á þessum árum. Öðrum
skýringum Stefáns er hafnað og
einnig skýringum Hallgríms um að
í upphafi hafi verið flutt málning
með engu hassi inn í tilraunaskyni
en henni hent fýrir Vogastapa.
I ákærunni var mönnunum gefið
að sök að hafa flutt inn til landsins
'67-70 kg af hassi með níu sending-
um en við handtöku þeirra lagði lög-
regla hald á 10,7 kg af efninu. í
ákæru sagði að þorra efnisins hefði
verið dreift að miklu leyti fýrir milli-
göngu nafngreindrar konu, en sú var
fyrr á þessu ári dæmd fyrir aðild
að dreifíngu á 6,5 kg af hassi fyrir
Hallgrím Ævar og segir í dóminum
að ekki verði því slegið föstu að
konan hafi haft milligöngu um sölu
á meira magni.
Þá hafði Hallgrímur verið ákærður
fyrir að selja nafngreindum manni 2
kg af hassi en sá var dæmdur fyrir
viðskipti við Hallgrím með 1 kg af
hassi og er sú tala lögð til grundvall-
ar.
Sakfelling fyrir innflutning á alls
65,5 kg af hassi var byggð á játn-
ingu Hallgríms fyrir dómi á misferli
með það magn um það leyti sem
gæsluvarðhaldi hans lauk í desember
1987, en fyrr hafði Stefán játað inn-
flutning á 70 kg af efninu. „Þykir
varðveitt hús og í núgildandi deili-
skipulagi er gert ráð fyrir að það
megi rífa húsið og byggja hús í svip-
uðum stíl á lóðinni. Þetta staðfesti
formaður skipulagsnefndar, Vil-
I ályktuninni segir m.a.: „Ljóst er
að ráðstöfunartekjur almennings í
landinu munu lækka verulega á næst-
unni frá því sem verið hefur um leið
og atvinna dregst saman og atvinnu-
leysi eykst. Möguleikar húsbyggjenda
og kaupenda til að standa í skilum
vegna íbúða sinna versna því mjög
af þeim sökum. Skerðing vaxtabóta
breytir aðstæðum þeirra enn til hins
verra.“
Húsnæðismálastjórn ályktaði einn-
rétt að miða við framburð ákærða
Hallgríms Ævars í þessu efni
ákærðu til hagsbóta og verður því
slegið föstu, að magnið hafi verið
sem næst 65,5 kg en ekki 67-70
kg“, segir í dóminum.
Þá segir að það þyki verka til
þyngingar refsinga ákærðu að þeir
séu báðir fulltíða menn og standi
saman að því að flytja inn og koma
í sölu mjög miklu magni fíkniefna í
von um stórfelldan hagnað. Aðferð
sú sem þeir hafí beitt við brot sín
hafi verið þrauthugsuð og þyki hlut-
ur þeirra í brotunum jafn þótt ástæða
sé til að ætla að hugmyndin að fram-
kvæmd þeirra hafi verið komin frá
Stefáni en Hallgrímur hafi staðið að
þeim og notið hagnaðarins. Ekki sé
ljóst hver hagnaður mannanna hafi
verið en ætla megi að hann hafi
verið verulegur. Á hinn bóginn var
tekið tillit til þess hve lengi það dróst
að dæma í málinu en á þeim drætti
hafi mennirnir tveir enga sök átt.
Auk fyrrgreindrar refsingar, fjög-
urra ára fangelsis og greiðslu 500
þúsund króna sektar, voru mennirnir
dæmdir til að greiða lögmönnum sín-
um, Gísla Gíslasyni og Jóni Magnús-
syni, 160 þúsund krónur hvorum f
málsvamarlaun og óskipt til greiðslu
alls sakarkostnaðar.
hjálmur Þ. Vilhjálmsson, við okkur
skömmu áður en við keyptum hús-
ið.“ Þorgeir sagði að Póstur og sími
hefði ekki beðið um að húsafriðunar-
nefnd skoðaði málið.
ig um jöfnun húsnæðiskostnaðar og
bendir á að ekki hafi verið fyrir hendi
sá samfélagslegi stuðningur við leigj-
endur sem vaxta- og húsnæðisbætur
hafa verið húsbyggjendum og kaup-
endum. „Því hvetur húsnæðismála-
stjórn til þess að hraðað verði laga-
setningu um húsaleigubætur eða hús-
næðisstyrki og er í því efni vísað til
stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar,"
segir í ályktuninni.
Borgarminjavörður
Oheimilt er að
rífa Hótel Vík
Póst og síma greinir á við minja-
vörð um byggingartíma hússins
MARGRÉT Hallgrímsdóttir borgarminjavörður segir að Pósti og síma
sé óheimilt að rífa Hótel Vík við Ingólfstorg. Stofnunin festi kaup á
húsinu fyrir skömmu og sagði Ólafur Tómasson póst- og símamála-
stjóri frá því í samtali við Morgunblaðið að fyrst um sinn yrðu skrif-
stofur í húsinu, en síðan stæði til að rífa það og byggja nýtt hús á
lóðinni. Borgarminjavörður segir hins vegar að þjóðminjalög heimili
ekki niðurrif hússins án umsagnar húsafriðunarnefndar og minjavarð-
ar, þar sem það sé eldra en frá aldamótum. Framkvæmdasljóri
umsýsludeildar Pósts og síma telur húsið hins vegar ekki eldra en
frá aldamótum í sinni elztu gerð.
Hótel Vík árið 1910.
*
Alyktun húsnæðismálastjórnar
Skerðing vaxtabóta eykur
vanskil við byggingasjóði
Á FUNDI húsnæðismálastjórnar nýlega var samþykkt ályktun þar
sem varað er við afleiðingum fyrirhugaðrar skerðingar vaxtabóta
hjá efnalitlum fjölskyldum með lág eða meðallaun. Þessar fjölskyldur
séu þegar á mörkum þess að ráða við skuldbindingar sínar og skerð-
ing vaxtabótanna hjá þeim muni auka vanskil við byggingasjóði.