Morgunblaðið - 15.12.1992, Side 41

Morgunblaðið - 15.12.1992, Side 41
Hvanneyri SI með tvö skip í togi Togarinn Þorsteinn EA-610 sökk suðvestur af Færevjum Togarinn Þorsteinn EA- 610, sökk á um 600 faðma dýpi suðvestur af Færeyjmn þegar verið var að toga skipið til Belfast, en þar átti að nota það í brotajárn. Myndin er tekin 1989 þegar hann var færður til í Akureyrarhöfn. Morgunblaðið/Rúnar Þór Bókakynning í Glerárskóla Lesið verður upp úr nýjum bókum í bókasafni Glerárskóla annað kvöld, miðvikudagskvöldið 16. nóvember, og verður byrjað kl. 20.30. Kynntar verða nýjar barna- og unglingabæk- ur og verða það nemendur úr efri bekkjum skólans sem sjá um lestur- inn. Auk þess sem lesið verður úr ný útkomnum bókum verður bóka- sýning þar sem sýndar verða barnabækur og fræðirit ýmiss konar fyrir böm. Bókasafn skólans og nemendaráð standa fyrir þessari bókakynningu í sameiningu og eru allir velkomnir. (FréttatUkynning) Ljós voru á báðum skipunum, en þarna um miðnættið tóku menn eftir að aðeins logaði á einu ljósi og eitt skip sást í radarnum," sagði Jóhannes. Vírinn slitnaði við það að skipið sökk og biðum menn fram í birtingu á laugardagsmorgun til að ná Þor- láki Helga og gekk vel að ná honum aftur. Eftir atvikið var farið til Færeyja og stjómvöldum þar til- kynnt um það sem og stjórnvöldum á jslandi. Skipið sökk á svæðinu við 61. gráðu norðlægrar breiddar og 9.-10. gráðu vestlægrar lengdar. Hvanneyri verður siglt frá Færeyj- um í dag, þriðjudag, áleiðis til Bel- fast með Þorlák Helga. Jóhannes sagði að engin olía hefði verið í skipinu og því fylgdi engin mengum þó skipið hefði sokk- ið. fy'ón væri heldur ekkert þar sem verið var að fara með skipið í brota- járn, sem lítið fæst greitt fyrir. Þorsteinn EA lenti í ís á Reykja- fjarðarál í apríl árið 1988 og skemmdist þá mjög mikið, m.a. var bolur skipsins illa farinn og kom gat á skut þess stjórnborðsmegin, skuthom varð ónýtt að hluta og skemmdir urðu í vélarrúmi. Þor- steinn EA hefur frá því þetta gerð- ist legið við bryggju á Akureyri, en hann var úreldur upp í nýjan frystitogara Samheija, Þorstein Baldvinsson EA, sem nýlega kom til heimahafnar í fyrsta sinn. Morgunblaöið/Rúnar Þór Ekki viðrar vel til útivinnu þessa dagana. Menn láta sig þó hafa það vel klæddir eins og þessi maður sem í gær var við vinnu við Verk- menntaskólann. TOGARINN Þorsteinn EA-610 sökk á um 600 faðma dýpi suð- vestur af Færeyjum um miðnætti síðastliðið föstudagskvöld. Hvanneyri SI frá Siglufirði var með Þorstein og Þorlák Helga I togi er atvikið átti sér stað, en verið var að flytja skipin í brota- járn til Belfast á Norður-írlandi. Leiðangurinn hafði hreppt vonskuveður á leið sinni og er talið að Þorsteinn EA hafi ekki þolað veðrið, en hann skemmdist mikið er hann lenti í ís fyrir tæpum fimm árum. Þorsteinn og Þorlákur Helgi voru í eigu Sam- herja hf. á Akureyri. Jóhannes Lárusson fram- kvæmdastjóri Dráttarskipa sagði að vel hefði verið frá málum geng- ið áður en lagt var af stað út og voru skipin bundin með-stálvír um 600-700 metra löngum við Hvann- eyrina. Ferð skipanna út hafði ver- ið frestað sökum veðurs í um 10 daga, en útilitið verið sæmilegt þeg- ar haldið var að stað, veður hafi hins vegar breyst og skipin hreppt leiðindaveður, en þau gengu á 4 mílum á klukkustund um tíma. „Ég var í sambandi við Hvann- eyrina um tveimum tímum áður en skipið sökk og þá fannst mönnum sem farið væri að ganga betur, veðrið væri að lagast og ganghrað- inn var kominn upp í 5,4 mílur. Ferðafólk hríðarteppt í versta veðri Björk, Mývatnssveit. HER í Mývatnssveit var hið versta veður á sunnudag, blindbylur og ekkert ferða- veður. Fólk sem statt var hér í sveitinni var því hríðteppt. Vegna veðurofsans setti þó ekki mikinn snjó á vegi. Aflýsa varð aðventukvöldi sem átti að vera í Reykjahlíðarkirku á sunnudagskvöldið. í gærmorgun var hér þolanlegt veður og var farið með nemendur í skóla. Áætlunarbíll kom frá Akureyri og fór strax til baka. Fljótlega fór að snjóa og um hádegi var komin hvöss norðanátt með skafrenningi og snjókomu. Hætt er við að færð þyngist . fljótt á vegum. Ekki hefur enn frést af vegfarendum hér um slóðir sem lent hafa í erfiðleikum í þessum veðraham. Kristján Blásarasveit æskunnar Tónleikar í Glerárkirkju BLÁSARASVEIT æskunnar heldur tónleika í Glerárkirkju I kvöld, þriðjudagskvöldið 15. des., og hefjast þeir kl. 20.30. Á efnisskrá tónleikanna eru tvær svítur eftir Handel, Vatnas- víta og Flugeldasvíta, og óbókon- sert eftir Corelli. Einleikari í óbó- konsert Corellis er Jacquiline Simm. Stjómandi Blásarasveitar æskunnar er Roar Kvam. Þetta eru fyrstu tónleikar sveitarinnar eftir komuna heim frá Zurich í Sviss þar sem hún vann þriðju verðlaun í 1. flokki blásarasveita ungs fólks. Glórulaus bylur í Eyjafirði Mjúkt er undir og fallið ekki hátt þegar stokkið er af þökunum. Myndin var tekin við Hjarðarlund. Vegir ófærir og skólahaldi aflýst VON SKUVEÐUR hefur verið í Eyjafirði síðan á sunudag, skóla- hald féll víða niður í grunnskólum vegna þess og samkomum af ýmsu tagi var aflýst. Mikil ofan- koma hefur verið og gengið hefur á með svörtum éljum, þannig að skyggni hefur á stundum verið afar slæmt. Reynt var að halda götum innanbæjar opnum, en oft skóf jafnharðan yfir. Fáir hafa verið á ferli og þakka lögreglu- menn það að útköll vegna veðurs- ins voru ekki mörg. Varðstjóri lögreglunnar á Akur- eyri sagði að miðað við hve veðrið hefði verið slæmt mætti segja að færð á götum í bænum væri þokka- leg. Þá hefði umferð verið fremur lítið og allir sem gætu héldu sig inn- andyra. Nokkur umferðaróhöpp urðu, en öll smávægileg. Úrkoma var mikil, norðanátt og 6-7 vind- stig. í dimmustu éljunum var skyggni á milli 300 og 400 metrar. Ofært var frá Akureyri út með firði til Dalvíkur og Ólafsfjarðar, en lögreglan á Dalvík fór tyær ferðir á Hámundarstaðaháls sunnan bæjar- ins og dró bíla sem þar sátu fastir í skafli á sunnudag. Ekki vildi betur til í annað skiptið en lögreglubíllinn fór útaf og kom þá bíll hjálparsveit- ar á staðinn og dró hann upp. Mik- ill snjór er á Dalvík og ófært var sumstaðar innanbæjar seinnipartinn í gær, en reynt var að halda opnu á aðalleiðum. Lögreglan ók bömum heim úr skóla fyrir hádegi í gær. Svipaða sögu var að segja frá Ólafsfirði, þar er mjög mikill snjór og dimm él vom á köflum. Götur í bænum voru mokaðar og voru aðal- götur færar. Að sögn lögreglu í Ól- afsfirði var kolófært utan við bæinn og glórulaus stórhríð var þar á sunndag, en fáir á ferli. Ekki sást á milli húsa á Grenivík á sunnudag og þar hefur snjóinn skafið í háa skafla, en snjórinn er mjög laus í sér. Bæði GrunnskóTan- um og leikskólanum á staðnum var aflýst vegna veðurs í gær. Oskuvitlaust veður hefur verið í Grímsey síðan á sunnudagskvöld, mikil ofankoma og skafrenningur. Illfært er um eynna, veghefill fór um götur, en í allar slóðir fennti jafnóðum. Grímseyingar héldu sig að mestu inni við í óveðrinu og not- uðu tímann til að huga að undirbún- ingi jóla. SMÁSALA LEIKJATOLVA Stor 7x7 kristalskján, Stereo heymartól ' Leikir fylqja .•'r—i QI Mikið j’ q Q úrval leikja UTSÖLUSTADIR Verð aðeins kr. 7.900/ Japis, Kringlunni. Rvk. Radióhúsið, Skipholti 9, Rvk. Radióbœr, Armúla 38, Rvk. Skákhúsiö (vlð Hiemm) Rvk. Versl. Kassinn, Ólafsvik Versl. Lltlibær, Stykklshólmi Pólllnn, isatíröi Ratsjá, Sauðárkróki Radiónaust, Akureyri öryggl, Húsavik Verslunin Urö, Raufarhötn Verslunln Skógar, Egilsst. Versl. Hvammur, Hötn Homaf Fristund, Keflavik HEILDSALA RöDIONAUS GEISLAGOTU 14 • SIMI; 96-21300 ' 600 ^jUREYRI FAX; 96-21302 ■

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.