Morgunblaðið - 15.12.1992, Side 42

Morgunblaðið - 15.12.1992, Side 42
42 MORGUNBLAÐIÐ VlÍAKlPl'l/AIVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1992 P.þ popr vmnwmn -t wtioAfi'tumM 'rtHfMMWKS'rwvwn Tölvur Styttist í framtíðarstefnu um tölvumál borgarinnar Unnið að því að „kortleggja“ tölvumál borgarstofnana STARFSHÓPUR sem borgar- stjóri skipaði til að endurskoða tölvu- og upplýsingamál Reykjavíkurborgar mun vænt- anlega skila niðurstöðu sinni um framtíðarstefnu borgarinnar í tölvumálum í janúar/febrúar Fundur hjá Decus DECUS, samtök Digital tölvu- notenda, halda fjórða félags- fund vetrarins í dag, þriðjudag- inn 15. desember. Fundurinn er haldinn hjá íslensk- um aðalverktökum á Keflavíkur- flugvelli þar sem tölvuwkerfi þeirra verður kynnt. Farið verður með rútu frá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, Suðurlandsbraut 34, kl. 16.00 og komið til baka um kl. 20.00. Þátttaka tilkynnist til Þórunnar Þórisdóttur í síma 687220. Lyfjaframleiðsla næstkomandi. Verkefni hópsins hefur m.a. verið að „kortleggja" tölvumál borgarstofnana og kanna framtíðaráform, þ.á.m. um rekstur og framtíðar- markmið SKÝRR. Að sögn Guðmundar Tómasson- ar tölvuráðgjafa Reykavíkurborg- ar og aðstoðarmanns starfshóps- ins hefur verið haft samband við aðila innan borgarkerfisins sem fara með tölvumál viðkomandi borgarstofnana og þeir beðnir um að skila skýrlu um ástand, upp- byggingu og þróun tölvu- og upp- lýsingamála þeirra. Þessa könnun á að nota til að gera heildar- skýrslu um ástand tölvumála Reykjavíkurborgar en ekki verður ráðins í stórvægilegar breytingar í tölvumálum borgarinnar fyrr en starfshópurinn hefur lokið störf- um. „Verkefnið er mjög umfangs- mikið þar sem um er að ræða endurskoðun á öllum tölvumálum borgarinnar og -einnig á samskipt- unum við SKÝRR. Eins og er stendur á svörum frá borgarstofn- um en þær áttu að skila þeim inn þann 15. nóvember sl. en ekki er ekki að mynda framtíðarstefnu fyrr en ljóst er hvemig ástandið er nú,“ sagði Guðmundur. Starfshópurinn var skipaður af borgarstjóra í september sl. og í honum eru Hjörleifur B. Kvaran framkvæmdastjori lögfræði-_ og stjómsýsludeildar, Óskar G. Ósk- arsson borgarbókari og Birgir Finnbogason frostöðumaður end- urskoðunardeildar. Iðnaðarráðuneyti Styrkveit ingar til nýjunga í smáiðnaði IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ hef- ur veitt 30 fyrirtælgum styrki vegna nýjunga í smáiðnaði og var heildarfjárhæðin um 10 milljónir króna. Styrkirnir voru á bilinu 150-700 þúsund krónur að sögn Arna Þorsteins Arna- sonar skrifstofustjóra í Iðnaðar- ráðuneyti. Delta hf. aðili að undir- búningsfélagi íRússlandi Húsgagnaverslun Hugbúnaður Morgunblaðið/Þorkell GJAFAVARA — Á myndinni em eigendur verslunarinnar Júnik hf., Þuríður Steinþórsdóttir og Jóel Fr. Jónsson innan um gjafa- vöra úr smíðajárni sem þau hafa sjálf hannað og framleitt. Ný íslensk húsgögn hjá Júnik hf. HÚSGAGNAVERSLUNIN Júnik hf. í Reykjavík hefur hafið sölu á húsgögnum sem eru framleidd sérstaklega fyrir verslunina hér á landi. Er þar um að ræða bæði sófasett og borðstofuhúsgögn og eru þau hönnuð af eigendum fyrirtækisins. Júnik hf. hefur jafnframt á boð- stólum íslenskar gjafavörur úr smíðajárni, t.d. lampa, kertastj- aka, blómasúlur o.fl. Þessar vörur era framleiddar af fyrirtækinu Forn-ný sem er í eigu sömu aðila. Vörurnar voru kynntar á vörasýn- ingum í París fyrr á árinu og hef- ur þegar náðst nokkur árangur í útflutningi, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Júnik. Eigendur Júnik eru þau hjónin Þuríður Steinþórsdóttir og Jóel Fr. Jónsson en þau keyptu heimil- isvöradeild GKS hf. á Hesthálsi í maí sl. Verslunin var opnuð í nýju húsnæði í Mörkinni 1 í ágúst og hefur auk íslensku framleiðslunn- ar lagt áherslu á innflutt húsgögn og gjafavöru frá Ítalíu, Þýska- landi, Bretlandi og Danmörku. DELTA hf., lyfjaframleiðslufyrirtækið, hefur stofnað undirbún- ingsfélag ásamt tveimur rússneskum aðilum um uppbyggingu lyfja- versmiðju í Rússlandi. Áður hefur komið fram í Morgunblaðinu að Delta muni hugsanlega aðstoða Rússa við að reisa lyfjaverk- smiðju en undirbúningsfélagið var stofnað til að hægt sé að taka ákvörðun um hvort hagkvæmt sé að byggja upp verksmiðjuna. Delta á þriðjungshlut í undirbúningsfélaginu að sögn Ottós B. Ólafssonar forstjóra fyrirtækisins. Verkefni undirbúningsfélagsins er hefja markaðssetningu á vöram frá Delta í Rússlandi og afla betri upplýsinga um lyfjamarkaðinn í Rússlandi. Ákvörðun um uppbygg- inu verksmiðjunnar mun væntan- lega liggja fyrir í mars eða apríl á næsta ári en einnig á eftir að kanna fjármögnunarmöguleika í tengslum við verksmiðjuna. Gert er ráð fyrir að uppbygging hennar kosti um hátt í einn milljarð króna. Delta hefur gert samning við aðila á Kýpur um tækniaðstoð við að byggja upp verksmiðju til lyfja- framleiðslu. Áð sögn Ottós sténdur uppbygging verksmiðjunnar nú yfir og gengu hún mjög vel. Verk- smiðjan mun væntanlega hefja starfsemi sína í ágústmánuði á næsta ári. í júní sl. auglýsti iðnaðarráðu- neytið eftir umsóknum um styrki vegna nýjunga í smáiðnaði. Fýrst og fremst var miðað við að greiða fyrir tæknilegum undirbúningi, hönnun, stofnsetningu og mark- aðssetningu ekki síst hjá þeim sem þegar höfðu skýrt mótuð áform um að hefja slíka starfsemi og höfðu lagt til eigið áhættufé. Alls bárast 68 umsóknir víðsvegar að af landinu. Mikil fjölbreytni var í umsókn- um og komu fram margar góðar hugmyndir. Sem dæmi má nefna nýjungar á sviði framleiðslu minja- gripa og matvæla, ferðaþjónustu og framleiðslu er lýtur að um- hverfísvemd. JOLATILBOÐ 15% afsláttur af sturtuklefum, hreinlætistækjum, stálvöskum og blöndunartækjum Verðdæmi: Salerni, hvítt með setu, frá kr. 13.165 Sturtubotn, hvítur, 80x80, frá kr. 6.244 Baðker, 170x73, hvítt, frá kr. 12.423 Blöndunartæki f. handlaug frá kr. 2.543 Eldhústæki frá kr. 2.858 Heilir sturtuklefar, 80x80, frá kr. 37.315 Einnig stálvaskar o.fl. á frábæru verði VATNSVIRKINN HF. Ármúla 21, símar 68 64 55 - 68 59 66 Hótel Loftleiðir tekur nýtt hirgðakerfi ínotkun NÝLEGA undirrituðu Hótel Loftleiðir og Altak-hugbúnaður samning um alhliða tölvuvæðingu hótelsins á aðföngum til þess. Með henni hyggst hótelið ná fram hagræðingu í allri veitingastarfsemi sinni með aukinni sjálfvirkni og auknu eftirliti. Hugbúnaðurinn sem Hótel Loft- leiðir hyggst taka í notkun byggir í meginatriðum á tveimur þáttum, ann- ars vegar hráefniskerfi og hins vegar barkerfi. Það fyrmefnda á að sýna stjómendum fyrirtækisins rekstrar- kostnað hráefnis hverrar deildar hót- elsins eins og hann er hveiju sinni. Segja má að fylgst sé með hráefninu frá því að það kemur í hús þar til það hefur verið unnið í gómsæta rétti á borðum hótelgesta og starfsmanna. Með kerfinu er hægt að fylgjast með innkaupum, hvar þau eru hagstæð- ust, sjá má hráefniskostnað á unnum matvörum í eldhúsi hótelsins til sam- anburðar við aðkeypt hráefni sem aftur sýnir framlegð samsettra rétta. Þá er í kerfinu tilboðakerfi þar sem hægt er að raða saman hinum ýmsu réttum sem hver um sig byggir á uppskrift sem búið er að skrá í kerf- ið og þannig kostnað þeirra til grund- vallar tilboðs. Barkerfið byggir á því að hvenær Fyrirtæki sem er má framkvæma talningu á börunum til að fylgjast með rýmun. Það tengist beint því kassakerfi sem hótelið hefur í notkun og sér um að halda utan um sölu á hverri tegund. Pantanir inn á barina eru gerðar beint frá kassa til birgðavarðar, sem af- greiðir út á barina samkvæmt þessum pöntunum. Þannig mun sjálfkrafa safnast upp öll sala og innkaup á barina í gegnum kassakerfið. Bar- kerfið sér síðan um að halda utan um þessar færslur auk talningar og útprentunar á ýmsum listum, s.s. rýmunarlistum, sölulistum, kostnað- arlistum o.fl. Telja má bæði með gömlu aðferðinni, það er að telja flö- skumar, og einnig með því að vigta flöskumar. Kerfið þekkir þyngd heill- ar og tómrar flösku, fjölda sjússa í flösku og reiknar því talninguna út frá vigtuninni. Þessi aðferð er einföld því eingöngu þarf að lesa strikamerk- ið af flöskunni með þar til gerðum lesara. Hlutafélag stofnað um hótelrekstur erlendis STOFNAÐ hefur venð almenmngshlutafélag um hótelrekstur í Eng- landi með það að markmiði að eiga hlut í Manor House hótelinu í Torquay á suðurströnd landsins á móti Magnúsi Steinþórssyni. Jafn- framt er áformað að félagið taki þátt í að kaupa hótel í miðborg Lond- on og jafnvel víðar. Á stofnfundi félagsins sem haldinn var þann 25. nóvember voru á þriðja hundrað manns en á sjötta hundrað manns hafa skráð sig fyrir hlutafé fyrir hátt á þriðju milljón króna. Félagið hefur opnað skrifstofu í Borgartúni 33 og gefst fólki ennþá kostur að kaupa hlutabréf. í stjóm félagsins voru kosnir þeir Guðmundur Jónsson, hrl. formaður, Sigurður G. Steinþórsson, gullsmiður og Ólafur K. Sigtryggsson, fram- kvæmdastjóri. Varamaður í stjóm er Magnús Steinþórsson en fram- kvæmdastjóri félagsins er Katrín Guðjónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.