Morgunblaðið - 15.12.1992, Síða 47

Morgunblaðið - 15.12.1992, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1992 47 Clinton og ríkisvald- ið 1 Bandaríkiunum eftír ívar Jónsson Vesturlandabúar gera sér æ bet- ur grein fyrir því að fávísleg mark- aðshyggja nýfrjálshyggjunnar hef- ur gengið sér til húðar. Reaganism- inn og thatcherisminn hafa ekki skilað þeim árangri í efnahagsmál- um sem til var ætlast. Jafnframt gera menn sér æ betur ljóst að ríkisvaldið hefur mikilvægu hlut- verki að gegna í að efla sam- keppnishæfni fyrirtækja og stuðla að hátækniþróun. Yfirburðir Jap- ans, Taiwan og fleiri Asíuríkja í samkeppni á alþjóðamörkuðum hafa vakið menn af Þyrnirósar- svefni nýfijálshyggjunnar. Ég gerði grein fyrir leiðandi hlutverki ríkisvaldsins í efnahagslífi Japans og Taiwan í Morgunblaðinu 12. og 17. nóvember sl. Hér geri ég grein fyrir efnahagslegu hlutverki bandarísks ríkisvalds á sviði ný- sköpunar í atvinnulífinu. Jafnvel í Bandaríkjunum eru menn að end- urskoða afstöðu sína til hlutverks ríkisvaldsins eins og efnahags- stefna Clintons gefur til kynna. Umsvif ríkisvaldsins í Bandaríkjunum Umsvif ríkisvaldsins eða hins opinbera í Bandaríkjunum eru minni en víðast hvar á Vesturlönd- um, þ.e. ef miðað er við heildarút- gjöld. Árið 1989 námu heildarút- gjöld hins opiiibera 36,1% af lands- framleiðslu. Á sama ári voru opin- ber útgjöld Japana hlutfallslega minni eða 31,5%. Sambærilegar tölur fyrir ísland og Svíþjóð voru 39,2% og 59,9%. En samanborið við Japan og Taiwan er bandarísku ríkisvaldi beitt mjög ólíkt. Á Taiw- an og í Japan er ríkisvaldinu beitt markvisst og með miðstýrðum hætti til að efla nýsköpun í atvinnu- lífínu og beina fjárfestingum inn í hávaxtagreinar í samræmi við langtíma efnahgasstefnu stjórn- valda. í Bandaríkjunum eru inngrip ríkisvaldsins mun valddreifðari. Skoðum málið nánar. Aðgerðir alríkis og fylkja Bandarísku ríkisvaldi hefur um árabil verið beitt til eflingar at- vinnulífí bæði á sviði alríkis- stjórnarinnar í Washington og stjóma einstakra fylkja. I grófum dráttum má segja að stjórnvöld hafí beitt þremur megin aðferðum til að efla nýsköpun í atvinnulífinu, en með hugtakinu nýsköpun er hér átt við rannsókna- og þróunarstarf- semi, sem leiðir til nýrrar vísinda- legrar þekkingar eða vöru, fram- leiðslutækni, framleiðslu- og stjómunáraðferða eða markaðs- setningar sem ekki hefur verið til áður. Nýsköpunarleiðir bandarí- skra stjómvalda felast í fyrsta lagi í fjárframlögum til grunnrann- sókna háskólanna. í öðru lagi greiða þau fyrirtækjum fyrir þróun tiitekinna afurða, einkum á sviði þróunar hergagna. Hér er um að ræða verkefnabundnar rannsóknir og þróunarstarfsemi. í þriðja lagi styðja stjórnvöld rannsókna- og þróunarstarfsemi sem ætlað er að efla samkeppnishæfni einstakra atinnugreina eða tiltekinna hópa fyrirtækja. Hluti rannsókna- og þróunar- starfsemi sem fram fer í háskólum er fjármagnaður gegnum Vísinda- stofnun Bandaríkjanna (National Science Foundation). Stærstur hluti háskólarannsóknanna sem ríkisvaldið fjármagnar er þó fjár- magnaður af ríkisstofnunum sem em starfræktar á afmörkuðum sviðum. Helstar slíkra stofnana em heilbrigðisstofnanir Bandaríkj- anna, varnarmálaráðuneytið og orkumálaráðuneytið. Rannsókna- og þróunarstarfsemi háskólanna sem hið opinbera fjármagnar er smáræði samanborið við verkefna- bundna rannsókna- og þróunar- starfsemi á vegum hins opinbera, enda em slík verkefni f.o.f. á sviði varnarmála. Sem dæmi um tækni sem rekja má til rannsókna- og þróunarstarfsemi á sviði hergagna- framleiðslu má nefna tölvutækni og þotur. Geimferðaáætlanir Bandaríkjamanna, NASA, eru dæmi um verkefnabundna rann- sókna- og þróunarstarfsemi, 'en þær em mun minni að umfangi en sú sem fjármögnuð er á sviði varnarmála. Loks má nefna rann- sóknir og þróunarstarfsemi á sviði kjamorkuvera og landbúnaðar- framleiðslu. Opinberir aðilar í Bandaríkjun- um veita miklu fé til rannsókna- og þróunarstarfsemi. Útjgöld Bandaríkjanna til rannsókna- og þróunarstarfsemi námu 1989 um 2,8% af heildar landsframleiðslu. Bandaríkjamenn em meðal þeirra þjóða sem veija hlutfallslega mest- um fjármunum á þessu sviði, en Japanir, Þjóðveijar, Frakkar og Bretar tilheyra þessum hópi. Opin- berir aðilar fjármagna úm 50% af heildarframlögum til rannsókna- og þróunarstarfsemi í Bandaríkjun- um, en um þriðjungur upphæðinnar rennur til varnarmála og hergagna- þróunar. Þetta er alvarlegasti bresturinn í nýsköpunarkerfí Bandaríkjanna. Rannsókna- og þróunarstarfsemin nýtist atvinnu- lífinu ekki méð jafn beinum hætti og ef hún tengdist þörfum atvinnul- ífsins beint. Að þessu leyti eru nýsköpunarkerfi Japana og Þjóð- veija mun skilvirkari, því rann- sóknir þeirra á sviði varnarmála em smáar í sniðum. Fylkis- og borgarstjórnir efla nýsköpunarstarfsemi í kjölfar velgengni hátæknifyrir- tækja á sviði upplýsinga- og tölvu- tækni í Kalifomíu, í svonefndum silikon-dal, hafa stjórnir einstakra fylkja víða í Bandaríkjunum komið á fót hátæknimiðstöðvum þar sem fyrirtæki og vísindafólk háskólanna starfar saman að rannsóknum og eftír Sigríði Hrönn Elíasdóttur Niðurfelling aðstöðugjalds Ljóst er að einungis er spurning um hvenær en ekki hvort aðstöðu- gjald verður lagt niður sem tekju- stofn hjá sveitarfélögum. Hug- myndir hafa verið uppi um að bæta sveitarfélögum þennan tekjumissi með hækkuðu útsvari og hefur þá verið rætt um að útsvar hækki um 1,5%. í minni sveitarfélögum þar sem íbúar em fáir en velta fyrir- tækja mikil er ljóst að hækkun út- svars mun á engan hátt bæta þenn- an tekjumissi. Sem dæmi má nefna að aðstöðugjöld í Súðavík voru 24,34% af heildartekjum sveitarfé- lagsins á árinu 1991 og innheimt- ust að fullu. Flestir em sammála um að þessi skattlagning á veltu fyrirtækja er óréttlát en það breyt- ir því ekki að sveitarfélög hafa gert ráð fyrir þessum tekjum í þriggja ára áætlunum sínum og verða ekki þróunarstarfsemi og fylkisstjórnir og/eða borgarstjórnir fjármagna aðstöðu og bjóða fram áhættufjár- magn til móts við fyrirtæki svo hægt sé að stofna ný hátæknifyrir- tæki. Margar þessara miðstöðva em aðsetur fyrirtækja eða hafa fætt af sér fyrirtæki sem nú em meðal þeirra sem eru í ömstum vexti í Bandaríkjunum. Samkvæmt athugun tímaritsins Busihess Week starfa um 600.000 manns að tækniþróun í þessum miðstöðvum. Af fjölda dæma um miðstöðvar af þessu tagi má nefna silikon-hæð- irnar við Austin í Texas. Þar skapa 450 fyrirtæki á þessu svæði 55.000 manns vinnu við þróun og fram- leiðslu örtölvueininga. í San Diego veita 163 hátæknifyrirtæki á sviði líftækni og fjarskiptatækni 11.000 manns vinnu. í Minneapolis/St. Poul veita 500 fyrirtæki 40.000 manns vinnu á sviði hátækniiðnað- ar í tengslum við heilbrigðis- og lækningatækni. í Princeton hafa 132.400 manns vinnu af rann- sókna- og þróunarstarfí á sviði líf- og fjarskiptatækni. Miklu fleiri dæmi mætti nefna, en þau eiga það öll sammerkt að framkvæði og þátttaka opinberra aðila í atvinnu- þróun er mikil. Bandaríkjainenn stokka upp spilin Fmmkvæði og samstarf opin- berra aðila eða ríkisvaldsins í Bandaríkjunum við fyrirtæki og vísindafólk háskólanna um stofnun hátæknimiðstöðva á undanförnum ámm, benda til þess að efnahags- stefna í anda strúktúralisma eigi vaxandi fylgi að fagna. Efnahags- stefna Clintons er í þessum anda. Markmið hennar er ekki aðeins að efla velferðarkerfið og menntun landsmanna, heldur einnig að auka rannóknir og þróunarstarfsemi á sviði hátækni sem kemur atvinnu- lífinu beint að notum. Þessi stefna er gerólík stefnu Reagans og Bush og raunar einnig hefðbundins keyn- esisma. Kjarni keynesismans var að ríkisvaldið lækkaði vexti og jók umsvif sín á samdráttartímum til að halda uppi eftirspurn eftir vömm og tryggja að atvinnuleysi væri í lágmarki. Ríkisvaldinu var ætlað að hafa sem minnst afskipti af fjár- „Minnkandi afli og verri afkoma sjávarút- vegs- og fiskvinnslufyr- irtækja hefur bein áhrif á tekjur sveitarfélaga.“ í stakk búin til að sinna sínum verk- efnum nema sambærilegur tekju- stofn komi í stað aðstöðugjaldsins. Aukin útgjöld Ekki virðist vera lát á því að auka útgjöld sveitarfélaga með lög- um vegna ýmissa mála s.s. lög- regluskatts, málefna fatlaðra o.fl. og það nýjasta er að leggja virðis- auka á orkuverð. Einnig er það staðreynd að minni sveitarfélög á landsbyggðinni hafa boðið fagfólki s.s. kennumm, leikskólastjórum o.fl. launauppbót og/eða húsaleigu- styrki tilað laða það til starfa svo fysilegra verði fyrir fólk að setjast að úti á landi. Atvinna, góður skóli og dagvistarrými eru fyrstu atriði ívar Jónsson „Frumkvæði og sam- starf opinberra aðila eða ríkisvaldsins í Bandaríkjunum við fyr- irtæki og vísindafólk háskólanna um stofnun hátæknimiðstöðva á undanf örnum árum benda til þess að efna- hagsstefna í anda strúktúralisma eigi vaxandi fylgi að fagna. Efnahagsstefna Clint- ons er í þessum anda.“ festingum. Fyrirtækjum og marlc- aðslögmálum var treyst til þess að beina fjárfestingum þangað sem von var á mestum hagnaði. Bein afskipti af tækniþróun vora ekki talin vera á sviði ríkisvaldsins. Á áttunda áratugnum hafði þessi stefna gengið sér til hiíðar og hægrimenn á borð við Reagan boð- uð samdrátt í ríkisumsvifum, há- vaxtastefnu og skattalækkanir. Með því átti að skapa fyrirtækjun- um olnbogaiými og auka sparnað, ekki síst hinna ríku. Þannig átti Sigríður Hrönn Elíasdóttir sem spurt er um þegar fólk veltir fyrir sér búsetu. Minnkandi tekjur Þær fullyrðingar sem ákveðnir Höggvið í sama knérunn — sveitarfélög vamarlaus að vera mögulegt að laða fram fjár- magn til nýrra arðbærra fjárfest- inga. Nú er ljóst að þessi stefna hefur gengið sé til húðar. Ríkisvald- ið verður að finna leiðir til að beina fjárfestingum inn á hátækni- og hávaxtargreinar framtíðarinnar. Efnahagsstefna Clintons verður til- raunastarfsemi á þessu sviði þar sem nýtt hlutverk og form ríkis- valdsins verður skilgreint með nýj- um hætti. Clinton og strúktúralisminn Clinton vill ganga lengra en hefðbundinn keynesismi. Lang- tímamarkmið hans er að efla „þekkingargmnn" hagkerfísins með því að auka framlög til menntakerfisins, koma á námsl- ánakerfí fyrir alla námsmenn og auka framlög hins opinbera til rannsókna- og þróunarstarfsemi. Skammtímastefna Clintons felst annars vegar í því að laða fram nýjar fjárfestingar strax um leið og lagður er gmnnur að hagvexti í framtíðinni. Skammtímastefna hans felst m.a. í skattaívilnunum fyrir fyrir- tæki sem fjárfesta í nýrri tækni. Einnig boðar hann skattalækkanir gagnvart nýstofnuðum fyrirtækj- um og skattar verða lækkaðir á fyrirtækjum sem stunda rannsókn- ir og þróunarstarfsemi. Clinton ætlar sér að veita 20 milljörðum dala í vegaframkvæmd- ir og mengunarvarnir og skapa þannig atvinnu. Þá er stefna hans að skera niður framlög til rann- sókna- og þróunarstarfsemi á sviði vamarmála og hergagnaþróunar og veija fjármagninu sem þannig sparast til rannsókna- og þróunar- starfsemi í atvinnulífínu. Hátekju- skattar verða auknir og skattar lækkaðir á millistéttinni og lág- tekjufólki. Skattar á erlend fyrir- tæki verða auknir. Skólagjöld verða niðurgreidd að hluta með styrk af fjárlögum, iðn- menntun í hátæknigreinum verður stórefld með sérstakri iðnmenntun- aráætíun. Þá verður lagður 1,5% launaskattur á fyrirtæki og fénu varið til þjálfunar verkafólki. Loks verða framlög til heilbrigð- ismála og velferðarkerfisins aukin verulega. Strúktúralískar áherslur em augljósar í fyrstu efnahagsaðgerð- um Clintons, sérstaklega áhersla hans á nýsköpun og þekkingar- gmnn hagkerfísins. Þessar áhersl- ur eiga eftir að verða skýrari, enda hafa helstu efnahagsráðgjafar Clintons boðað strúktúralisma um árabil. Clinton fylgdi sjálfur slíkri stefnu sem fylkisstjóri. Höfundur er doktor í félagshagfræði tækniþróunar. frammámenn f þjóðfélaginu hafa haldið fram á opinbemm vettvangi að sveitarfélög verði að taka á sig tekjuskerðingu eins og aðrir í þjóð- félaginu er sett fram af svo mikilli vanþekkingu og þröngsýni að þeir sem betur þekkja til hrista hausinn yfír slíkum fullyrðingum. Minnk- andi afli og verri afkoma sjávarút- vegs- og fiskvinnslufyrirtækja hef- ur bein áhrif á tekjur sveitarfélaga. í Súðavík þar sem um 90% laun- þega vinna hjá þessum fyrirtækjum er ekki spuming hvort heldur hversu mikil tekuskerðingin verður hjá sveitarfélaginu. Mergsogin sveitarfélög Það er ljóst miðað við þessar for- sendur að það getur reynst erfítt að halda uppi lögbundinni þjónustu í mörgum sveitarfélögum hvað þá að búast við þvf að fjármagn verði til framkvæmda. Stór og fjárfrek verkefni bíða úrlausnar og má þar t.d. nefna úrbætur í fráveitumálum og sorpmálum. Samdráttur í þjóðfé- laginu kemur að engu minni þunga niður á sveitarfélögum en ríkissjóði og mættu ráðamenn þjóðarinnar hafa það í huga áður en fleiri lög verða sett sem hafa f för með sér aukin útgjöld á sveitarfélög. Höfundur er sveitarstjóri í Súðavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.