Morgunblaðið - 15.12.1992, Side 48

Morgunblaðið - 15.12.1992, Side 48
48 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1992 Að sigla á milli skers og báru eftirlvetu Geidáne Fyrir aðeins fáeinum misserum voru bundnar miklar vonir við sam- runa ríkja Evrópubandalagsins pg ekki var búist við þeirri andstöðu sem nú gætir. Evrópubandalagið mun vafalaust komast yfir þær hindranir sem það nú stendur frammi fyrir, eins og allar fyrri hindranir. Þróunin í átt til samruna verður ekki stöðvuð. En það verður samt ekki horft framhjá afsprengi þessarar þróunar. Um leið og þjóð- ir stefna til stjórnmálalegs sam- runa eykst umhyggja þeirra fyrir sérkennum sínum og menningar- legu sjálfstæði. Fólk vill að sér- kenni þess séu viðurkennd og varð- veitt í hinu fjölþjóðlega samfélagi. Þessari tilhneigingu eru gefin ýmis nöfn, þó hugsanlega byggist nafngiftimar oft á vanþekkingu á aðstæðum. Hlutir, sem í eðli sínu eru ólíkir, eru oft meðhöndlaðir eins og Prókrústes fór með gesti sína. Hann ýmist stytti þá eða lengdi til að þeir hæfðu lengd rúmsins sem þeim var ætlað. Þjóð- emisvakningum ýmissa landa eru gefín nöfn, s.s. þjóðernisstefna, aðskilnaðarstefna eða jafnvel þjóð- remba, án tillits til ólíkra aðstæðna og málið er þannig misnotað til að ráðskast með hugmyndir fólks. Þess vegna er svo mikilvægt að reyna að skilja. Lesendur skyldu ekki láta leiða sig og stjóma skoð- anamyndun sinni heldur lesa og fræðast með opnum og gagnrýnum huga. Ykkur íslendingum ætti að reynast auðvelt að skilja málstað minn. íslendingar og Lettar eiga margt sameiginlegt. Báðar em stoltar smáþjóðir með langa sögu að baki sér. Báðar era mótaðar í senn af lýðræðishefð og baráttu fyrir frelsi sínu og sjálfstæði og báðar eiga sinn helgidóm, sitt eig- ið land. Island er ykkar helgidóm- ur, Lettland er minn. Tunga og sál Lettlands og lettnesku þjóðarinnar eru mér samgróin og ég tala máli hennar hvar sem ég fer. Upp á síðkastið hefur Lettland komist í fréttir vestrænna fjölmiðla og þá oftast nefnt í sömu andrá og Eistland og Litháen. Það era tvö mál sem ýmist era rædd sitt í hvora lagi eða þau era tengd saman með réttu eða röngu. Hið fyrra er vera rússneskra hersveita í löndunum og deilur ríkjanna við rússnesk stjómvöld um brottflutn- ing þeirra. Hitt era ásakanir Rússa um mannréttindabrot og rangláta löggjöf um þegnréttindi og kosn- ingarétt. Löndin hafa nýlega feng- ið frelsi og vilja að sjálfsögðu losna við fyrram sovéskar herdeildir, sem nú era rússneskar, út fyrir landamæri sín. Rússar tregðast við og hafa í þeirri baráttu sakað Letta, Eista og Litháa um mann- réttindabrot gagnvart minnihluta- hópum innan landa þeirra. Því til stuðnings nefna þeir skilyrði sem sett hafa verið fyrir því að menn hljóti ríkisborgararétt, sem eru að fólk hafi annað hvort búið í Iöndun- um tiltekinn árafjölda eða tali tungumál landsins. Kröfuna um brottflutning rúss- neskra hersveita þarf ekki að rétt- læta, en til að réttlæta skilyrði '**’ fyrir borgararéttindum ætla ég að lýsa ástandinu og sögulegum bak- granni þess. Ólíkt öðram hlutum Sovétríkj- anna fyrrverandi, vora Eystra- saltsríkin sjálfstæð þar til þau vora innlimuð með innrás sovéskra her- deilda árið 1940. Staðreyndir frá fjórða áratugnum, um efnahag og menningarmál, sýna að Lettland var meðal þróuðustu ríkja Evrópu. Landið var til dæmis meðal þeirra fremstu í menntamálum, það flutti út meira af landbúnaðarvöram en flestir aðrir og sem mest er um vert, því var stjómað af nútíma- legu, lýðræðislega kjörnu, fjöl- flokka löggjafarþingi. Vegna bæði landfræðilegrar stöðu og sögulegra atburða hefur landið ávallt verið byggt fjölda fólks af öðram þjóðernum, árið 1935 vora rúmlega 75% íbúðanna af lettnesku bergi brotnir, tæpur fjórðungur vora aðrar þjóðir, svo sem Rússar og gyðingar. En það segir okkur ekki mikið að einblína á tölur, það sem meira máli skiptir er menningarlegt ástand í landinu og stefna þess. Siðgæðisþrek einstaklinga verður dæmt af sjálfstjórn þeirra, en hjá ríkjum og þjóðum dæmist það af umburðarlyndi gagnvart öðram, ólíkum þjóðum. Lettar sýndu minnihlutahópum mikið umburðar- lyndi og skilning og sambýli ólíkra þjóða í Lettlandi var gott. I landinu voru starfandi blómleg menningar- félög sem héldu uppi sérkennum Rússa, Þjóðverja, gyðinga og Eista, reknir vora skólar þar sem kennt var á tungumálum minni- hlutahópanna og mikill áhugi og virðing fyrir menningu annarra birtist til dæmis í miklum fjölda bókmenntaþýðinga. Á þessum tíma bjó Lettland í nábýli við hið djöfullega kerfí Sov- étríkja Stalíns. Sovétríkin vora þá ekki aðeins fjandsamleg nágrönn- um sínum heldur ekki síður eigin þegnum og þar vora Rússar ekki undanskildir. Eitt af því sem átti að hjálpa til við að koma á einlitu alræði öreiganna var að afmá allt það sem greindi fólk hvert frá öðru, þurrka út sérkenni og persónu- leika. Opinbera stefnan var að eyða þjóðerniséinkennum, en í raun var reynt að gera alla að Rússum. Árið 1940 hernámu Sovétríkin Lettland og næstu fimm áratugir Lettland 1992 ■ Lettar E2 Rússar 0 Hvítrússar 0 Aðrir vora tími kerfisbundinnar eyði- leggingar lettneskrar menningar og samfélags. Lettar áttu að verða Sovétar, falla inn í fjöldann. Hafn- ir voru flutningar annarra Sovét- þegna, aðallega Rússa, til Lett- lands og á áranum 1940 til 1949 vora um 100.000 Lettar pyntaðir og fluttir nauðugir til Síberíu. Þjóð- leg menningarfélög og skólar vora lögð niður. Þýðingar á lettnesku voru meðhöndlaðar sem andso- véskur áróður og andlegt líf og þau afrek í bókmenntum og listum sem ekki vora þóknanleg valds- herranum vora unnin í felum. Við upphaf hernámsins vora lífskjör í Lettlandi mun betri en í öðram hlutum Sovétríkjanna en brátt var farið að sníða efnahagslífíð eftir marxískri hagfræði og eftir það lá leiðin ört niður á við. Embættismenn kerfisins voru innflytjendur og fyrirlitning þeirra og virðingarleysi við lettneska tungu var lýsandi fyrir allt kerfíð. Innflutningur fólks var mikilvægur hluti rússneskuvæðingarinnar. Innflytjendum vora útvegaðar íbúðir og húsnæði fljótt meðan heimamenn máttu hýrast í kjöllur- um eða úr sér gengnum gömlum húsum í áratugi meðan þess var beðið að ástandið batnaði. Innflytjendum var innrætt að líta á sig sem „frelsara Letta und- an byrði kapítalisma og fasisma“, en Lettum um leið kennt að þeir stæðu í þakkarskuld við stóra bróð- ur fyrir að rétta hjálparhönd. Fyr- ir vikið var aðkomufólk sett í allar stjómunarstöður og Rússar lögðu undir sig skrifstofustörf. Fram- leiðsla ritvéla með lettneskum stöf- um var stöðvuð og allar opinberar samkomur og flokksfundir fóra fram á rússnesku. Eftir seinni heimsstyijöldina var lettneski herinn allur leystur upp nema ein sveit sem fékk að starfa til ársins 1949. Það ár vora tugir þúsunda Letta fluttir nauðugir til Síberíu. Herdeildinni var ekki treyst til að horfa aðgerðalaus á, Eistland 1992 ■ Eistlendingar 0 Rússar 0 Aörir Iveta Geidáne „í þessari margslungnu stöðu verður Lettland, byggt ólíku fólki sem er þar á afar ólíkum forsendum, að leita raunhæfra lausna og horfa fremur til fram- tíðar en fortíðar.“ svo hún var afvopnuð og lögð nið- ur. Eftir það urðu ungir Lettar að gegna herþjónustu í sovéska hem- um víða um Sovétríkin og öll þjálf- un fór að sjálfsögðu fram á rússn- esku. Sú stefna að útrýma tungu- málinu birtist á öllum sviðum þjóð- félagsins. Innflytjendumir töldu sig ekki þurfa að læra málið og stjómvöld gerðu rússnesku að op- inberu máli í samskiptum fólks. Kerfínu hentaði best að fólkið missti sjónar á uppruna sínum og þjóðerni. Innflytjendumir, hvort sem þeir komu frá Rússlandi, Hvíta Rússlandi, Úkraínu eða öðram og Ijarlægari hlutum Sovétríkjanna, töluðu rússnesku og þess var vænst að Lettar myndu bráðlega falla saman við einlitan fjöldann. í skólabók sem gefin var út árið 1983 stendur að í framtíðinni „muni aðeins sérnöfn vera til vitn- is um þjóðleg sérkenni fyrri tíma“. Lettar tóku slíkar fullyrðingar ekki alvarlega en óneitanlega segir Lettland 1935 ■ ^ettar Va Russar 0 Gyðingar 0 Þjóðverjar □ Aðrir Litháen 1992 ■ Litháar 0 Rússar 0 Pólverjar 0 Aðrir þetta sína sögu um niðurrifsstarf- semi Sovétvaldsins. Allt var þetta sagt vera til að afmá þjóðemiseinkenni, gera fólk- ið jafnt og stuðla að samkennd. En vegna þess að aðferðin var sú að gera rússneska tungu að sam- einingarafli fékk þessi viðleitni á sig svip rússneskrar þjóðrembu og ól um leið á hatri gagnvart Rússum og rússnesku. Sovétvaldinu tókst ekki að huga andlegt líf Letta. Kúgun og órétti eykur tjáningarþörf og sköpunar- gáfu vegna þess að fólk þurfti að leita leiða til að blekkja ritskoðun- amefndir yfirvalda. Þetta var því ftjór jarðvegur bókmennta og lista og nú blómstrar menningarlíf Letta sem aldrei fyrr. En meðal áþreifanlegra afleiðinga þessarar þróunar er að Lettar era nú aðeins rétt rúmlega helmingur íbúa Lett- lands og í höfuðborginni, Rigu, eru þeir um þriðjungur. Það hefur alla tíð verið tíðkað í stjórnmálabaráttu heimsins að blekkja fólk og ráðskast með hug- myndir þess og skoðanir. Aðeins í mismiklum mæli og á mismunandi hátt. Dæmi um þetta er að Stórr- ússneskur þjóðernisrembingur var á blómatíma sínum kallaður „al- þjóðahyggja", og upp á_síðkastið höfum við séð merki þess að þessi goðsagnakenndi hugsunarháttur lifir enn góðu lífi. Á síðasta allsheijarþingi Sam- einuðu þjóðanna gerði Andrey Kozyrev, utanríkisráðherra Rúss- lands, mannréttindamál í Eystra- saltsríkjunum þrem að umtalsefni. Hann sagðist óttast um réttindi þjóðemisminnihluta þar vegna öfgakenndrar þjóðernishyggju Eista,. Letta og Litháa og þar ruglaði hann viljandi saman mann- réttindum og borgararéttindum. Orðaleikir á borð við að tala um „erlendar hersveitir" i jákvæðum tón, en ekki um „hernámslið“ og að kalla forréttindi nýlenduherra „mannréttindi minnihlutahópa" eru ekki nýir undir sólinni og nú heyram við þá af vörum þeirra sem finnst þeir hafa verið sviptir sínu hugmyndafræðilega föðurlandi, Sovétríkjunum. Til að réttlæta veru rússnesks herliðs í Eystrasaltsríkjunum era herforingjarnir og öfl sem enn þríf- ast í rússnesku stjórnkerfi reiðubú- in að snúa baki við hugmynda- fræðilegri fortíð sinni og lýsa um- hyggju í garð þjóðernisminnihluta. Þessi skyndilegi umsnúningur skýrist af því eiíiu að Rússum er þvert um geð að draga her sinn heim. Hermennirnir sjálfir vilja helst vera um kyrrt í stað þess að fara til Rússlands þar sem efna- hagsástandið er jafnvel verra en í Lettlandi. Auk þess vilja viss öfl í rússneskum stjórnmálum helst halda úti her þar til frambúðar. En verði þeim ekki stætt á því vilja þeir leysa herdeildirnar upp án þess að flytja þær heim og að her- mennirnir verði þegnar í Lettlandi. Með því móti væri þeim auðveldara að toga í strengi í stjórnmálum landsins. Þeim, sem þykjast bera hag minnihlutahópa fyrir bijósti, láist að nefna það að eftir að Lettland endurheimti sjálfstæði sitt hafa þjóðleg menningarfélög, t.d. Rússa, Þjóðverja, gyðinga og Pól- veija, verið endurlífguð og skólar þar sem kennt er á tungum minni- hlutahópa hafa verið opnaðir á ný. Og þeir horfa framhjá fleiri stað- reyndum sem ekki henta þeirra málstað. Þeir fullyrða að ungum Rússum sé bannað að stunda nám í háskólum í Lettlandi. Það er hel- ber lygi því engar þjóðernishömlur era á inngöngu í skólana. Þar era reyndar ýmsar greinar aðeins kenndar á lettnesku, en Rússum er fijálst að svara prófum á sinu máli. Það eina sem hindrar Rússa í að læra í Lettlandi er að þeir skilja ekki málið. En það má ekki horfa framhjá því að Rússum standa opnir ótal skólar um allt Rússland þar sem þeir geta numið á eigin tungu. Lettum bjóðast að- eins sínir eigin skólar. Vilji menn ásaka Eystrasaltsrík-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.