Morgunblaðið - 15.12.1992, Síða 49

Morgunblaðið - 15.12.1992, Síða 49
in um gróf mannréttindabrot ættu þeir að horfa á staðreyndir í réttu samhengi og forðast stórar alhæf- ingar og sleggjudóma. Fyrir rúmum mánuði báðu Bandaríkjamenn Rússa að styðja ásakanimar með áþreifanlegum dæmum. Það hafa Rússar ekki getað gert enn. í stærsta dagblaði Lettlands, Diena, voru nokkrir sendiherrar erlendra ríkja spurðir álits á ásökunum um mannrétt- indabrot í landinu. Enginn þeirra var tilbúinn að taka undir þær. Borgararéttindi tengjast almenn- um mannréttindum vafalaust á einhvem hátt en Andreas Odahl, sendiherra Svía í Lettlandi, benti á að „ríkisborgararéttur er ekki nauðsynlega hluti mannréttinda". Kristine Biering, sendiherra Dan- merkur, lét í ljósi þá von að „lett- neskum stjómvöldum mætti lánast að semja raunhæfa löggjöf um borgararéttindi í landinu". í þessari margslungnu stöðu verður Lettland, byggt ólíku fólki sem er þar á afar ólíkum forsend- um, að leita raunhæfra lausna og horfa fremur til framtíðar en for- tíðar. En undan því verður samt ekki skorist að horfast í augu við söguna, slíkt væri mjög í anda Sovétríkjanna sálugu (eftir bylt- inguna ákváðu Sovétmenn t.d. að hætta að borga erlrendar skuldir keisarans). Við eigum skuld að gjalda þeim tugum þúsunda Letta sem fluttir voru nauðugir í burtu eða pyntaðir og drepnir. Við krefj- umst ekki refsinga yfir þeim sem frömdu þessa glæpi gagnvart þjóð- inni, en við ætlum svo sannarlega ekki að horfa framhjá fortíðinni þegar við leysum úr okkar vanda- málum. Lettland er eitt aðildarríkja RÖSE (Ráðstefnu um öryggi og frið í Evrópu) og hefur tekið á sig þá ábyrgð og skyldur varðandi mannréttindi sem því fylgir. En menn verða að skilja að nú þegar Letta höndla sitt nýfengna frelsi verða þeir að gera upp við 50 ára sögu kúgunar og undirokunar. Það verður að gera greinarmun á metn- aði stórveldis og baráttu smáþjóðar fyrir tilvist sinni. Nýlegir atburðir í stjórnmálum heimsins sýna okkur ljóslega að of miklar einfaldanir við lausn vandamála geta raskað jafnvægi og fyrr eða síðar brjótast stað- reyndirnar upp á yfirborðið. í fyrsta sinn í sögunni býr frjálst Lettland í nábýli við frjálst Rúss- land, þar sem veikburða lýðræði skýtur nú rótum við hlið afla sem sæta færis að uppræta það og hverfa aftur til tíma alræðis. Aðstoðar utanríkisráðherra Rússlands hefur sagt að „hvemig sem spumingamar varðandi borg- araréttindi verða leystar verða allir íbúar Lettlands að hafa jöfn efna- hagsleg, félagsleg og menningar- leg réttindi“. Undir þetta hafa Lettar tekið mótbárulaust. Beri stjórnmálamennimir gæfu til að finna skynsamlega og stjóm- kænskulega leið, sem tekur mið af siðferðilegum og raunhæfum andstæðingum, þá eiga þeir heiður skilinn. Einfeldnisleg hugsun í stjómmálum er háskaleg í margsl- ungnum heimi. Hún getur leitt til yfírborðskenndra lausna sem iðu- lega eru stórveldum heimsins í hag. Hvað skyldum við leita óvinar- ins? Þar sem bjartast er og auð- veldast að fást við hann eða í þeim skúmaskotum þar sem hann raun- vemlega dylst? Höfundur er fri Lettlandi og stundar nám við Háskóla íslands. -MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1992 49 Verslun Tékk- -Kristalls í Fákafeni Tékk-Kristall hefur opnað sína þriðju versl- un og er hún í stóru og rúmgóðu húsnæði við Fákafen. Sú verslun selur sömu vöm og verslanimar við Laugaveg og í Kringl- unni, en býður að auki vömr frá þekktum fyrirtækjum á Ítalíu. Þar er um að ræða margar gerðir teborða, smáborða, blómas- úla, borðlampa og spegla. Verslunin á Laugavegi 15 verður lögð niður eftir jól og mun því Tékk-Kristall reka tvær versl- anir eftir það. Hjónin Erla Vilhjálmsdóttir og Skúli Jóhannesson hafa átt og rekið fyrirtækið frá upphafi, eða í 21 ár. BILALEIGA Úrval 4x4 fólksbfla og station bfla. Pajero jeppar ó.fl. teg. Pickup-bllar með einf. og tvöf. húsi. Minibussar og 12 sæta Van bílar. Farsímar, kerrur f. búslóðir og farangur og hestakerrur. Reykjavík 686915 iníerRent Europcar BILALEIGA AKUREYRAR Fáðu gott tilboð! KODDAHJAL HÖFUÐ & HERÐARIFULLK0MINN1HVÍLD DUNL0PILL0 hágæða LATEX koddarnir eru sérlega þægilegir, formsteyptir úr náttúrugúmmíi sem ekki tapa lögun sinni við langvarandi notkun LATEX koddarnir þola þvott, eru ekki ofnæmisvaldandi, safna ekki í ryki og í þeim þrífast ekki sýklar eða bakteríur. NATURELLE Lúxus heilsukoddi, framleiddur úr 100% náttúrugúmmíi, LATEX. Formsteyptur þannig að hann gefur réttan stuðn- ing við höfuð og herðar. SERENITY Þunnur og mjúkur LATEX koddi fyrir þá sem vilja hafa lítið undir höfðinu. SUPER COMFORT Þykkur meðalstífur LATEX koddi. Notalegur og sívinsæll fyrir þá sem vilja hafa hærra undir höfðinu. BRJÓSTAGJAFAPÚÐI Hvílir móður og barn, veitir stuðning og hjálp við bijóstagjöf. •é LYSTADUN-SNÆLAND hf Skútuvogi 11 12 4 Reykjavík S í m i 8 1 4 6 5 5 / 6 8 5 5 8 8 Sendum í póstkröfu um land allt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.