Morgunblaðið - 15.12.1992, Side 50

Morgunblaðið - 15.12.1992, Side 50
50 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1992 Því ekki þjóðarat- kvæðagi'eiðslu? eftir Gunnlaug Júlíusson Umfangsmikil umræða fór fram fyrr í haust um það hvort efna ætti til þjóðaratkvæðagreiðslu um EES- samninginn eða ekki, áður en hann verður endanlega afgreiddur. Mörg orð féllu að því í því sambandi og ekki öll viturleg. Það sem einna merkilegast kom fram í þessari umræðu var sú afstaða stjórnvalda og þeirra er þau styðja, hve varhuga- vert væri að hleypa almenningi ná- lægt ákvarðanatöku um málið. Fólk- ið í landinu átti ekki að hafa vit á meginatriðum málsins, það átti að greiða atkvæði um allt annað en kosið væri um og jafnvel kom fram ótti um að kjósendur nýttu sér tæki- færið og létu óvinsæl stjórnvöld upp- skera eins og til hefur verið sáð. Oft gátú menn ekki dulið foragt sína á kröfum almennings um virkt lýð- ræði. Aðstoðarmaður utanríkisráð- herra kallaði kröfur stjórnarandstöð- unnar, stærstu launþegasamtaka landsins og tugþúsunda einstaklinga um þjóðaratkvæði „sífellt suð“. Aðdróttanir prófessorsins Prófessor við Háskóla íslands og forstöðumaður félagsvísindastofn- unar skrifaði t.d. grein í Mbl. þann 5. nóvember þar sem hann færir ýmis rök að því að óviturlegt sé að viðhafa þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta mál og önnur yfirleitt. Reynd- ar skriplar hann heldur betur á sköt- unni þegar hann fullyrðir að „for- ystumenn Framsóknar og Alþýðu- bandalagsins kjósi nú að hlaupa út undan sér og styðji nú þjóðarat- kvæðagreiðslu í þeirri von_ að það kæmi ríkisstjórninni illa“. Á hverju byggir prófessorinn þessa fullyrð- ingu? Slíkar lágkúrulegar aðdróttan- ir eiga ekki heima í fræðilegri um- fjöllun frá prófessor við HI sem í þokkabót kennir sig við Háskólann í undirritun greinarinnar. Gilda önnur lögmál á íslandi en í öðrum löndum? Miklar breytingar eru að eiga sér stað í Vestur-Evrópu, bæði í EFTA- löndunum og innan Evrópubanda- lagsins. Ríki EB stefna að því að þróa samvinnu sína í átt að meiri samruna, flest EFTA-ríkin hafa sótt um inngöngu í EB og koma þar til með að breyta stjómkerfi sínu á margan hátt. Þjóðaratkvæðagreiðsla hefur átt sér stað í Danmörku, Frakklandi og írlandi um aukinn samruna EB-ríkjanna. Niðurstaðan í Danmörku og Frakklandi hefur haft miklar pólitískar afleiðingar. Það var eins og stjórnmálamenn og embættismenn vöknuðu upp við vondan draum við þá gjá sem orðin var milli þeirra og almennings. Eftir það er talað um valddreifingu, nauð- syn á auknum áhrifum ahnennings og fleira í þessum dúr. í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi verður væntan- legur samningur við EB lagður und- ir dóm þjóðarinnar.. Maður fer að velta fyrir sér hvað sé öðruvísi í þessum löndum þar sem stjórnvöld eru óhrædd við að leggja afdrifaríka og flókna samninga undir dóm þjóð- arinnar. Er almenningur betur upp- lýstur þar, ganga pólitískir loddarar ekki lausir þar, eru ríkisstjórnir svo vinsælar að þær þurfa ekki að ótt- ast að kosið sé um annað en viðkom- andi samning, er hlutfall óráðinna svo lítið að ekki þurfi að óttast að skyndilegar breytingar í afstöðu þeirra skipti sköpum um niðurstöð- una? Þessum spurningum er öllum hægt að svara neitandi. Því er ekki sagt við fólkið í þessum löndum að þjóðaratkvæðagreiðsla kosti of mik- ið þannig að það verði að sætta sig við að prófa aðildina um nokkurra ára skeið og síðan sé hægt að segja sig úr bandalaginu ef aðildin sé ekki sá ávinningur sem líklegt þótti? Lík- lega bera stjómvöld það mikla virð- ingu fyrir kjósendum sínum að þeim dettur ekki í hug að bera slíkt rugl á borð fyrir þá. Hvað er öðruvísi á íslandi? En hvers vegna em þessir hlutir Gunnlaugur Júlíusson „Því skyldum við frekar fá kröfur á íslandi en erlendis um tugi þjóð- aratkvæðagreiðslna eins og utanríkisráð- herra hefur haldið fram, ef ein á sér stað?“ þá bornir á borð fyrir okkur hérlend- is? Ef ekki er hægt að færa rök fyrir því að almenningur sé verr upplýstur hérlendis enn í þeim ná- grannalöndum þar sem þjóðarat- kvæðagreiðsla er framkvæmd þá falla þær mótbárur dauðar og ómerkar. Ef ekki er hægt að færa haldbær rök fyrir því að Islendingar taki afstöðu í slíkum málum út frá allt öðrum atriðum en kosið er um frekar en erlendir kjósendur, þá fell- ur sú viðbára einnig dauð og ómerk. Því skyldi þjóðaratkvæðagreiðsla um EES á íslandi skapa svo afdrifaríkt fordæmi að yrði farið að leggja flest mál undir atkvæði þjóðarinnar frek- ar hérlendis en í nágrannalöndunum. í Noregi og Svíþjóð hafa t.d. farið fram 5-6 þjóðaratkvæðagreiðslur á þessari öld. Því skyldi þróunin verða önnur hérlendis? Því skyldum við frekar fá kröfur á íslandi en erlend- is um tugi þjóðaratkvæðagreiðslna eins og utanríkisráðherra hefur hald- ið fram, ef ein á sér stað? Fyrir því liggja engin haldbær rök. Því er ekkert mark takandi á þeirri við- báru. Hvað er þá eftir sem veldur því að önnur lögmál eru talin gilda hérlendis en í nálægum löndum? Stjórnvöld eru orsökin! Það eina sem eftir er að telja upp og veldur því að ekki er hægt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um mikilvæg mál hérlendis eins og í nágrannalöndum okkar eru stjórn- völd. Þau hljóta því að hafa aðra afstöðu gagnvart kjósendum en ger- ist í kringum okkur. Stjórnvöld og talsmenn þeirra eru því eini þátt- urinn í þessari keðju sem er frá- brugðinn hliðstæðum sínum í ná- grannalöndum okkar. Á þeirra veg- um var allt tínt til sem hugsanlegt er til að koma í veg fyrir að þjóðin, fólkið sjálft sem verður að taka af- leiðingum af gerðum stjórnvalda, fái að segja meiningu sína í afdrifarík- asta máli sem við höfum staðið frammi fyrir frá stofnun lýðveldis- ins. Þar sem stjórnvöld virðast standa í vegi fyrir því að virkt lýð- ræði skipi jafn háan sess á íslandi og í nálægum löndum, þá er ekki til nema eitt svar við því, það verður að afmunstra yfirmennina. Höfundur er hagfræðingvr Stéttarsambands bænda. Forsendur sögnstefnunnar eftir Siglaug Brynleifsson Upphaf og kveikju að þeirri stefnu, sem birtist í ýmsum seinni tíma ritum um íslenska sögu fyrri alda og allt til nútímans eru að fínna í uppsetningu sovéskrar hugmynda- fræði og sagnfræði um upphaf og gang Októberbyltingarinnar í Rúss- landi 1917. Það var bylting í Rúss- landi í febrúar 1917 og þar með var zarstjóminni steypt og tilraun gerð til þess að mynda vestrænt stjóm- arfar í Rússlandi. „Októberbylting- in“ sama ár var hins vegar ekki bylting í þeim skilningi að þorri þjóð- arinnar risi upp gegn valdhöfum. Það sem gerðist í október var valda- rán fámenns skipulags byltinga- hóps, sem var fjármagnaður af þýska herforingjaráðinu og jafnvel skipulagður af þeirri stofnun undir forastu Leníns. Síðar varð að búa til „hina miklu októberbyltingu" og það var gert af marxískum hug- myndafræðingum eða öllu heldur sovéskum hugmyndafræðingum. Lygasagan um byltingu í október var búin til og gerð að sögu, sem var síðan upphafið að sögu Sovét- ríkjanna. Á Vesturlöndum vissu menn sannleikann, en í síðari heimsstyij- öld breyttust skoðanir margra í þá vera að forastulið Sovétríkjanna væri viðræðuhæft. Það álit var ríkj- andi allt frá síðari hluta styijaldar- innar og til þess að ,jámtjaldið“ var dregið fyrir austurhluta Evrópu (Churchill). Sovétríkin unnu frá upphafí að því að magna upp og halda við algjörum fjandskap við Vesturlönd. Þessi fjandskapur byggðist á skoðuninni um hinn for- dæmda heim kapítalismans annars vegar og hinn nýja heim sósíalism- ans, framtíðina, hins vegar. Á sjöunda áratugnum breyttu sovéskir valdamenn um aðferðir, þeir viðurkenndu terrorisma Stalíns og tóku _að tala um vísi að slökunar- stefnu. Á Vesturlöndum tóku sósíal- istar og kommúnistar þessum boð- skap fagnandi og þá kom upp hug- takið „mannlegur sósíalismi". Á Vesturlöndum var sú skoðun ríkj- andi meðal sagnfræðinga, að Sovét- ríkin væra ríki harðstjómar og kúg- unar, höfuðandstæðingur vest- rænna lýðræðisríkja. Með breyttri afstöðu Khrashehvs til Stalíns hófst nýr þáttur í áróðurstækni sovéskra hugmyndafræðinga um sögu Sovét- ríkjanna. Stalín var kennt um hryll- inginn og Lenín settur upp sem hinn sanni sósíalisti, jafnvel „mannlegur sósíalisti". Tveir breskir sagnfræð- ingar, Carr og Deutscher, og ýmsir fleiri höfðu skrifað mikil verk um sögu Sovétríkjanna og valdamanna þar í stíl sovéskra hugmyndafræð- inga. Á sjöunda áratugnum magn- aðist áróðurinn meðal skoðana- bræðra Carrs. Sovétríkin vora hlut- geng og allt stefndi þar að fullkomn- un hins endanlega ríkis jafnaðar og réttlætis. Árangur þessa áróðurs varð sá að áhrif marxista innan háskóla á Vesturlöndum jókst hröð- um skrefum, ekki síst með auknum áhrifum þeirra sagnfræðinga sem töldu alla sögu fyrst og fremst „þró- unarsögu samfélaga". Pólitísk saga og menningarsaga skipti litlu máli, hið óljósa og fljótandi hugtak „sam- félagssaga" bar 1 sér marxíska söguskoðun, um að öll samfélög þróuðust itl sósíalismans. Þessi skoðun varð trúaratriði meðal hluta menntamanna á Vesturlöndum, sem mótuðu söguskoðanir að hluta á ofanverðri 20. öld. Áhrifamiklir aðilar að þessari söguskoðun vora framkvöðlar og kenningasmiðir „Frankfurter skól- ans“ og þeir urðu boðberar (m.a. Marcuse, Adomo og Horkheimer) blauthyggjustefnunnar, sem kom fram í umrótinu 1968, þegar „valmúakynslóðin" þ.e. ’68 kyiislóð- in tók að móta skólastefnu innan vissra háskóla í Bandaríkjunum og Evrópu. Hér á landi hafa „stjúpsynir Stasi“ og áhangendur marxískrar söguskoðunar mótað meira og minna þær kennslubækur sem not- aðar era í íslenska fræðslukerfmu bæði í mannkynssögu og íslands- sögu. Inntak þessara bóka er algjör fordæming á fortíðinni oft í formi afskræmingar manna og málefna fyrri tíðar og allt stefnir samkvæmt kenningunum að fullkomnum sósíal- ísks samfélags, sem verður lok allr- ar sögu. í þessum kennslubókum og einnig í íslandssögubókum, sem ætlaðar era til almenns lestrar, örlar vart á þeim skilningi að fortíðin verði að- eins skilin (að nokkra) á hennar eigin forsendum. Dómar- og stað- reyndaumfjöllun er bundin viðhorf- um „nútímamanna". sem því miður virðast samkvæmt skoðunum höf- undanna og skrifum vera mörkuð talsverðri sjálfdrýldni og miklum skorti á innlifun og takmörkuðum . heiðarleika varðandi val og úr- vinnslu heimilda, auk þess sem hug- takið menntun þeirra sjálfra verður að vera í gæsalöppum. Hugmyndir manna um umhverfíð og heiminn berast nú með fjölmiðlun upplýsinga og frétta. Hugmyndir um fortíðina era mótaðar meðal flestra með þeirri uppfræðslu og þeim hugmyndum sem sagnfræðin veitir í skólum, þar verða áhrifin sterkust og mest mótandi og hljóta að verða tekin gagnrýnislaust gild af „fórnarlömbum vitlausra kenni- setninga". Eitt er það sem eykur áhrifamátt skrifanna en það er að höfundarnir era fullkomnlega vissir í sinni sök og skrifa. gjarnan og ræða um „menntun“ sína. Hógværð þeirra er í lágmarki. Þrátt fyrir atburðina 1989-1991 virðast gjörbreytt viðhorf til sögu- kenninga með hruni marxískrar söguskoðunar engin áhrif hafa haft á höfunda íslenskra kennslubóka í sögu. Þeir halda „blýfast í lífsskoðun sína“ og allt endurmat á sögu „Okt- óberbyltingarinnar“ og atburða sem fjær eru í tíma hefur farið framhjá þeim. Það er ekki aðeins full þörf, það er menningarleg lífsnauðsyn að stöðvaðar verði frekari útlistanir Siglaugur Brynleifsson „Hér á landi hafa „stjúpsynir Stasi“ og áhangendur marxískrar söguskoð- unar mótað meira og minna þær kennslu- bækur sem notaðar eru í íslenska fræðslukerf- inu bæði í mannkyns- sögu og íslandssögu.“ marxískara söguskoðunar innan fræðslukerfísins, því þar situr lygin í öndvegi. Höfundur er rithöfundur. Bókhaldsforritið Vaskhugi Sigurður Brynjólfsson, bflstjóri með sjálfstæðan rekstur: „Nú eru páskarnir orðnir frítími, áður fóru þeir í bókhaldsrugl". Vaskhugi færir sjálfvirkt í DEBET og KREDIT. Vaskhugi er í notkun um allt land. Hann hentar flestri starfsemi þar sem kaup og sala eiga sér stað, svo sem hjá verktökum, iönaðarmönnum, sjoppum, verkfræöingum, svo eitthvað sé nefnt. Verð á Vaskhuga er kr. 48.000,-, sem er svipað og ein vinnslueining kostar í eldri kerfum. . Hringið og við sendum bækling um hæl IpVaskhugi hf. T? 682 680 Fóstrur mótmæla að- gerðum stjórnvalda MÓTMÆLT er harðlega fyrirhuguðum aðgerðum ríkisstjórnarinnar af fundi stjórnar kjararáðs 1. fulltrúa deilda og samninganefnda Fóstrufélags íslands og sagt að þær feli í sér mikla skerðingu á ráðstöfunartekjum og bitni harðast á barnafjölskyldum og sjúkling- um. Einnig segir að enn og aftur sé völd að hætta nú þegar við þessi höggvið í sama knérann og vegið áform og fara aðrar leiðir til að að velferðarkerfinu og enn sé breiðu mæta þeim vanda sem við blasir í bökunum markvisst hlíft. Síðan seg- atvinnulífi þjóðarinnar." ir: „Fundurinn skorar því á stjóm-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.