Morgunblaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 52
52
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DBSEMBER 1992
Fischer ag Spasskí
boðið til Islands
Skák
Margeir Pétursson
SKÁKSAMBAND íslands hefur
boðið Bobby Fischer og Boris
Spasskí að koma til íslands í
tilefni af því að tuttugu ár eru
liðin frá því að þeir háðu ein-
vígi aldarinnar í Reykjavík.
Ekki er gert ráð fyrir að
Spasski og Fischer tefli kapp-
skákir í heimsókninni en vonast
er til þess að þeir haldi blaða-
mannafund og tefli sýningar-
skákir fyrir áhorfendur ef þeir
þiggja boðið. Haft hefur verið
samband við Boris Spasskí þar
sem hann dvelst nú í París og
hefur hann mikinn áhuga á að
koma hingað til lands með Fisc-
her. Spasski nefndi möguleika
á Islandsferð við hann eftir að
einvígi þeirra lauk í Belgrad og
tók Fischer vel í þá hugmynd.
Enginn verðlaunasjóður verður
settur á stofn vegna boðsins til
Fischers og Spasskís, enda er ekki
til heimsóknarinnar stofnað af
hálfu Skáksambandsins til að fá
þá til að tefla. SÍ á heldur enga
möguleika á því að bjóða verðlaun
í nokkrum námunda við þann 300
milljóna króna sjóð sem í boði var
í haust og greiddur var út til kepp-
enda í síðasta mánuði. Áhersla
verður lögð á að rifja upp þá miklu
stemmningu sem myndaðist í
kringum heimsmeistaraeinvígið
1972.
Skákstiganna beðið
með óþreyju
Senn eru væntanleg ný skákstig
frá FIDE sem taka gildi frá fyrsta
janúar næstkomandi. Hér á landi
bíða margir skákáhugamenn
þeirra með sérstakri eftirvænt-
ingu, því það eina sem Hannes
Hlífar Stefánsson skortir upp á
stórmeistaratitilinn er að birtast
með a.m.k. 2.500 stig á lista FIDE.
Verði öll alþjóðleg mót sem Hann-
es hefur tekið þátt í frá því 1.
júní tekin með í reikninginn er
xþess að vænta að hann vanti nokk-
ur stig upp á þetta. Hannes tap-
aði stigum á heimsmeistaramóti
unglinga í Argentínu í október og
kostar það hann líklega sex mán-
aða bið eftir titlinum. Það er þó
erfitt að áætla skákstigin fyrir-
fram auk þess sem skýrslum um
mót er stundum skilað of seint og
þau koma þá ekki inn fyrr en á
næsta lista.
Eftir frábæran árangur sinn á
EM landsliða á Jóhann Hjartarson
mikla möguleika á því að slá eða
jafna fyrra stigamet íslendings
sem hann á sjálfur, 2.620 stig, frá
1. júlí 1988. Jóhann er eini íslend-
ingurinn sem náð hefur að ijúfa
2.600 stiga múrinn.
Þá fýsir marga að sjá það svart
á hvítu hvort einvígi Fischers og
Spasskís í haust verði reiknað til
stiga. Samkvæmt venju ætti
Fischer að koma aftur inn á list-
ann með sín gömlu stig, 2.780.
Stigatala hans birtist síðast á lista
FIDE árið 1975. Verði einvígið
reiknað tapar Fischer töluverðu,
líklega 40-50 stigum, því hann
varð að vinna Spasskí með meiri
mun til að standa undir þessari
háu tölu. Þar sem Fischer vill ekk-
ert með FIDE hafa og stjómaði
sjálfur flestu í sambandi við ein-
vígið. er þó harla ólíklegt að af
útreikningi verði.
Alfræðibækur um skák
Meira hefur líklega verið ritað
um skák en allar aðrar keppnis-
greinar til samans. Skýringin er
líklega sú að eftir að ákveðnum
styrkleika er náð verður ekki um
frekari framfarir að ræða án mik-
ils lesturs. Flestir stórmeistarar
eiga hundruð og jafnvel þúsundir
skákbóka í fórum sínum auk óg-
rynnis af tímaritum. Það hafa líka
verið gefnar út margar alfræði-
og uppflettibækur um skák.
Nýju rússnesku alfræðibókar-
innar um skák, Shakhmatnyí,
enzyklopeditsjeskí slovaij, var
beðið með mikilli óþreyju, en hún
var mörg ár í smíðum. Aðalrit-
stjóri hennar var Anatólí Karpov
fyrrum heimsmeistari, en bókin
var ekki tilbúin fyrr en Kasparov
hafði verið heimsmeistari í fimm
ár. Ritið er 621 bls. að stærð,
prentað með smáu letri í stóru
broti. Fjöldi manna vann að henni
enda fór undirbúningurinn allur
fram á þeim tíma þegar ekkert
tillit var tekið til markaðslögmáls-
ins. Karpov segist strax í upphafi
hafa lagt þunga áherslu á að allri
pólitík yrði varpað lönd og leið.
Kaflinn um Viktor Kortsnoj er þó
óeðlilega stuttur, en Karpov telur
sér það þó mjög til tekna að hafa
komið honum inn framhjá kerfi
ritskoðunar.
Aðrir stórmeistarar sem voru
landflótta frá Sovétríkjunum eru
líka með og bendir því fátt til
annars en að hér sé á ferð lang-
viðamesta og vandaðasta ritið á
sínu sviði sem gefið hefur verið út.
Á því eru þó gallar. Svo virðist
sem ofan í myndir hafi verið farið
með blýanti til að skerpa andlits-
Það fór vel á með Fischer og Spasskí eftir einvígið í haust.
drætti manna, líklega í þeim til-
gangi að vega upp á móti lélegri
myndprentunartækni. Þetta tekst
þó ekki betur en svo að sumir eru
illþekkjanlegir.
Þar sem ritið er á rússnesku og
með kyrillíska stafrófinu er lang-
mest áhersla lögð á umfjöllun um
skákmenn frá fyrrum Sovétríkjun-
um. Birtar eru skákir og myndir
af öllum stórmeisturum þeirra.
Einnig eru kaflar um alla stór-
meistara í heimi, en flestra er-
lendra alþjóðlegra meistara aðeins
getið í upptalningu.
Skáksögu íslands eru gerð góð
skil, því Guðmundur Arnlaugsson
skrifar stuttan en hnitmiðaðan
kafla í ritið.
í hróplegri mótsögn við þetta
vandaða rússneska rit er The
Batsford Chess Encyclopedia
eftir kanadíska stærðfræðinginn
Nathan Divinsky. Það er 247 bls.
að stærð með auðlesanlegu letri.
Það sæmir varla stærstu skákbó-
kaútgefendum heims, BT Batsford
í London, og Raymond Keene stór-
meistara, ráðgjafa þeirra, að
leggja nafn sitt við það. Að vísu
er fjallað um skákmenn og efni
tengt skák og því raðað upp í staf-
rófsröð, en að kalla þetta alfræði-
rit um skák er hreint öfugmæli.
Persónulegt mat og sleggjudómar
höfundarins ráða alfarið ferðinni
og áherslur eru handahófskennd-
ar. Sérkaflar eru þó um alla stór-
meistara. íslenskrar skáksögu er
að litlu getið, en eitt af því fáa
sem telja má ritinu til tekna er
kafli um Daniel Willard Fiske, ís-
landsvininn mikla.
Sem dæmi um vinnubrögð höf-
undarins skal hér birtur útdráttur
úr kaflanum um Alexander Aljek-
ín, fyrrum heimsmeistara, en á
honum hefur höfundurinn greini-
lega andúð og reynir ekki að dylja
það: „Það er athyglisvert að á bak
við þetta glæsilega yfirborð var
sumt ekki alveg eins og skyldi. í
fyrsta lagi er hæpið hvort hann
hafi nokkru sinni lokið námi frá
Sorbonne. Margir hæfileikamenn
eiga í erfiðleikum með hina mjóu
línu á milli „ég hefði getað“ og
„ég gerði“ (sjáið t.d. Zukertort).
Jafnvel þótt doktorsgráða Aljekíns
sé að hluta ímyndun, gerði hún
engum mein því hann lagði aldrei
stund á lögfræðistörf.
í öðru lagi virðist sem hann
hafi sýnt mikið kaldlyndi er hann
yfirgaf aðra eiginkonu sína, eftir
að hafa notfært sér stöðu hennar
til að komast burt frá Sovétríkjun-
um.“
Willem van Herpem þýddi Passíusálmana á hollensku
Hallgrímur sýndi mér kross-
inn, þjáningamar og lausnina
„HEFURÐU heyrt söguna um
Ungveijann sem þýddi Hall-
grím,“ spyr hollenskur áhuga-
maður um Island, Willem van
Herpem. „Hún er næstum eins
og mín. Hann flýði kommúnista
tvisvar, ég komst tvisvar frá
nasistum. Hann varð prestur
eins og ég og síðar biskup.
Minningarnar hvíldu á honum
og hann varð þunglyndur eins
og ég hef verið. Hann lærði
íslensku og las Passiusálma
Hallgrims Péturssonar eins og
ég. Þegar hann lauk við að
þýða sálmana létti fargi af hon-
um. Ég var skyndilega fijáls
undan myrkri áþján þegar síð-
asti sálmur Hallgrims var kom-
inn á hollensku. Þetta íslenska
skáld sýndi mér krossinn, þján-
ingarnar og lausnina.“
Hollendingurinn Willem van
Herpem Iauk í fyrra fjögurra ára
starfi að þýðingu Passíusálma
Hallgríms Péturssonar af íslensku
á hollensku. Hann gerir ráð fyrir
að sjö þeirra verði gefnir út í
bænum Leiden á næsta ári ásamt
ævisögu Hallgríms sem hann hef-
ur skrifað eftir ýmsum íslenskum
bókum um skáldið. En ísland er
van Herpem áfram hugleikið,
næst langar hann að kynna sér
sögu siðaskiptanna hérlendis.
Sigurbjörn Einarsson biskup
sagði van Herpem frá ungverska
biskupnum Lajos Ordass sem
einnig hefur þýtt Passíusálmana
á sitt móðurmál. Sálmarnir hafa
raunar verið þýddir á fleiri tungu-
mál, ensku, þýsku, norsku,
dönsku, sænsku og meira að segja
kinversku.
En kommúnistar héldu Ordass
lengi í fangelsi og þar lærði hann
íslensku. Mennimir tveir hafa
ekki hist, örlög þeirra spunnust í
ólíkum löndum, en báðir sáu ljós
í orðum sálmaskáldsins. Blaða-
maður Morgunblaðsins hitti van
Herpem þegar hann var staddur
á íslandi í haust, en hann kom
einnig til landsins um siðustu
helgi, m.a. til að vera viðstaddur
vígslu orgelsins í Hallgrímskirkju.
Hann er fæddur í Rotterdam,
en gekk í skóla í Utrecht og Leid-
en. „í stríðinu, þegar ég var átján
ára, tóku Þjóðveijar mig og sendu
í vinnubúðir í Bremen. Þar var
vistin hörð,“ segir van Herpem
og starir gegnum vegginn bak við
blaðamann. „Kuldinn og svengdin
hefðu nægt til þess að við ákváð-
um tveir að flýja. 3. mars 1945
fylgdum við ekki vinnuhópnum.
Við gengum að næturlagi og föld-
um okkur meðan bjart var. Bænd-
ur gáfu okkur mat og eftir viku
náðum við til Hollands."
Þjóðverjar náðu mér áftur
„En _ Þjóðverjarnir náðu mér
aftur. Ég var handtekinn og flutt-
ur í fangelsi. Við gátum ekki sest
niður í klefanum, hann var troðinn
af föngum. Nálægt miðnætti
komu hermenn og öskruðu: Þú,
þú, þú... Svo fóru þeir út með
mennina og við heyrðum skothríð-
ina. Á hveiju kvöldi hugsaði ég,
nú er komið að mér. En eftir tíu
daga og nætur lauk stríðinu."
Van Herpem fór í háskóla og
varð prestur 1954. Síðan vann
hann víða í Hollandi, vildi helst
vera í smábæjum vegna þess hann
langaði að læra og kyrrðin gaf
tóm til þess. Guðfræði, heimspeki
og bókmenntir urðu honum rann-
sóknarefni, en það ánægjulegasta
í starfinu þótti honum að predika
og geta stundum hjálpað fólki í
erfíðleikum.
Fyrir 24 árum veiktist van
Herpem alvarlega. „Á hverri nóttu
hafði skothríðin úr fangelsinu
haldið fyrir mér vöku,“ segir
hann. „Skyndilega varð það mér
um megn. Ég neyddist til að
Willem van Herpem
hætta prestþjónustu árið 1978
vegna veikinda, ég var þunglynd-
ur og hafði engu hlutverki að
gegna lengur. Tveimur árum
seinna las ég í blaði að á íslandi
hefði kona verið kosin forseti fyrst
kynsystra sinna í heiminum. En
ég gat ekki borið fram nafnið
hennar."
Lærði íslensku af lingvafóni
Þá fylltist hann forvitrii um
landið og fór að leita að einhveiju
um það. En hann fann ekkert í
Hollandi, þýsk handbók um ísland
fyrir ferðamenn var fyrsta skref-
ið, svo kom fleira, hann tók ling-
vafónnámskeið og kveðst hafa
lært íslensku fjóra tíma á dag í
fimm mánuði.
Fárviðri eftir Jan Terlouw er
fyrsta bókin sem van Herpem las
á íslensku, en því fleiri sem þær
urðu, því meiri varð áhuginn á
landinu. Síðan segist hann hafa
lesið talsvert af íslenskum nútíma-
sögum og flutt fjóra fyrirlestra
um þær í belgíska sjónvarpinu
1983.
Van Herpem kom fyrst til ís-
lands fyrir tíu árum, þá bjó hann
hjá Fransiskanisystrum í Reykja-
vík í þijár vikur. Þremur árum
seinna kom hann aftur og segir
að upp frá því hafi Hallgrímur
Pétursson verið honum hjartfólg-
inn. Hann hafí heimsótt fæðingar-
stað skáldsins og þá staði sem
hann bjó á og reynt að þræða
ævi þess með lestri fjölda bóka.
Síðan kveðst van Herpem hafa
tekið til við lestur Passíusálmanna
og setið nærri hvern dag í fjögur
ár við þýðingu þeirra yfir á hol-
lensku.
„Verkinu lauk ég á síðasta ári,“
segir hann. „Það var mikil blessun
fyrir mann með höfuð þjakað af
stríði. Hallgrímur er að mínu
mati mikilvægasta skáld á ís-
lenska tungu. Sálmar hans hafa
mátt til að lyfta huga og hjarta
upp úr djúpri örvæntingu. Þegar
ég lauk við þýðinguna var ég
skyndilega fijáls. Eftir öll þessi
ár.“ Þ.Þ.
«
i
€
4jj
i