Morgunblaðið - 15.12.1992, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DBSEMBER 1992
53
Divinsky þéssi hefur einnig
skrifað bók með Keene þar sem
þeir raða skákmeisturum allra
tíma upp í styrkleikaröð eftir ein-
hverskonar stærðfræðiformúlu.
Þeir telja Kasparov mesta skák-
mann sögunnar, en Aljekín má
sætta sig við átjánda sætið, m.a.
á eftir Polugajevskí og Geller og
næst á undan Andrei Sokolov og
Boleslavskí. Ósparlega er vitnað í
þessar kenningar í „alfræðibók"
Divinskys. Þessi kanadíski pró-
fessor hefur greinilega sínar eigin
skoðanir á skáksögunni og væri
fróðlegt að sjá þær settar fram
og rökstuddar. Þær eiga hins veg-
ar ekki heima í riti sem gefur sig
út fyrir að vera alfræðibók fremur
en orð eins og „hæpið“, „að hluta“
og „virðist". Það er hrein móðgun
við skáklistina og sögu hennar að
bera svona lagað á borð.
Vönduð íslensk alfræðibók
Sumir lesendur skákþáttar
Morgunblaðsins hafa tekið eftir
því að hér hefur oft verið vitnað
til Alfræðibókarinnar um skák,
A-Ö, eftir dr. Ingimar Jónsson.
Það er ekki að ástæðulaúsu, það
ágæta rit kemst mjög vel frá sam-
anburði við þau erlendu. Bókin er
357 bls. að stærð og hana prýðir
fjöldi ljósmynda og stöðumynda.
Erlendum stórmeisturum og stór-
mótum eru gerð góð skil, en aðals-
merki bókarinnar er mikil og vönd-
uð vinna sem lögð hefur verið í
að fjalla um íslenska skákhreyf-
ingu og skákmenn. Þá er skákbyij-
unum og afbrigðum gerð sérlega
góð skil og mörg gömul og ný
skákorð og orðatiltæki útskýrð.
Eftir þriggja ára notkun bókarinn-
ar hef ég ekki orðið var við stað-
reyndavillur. Þeir sem mesta þekk-
ingu hafa á skáksögu okkar gefa
bók dr. Ingimars sömu einkunn.
í tilefni af endurkomu Bobby
Fischers hefur mikið verið vitnað
í skáksöguna undanfarna mánuði.
Staðreyndirnar hafa þá stundum
skolast til eins og gengur. Það er
fyllsta ástæða til að benda skák-
áhugamönnum á að leita ekki
langt yfír skammt ef þá vantar
___________Brids
Umsjón Arnór G. Ragnarsson
Paraklúbburinn
Sl. þriðjudag voru 4-6 umf. spil-
aðar í sveitakeppninni og er staða
efstu sveitanna þannig:
Sv. Guðrúnar Jóhannesdóttur 121
Sv. Drafnar Guðmundsdóttur 120
Sv. Hjördísar-Hjördísar 102
Sv. Anna-Makar-Ljósbrá 101
Sv. Kristínar Guðbjörnsdóttur 98
Næsta spilakvöld félagsins verð-
ur 12. jan. ’93.
Húnvetningafélagið
Síðastliðinn miðvikudag lauk
tveggja kvölda einmenningskeppni
félagsins. Spilað var í tveimur 16
manna riðlum og spiluð 30 spil á
kvöldi.
handhæga alfræði- og uppfletti-
bók um skák.
Hraðmót á Spáni
Jóhanni Hjartarsyni gekk ekki
sérlega vel á hraðmóti í Oviedo á
Spáni um síðustu helgi. Hann varð
rétt neðan við 20. sæti með 8 v.
af 11 mögulegum, eftir að hafa
tapað vænlegri skák gegn Camp-
ora frá Argentínu í síðustu um-
ferð. Gavrikov frá Litháen sigraði
með 9*/2 v. Mikill fjöldi stórmeist-
ara tók þátt í mótinu. Athygli
vakti að hinn 17 ára gamli Kramn-
ik, sem hefur hlotið 14‘/2 v. úr 16
skákum fýrir rússneska landsliðið
í ár, varð að sætta sig við 7 Vi v.
Umhugsunartíminn var 45 mín-
útur. Jóhann vann m.a. ungan og
efnilegan rússneskan alþjóða-
meistara, Konstantin Sakaev
(2.540), í fjörugri skák:
Hvítt: Konstantin Sakaev
Svart: Jóhann Hjartarson
Kóngsindversk vörn
1. d4 - Rf6 2. c4 - g6 3. Rc3 -
Bg7 4. e4 - d6 5. f3 - 0-0 6.
Be3 - Rc6 7. Rge2 - a6 8. h4
- Hb8!?
Fischer lék ávallt 8. — h5 gegn
Spasskí.
9. h5 - b5 10. hxg6 — fxg6 11.
cxb5 - axb5 12. Rf4 - e5 13.
dxe5 - Rxe5 14. Bxb5 - c6 15.
Ba4 - Hxb2 16. Bb3+ - Kh8
17. Bd4?
17. - Rfg4! 18. Rce2 - Da5+
19. Kfl - Hd2 20. Dcl - Hxf4!
21. Dc3 - Dxc3 22. Bxc3 -
Rxf3 23. Bxg7+ - Kxg7 24.
gxf3 - Ba6 25. Bdl - Hxf3+
26. Kel - Hb2 27. Hgl - Re5
og hvítur gafst upp.
Úrslit urðu þannig:
Eggert Einarsson 489
Anton Sigurðssoh 482
Aðalsteinn Helgason 473
BjörnÁrnason * 461
Ólafur/Snorri Guðmundss. 461
Pétur Veturliðason 457
Hæsta skor yfir kvöldið:
A-riðiðll
Björn Árnason 240
Aðalsteinn Helgason 236
Eggert Einarsson 234
B-riðill
Ólafur Ingvarsson 259
Þorleifur Þórarinsson 242
SævarJónsson 225
Meðalskor 210
Næsta miðvikudag verður spilað-
ur eins kvölda jólatvímenningur.
Skráning er á staðnum, Húnabúð,
Skeifunni 17, 3 hæð. Spilamennsk-
an hefst kl. 19.30 og eru menn
beðnir að mæta tímanlega.
Blítt og strítt
eftir Vilhjálm Hjálmarsson
Vilhjálmur Hjálmarsson fyrrverandi ráðherra hefur hér
skráð tíu mannlífsþætti um ólík efni - úr lífi fólksins í
landinu, í blíðu og stríðu. Hann segir t.a.m. frá
meinlegum örlögum og óhappaatburðum, mannfundum
og félagsstarfi og rekur þjóðsögur.
Vilhjálmi er einkar lagið að segja frá með alþýðlegum og
glettnum hætti. Metsölubækur hans, Frændi Konráðs —.
föðurbróðir minn og „Hann er sagður bóndi", bera
því glöggt vitni.
Blítt og strítt
er skemmtileg og fróðleg bók!
ÆSKAN!
)
I
i
ÍC-yfíf^]
EYJASLÓÐ 7*101 REYKJAVÍK• S. 91-621780