Morgunblaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 15.12.1992, Blaðsíða 56
s. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1992 ——:-----[---------! ------- .—j------ 56 Minning Katrín Þórisdóttir Fædd 7. janúar 1962 Dáin 6. desember 1992 Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við vin þinn, því að það sem þér þykir vænst um í fari hans get- ur orðið þér ljósara í fjarveru hans, eins og fjallgöngumaður sér fjallið best af sléttunni. (Kahlil Gibran.) Það er þó erfitt að fara eftir spak- mælum þessum þegar ungt fólk hverfur skyndilega yfir á æðra til- verustig. Það fannst mér að minnsta kosti er ég frétti andlát skólasystur minnar hennar Kötu sem kom mér í opna skjöldu þótt ég vissi að skær- uliðamir, eins og hún kallaði sjúk- dóm sinn, hefðu birst á ný. Hún hafði barist hetjulega við þá áður og virtist hafa sigrað þá endanlega og ég vonaði að hún sigraði líka í þetta sinn. Ég kynntist Kötu fyrst að ráði á þriðja ári okkar í viðskiptafræðinni í gegnum hina óþijótandi verkefna- vinnu sem einkenndi það ár. Enn meiri samgangur varð er við völdum báðar sama kjörsvið á lokaárinu og saman áttum við skemmtilegar stundir í ævintýraferð útskriftarhóps til Singapore og Bali í janúar 1990. Kata var þrautseig og skipulögð en það var glaðværðin og ljúf- mennskan sem ég mat mest í fari hennar. Þessir eðliskostir hennar komu skýrt í Ijós í veikindum henn- ar. Hún veiktist hastarlega af ill- kynja sjúkdómi í júní 1990 og var á tímabili vart hugað líf. En hún barðist dyggilega studd af samheld- inni ijölskyldu sinni. Létt lund hjálp- aði til og hún glettist meira að segja með hluti eins og það að þessi sjúkra- húslega væri ágætis innlegg í kandi- datsritgerðina hennar um stjómun á sjúkrahúsum. „Ég er að rannsaka þjónustuna - þetta er besta leiðin til þess.“ Ég minnist yndisiegrar kvöldstundar í ágúst er Kata slapp út og við Kolba systir hennar fómm með henni út að borða til að halda upp á árangur þann er náðst hafði í baráttunni. Kata ljómaði sæt og fín með nýja túrbanann sinn og gladdist yfir þvi hve himneskt væri að borða svona mat á nýjan leik og hvað það væri nú mikill munur að hafa losnað við aukakílóin, smávegis sjóntruflanir ennþá, en hvað með það. Alltaf í Pollýönnuleik. Um haustið vann hún um tíma á sama stað og ég og sló ekki af þótt hún mætti í sprautur að morgni og fyndi fyrir ógleði það sem eftir var dagsins og alltaf var stutt í brosið. Henni tókst það sem engum hafði dottið í hug sumarið 1990, því hún lauk við kandidatsritgerð sína og erfítt próf eftir áramótin og útskrif- aðist sem viðskiptafræðingur í febr- úar 1991. Hún útskrifaðist einnig úr hinni hefðbundnu lyfjameðferð hálfu ári áður en búist var við. Hún var komin í fullt starf sem viðskipta- fræðingur á Borgarspítalanum og framtíðin blasti við en öllum að óvör- um komu skæruliðarnir aftur og í þetta sinn höfðu þeir betur. Ég vil votta Þórhildi, Þóri, Kolbu, Jóni og öðrum ættingjum og tengda- fólki Kötu mína innilegustu samúð. Blessuð sé minning hennar. Áróra Jóhannsdóttir. Dáin, horfín, harmafregn. Fótatak Katrínar hefur þagnað. Eftir stöndum við samstarfskonur hennar í bókhaldi Borgarspítalans með sorg í hjarta og söknum vinar í stað. Katrín hafði einstakt lag á því að umgangast fólk á sinn hlýlega og opinskáa hátt. Hún bar með sér frí- skandi andblæ á okkar vinnustað, jákvæð og glaðleg, okkur öllum til eftirbreytni. Hún á eftir að hlýja okkur um hjartarætumar minningin um síð- asta vinnudag okkar, þegar við fór- um nokkrir vinnufélagar saman út að borða í hádeginu. Borðhaldið ein- kenndist af gáska og kátínu, þrátt fyrir vitneskju um væntanlega inn- lögn og erfiða lyflameðferð. Hún var ekki aldeilis á því að leggja árar í bát, þrátt fyrir að hún hefði greinst í annað sinn með hvítbl- æði. Alltaf sýndi hún aðdáunarvert æðruleysi í baráttu sinní og víst er að hún fékk styrk og stuðning frá fjölskyldu sinni. Foreldrum, systkinum og frænd- fólki öllu sendum við okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. Því varð alit svo hljótt við helfrep þína sem hefði klökkur gígjustrenpr brostið og enn veit ég margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. (Tómas Guðmundsson) Áslaug, Erna, Guðrún, Helga, Jenný og Kristín. „Hvað segiði stelpur, eruði ekki hressar?" Með þessum orðum heils- aði Kata ævinlega þegar við hitt- umst og kallaði fram bros hjá okkur öllum. Á miðri aðventu þegar við erum að undirbúa komu jólanna dimmir skyndilega, Kata vinkona okkar er dáin. Leiðir okkar lágu fyrst s'aman er við stunduðum nám í viðskiptafræði við Háskólann. Eftir útskriftarferð 1990 til Singapore og Bali var Bali- klúbburinn stofnaður. Um miðjan júní það ár greindist Kata með hvítblæði og í kölfar þess fylgdu alvarleg veikindi. Með einstökum viljastyrk og lífshvata sigraðist hún á þeim erfíðleikum. Við fylgdumst með henni um haustið vinna að því að Ijúka náminu sem hún og gerði í febrúar 1991. Það verður ekki hægt að segja annað en að Kata hafi verið uppá- tækjasöm með eindæmum og dríf- andi á allan hátt. Þegar gleði stóð fyrir dyrum eða eitthvað var um að vera var Kata hrókur alls fagnaðar og geislaði af fjöri og lífsgleði. Kata hafði unun af útiveru og fórum við ekki varhluta af því að hún naut íslenskrar náttúru upp á síðkastið. í hvert skipti sem við hitt- umst sagði Kata okkur frá einhverri ævintýraferð sem hún hafði verið í. Já, hún naut lífsins svo sannarlega og framkvæmdi það sem hana lang- aði til. Lífið virtist brosa við Kötu þegar reiðarslagið kom. Ekki leið nema vika frá því að hún flutti okkur þau tíðindi að hún hefði veikst aftur þar til hún lést. Kata hafði sannfært okkur með sinni bjartsýni og glað- værð að allt mundi ganga vel og að hún yrði með okkur í klúbbnum inn- an nokkurra mánaða. Hver hefði trúað því að svo stuttu eftir að við heimsóttum hana á spítalann að samverustundir okkar yrðu ekki fleiri. Hvað sem við kunnum að gera saman í framtíðinni, verður Kötu alltaf sárt saknað. Minningin um hlátur hennar og lífsgleði mun fylgja okkur öllum stundum. Við sendum foreldrum Kötu, systkinum og fjölskyldum innileg- ustu samúðarkveðjur. ■ Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Balísystur. Kvöld eitt í desember fyrir átta árum komum við saman 8 stelpur úr viðskiptadeild HÍ heima hjá Kötu. Borðuðum við kínamat saman, töluðum, hlógum og höfðum gaman af. Eftir þetta matarboð stofnuðum við „Klúbbinn Klikk“. Þetta var byij- unin á góðum vinskap og síðan höf- um við hist að jafnaði mánðarlega og gert okkkur glaðan dag. Kolba, systir hennar, var ein aðalhvata- manneskjan að því að stofna klúbb- inn. Þær systur voru einstaklega góðar vinkonur og samband þeirra var öðruvísi en gengur og gerist meðal systra. Ekki lukum við allar námi í við- skiptadeildinni, en Kata var ein af þeim sem náði takmarkinu þrátt fyrir mikil veikindi á síðasta náms- ári. Lýsir það best þeim krafti og þeirri lífsgleði sem hún bjó yfir og hjálpaði það henni örugglega mikið í veikindum hennar. Kata náði sér vel á strik eftir veikindin og vann við sitt fag þar til sjúkdómurinn tók sig upp aftur. Þegar sú harmafregn barst okkur að Kata vinkona okkar væri dáin var tæp vika síðan við höfðum hist síðast. Þá hittumst við heima hjá Kolbu til að kveðja Kötu áður en hún yrði lögð inn á spítala til að fara í langa og stranga meðferð. Kata var að vanda hress og bjartsýn, hún átti lífið framundan og það var svo margt sem hún ætlaði að gera. En fyrst var að ná heilsu. Bjartsýni hennar og lífsvilji gerði það að verk- um að þegar við kvöddumst um kvöldið hafði henni tekist að sann- færa okkur vinkonurnar um að þetta myndi ganga wel. Hún róaði áhyggjutal okkar með orðum eins og: „Ef ég er sterk, þá verða aðrir það með mér“. Það fór öðruvísi en við höfðum vonað og trúað. En hún Kata er farin frá okkur. Eftir situr minningin um góða og trausta vinkonu, minning um yndislegar samverustundir, minn- ing sem við varðveitum. Elsku Kolba, megi góður Guð veita þér styrk í sorg þinni um góða vinkonu og systur. Við vottum foreldruin hennar, systkinum og öðrum ættmennum okkar innilegustu samúð. Nú ertu .leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa, höi-munga og rauna fri, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (H. Pétursson) Edda, Sandra, Bidda, Dóra, Bettý og Tóta. Trúin á óréttlæti og hörmungar er mælikvarði á vanþekkingu okkar. Það sem lirfan kallar endalok alls kallar meistarinn fiðrildi. (Richard Bach) Hún Kata okkar er dáin. Fyrir aðeins mánuði var hún með okkur í skemmtilegri helgarferð á Snæ- fellsnesið. í leik okkar við úfið brim- ið eða í söngnum á leiðinni heim hvarflaði ékki að okkur að þetta yrði síðasta ferðin hennar. Við höfðum farið saman I hinar ýmsu ævintýraferðir eins og þegar við skelltum okkur í siglingu á gúmmíbát niður Hvítá. Hún naut allrar útiveru. Hvort sem um var að ræða hestaferðir, veiðiferðir eða fjallgöngur, var hún jafn áhugasöm og átti oftast uppástunguna. Hvort sem við strituðum í þoku og sudda uppi á Baulu, eða lölluðum meðfram ströndinni hjá Bárði Snæfellsás, geislaði Kata af orku og glaðværð. Það er erfitt að horfast í augu við það að hún sé ekki lengur á meðal okkar, en það hefur löngum vafist fyrir okkur mannfólkinu að skilja vegi Almættisins. Minningin um Kötu mun ávallt kalla fram í hug- ann fallega, hlýja brosið hennar, sfyrkinn, lífsgleðina og bjartsýnina. Hún virtist ætíð reiðubúin að taka því sem að höndum bar. Við veikindum sínum brást hún svo sannarlega með aðdáunarverðri hugprýði og reisn. Ferðahópurinn okkar verður ekki samur án hennar, en jafnframt erum við rík í hjartanu eftir kynni okkar af henni og þakklát fyrir yndislegar samverustundir. Algóður guð huggi og styrki elskulega fjölskyldu Katrínar. Guðjón, Guðrún, Heiðdís, Nonni og Tóta. Ég var harmi slegin þegar mér var tilkynnt um andlát minnar kæru vinkonu Kötu. Það var erfitt og sárt að trúa því að hún, sem var í blóma lífsins, yrði kölluð á brott svona fljótt. Ekki nema þrítug að aldri. Ég kynntist Kötu fyrir um að bil þrettán árum, þar sem ég og Halla systir hennar vorum skólasystur og góðar vinkonur. Bjuggu þær þá í foreldrahúsum. Kata var ein af sex systkinum og var hún sú fjórða í röðinni. Það voru margar ógleyman- legar stundir sem við áttum saman á heimili hennar. Mér leið alltaf eins og á eigin heimili, því ekki voru for- eldrar og systkini hennar síðri vinir mínir. Kata var sérlega kraftmikil og dugleg og stefndi hátt í lífinu. Hún stofnaði sitt eigið heimili og lauk námi sem viðskiptafræðingur við Háskóla íslands. Hún var mjög sam- viskusöm og mikill vinnuþjarkur. Þrátt fyrir strangt nám hafði hún alltaf tíma fyrir vini sína. Hún var mikil félagsvera og naut þess að vera innan um fólk. Kata var ein- staklega traust og góð vinkona, ávallt í góðu skapi og hjálpsöm við alla. Það var alltaf hægt að leita til Kötu ef eitthvað bjátaði á. Hún var sönn vinkona sem alltaf hlustaði, skildi og lagði orð í belg. Hún bar þá góðu mannkosti að sjá alltaf það góða í fari fólks. Kata var gædd alveg einstakri kímnigáfu og átti hún mjög auðvelt með að fá fólk til að hlæja. Ég á óteljandi skemmtilegar minningar um Kötu. Minningar sem ylja mér um hjartarætur og enginn getur tekið frá mér. Til dæmis þeg- ar við fórum í gönguferð út á Gróttu að kvöldlagi i blíðskaparveðri. Ég var í skóm sem meiddu mig. Kata kunni ráð við því, tók mig á bakið og bar mig eftir endilangri fjörunni, án þess að blikna, með sömu glettn- ina og breiða brosið. Þetta fínnst mér vera góð lýsing á persónuleika hennar. Hún gerði ekki smámál að stórmáli heldur gerði þessa göngu- ferð svo eftirminnilega og skemmti- lega. Það er erfitt að sætta sig við það að sjá hana aldrei aftur, en minning- in um hressa, lífsglaða góða vinkonu mun alltaf lifa í hjarta mínu. Ég þakka fyrir að hafa fengið að njóta værveru hennar og bið algóðan Guð að vernda hana og leiða. Þín mildhlý minning lifir svo margt að þakka ber þá bjart og hlýtt var yfir, er brosið kom frá þér, þú sólargeisla sendir og samúð vinar þel. Með hlýrri vinarhendi, mér hjálpaðir svo vel. (Guðríður S. Þóroddsd.) Elsku Þórhildur, Þórir, systkini og aðrir aðstandendur. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð í ykkar miklu sorg. Heiða. Okkur langar til að minnast ást- kærrar vinkonu okkar Kötu sem lést aðfaranótt sunnudagsins 6. desem- ber í Borgarspítalanum. Kata kemur úr stórri samheldinni fjölskyldu. Hún var dóttir hjónanna Þórhildar Helgadóttur og Þóris Hilmarssonar, og átti hún fimm systkini: Kolbu, Stebba, Helgu, Höllu og Snorra. Alltaf hefur okkur verið tekið opnum örmum á heimili þeirra í gegnum árin. Kata hafði eins og fleiri systkini hennar stofnað sitt eigið heimili og komið sér vel fyrir. Hún vann af krafti eftir að hafa lokið námi frá Háskóla íslands sem viðskiptafræðingur. Sjálf var Kata bamlaus, en hændi að sér öll böm, þó sérstaklega systkinaböm sem sóttu mikið til hennar. Það var fyrir rúmum tveim ámm að Kata veiktist af hvítblæði. Það var mikið áfall fyrir bæði fjölskyldu og vini. Barðist Kata af hetjudáð í gegnum veikindin, með miklum styrk móður sinnar og fjölskyldu sem vart véku frá henni. Meðan á veik- indunum stóð hét hún móður sinni því, að þegar hún yrði frísk færa þær saman i skemmtiferð til Lond- on. Með sinni bjartsýni og lífsgleði tókst henni að vinna bug á veikind- um sínum. Stuttu síðar stofnuðum við kvennaklúbb ásamt systranum, Kötu, Helgu og Höllu. Við hittumst reglulega hjá hvor annarri yfir kaffi- bolla og kræsingum, að ógleymdum útilegunum sem farnar voru á sumr- in, annaðhvort í bústað eða tjald, sem alltaf vora skemmtilegar og vel heppnaðar. Alltaf mætti Kata þar með góða skapið og full af kímni. Er þaðan margs að minnast sem aldrei mun gleymast. Rúmum tveim- ur árum eftir að veikindin hófust efndi Kata loforð sitt við móður sína, og skrappu þær til London í byijun nóvember. Eftir að heim var komið kom annað áfall, veikindin höfðu tekið sig upp að nýju. Með sömu bjartsýni og áður ætlaði Kata sér að komast yfir þau. Fjóram dögum áður en hún átti að leggjast inn ákváðum við að hitt- ast. Það var ekki að sjá að hún léti bugast, þrátt fyrir veikindin mætti hún hress og kát að vanda. Við kvöddumst þetta kvöld allar bjart- sýnar á að við ættum eftir að hitt- ast aftur og eiga saman jafn ánægju- legar stundir og áður. Eftir sex daga legu á Borgarspít- alanum gripu örlögin inn í, okkar kæra vinkona var kölluð á brott svo fljótt. Og er hennar sárt saknað í okkar hópi. Megi Guð varðveita hana og gefa foreldram, systkinum og öðram aðstandendum hennar styrk i þeirra miklu sorg. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kvecja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem) Heiða, Dagmar, Jenný og Kolla. Fólk um þrítugt hugsar ekki mik- ið um dauðann. Okkur finnst sem við eigum allt það besta framundan og að heilu áratugunum sé úr að spila. Það er því mikið áfall þegar einn úr hópnum heltist fyrirvaralitið úr lestinni. Það minnir okkur á að dauðinn fer ekki í manngreinarálit, spyr ekki að aldri né högum þeirra sem hann ljóstar. En þótt hann eigi að teljast eðlilegur hluti mannlifsins er ekki unnt að veijast þeirri hugsun að hann beiti ljá sínum ómaklega þegar fyrir verður ung kona með ríka lífslöngun og framtíðarvonir. Kötu skorti hvorugt og eins þótt öllum væri kunnugt um alvarleg veikindi hennar fyrir tveimur áram, var þó tekið að fymast yfir þá reynslu. Að því er flestir héldu, sem hana þekktu og umgengust, hafði hún þegar yfirstigið veikindi sín. Hún var búin að búa sér snoturt heimili, komin í gott starf og tekin að leggja fyrir til framtíðarinnar, rétt eins og ungt fólk gerir sem á áratugina fyrir sér og allt það besta framundan. Sjúkleiki hennar var þó þess eðlis, að sjálf var hún ávallt meðvituð um hið mjóa bil heilbrigðis og dauða. Má nærri geta hversu stöðug vitundin um návigi hins skæða kvilla hefur verið henni erfið byrði, þótt ekki hefði hún mörg orð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.